Dagur - 08.05.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 08.05.1992, Blaðsíða 16
wssm, Akureyri, föstudagur 8. maí 1992 K\sölc/ma tseöill Smiöjunnar Reyktur lax á avokado Grænmetisseyði blómastúlkunnar með ostakexi ískrap marachino Léttsteiktur lambavöðvi með myntusósu Pistacheís með súkkulaðisósu Kr. 2.900,- íbúðareigendur við Grenilund á Akureyri: Níu skaðabótamál höfðuð Níu íbúðarhúsnæðiseigendur við Grenilund á Akureyri hafa höfðað mál í bæjarþingi Akur- eyrar vegna vatnstjóns sem þeir urðu fyrir í maí 1990. Eins og kunnugt er töldu íbúar ástæður flóðsins að leita til mistaka starfsmanna Akureyr- arbæjar. Tjón þessara aðila eru mismikil en samtals nema kröfurnar um 16 milljónum króna. Bendikt Ólafsson, lögfræðing- Veðrið: Frost á Fróni Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir vaxandi norðaustan átt og éljagangi og áfram verður kalt í veðri á Norðurlandi. Líklega verður frost alveg fram yfir helgi. A laugardag dregur úr norðan garranum en búist er við smá élj- um við ströndina norðaustan- lands og allt að fimm stiga frosti. Á sunnudag verður hæg breytileg átt og hiti nálægt frostmarki. SS Færð á vegum: Hálkan varasöm Þrátt fyrir kuldakast og snjó- komu í sumarbyrjun hefur færð á vegum ekki spillst telj- andi á Norðurlandi. I gær voru allar aðalleiðir færar en víða var töluverð hálka. Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri að greiðfært væri milli Akureyrar og Reykjavíkur en fregnir höfðu þó borist af hálku á Holtavörðuheiði og í Hvalfirði. Hálkan er ekki síst varasöm nú þegar flestir bílar eru komnir á sumardekk. Einnig var hálka á vegum við Raufarhöfn og í Þistilfirði en að öðru leyti var greiðfært. SS ur íbúðareigendanna, segir að hver og einn húseigandi höfði mál fyrir sig. „Kröfur þessara aðila eru samkvæmt mati hjá hverjum og einum og til grund- vallar var lagt mat matsmanna Viðlagatryggingar íslands. Akur- eyrarbær, Viðlagatrygging íslands og tjónþolendur féllust á að sættast á það mat sem tjóns- fjárhæð burtséð frá sökinni,“ seg- ir Benedikt. Eins og fram hefur komið var það mat Viðlagatryggingar að ekki væri um náttúruhamfarir að ræða og svokölluð hamfaranefnd komst að sömu niðurstöðu og taldi tjónið því ekki bótaskylt af hálfu Viðlagatryggingar. Benedikt segir að nú standi yfir gagnaöflun af hálfu verjenda í málinu en hann segist vonast til að niðurstaða bæjarþings liggi fyrir á þessu ári. JOH Kaplamjólkin kneyfuð drjúgt. Mynd: Golli Félagsstofnun um rekstur Sævars EA og Sæfara EA: „Stefimleysi ríkisstjóraariimar er algjört“ „Stofnun félags um rekstur á ferjunum tveimur á Eyjafirði er í höndum starfsmanna sam- gönguráðuneytis. Við bíðum þess að af stofnun verði og bið- in er orðin löng,“ sagði Smári Thorarensen, skipstjóri ferj- unnar Sævars EA og oddviti í Hrísey. Smári segir að mjög sé aðkall- andi að fá niðurstöðu frá sam- göngumálaráðuneyti um félags- stofnun um rekstur á ferjunum Sævari EA og Sæfara EA. „Við áttum von á, samkvæmt orðum samgönguráðherra, að af félags- stofnun yrði strax eftir páska, en enn er engin svör að fá. Meðan svo er fáum við ekki sjö milljónir til rekstrarins sem veittar voru af aukafjárlögum síðasta árs.“ - segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey Hvammstangi: Saumastofan Drífa 20 ára - aðalfundur fyrirtækisins í dag Aðalfundur Saumastofunnar Drífu hf. á Hvammstanga er í dag og á honum verður haldið upp á tuttugu ára afmæli fyrir- tækisins. Að sögn Guðmundar Hauks Sigurðssonar, stjórnar- formanns Drífu, gengur rekst- ur fyrirtækisins þokkalega um þessar mundir. „Reksturinn stendur undir sér, en gamlar syndir og skuldir eru okkur erfiðar," segir Guðmund- ur. Tuttugu manns starfa hjá Drífu í dag og framleiðir fyrir- tækið aðallega vörur fyrir Árblik hf. í Reykjavík. Vinna í fyrirtæk- inu er mikil á þessum tíma árs, en að sögn Guðmundar koma annað slagið daufir tímar í framleiðsl- unni og segir hann að það komi hvað verst niður á fyrirtækinu. „Erfitt er að spá í framtíðina, en ég sé ekki annað en Drífa geti alveg eins haldið velli næstu tuttugu árin, fyrst fyrirtækið komst klakklaust í gegnum síð- ustu fimm ár, sem reynst hafa mörgum svona fyrirtækjum skeinuhætt,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðsson. SBG „Upphaflega fjölluðu endur- skoðendur á vegum ráðuneyta um rekstur ferjanna. Þá fór málið fyrir nefnd tveggja manna frá fjármálaráðuneyti og tveggja manna frá samgönguráðuneyti. Engin niðurstaða fékkst, en við fengum peninga til að greiða tryggingagjöld af skipunum og um áramót þrjár og hálfa milljón króna. Gunnar Arason á Akur- eyri var nú fenginn til að gera úttekt á rekstrinum. Niðurstöður áttu að liggja fyrir innan viku sem ekki varð. Gunnar skilaði grein- argerð sinni viku fyrir páska og af orðum Halldórs Blöndal, sam- gönguráðherra, mátti ráða að af félagsstofnun yrði strax eftir páska. Hálfur mánuður er liðinn og svör fást ekki,“ segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey. Þórhallur Jósefsson, deildar- stjóri í samgönguráðuneyti, segir rétt vera að félagsstofnun um rekstur ferjanna á Eyjafirði sé í höndum ráðuneytismanna, unnið sé í málinu en mjög erfitt sé að segja hvenær af stofnun verði. Um sjö milljónirnar af aukafjár- lögum síðasta árs segir Þórhallur: „Af hálfu fjárlaganefndar var sett það skilyrði að úttekt yrði gerð á rekstrinum áður en til greiðslu kæmi. Þessa dagana erum við að reyna að sækja þessa peninga.“ „Viðurkennt er að ferjurnar eru hluti af vegakerfi landsins. Af þeim sökum er ljóst að ríkisvald- inu ber að koma enn frekar inn í reksturinn. Umræður um félags- stofnunina hófust og málið þvæl- ist um í kerfinu. Eins og málum er háttað nú er rekstur ferjanna þungur baggi á sveitarfélögunum er hlutdeild eiga. Sjö milljónirnar áttu að fara til greiðslu á gömlum skuldum sem safna vöxtum. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum það er varðar ferjur er algjört, þeir vita ekkert hvað þeir vilja,“ sagði Jónas Vig- fússon, sveitarstjóri. ój Kennararáðningar á Norðurlandi vestra: Iikur á fjölgun réttindafólks Umsóknir frá réttindafólki um lausar kennarastöður á Norð- urlandi vestra virðast ætla að verða fleiri í ár, en í fyrra. Kennarastöðum í kjördæminu fækkar einnig um u.þ.b. tíu stöðugildi vegna niðurskurðar á fjárlögum og fækkunar nemenda. „Við erum að búa okkur undir að auglýsa í annað sinn, en það er ekki hægt að segja annað en viðbrögð við fyrstu auglýsingun- um hafi verið ágæt. Þau eru betri en þau voru í fyrra og talsvert betri en í hittiðfyrra, enda réðum við þá ekki nema einn nýjan rétt- indamann til starfa í kjördæminu öllu,“ segir Kristinn Bárðarson, á Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra. Kennarastöður í skólum á Norðurlandi vestra voru á síðasta ári samtals 150 stöðugildi. Að sögn Kristinn fækkar stöðugild- um um tíu milli ára og er það aðallega vegna niðurskurðar á fjárlögum. Hann segir að stöðu- gildin séu því um 140 talsins og síðustu árin hefur réttindalaust fólk verið í rúmlega þriðjungi stöðugilda. Að sögn Kristins er þegar búið að ráða í nokkrar stöður í kjör- dæminu og þ.ám. þrjár skóla- stjórastöður. Hvort hlutfallið milli réttindafólks í kennslu og leiðbeinenda breytist í ár, segir hann að sé þó of snemmt að segja til um, þar sem alltaf sé eitthvað um að kennarar hverfi brott af svæðinu og endanlegar niðurstöður liggi því ekki fyrir fyrr en síðla sumars. SBG Húsavík: Hafiiarframkvæmdiraar kostnaöarsamari en áætlaö var - vilji til að ganga til samninga við Hagvirki/Klett á samninga um verkið við lægst- Njálssonar, bæjarstjóra. Forsend- að hal >ð bjóðanda, út frá þeim áætlun- ur eru þó verulega breyttar, þar að væ Hafnarstjórn á Húsavík sat á fundi síðdegis í gær og þá stóð til að tekin yrði fullnaðar- ákvörðun um val á verktaka vegna fyrirhugaðra hafnar- framkvæmda. A fundi sl. mið- vikudag lýsti Hafnarstjórn yfir vilja sínum til að ganga til samninga um verkið við lægst- bjóðanda, út frá þeim áætlun- um sem gerðar hafa verið. Lægstbjóðandi í hafnarfram- kvæmdirnar er Hagvirki/Klettur. Ef gengið verður til samninga strax ætti verkið að geta hafist á áætluðum tíma, eða um mánaða- mót maí-júní, að sögn Einars Njálssonar, bæjarstjóra. Forsend- ur eru þó verulega breyttar, þar sem ljóst er að verkið verður mun dýrara en gert var ráð fyrir í upphafi og munar þar um 25 milljónum króna. Hafnamála- stofnun virðist hafa vanreiknað dýpkunarþátt verksins verulega. Bæjarstjóri sagði að reynt yrði að halda því til streitu sem áætí- að var að framkvæma í sumar. Heildarverkið, sem er tveggja ára verkefni, er áætlað að kosti 185 milljónir en auk framkvæmd- anna sem boðnar voru út er þar með talinn kostnaður við efnis- kaup á stálþili og völsun á því. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.