Dagur - 08.05.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 08.05.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 8. maí 1992 Hreinræktað Galloway í Skagafirði Holdanautaræktun í einangr- unarstöðinni í Hrísey hefur að undanförnu verið töluvert í umræðu. Tekin hefur verið ákvörðun þess efnis að koma Galloway-kyninu í land og samþykkt hefur verið að Sól- heimar í Skagafirði verði einn þeirra bæja sem taka við hreinræktuðum kálfum með fósturvísaflutningi. Astæðan fyrir því að Sólheimar urðu fyrir valinu, er sú að Kári Marísson, bóndi á Sólheiinum, hefur náð góðum árangri við ræktun holdakynsins og þeir kálfar sem fæðast hjá honum í vor eru nálægt hundrað prós- entunum í hreinleika. „Ég fékk fyrstu blendingskálf- ana hjá bónda í sveitinni árið 1981 og ætli þeir hafi ekki verið svona í kringum 40% Galloway. Síðan þá hef ég verið að rækta kynið upp og þeir kálfar sem fæð- ast hjá mér í vor verða 93-95% hreinir. Ég er með fimmtíu kýr, en samtals um hundrað hausa á húsi í dag og u.þ.b. helmingurinn af gripunum er kominn yfir 80% í hreinleika," segir Kári. Að sögn Kára hefur þessi rækt- un hans á holdakyninu verið eins- konar áhugamál samfara atvinnu. í gegnum frjótækna hef- ur verið hægt að fá Galloway- sæði og með því móti verið hægt að rækta kynið upp án mikillar samvinnu við Hríseyjarstöðina. Kári segir að seinustu árin hafi hann þó verið dálítið í sambandi við stöðina og fengið þaðan ýms- ar upplýsingar. Frá Hrísey til Sólheima „Þegar verkefnið var sett af stað í Hrísey á sínum tíma, þá stóð aldrei til annað en hreinrækta kynið og koma því svo í land, þannig að hægt væri að fara í annað verkefni í eynni. Undan- farin ár hefur síðan verið leitað að stöðum á landinu þar sem hægt væri að koma kyninu fyrir og þar kem ég inn í myndina. Ég bauð mig fram til að taka við þessu og nú hefur verið ákveðið að flytja kynið að stórum hluta hingað í Sólheima. Einnig verður því komið fyrir á einum til tveim- ur öðrum stöðum á landinu til að minnka líkur á að það tapist þó sjúkdómar komi upp á einum stað. Möðruvellir hafa verið nefndir í því sambandi og ég býst við að þangað verði flutt eitthvað af gripum.“ Gott að eiga við gripina Oft hefur verið rætt um að holda- naut séu skapvond og leiðinleg í umgengni og trúlega hefur sú umræða orðið til þess að færri hafa tekist á við ræktun á þessu kyni hérlendis en skyldi. Kári segir að sín reynsla af Galloway- kyninu sé hins vegar þveröfug og segir að eftir því sem kynið rækt- ist betur virðist verða betra og betra að eiga við gripina. „Þeir í Gunnarsholti kvörtuðu undan því að þessir gripir væru skapvondir, styggir og erfiðir í umgengni, en ég held sú reynsla hafi byggst á því hvernig farið var með nautin þar. Gripirnir gengu að mestu sjálfala þannig að þeir voru hálfvilltir og ef handsama átti naut var það elt á bílum og hjólum, en með því er hægt að gera öll dýr vitlaus. Þeir bændur sem tekið hafa blendinga inn í hjarðir sínar, bara til slátrunar, hafa góða reynslu af kyninu og sama er að segja um mig. Mér finnst einmitt mjög gott að eiga við þessa gripi - rætt við Kára Marísson um eigin nautgriparæktun og hemja þá og eftir því sem kyn- ið ræktast betur virðist vera betra að eiga við gripina.“ Skemmtilegur matur Kári lógar sínum nautum þegar þau eru 16-18 mánaða gömul og þá er fallþungi þeirra að meðal- tali 250-260 kíló. Munurinn á íslenska kyninu og Galloway- kyninu er því töluverður, en bestu íslensku gripirnir ná ekki Selur milliliðalaust Að sögn Kára eru Galloway- nautin lítið dýrari á fóðrum en hin íslensku og hann segir að mjög gott sé að fóðra þau. Hann lætur kálfana ganga úti með móð- urinni yfir sumarið, en eftir að þeir koma inn að haustinu setur hann þá ekki út aftur. Með því móti segir hann að sem minnstar fóðurbreytingar verði hjá slátur- gripunum og vöxturinn því jafn. í vor ætlar Kári að prófa að lóga tveggja ára gömlum gripum til að sjá hvernig þeir koma út. Hann segist alltaf hafa haldið að þegar 16-17 mánaða aldri væri náð, væri ennþá eftir töluverð vaxtargeta ónýtt og ætlar þess vegna að gera þessa tilraun. En Kári fer heldur ekki troðnar slóð- ir í sölunni á nautakjötinu sínu. „Ég sel allt kjötið nær milliliða- laust og það er mikið um að fjöl- Kárí ásamt tveimur hreinræktuðum holdukálfum. Holdunaut í húsunum á Sólheimum. skyldur kaupi af mér. Gripirnir fara í sláturhúsið, en síðan sel ég kjötið sjálfur, ýmist í heilum eða hálfum skrokkum eða læt kjöt- iðnaðarmann vinna það frekar fyrir mig ef kaupandinn vill það. Með þessu móti tel ég mig fá hvað mest fyrir kjötið og held að neytandinn fái á þennan hátt hvað mest kjöt fyrir minnstan pening. Með þessu er maður þó e.t.v. að stela atvinnu frá ein- hverjum, enda eru mun fleiri sem lifa á hverjum bónda atvinnulega séð, en flestir gera sér grein fyrir. “ Nauðsynlegt að hafa sótthreinsunarstöð Kári segist oft hafa undrast hversu umræðan um Hríseyjar- stöðina hefur verið neikvæð. Hann telur að þar hafi verið unn- ið gott starf og að hiklaust eigi að hlúa að stöðinni, enda sé nauð- synlegt að hafa sótthreinsunar- stöð á íslandi. „Við erum alltaf að reyna að vernda okkar dýr fyrir erlendum sjúkdómum og þess vegna verður að vera til sótthreinsunarstöð á landinu. Að mínu mati er slík stöð betur sett úti í Hrísey en víða annars staðar og ég tel alls ekki rétt að tala um einangrunar- stöðina í neikvæðum tón. Þar hefur verið unnið mjög gott starf í nautgriparæktun; ræktunar- starf, tilraunastarf og brautryðj- endastarf. Miðað við þá þekk- ingu sem verið hefur fyrir hendi stendur Hríseyjarstöðin því fylli- lega fyrir sínu og eflaust gengi fljótar fyrir sig í dag að rækta þar nýtt kyn, enda er fósturvísaflutn- ingur orðinn þekkt aðferð sem flýtir fyrir allri ræktun. Ekki má heldur horfa framhjá því að stöð- in er stöðugt full af gæludýrum sem verið er að flytja inn til landsins.“ Stutt í hreinræktaða hjörð Húsið sem Kári er með nautgrip- ina í, mun að hans sögn fyllast í vor með þeim kálfum sem þá fæðast. Eftir það segist hann fara að skera úr elstu kýrnar og þær sem eru minnst ræktaðar, þannig að innan fárra ára verður hjörðin á Sólheimum orðin hreinræktuð. „Ég er búinn að taka á móti þremur hreinræktuðum kálfum frá Hrísey og þeir munu halda áfram að tínast í land eftir því sem tekst að flytja frjóvguð egg. Slíkur fósturvísaflutningur er dýr og það verður að koma í ljós hversu vel hann gengur fyrir sig. Altént verður hreyfingin hægt og hægt í átt til hreinræktunar og ætli megi ekki reikna með að það taki tvö til þrjú ár til viðbótar að ná hjörðinni algjörlega hrein- ræktaðri," segir Kári Marísson. SBG Visa-bikarkeppnin 1992 í bridds: Skráning hafin á skrifstofii BSÍ - keppnin opin öllum innan sambandsins nema 170-180 kílóa fallþunga. „Munurinn á kynjunum er geysilegur og sérstaklega þegar nýtingarhlutfallið er tekið með í reikninginn. Hagkvæmnislega séð er holdaræktunin mun betri í kjötframleiðslunni, því meira kjöt er á hverjum skrokki miðað við bein en á íslenskum nautum. Þannig er hver vöðvi stærri og fyrir vikið skemmtilegra að vinna kjötið. Kjötið er aðeins grófara en það íslenska, en það gerir það að verkum að fitan fer öll inn í vöðvann en liggur ekki utan á í lögum. Fitusprengingin er því mikil og veldur því að kjötið verður ekki þurrt og þess vegna er það skemmtilegri matur en hið íslenska. Bragðið fer hinsvegar allt eftir fóðrinu." Skráning í Visa-bikarkeppnina 1992 er nú hafin á skrifstofu Bridgesambands íslands. Þessi keppni er opin öllum innan BSÍ. Spilað er um gullstig í hverjum leik og um það bil mánuður gef- inn til að spila hvern leik. Skráningarfrestur er til föstu- dagsins 29. maí og verður dregið í fyrstu umferð um leið og skrán- ingarfresti lýkur. Visa-bikarkeppnin 1992 verður spiluð með sama sniði og undan- farin ár en greiðsla þátttöku- gjalda verður eftir því hvernig sveitunum vegnar í keppninni þannig að um leið og sveit skráir sig greiðir hún 3.000.00 kr. þátt- tökugjald og greiðir síðan 3.000.00 fyrir hverja umferð sem hún kemst áfram í keppninni. Á móti kemur að greiðsla ferða- styrkja ieggst niður. Reglur bikarkeppninnar eru þannig að sú sveit sem er dregin á undan á heimaleik og sér um að koma leiknum á og að hann verði spilaður innan þess tímaramma sem gefinn er. Bridgesamband íslands skorar á alla bridgespilara að vera með í þessari skemmtilegu keppni og að hringja sem fyrst og skrá sig á skrifstofu Bridgesambands ís- lands í síma 91-689360.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.