Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 7. apríl 1992 „Fórnarkostnaður EES-aðildar“ -1. grein: Takmarkað fullveldis- afsal og landhelgin opnuð Enn einu sinni er komin upp ný staða í EES-samningunum. Mál- inu hefur í annað sinn verið vísað til Evrópudómstólsins. Upphaf- lega átti hann aðeins að fjalla um dómstólakafla hans, en EFTA- ríkin höfðu beygt sig undir nær allar kröfur EB varðandi hann. Þá kom Evrópuþingið til skjal- anna og bætti við kröfum um að dómstóllinn kannaði einnig fjölda annarra atriða samnings- ins. Með öllu er óvíst, hvernig álit dómstólsins verður. í öðru lagi er óvissa um það, hvort Evrópuþingið muni sam- þykkja samninginn þegar hann verður lagður fyrir það í endan- legu formi, en án samþykkis þess getur hann ekki tekið gildi. í þriðja lagi er nú ljóst, að Sviss getur ekki efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn um Efnahagssvæði Evrópu á þessu ári, eins og upphaflega var áætlað, vegna tafa, sem Evrópu- dómstóllinn og Evrópuþingið valda. Einnig er með öllu óvíst, hvernig svissneska þjóðarat- kvæðagreiðslan fer á næsta ári. Ekki er hægt að ganga endanlega frá staðfestingu samningsins fyrr en ef samþykki Svisslendinga liggur fyrir einhvern tíma á næsta ári, því öll EFTA-ríkin eru í samfloti með þeim. Það eru því mörg óvissuatriðin um endanlegt samþykki EES. Svikamylla áróðursmanna Við þessar aðstæður lét Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, í ljós þá skoðun sína á ráðstefnu um Evrópusamfélagið í Reykjavík 13. mars, að íslend- ingar ættu að sækja um aðild að EB samhliða hinum Norðurlönd- unum. Þá fengist úr því skorið, hvaða kostir byðust íslandi við inngöngu. Það væri ekki sama að máta flík og kaupa hana. Auðvitað er þetta fyrst og fremst yfirlýsing Þórarins um vanþekkingu á málefninu. Réttarreglur og venjur EB gera ráð fyrir því, að ný ríki gangi í samfélagið eins og það er og sam- þykki gildandi lög og reglur þess við inngöngu. Um undanþágur er ekki samið nema í stuttan aðlög- unartíma. Þannig hefur þetta verið og þannig verður það sam- kvæmt gildandi réttargrundvelli EB. Menn, sem ekki vita þetta hafa öðrum iítið að miðla um málið. Var nema von, að yfirmaður Þórarins, útgerðarmaðurinn Ein- ar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, lýsti vanþekkingaryfirlýs- Vlnningstölur laugardaginn (|ix| 4. apríl ’92 (Í9)(Éff if (g) VtNNINGAR | UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 I 1 3.206.541,- 2.4^50 3 185.654,- ; 3. 4ai5 I 113 8.502,- 4. aaisl 4.417 507,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.963.648.- M ■ upplvsingar:SImsvari91 -681511 lukkul!na991002 ingu Þórarins hans persónulegu skoðun, ekki sjónarmið VSÍ? En svo kom eftirleikurinn, sem e.t.v. var alltaf í bakhöndinni til þess að smygla fylgi við EES- aðild inn á íslendinga. Einar Oddur, Davíð forsætisráðherra, Magnús Gunnarsson hjá SAS og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, Jón Hannibalsson og fleiri, kepptust um að vitna í hugmynd Þórarins um EB-aðild og lýsa yfir því, að aðildarumsókn að EB væri ótímabær og ekki á dagskrá. Okkar hagsmunir væru að gerast aðilar að EES-samningnum, sem væru okkur hagstæðir. Þarna var þá komin áróðurs- brellan um andstæðurnar: Hið neikvæða EB en jákvæða EES. Allt annað var útilokað eins og um ekkert annað væri að velja. A eina hlið voru vondu drengirnir á villigötum, sem mæltu með aðild að EB. Á hina hliðina góðu bjargvættirnir, sem segja að hagsmunum okkar sé best borgið með EES-aðild. Allt er þetta mikið sjónarspil, sem dregur athyglina frá rök- rænni athugun á bestu hagsmun- um íslands í heimsviðskiptunum en bindur okkur án rökstuðnings við EES-aðild. Samkvæmt þess- ari uppstillingu er EB talið ótímabært en tekið sem sjálf- sagður hlutur, að EES sé, án nokkurs rökstuðnings, í þágu okkar hagsmuna. En er þetta nú alveg rétt? Komum nánar að því síðar. Fullveldisafsalið Uffe Elleman-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, reynir í Morgun- blaðinu 24. mars sl. að skrifa sig út úr fullveldisafsalinu, sem felst í aðild að laga- og reglugerða- frumskógi EB, með aðferð Lísu í Undralandi, sem breytti merk- ingu orða að geðþótta. Uffe segir nú samkvæmt aðferð Lísu, að hugtakið „fullveldi“ hafi nú aðra merkingu en áður. Svo bullar hann sína skoðun á þessu annars vel skilgreinda hugtaki í þjóða- réttinum. Með nýrri og brengl- aðri skilgreiningu á hugtakinu réttlætir hann, að aðildarríki EB og væntanlega EES afsali sér til yfirþjóðlegra stofnana hluta af fullveldinu, bæði lagasetningar- og dómsvaldi á samningssviðinu og segir í mótsögn við raunveru- leikann, að slíkt valdaafsal sé ekki fullveldisafsal. Samningurinn um EES liggur nú loksins fyrir í íslenskri þýð- ingu í tveimur bindum, hið fyrra 510 bls., hið síðara 466 bls. Ætl- ast er til, að Alþingi samþykki þetta lagabákn breytinga- og athugasemdalaust sem landslög. Samkvæmt upplýsingum Salóme Þorkelsdóttur, þingforseta, á fundi forseta þjóðþinga EFTA í Strassborg 21. febrúar sl., á þar að auki, samkvæmt EES-samn- ingnum, að samþykkja um 200 ný lög til þess að samræma landslög EB-réttinum. Hvað þetta varðar, á Alþingi aðeins að vera af- greiðslústofnun um það, sem Jón Hannibalsson og aðrir Eurokrat- ar hafa áður samþykkt úti í Evr- ópu. Sjálfkrafa og án sjálfstæðrar hugsunar eiga Alþingismenn að gera þennan hluta laga- og reglu- gerðafrumskógar EB að íslensk- um landslögum. En fleira kemur til. I 7. gr. EES-samningsins segir, að „gerðir, sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samning þennan eða ákvörðunum sameig- 1 inlegu EES-nefndarinnar, skulu vera bindandi fyrir samningsaðila og vera eða verða teknar upp sem hluti af landsrétti...“ Þessar „gerðir“ eru m.a. reglu- gerðir og tilskipanir EB, sem vitnað er til í hundraðavís í við- aukahluta samningsins (2. bindi). í annexíunum eru þær aðeins nefndar með nafni og númeri í réttarkerfi EB en efni þeirra hvergi rakið hvað þá heldur að þær séu þýddar á íslensku fyrir þingmenn og aðra landsmenn að lesa. Ætlast er til að þessum „gerðum“ sé gefið lagagildi á ís- landi án yfirlesturs á texta þeirra heldur nægi að vísa til þeirra eins og þær eru taldar upp í viðaukum EES-samningsins. Á þetta nokkuð skylt við laga- setningu fullvalda ríkis eða ákvæði stjórnarskrárinnar um undirbúning, meðferð og sam- þykki lagafrumvarpa? Hið takmarkaða fullveldisafsal er svo kórónað með því, að dómsvaldinu varðandi öll mál samningssviðsins er afsalað úr landi til EES- og EB-dómstóla. Er EES-samningurinn ekki of dýru verði keyptur með þessu takmarkaða fullveldisafsali á hluta löggjafar- og dómsvalds til erlendra stofnana fámennisstjórn- kerfis EB? En hvað um blekkinguna miklu um að EES-samningarnir snúist fyrst og fremst um fríversl- un með fisk? Fríverslun með físk afgangsstærð í EES Um liðlega tveggja ára skeið hef- ur utanríkisráðherra haldið því að þjóðinni, að EES-samning- arnir snúist um fríverslun með fisk. Fátt er fjær sanni. Það hefur alla tíð verið ljóst, að landbúnað- ar- og sjávarafurðaviðskipti yrðu utan fjórfrelsisins. EB gerði þá kröfu þegar í upphafi samninga- viðræðnanna, að áður en farið væri að ræða viðskipti með sjáv- arafurðir skyldi nást fullt sam- komulag um, að (1) réttargrund- völlur EES-samninganna yrði EB-rétturinn, (2) samkeppnis- reglur EB skyldu gilda á samn- ingssviði EES svo og EB-reglur um fjórfrelsið, (3) samkomulag nást um stofnanir EES og dóms- vald. Þá fyrst, þegar samkomulag hefði náðst um öll þessi atriði, væri tímabært að ræða önnur sérákvæði eins og viðskipti með sjávarafurðir. Þess vegna voru ekki önnur ákvæði um fisk í samningsdrögunum, sem EB gaf út 26. júlí 1991, en ein lína merkt 9. gr. a, þar sem segir: „Sam- komulag um fisk og aðrar sjávar- afurðir skal skráð í viðauka" (Annex). Þessa annexíu var ekki farið að ræða af alvöru fyrr en í september og október 1991. Það er því augljóst, að samningavið- ræðurnar um EES fyrstu tæp tvö árin fjölluðu um allt annað en sjávarafurðir, þ.e. um EB-réttinn eins og hann skyldi gilda í EES og stofnunum þess varðandi fjór- frelsið á hinum sameiginlega markaði, um frjáls iðnvöru-, þjónustu- og fjármagnsviðskipti auk sameiginlegs vinnumarkað- ar. Utan við þetta kerfi skyldu vera viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir nema sérsamn- ingar yrðu gerðir um það í samn- ingsviðauka eða annexíu. Að fiskur væri afgangsstærð í EES-samningnum var í reynd staðfest með Brússel-samkomu- laginu 14. febrúar 1992 þegar gerður var viðauka- og tvíhliða- Hanncs Jónsson. samningur um sjávarútvegsmálin eftir að allt annað hafði verið samþykkt. Þessi ákvæði eru nú í 20. gr. íslensku þýðingar EES-samn- ingsins, sem segir „ákvæði og fyrirkomulag varðandi fisk og aðrar sjávarafurðir er að finna í bókun 9“. aðeins að veiða innan íslenskrar lögsögu heldur einnig að athafna sig í íslenskum höfnum, landa þar í gáma og senda beint á er- lendan markað án nokkurs vinnslu- auka í landi. Erfitt er að meta þetta til peninga en hár er þessi fórnarkostnaðarliður. Enn eitt atriði sjávarútvegsvið- aukans, sem Spánverjar fögnuðu sérstaklega, er að hann skuli endurskoðaður annað hvert ár, í fyrsta sinn í árslok 1993. Þeir telja sig og EB geta fært sig upp á skaftið í samskiptum risans við smáríkið við hverja endurskoð- un, fengið stækkandi veiðikvóta við ísland uns fiskveiðistefna EB komi að fullu til framkvæmda innan 758.000 ferkílómetra efna- hagslögsögu okkar, sem EB-ríkin hafa mikla ágirnd á. Þar vilja þau svo gjarnan, að fiskveiðistefna EB komi að fullu til fram- kvæmda, en grundvallaratriði hennar er, að fiskimiðin og fiski- stofnarnir utan þröngra marka séu sameign aðildarríkjanna og sókn í þá lúti sameiginlegri fisk- veiðistjórn kommissaranna í Brússel. Landhelgin opnuð fyrir flota EB I sjávarútvegsannexíu EES- samninganna er tekið fram, að EB-ríkjunum skuli heimilt að veiða 3.000 tonn af karfa innan íslenskrar efnahagslögsögu. Að yfirvarpi eiga íslendingar að fá í staðinn að veiða árlega 30.000 tonn af loðnu við Grænland. Þessar loðnuheimildir hefur EB keypt af Grænlendingum síðast- liðin 5 ár en ekki geta nýtt sér vegna þess, að þar hefur loðnan ekki verið í veiðanlegu ástandi í nokkur ár. Hún hefur því sjálf- krafa fallið í okkar hlut og veiðst innan íslenskrar efnahagslög- sögu. Fyrir 3.000 karfatonnin fáum við því ekkert nema fram- kvæmd stefnu EB um aðgang að auðlind fyrir tollalækkun. Þetta er dýru verði keypt en verður vart metið til peninga, enda eru flotar EB-ríkjanna frægir fyrir að falsa alla aflakvóta og stunda rán- yrkju á öllum miðum, sem þeir hafa aðgang að. Annar fórnarkostnaður, sem talsmenn EES-aðiIdar hafa ekki flíkað, er sá, að við skuldbindum okkur til þess að breyta okkar landslögum þannig að flotar EB fái „samkeppnisjafnrétti“ við íslensk skip í íslenskum höfnum til athafna og aðstöðu. Sam- kvæmt þessu fá flotar EB ekki Lokaorð Þótt erfitt sé að meta til fjár framangreindan, þríliða fórnar- kostnað okkar samkvæmt sjávar- útvegsviðauka EES, þá er ljóst að hann gerir EES-samninginn í heild allt of dýru verði keyptan. Grundvallarsjónarmiði okkar í landhelgismálinu um að við einir eigum auðlindir sjávar út að 200 mílum er fórnað fyrir lítilræði í formi tollalækkana af fiski og rányrkjuflota EB hleypt inn í landhelgina. Fer þá sigur okkar í þremur þorskastríðum fyrir lítið. Enn óaðgengilegri verður samn- ingurinn þó fyrir smáríki sem ísland, þegar tekið er tillit til fórnarkostnaðarins í formi tak- markaðs fullveldisafsals vegna takmörkunar á löggjafar- og dómsvaldi okkar á samningssvið- inu. í reynd verður það flutt til yfirþjóðlegra stofnana í Brússel, en EB býr við stjórnarfar fáræðis og skrifræðis en ekki lýðræðis og sama á að gilda um EES. Hinu má svo heldur ekki gleyma, að viðskiptalegur pen- ingaábati af EES-samningunum er hreint mýrarljós fyrir okkur íslendinga, ofreiknuð sjálfs- blekking, svo sem sýnt verður fram á í framhaldsgreinum. Hannes Jónsson. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Ársfundur Iðnlána- sjóðs haldinn í dag Ársfundur Iðnlánasjóös verð- ur haldinn í dag, 7. aprfl. Á fundinum verður fyrirtæki, sem skarar fram úr í aðbúnaði, öryggi starfsfólks á vinnustað og verndun umhverfis, veitt viðurkenning. Viðurkenning- in, sem verður árlegur við- burður, er listaverk unnið sér- staklega fyrir Iðnlánasjóð af Magnúsi Tómasyni myndlistar- manni. Verkið lýsir á táknræn- an hátt ábyrgð stjórnenda fyrirtækis á aðbúnaði starfs- manna þess, sem og ábyrgð á varðveislu umhverfis og nátt- úru landsins. Tilgangur þessarar viðurkenn- ingar er að hvetja stjórnendur fyrirtækja til að leggja sitt af mörkum til að móta þjóðfélag velferðar í sátt við lífríki lands og sjávar. Fjögurra manna nefnd velur það fyrirtæki er viðurkenningu hlýtur. í henni situr fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins, fulltrúi frá umhverfisráðuneyti auk for- manns og forstjóra Iðnlánasjóðs. Eiður Guðnason, umhverfisráð- herra mun afhenda verðlauna- gripinn. Gestur fundarins er Jens Kampmann, forstjóri Invest Miljö A/S og fyrrverandi um- hverfis-, skatta- og samgönguráð- herra Danmerkur. Erindi sitt nefnir hann: Er unnt að sameina hagvöxt og umhverfisvernd? Jens Kampmann hefur mjög látið umhverfismál til sín taka um árabil sem framkvæmdastjóri umhverfisráðs Danmerkur. Hann er nú stjórnarformaður í I. Krúger A/S, AeroChef A/S, Chemcontrol International A/S og Saga Food Ingredients og er fulltrúi Danmerkur í NEFCO stjórninni, sem er umhverfissjóð- ur á vegum Norræna fjárfestinga- bankans. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra mun flytja ávarp á ársfund^ inum, sem verður haldinn í Hvammi, Holiday Inn, í Reykja- vík og hefst kl. 16.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.