Dagur - 08.05.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 8. maí 1992 - DAGUR - 15
ÍÞRÓTTIR
Jón Haukur Brynjólfsson
JÚdÓ:
Freyr Gauti
keppir á EM
Fjórir íslendingar taka nú
þátt í Evrópumeistaramót-
inu í júdó sem fram fer í
París. Þeirra á meðal er
Freyr Gauti Sigmundsson,
KA.
Hinir þrír eru Bjarni Frið-
riksson, Halldór Hafsteinsson
og Sigurður Bergmann. Mótið
hófst í gær og keppni heldur
áfram á laugardag og sunnu-
dag.
JMJ-mótið:
Leikið um
helgina
Nokkrir leikir verða í JMJ-
mótinu í knattspyrnu um
helgina.
A morgun, laugardag, mæt-
ast Völsungur og Magni á
Húsavíkurvelli kl. 10.30 og
Þór og KA á Þórsvellinum kl.
11. A sunnudaginn mætast
KA og Vöisungur á KA-vell-
inum kl. 16 og á mánudags-
kvöldið Þór og Dalvík á Þórs-
vellinum kl. 19.
Handknattleiksdeild
Þórs:
Aðalfimdur á
mánudagskvöld
Aðalfundur handknattleiks-
deildar Þórs verður haldinn í
Hamri á mánudaginn kl.
20.30. Á fundinum fara fram
venjuleg aðalfundarstörf.
SRA selur
skíðafestingar
Rekstur Skíðaráðs Akureyr-
ar hefur verið erfiður í vetur
vegna óhagstæðs tíðafars og
til að bæta þar úr hyggjast
félagar ganga í hús á næst-
unni og seija skíðafestingar
til fjáröilunar.
Festingar þessar eru hengd-
ar á veggi, t.d. í geymslum, og
tekur hver festing tvenn pör af
skíðum. Stykkið kostar 2.000
kr. og eru velunnarar skíða-
íþróttarinnar hvattir til að
taka vel á móti söiufólkinu.
Leiðrétting:
Stefán á EM
en ekki Elvar
I þriðjudagsblaðinu var viðtal
við Sigurrósu Karlsdóttur þar
sem fram kom að sveit Akurs
heldur til Finnlands seinna í
mánuðinum og tekur þátt í
Norðurlandamótinu í boccia.
Þar var sagt að Stefán Thorar-
ensen kæmist ekki með en hið
rétta er að bróðir hans Elvar
Thorarensen kemst ekki með
þar sem hann er að taka
stúdentspróf. Þá hefur verið
ákveðið að Hjalti Eiðsson,
ÍFR, kemur inn í sveitina í
stað Elvars en ekki Elma
Finnbogadóttir eins og til
stóð.
Siguróli,
Allt útlit er fyrir að 1. deildar-
lið KA í knattspyrnu missi tvo
varnarmenn frá í fyrra út úr
liðinu í sumar. Halldór Hall-
dórsson hefur ákveðið að taka
sér frí og Erlingur Kristjánsson
reiknar með að einbeita sér að
handboltanum. Ekki er enn
orðið Ijóst hvað Siguróli Krist-
jánsson, fyrrum þjálfari og
leikmaður Reynis, gerir en
hann á við meiðsli að stríða og
spilar hugsanlega ekkert í
sumar.
Erlingur Kristjánsson sagði í
samtali við Dag að hann væri
ekki búinn að taka endanlega
ákvörðun um hvort hann spilaði
fótbolta í sumar en hann reiknaði
ekki með því. „Ég er að æfa
handbolta þessa dagana eftir
stutt hlé og reikna með að láta
það duga,“ sagði Erlingur. Verði
þetta niðurstaðan er það áfall fyr-
ir KA-liðið en Erlingur hefur ver-
ið einn traustasti leikmaður þess
til margra ára. Hann er leikja-
hæsti leikmaður félagsins í 1.
deild frá upphafi með 127 leiki og
hefur að auki leikið 5 landsleiki.
Halldór Halldórsson sagði
öruggt að hann yrði ekki með í
sumar. „Ég veit ekki hvort þetta
Knattspyrna:
Erlingur og Halldór í frí?
Siguróli Kristjánsson, Erlingur Kristjánsson og Halldór Halldórsson. Halldór fer örugglega í frí frá fótboltanum og
útlit er fyrir að hinir tveir geri það líka.
á að kallast frí eða að ég sé
hættur, við skulum orða það
þannig að ég verði ekki með í
sumar. Þetta er tímafrekt og það
er ýmislegt sem spilar inn í hjá
mér. Ég hef ekkert hugsað um að
spila í neðri deildunum, stefnan
er að hvíla sig alveg á fótbolta í
sumar,“ sagði Halldór. Hann er
27 ára og hefur leikið 58 leiki í 1.
deild fyrir KA.
Siguróli Kristjánsson er enn
slæmur af meiðslum sem hrjáðu
hann í mestallt fyrrasumar og
óvíst er hvað hann gerir í sumar.
„Þetta var komið í lag en svo fór
allt í sama farið í febrúar. Meðan
ég skána ekki geri ég ekkert enda
ekki í neinu formi og verð það
sjálfsagt ekki héðan af fyrr en í
júlí. En það er a.m.k. ljóst að
maður spilar ekki í 1. deildinni,
ég hef verið í sambandi við Dal-
víkinga og ef ég næ mér er líkleg-
ast að ég spili þar. Ef ekki sleikir
maður bara sólina,“ sagði Sigur-
óli sem hefur spilað 82 leiki í 1.
deild með Þór auk þess sem hann
hefur leikið með Grindavík í 2.
deild og Reyni í 3. deild.
Þorvaldur Örlygsson er nú á heimleið og framtíðin er óráðin.
Héraðsmót HSÞ í frjálsum íþróttum:
Völsungur bikarhafí
Þorvaldur haftiar nyjum
sairniingi við Forest
Völsungur sigraði í stigakeppni
félaga á Héraðsmóti HSÞ í
frjálsum íþróttum innanhúss
sem fram fór að Laugum í síð-
asta mánuði.
Ágæta þátttaka var í mótinu og
árangur góður. 7 félög sendu
keppendur í mótið og hlaut
Völsungur 85,5 stig, Efling varð í
2. sæti með 65,5 og Eilífur í 3.
sæti með 27.
Úrslit:
Langstökk án atr. karlar
1. Heimir Leifsson, Völ. 3,09
2. Erlendur Konráðsson, Efl. 3*07
3. Hákon Sigurðsson, Völ. 3,05
Langstökk án atr. konur
1. Guðný Sveinbjörnsdóttir, Völ. 2,51
2. Gunnhildur Hinriksdóttir, Eil. 2,46
3. Sigurrós Friðbjarnardóttir, Völ. 2,43
Þrístökk án atr. karlar
1. Hákon Sigurðsson, Völ. 9,23
2. Heimir Leifsson, Völ. 9,00
3. Erlendur Konráðsson, Efl. 8,92
Þrístökk án atr. konur
1. Guðný Sveinbjörnsdóttir, Völ. 7,29
2. Gunnhildur Hinriksdóttir, Eil. 7,16
3. Sigurrós Friðbjarnardóttir, Völ. 7,05
Hástökk karlar
1. Unnar Vilhjálmsson, Efl. 1,85
2. Skarphéðinn Fr. Ingason, Mýv. 1,80
3. Lúðvík Haraldsson, Efl. 1,75
Hástökk konur
1. Guðný Sveinbjörnsdóttir, Völ. 1,50
2. Gunnhildur Hinriksdóttir, Eil. 1,50
3. Valgerður Jónsdóttir, Efl. 1,40
Hástökk án atr. karlar
1. Heimir Leifsson, Völ. 1,60
2. Unnar Vilhjálmsson, Efl. 1,50
3. Skarphéðinn Fr. Ingason, Mýv. 1,45
Hástökk án atr. konur
1. Guðný Sveinbjörnsdóttir, Völ. 1,25
2. Gunnhildur Hinriksdóttir, Eil. 1,22
3. Hólmfríður Jóhannsdóttir, Efl. 1,19
Kúluvarp karlar
1. Unnar Vilhjálmsson, Efl. 13,31
2. Heimir Leifsson, Völ. 11,42
3. Steingrímur Stefánsson, Gei. 10,18
Kúluvarp konur
1. Guðný Sveinbjörnsdóttir, Völ. 10,07
2. Stefanía Guðmundsdóttir, Gei. 8,12
3. Anna María Þórhallsdóttir, G&A 7,60
Stig fclaga
1. Völsungur 85,5
2. Efling 65,5
3. Eilífur 27
4. Geisli 14
5. Mývetningur 9
6. Gaman og alvara 5
7. Bjarmi 3
Þorvaldur Öriygsson er enn
ákveðinn í að fara frá Notting-
ham Forest og á dögunum
hafnaði hann tilboði frá félag-
inu. „í fyrsta lagi er ég ekki
hrifinn af þeirri hugmynd að
vera hjá félaginu eftir það sem
á undan er gengið og svo var
langt frá að ég væri ánægður
með ti!boðið,“ sagði Þorvald-
ur í samtali við Dag.
Þorvaldur sagðist hafa átt í við-
ræðum við forráðamenn Forest
að undanförnu og þeir hefðu
boðið sér 2-3 ára samning sem
hann hefði hafnað. „Ég vil ekki
útiloka neitt meðan ég á í samn-
ingum við félagið en það þarf
eitthvað mikið að gerast til að ég
skrifi undir nýjan samning. Það
hefur ekkert annað komið upp á
borðið svo ég viti til, klúbburinn
lætur mig ekkert vita þótt fyrir-
spurnir berist, en það er verið að
athuga ýmislegt fyrir mig og ég er
nokkuð bjartsýnn á að eitthvað
gerist eftir að ég hef hafnað nýj-
Víðavangshlaup UMSE fór
fram á Arskógsströnd um síð-
ustu helgi. Keppendur voru 68
frá 6 félögum, þátttakan var
góð í yngri flokkunum en mun
lakari í þeim eldri.
Úrslit urðu þessi:
Tálur 10 ára og yngri, 900 m
1. Ásta Árnadóttir, Sv. 4:08
2. Freydís Bóasdóttir, Sv. 4:11
3. Svanhildur Ketilsdóttir, F. 4:15
Hnokkar 10 ára og yngri, 900 m
1. Birgir Sigurðsson, Sv. 3:46
2. Gylfi Jónsson, Sv. 3:54
3. Fjölnir Finnbogason, Sv. 3:55
Slelpur 11-12 ára, 1800 m
1. Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Sv. 8:09
2. Ingibjörg Ragnarsdóttir, R. 8:49
3. Ellý R. Elvarsdóttir, R. 9:06
um samningi við Forest. Ef ekk-
ert annað býðst er hugsanlegt að
ég verði hjá Forest á undirbún-
ingstímabilinu og skrifi þá undir
samninga til einnar viku í einu.
Takmarkið er að vera áfram
atvinnumaður í fótbolta en ég tel
að hér sé engin framtíð fyrir
mig.“
Þorvaldur kemur heim til
íslands um helgina og ætlar að
taka sér frí á meðan hann er í
gifsi en eins og áður hefur komið
fram handarbrotnaði hann á
dögunum. „Ég stefni að því að
spila með landsliðinu í Ungverja-
landi 3. júní en verð að sleppa
leiknum gegn Grikkjum. Það
hefði ekki borgað sig fyrir mig að
spila þann leik með spelku, bæði
hefði ég getað lent í basli með
meiðslin og eins hefði ég getað
lent í vandamálum gagnvart For-
est þar sem ég spilaði ekki síðasta
deildarleikinn með liðinu vegna
þessara meiðsla," sagði Þorvald-
ur Örlygsson.
Strákar 11-12 ára, 1800 m
1. Einar M. Ólafsson, R. 7:45
2. Ómar Sigurjónsson, Sv. 7:46
3. Sveinn Sveinsson, R. 7:57
Telpur 13-14 ára, 1800 m
1. Berglind Gunnarsdóttir, Sv. 7:23
2. Sigurlaug Níelsdóttir, F. 7:47
3. Eva Bragadóttir, Sv. 8:02
Pillar 13-14 ára, 1800 m
1. Benjamín Davíðsson, V. 7:01
2. Róbert Þorvaldsson, Sv. 7:19
3. Árni Jóhannesson, Sv. 7:36
Drengir 15-18 ára, 2700 m
1. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 11:17
Konur 15 ára og eldri, 2700 m
1. Valdís Hallgrímsdóttir, R. 13:08
2. Heiðdís Þorsteinsdóttir, Sv. 13:54
Karlar, 3600 m
1. Pétur Friðriksson, Æ. 16:21
Næsta á dagskrá hjá UMSE er
Bændadagshlaup fimmtudaginn
4. júní. Hlaupið verður í Hrísey.
UMSE:
Úrslit úr Víðavangshlaupi