Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 16
Kodak ^
Express
Gæöaframköllun
★ Tryggðu filmunni þinni
5?esta ^PediGmyndir'
SS^. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324.
íslenskar getraunir:
Akureyringar
getspakir
Um helgina voru Akureyring-
ar getspakir sem fyrr í íslensk-
um getraunum. Miðarnir tveir
á Islandi er reyndust vera með
13 rétta voru báðir seldir á
Akureyri.
Fyrir síðustu helgi seldust get-
raunaseðlar hjá íslenskum get-
raunum fyrir 13,4 milljónir, sem
er metsala. Fyrra metið var frá 5.
leikviku, í byrjun febrúar í ár, en
þá seldust getraunaseðlar fyrir
12,3 milljónir.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Baldurssonar hjá íslensk-
um getraunum reyndust 45 tipp-
arar með 13 rétta, þ.e. tveir
Veðrið:
Suðaustlæg átt
ánæstunui
Lið Menntaskólans á Akureyri sigraði í spurningakeppninni:
íslendingar og fjörutíu og þrír
Svíar. Þrettán réttir gáfu nú rúma
eina milljón. Báðir vinningarnir
komu á einfalda fjörutíu króna
seðla. Fyrir rúmri viku gáfu 13
réttir 7,6 milljónir og í hópi
þeirra heppnu var kona frá Akur-
eyri er keypt hafði 900 króna
tölvuvalsseðil.
„Sænskir leikir voru nú inni í
fyrsta sinn með þeim ensku og
svo verður næstu fjórar vikur.
Enska deildin er búin 9. maí og á
seðli þeirrar helgar verða 12
sænskir leikir og bikarúrslita-
leikurinn á Wembley. Þann 16.
maí verður seðillinn alsænskur og
svo verður í allt sumar,“ sagði
Sigurður Baldursson, fram-
kvæmdastjóri íslenskra getrauna.
ój
Stefán Jón Hafstein afhendir siguriiðinu hljóðnemann. Frá vinstri: Pálmi Óskarsson, Finnur Friðriksson og Magnús
Teitsson úr MA, þá Stefán Jón og Skafti Ingimarsson, Rúnar Sigurpálsson og Pétur Maack Þorsteinsson úr VMA.
Mynd: Golli
Veðurstofan gerir ráð fyrir
hlýnandi veðri um norðan-
vert landið síðari hluta dags
og að með kvöldinu fari að
þykkna upp og ef til vill að
rigna lítilsháttar.
Ekkert vetrarveður er á
dagskrá á næstu dögum því
eftir nokkurt frost síðastliðna
nótt er búist við hægri og
breytilegri suðaustan átt og
hlýnandi veðri á Norðurlandi.
Gert er ráð fyrir að þykkni
upp með kvöldinu og jafnvel
búist við einhverri úrkomu í
nótt. ÞI
Leitað að eftimömmm Fiirns og Magnúsar
Lið Menntaskólans á Akureyri
bar sigur úr býtum í spurninga-
keppni framhaldsskólanna
annað árið í röð og hljóðnem-
inn, verðlaunagripurinn eftir-
sótti, verður því um kyrrt í
þessari fornfrægu stofnun. Lið
MA sigraði lið Verkmennta-
skólans á Akureyri í úrslitum,
eins og landsmenn sáu í beinni
sjónvarpsútsendingu sl. föstu-
„vonlaust að fella þá tvo,“ segir Tryggvi Gíslason
með 29 stigum
dagskvöld,
gegn 21.
Liðsmenn Menntaskólans
fengu að launum flugfar til Lúx-
emborgar og lestarkort um Evr-
ópu og bæði liðin fengu bækur í
viðurkenningarskyni. Ljóst var
að hljóðneminn færi ekki frá
Akureyri í þetta sinn en liðsmenn
VMA vildu þó flytja hann milli
skóla og gerðu sitt besta til þess.
Akureyri:
Gísli Jónsson tekur við
umboði Happdrættis Háskólans
- Jón Guðmundsson hefur verið umboðsmaður síðan 1958
Gísli Jónsson er nýr umboðs-
maður Happdrættis Háskólans
á Akureyri og tekur hann við
umboðinu af Jóni Guðmunds-
syni, sem hefur verið umboðs-
maður happdrættisins síðan
1958. Jón er 85 ára að aldri.
„Þetta hefur verið skemmtileg-
ur tími,“ sagði Jón í samtali við
Dag.
Auk þess að hafa umboð fyrir
Happdrætti Háskóla íslands
hafði Jón til fjölda ára umboð
fyrir Sjóvá og sömuleiðis Vél-
bátatryggingu Eyjafjarðar.
En hefur umboðsmaðurinn
sjálfur dottið í lukkupottinn í
Happdrætti Háskólans? „Ég hef
nú aldrei fengið vinning, sem orð
er á gerandi, en ég hef fengið
marga smávinninga,“ sagði Jón
og hló. „Ég er voðalegur klaufi í
svona braski. Á tombólum í
gamla daga var það fastur liður
að ef ég fékk ekki núll, þá fékk
ég skósvertudós eða eitthvað
álíka,“ bætti hann við.
Jón segir að óneitanlega hafi
orðið töluverður samdráttur í
sölu á happdrættismiðum, enda
hafi fjölgað þeim aðilum sem
selji happdrættismiða auk þess
sem lottóið hafi haft sitt að segja.
„Annars er það alveg merkilegt
hversu vel Happdrætti Háskólans
hefur haldið sínum hlut. íslend-
ingar eru miklir happdrættis-
menn,“ sagði Jón Guðmundsson.
Gísli Jónsson sagðist hafa ver-
ið í rekstri Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar síðan 1976, en nú væri
tímabært að snúa sér að öðrum
verkefnum. Auk þess að hafa
umboð fyrir Happdrætti Háskól-
ans hyggst Gísli verða með
umboð fyrir Tryggingamiðstöð-
ina og Fjárfestingarfélagið. Þá
verður hann eftir sem áður
umdæmisstjóri Flugleiða á
Norðurlandi. óþh
Jón Guðmundsson í húsnæði Happdrætti Háskóluns Geislagötu 12. Við
borðið sitja Jóhanna Jóhannsdóttir (t.v.) og Ragnheiður Jakobsdóttir.
Ármann Helgason er að endurnýja og inn kemur Gísli Jónsson, nýr umboðs-
maður Happdrættis Háskólans. Mynd: Goiii
Tryggvi Gíslason, skólameist-
ari MA, var að vonum ánægður
með sína menn þegar Dagur
hafði samband við hann í gær.
Hann sagði að þeir Pálmi Óskars-
son, Finnur Friðriksson og
Magnús Teitsson væru ótrúlega
snjallir, hver á sínu sviði, og
skólanum til sóma.
Finnur og Magnús ljúka námi
frá Menntaskólanum í vor en
Pálmi á eitt ár eftir. Tryggvi sagði
að menn væru þegar farnir að
huga að eftirmönnum þeirra í
spurningakeppninni. En getur
hann ekki beitt einhverjum
brögðum til að halda Finni og
Magnúsi lengur í skólanum?
„Nei, það er vonlaust að fella
þá tvo. Finnur er með tæpa 10 í
meðaleinkunn og Magnús er
mjög góður námsmaður líka. Við
verðum að láta þá róa en vonandi
kemur maður í manns stað,“
sagði Tryggvi.
Sú hugmynd kviknaði í tengsl-
um við spurningakeppnina að
láta sigurliðið keppa við Ragn-
heiði Erlu Bjarnadóttur, dómar-
ann margfróða. Ekki er ljóst
hvort af þeirri keppni verður því
Stefán Jón Hafstein er nú staddur
í Nepal með hugmyndina í far-
teskinu. Andrés Indriðason hjá
Sjónvarpinu sagði að þetta mál
væri í höndum Stefáns Jóns og
biði endurkomu hans. SS
Akureyri:
Róleg helgi
þrátt fyrir
nokkra ölvun
Rólegt var hjá lögreglunni á
Akureyri um síðustu helgi en
nokkuð bar þó á ölvun í mið-
bænum aðfaranótt laugardags-
ins.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni á Akureyri fór helgin fram í
rólegheitum. Nokkuð bar þó á
ölvun í miðbænum aðfaranótt
laugardagsins en engin vandræði
hlutust af. í gær urðu tveir
árekstrar á Akureyri. Hvorugur
var stórvægilegur - engin slys
urðu á fólki en nokkrar skemmd-
ir á ökutækjum. ÞI
Akureyri:
Þrettán aðílum
verður hótað lokun
Lögreglan á Akureyri fær í dag
í hendur lista frá bæjarfógeta-
embættinu á Akureyri yfir 13
fyrirtæki, sem verður tilkynnt
um lokun geri forsvarsmenn
þeirra ekki upp virðisauka-
skatt og staðgreiðslu.
Björn Rögnvaldsson, aðalfull-
trúi hjá bæjarfógetaembættinu,
segir að þessi fyrirtæki hafi fengið
aðvaranir, en þeim ekki verið
sinnt. Hafi forsvarsmenn þessara
fyrirtækja ekki gert upp fyrir
kvöldið, má vænta þess að þau
verði innsigluð á morgun. Björn
segir að skuld þessara 13 fyrir-
tækja sé samtals 8,2 milljónir
króna.
Björn segir að eins og staðan
er í dag verði boðað lögtak hjá
116 aðilum á Akureyri síðar í
mánuðinum vegna vangoldinna
opinberra gjalda. Þarna er um að
ræða aðila þar sem ekki er hægt
að loka. óþh