Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 07.04.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 7. apríl 1992 68. tölublað HERRADEILD Gránutelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Dalvík/Ólafsfjörður: Tillaga um sam- einingu hafnanna Hafnarstjórnir Dalvíkur og Ólafsfjarðar hafa náð sam- komulagi um að leggja til við bæjarstjórnir staðanna að hefja undirbúning að stofnun byggðasamlags um rekstur hafnanna á þessum stöðum. Segir í tillögunni að stefnt skuli að undirritun stofnsamnings Hafnasamlags Dalvíkur og Ólafsfjarðar fyrir lok þessa árs þannig að einn hafnarsjóður taki við rekstrinum í byrjun næsta árs. Umræður um sameiningu hafnanna hafa verið í gangi síðan í ágúst 1990 þegar sett var á stofn sameiginleg nefnd á vegum kaup- staðanna. Nefndin hefur haldið sex fundi, kynnt sér áætlanir Hafnamálastofnunar um fram- kvæmdir í höfnunum á næstu árum og kynnt hugmyndir sínar fyrir ráðherrum, þingmönnum og hagsmunaaðilum. I tillögu nefndarinnar er lagt til að gerð verði sameiginleg fram- kvæmdaáætlun fyrir báðar hafn- irnar í samráði við samgöngur- áðuneyti og þingmenn kjör- dæmisins. Þar verði miðað við að ljúka uppbyggingu fiskihafnar í Ölafsfirði og vöru- og fiskihafnar Grunur um matrareitrun á Dalbæ á Dalvík: Beðið niðurstöðu rannsóknar á saursýnum Við rannsókn á sýnum úr salt- kjöti á Dalbæ á Dalvík kom ekkert í Ijós sem gæti hafa orsakað matareitrun hjá þrettán íbúum og tveim starfsmönnum Dalbæjar fyrir síðustu helgi. Valdimar Brynjólfsson, heil- brigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseft- irliti Eyjafjarðar, segir að lík- legra sé að matareitrunina megi rekja til baunasúpu sem fólkið borðaði, en ekki hafi náðst sýni úr henni. „Við bíðum eftir niður- stöðu rannsóknar á saursýnum úr fólkinu,“ sagði Valdimar. óþh á Dalvík. Er reiknað með að þessar framkvæmdir komist inn á hafnaáætlun fyrir árin 1993-96. Á fundinum þar sem tillagan var samþykkt ríkti mikill einhug- ur um sameiningu hafnanna og var tillagan samþykkt með atkvæðum allra hafnarstjórnar- manna á báðum stöðum. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dal- vík nefndi möguleikann á aðild Árskógshrepps og Hríseyjar- hrepps að slíku hafnarsamlagi. Taldi hann ekki ráðlegt að þeir yrðu með í upphafi, það flækti málin einungis. Hins vegar kæmi til greina að þeir gerðust aðilar að því síðar. -PH Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, lék með Kammerhljómsveit Akureyrar á tónleikum á Blönduósi og Akureyri um helgina og var gerður góður rómur að leik þeirra. Mynd: Golli Afgreiðsla Húsnæðisstofnunar ríkisins á umsóknum um félagslegar íbúðir: Beðið eftir samuingum við lífeyrissjóði um skuldabréfakaup - sveitarstjórnarmenn mjög ósáttir við þann drátt sem orðið hefur á úthlutun Yngvi Örn Kristinsson, for- maður stjórnar Húsnæðis- stofnunar ríkisins, segist vænta þess að fljótlega eftir að búið verður að semja við lífeyris- sjóðina um skuldabréfakaup verði unnt að ganga frá úthlut- un fjár til byggingar félagslegra íbúða víða um land. Húsnæðisstofnun hafði gefið út að stefnt væri að því að ganga frá skiptingu fjár til byggingar félagslegra íbúða um mánaða- mótin febrúar-mars, en á því hef- ur orðið verulegur dráttur. Yngvi Örn Kristinsson segir að megin- skýringin sé sú að dráttur hafi orðið á samningum við lífeyris- sjóðina um skuldabréfakaup, en stefnt sé að því að þeim ljúki í þessari viku og þá fari rnálin að skýrast. „Þetta fléttast líka inn í kjarasamninga. Þarna hefur tvennt komið til. Annars vegar fjöldi íbúða til úthlutunar og hins vegar sjónarmið varðandi vexti hjá Byggingarsjóði verkamanna. Málið hefur því verið bundið á ýmsa kanta, en ég vonast til þess að það fari að skýrast, nema það komi til með að flækjast aftur vegna kjarasamninganna," sagði Yngvi Örn. Hann sagði ekki endanlega liggja fyrir hversu margar íbúðir yrðu til úthlutunar í ár. „Ég á von á því að þær verði á bilinu 5-600, sennilega nær neðri tölunni,“ sagði Yngvi Örn og vísaði til greinargerðar með frumvarpi til fjárlaga fyrir yfirstandandi ár, en þar segir orðrétt um Byggingar- sjóð verkamanna: „Þess er vænst að unnt verði að veita ný útlán á árinu 1992 til byggingar eða kaupa 500-600 íbúða jafnframt því að byggja upp eiginfjárstöðu sjóðsins og tryggja jafnvægi í fjárhagsstöðu hans til frambúð- ar.“ Dagur hefur fyrir því heimildir að sveitarstjórnarmenn víða á Norðurlandi séu mjög ósáttir við þá frestun sem orðið hefur á afgreiðslu stjórnar Húsnæðis- stofnunar, enda mjög erfitt að skipuleggja framkvæmdir sumars- ins fáist ekki vitneskja um fjár- hagslega fyrirgreiðslu til byggingar Fiskeldi Eyja^arðar: Hrygning lúðuraiar stendur sem hæst Hrygning lúðunnar í klakstöð Fiskeldis Eyjafjarðar á Hjalt- eyri stendur nú sem hæst. „Við erum komnir með mikið af hrognum og þau eru byrjuð að breytast í lirfur. En helsti þröskuldurinn í klakinu er þeg- ar fóðrunin hefst og að honum komum við ekki fyrr en um næstu mánaðamót. Fyrr vitum við ekki hvernig klakið tekst, en þetta lítur mjög vel út,“ sagði Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Fiskeidis Eyjafjarðar í samtaii við Dag í gær. Það er mikið að gerast hjá Fiskeldi Eyjafjarðar um þessar mundir, en eins og við sögðum frá fyrir helgi er fyrirtækið að yfirtaka fiskeldisstöð Ölunar á Dalvík. Að sögn Ólafs er ætlunin að hefja þar klak á lúðu og hlýra í byrjun júní. „Það er liður í norrænu samstarfsverkefni sem á að taka þrjú ár. Að því loknu gerum við okkur vonir um að verða komnir með stofna af lúðu og hlýra sem hrygna á mismun- andi árstímum. Með því móti getum við nýtt betur aðstöðuna sem við höfum komið okkur upp á Hjalteyri, en eins og er nýtist hún ekki nema lítinn hluta ársins.“ Þá standa yfir viðræður um yfirtöku fyrirtækisins á seiðaeld- isstöð íslandslax í Grindavík. Ólafur vildi sem minnst tjá sig um þær viðræður annað en það að stefnt væri að yfirtökunni. -ÞH félagslegra íbúða. Um 20 sveitarfélög á Norður- landi sóttu um fyrirgreiðslu til Húsnæðisstofnunar á þessu ári til byggingar tæplega 170 félagslegra íbúða. Þar af sótti Húsnæðis- nefnd Akureyrar um fyrirgreið; til byggingar 60 íbúða, 15 félags- legra kaupleiguíbúða, 10 félags- legra leiguíbúða, 5 almennra kaupleiguíbúða og 36 félagslegra eignaríbúða. óþh Hótel Blönduós: Tilboði tekið í hlut Kaup- félagsins og Sölufélagsins „Það á eftir að ganga frá ýms- um formsatriðum, en við ger- um ráð fyrir að af þessari sölu verði,“ segir Guðsteinn Ein- arsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi, en Kaupfélag Hún- vetninga og Sölufélag Austur- Húnvetninga ákváðu nýlega að taka kauptilboði í eignarhlut félaganna í Hótel Blönduósi. Guðsteinn segir að félögin hafi verið að reyna að selja sinn hlut í hótelinu síðustu þrjú árin, en hingað til hafi ekki fengist viðun- andi tilboð. Hlutur þeirra er um 57% af hlutafé hótelsins og til- boðið sem ákveðið var að taka eiga þau Ásrún Ólafsdóttir og Gunnar Richardsson, en þau eru búsett á Blönduósi. Áður en gengið verður endanlega frá söl- unni þurfa aðrir hluthafar í hótel- inu samt að ákveða hvort þeir nýti sér sinn forkaupsrétt á hluta- bréfunum. „Við ætlum okkur ekki að ráð- ast í neinar stórar breytingar og ætlum fyrst og fremst að einbeita okkur að heimamarkaðnum. Annars er lítið um þetta að segja fyrr en allir hluthafar hafa sam- þykkt söluna, annað en það að við sjálf erum ákveðin, enda höf- um við áhuga á öllu því sem varð- ar velgengni þessa héraðs og eitt af því er að hafa gott hótel, sem við teljum Hótel Blönduós vera,“ segir Ásrún. SBG Hafnarframkvæmdir á Húsavík: Fjórir aðflar bjóði í verkið Hafnarstjórn Húsavíkur hefur ákveðið að leggja til að fjórum aðilum verði gefinn kostur á að bjóða í fyrirhugaðar hafnar- framkvæmdir í lokuðu útboði. Þessir fjórir aðilar eru: Kraft- tak sf., Istak hf., Hagvirki/Klett- ur hf. og Húsvískir verktakar/ Köfunarstöðin. Verkið sem um er að ræða er dýpkun í höfninni, niðursetning stálþils og fyllingar við Norður- garðinn. Sex aðilar sýndu áhuga á að bjóða í verkið við forval á verktökum, þar með taldir Húsvískir verktakar og Köfun- arstöðin hf. sem síðan hafa náð samkomulagi um að bjóða sam- eiginlega í verkið. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.