Dagur - 08.05.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. maí 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA /65 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585).
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþrótlir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Átök í Alþýðuflokknum
Taugaspennan fer vaxandi í Alþýðuflokknum
þessa dagana. Það styttist í að æðsta valdasam-
koma flokksins, flokksþingið, komi saman og kjósi
sér forystusveit til að stýra flokksskútunni næstu
tvö árin.
Alþýðuflokksmenn hafa í seinni tíð oftar en einu
sinni fellt sitjandi formann, sem sóst hefur eftir
endurkjöri. Slíkar hallarbyltingar eru fremur sjald-
gæfar í íslenskum stjórnmálum en einhverra hluta
vegna algengari í Alþýðuflokknum en öðrum
pólitískum hreyfingum hér á landi. Núverandi for-
maður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibals-
son, komst einmitt til valda í síðustu hallarbylt-
ingu, á kostnað Kjartans Jóhannssonar. Kjartan
felldi á hinn bóginn Benedikt Gröndal úr for-
mannssæti flokksins þar á undan. Því má segja að
alþýðuflokksmenn hafi mesta reynslu íslenskra
stjórnmálamanna í pólitískum „aftökum" afþessu
tagi.
Það vakti óneitanlega athygli á dögunum er Jón
Baldvin Hannibalsson lagði til að flokksþingi
Alþýðuflokksins yrði flýtt. Tímasetningu æðstu
valdasamkomu stjórnmálaflokks, sem venjulegast
er ákveðin með tveggja ára fyrirvara, er ekki breytt
nema mjög veigamikil rök mæli með því. Að því er
séð verður gengur núverandi formanni það fyrst
og fremst til að forðast mótframboð frá óánægðum
flokksfélögum.
Mjög margir Alþýðuflokksmenn eru óánægðir
með stefnu flokks síns, eins og hún birtist í stefnu
og störfum ríkisstjórnarinnar. Þeir telja réttilega að
stefna flokksins sé komin alllangt frá jafnaðarhug-
sjóninni sem flokkurinn þó kennir sig við.
Óánægjuöflin í Alþýðuflokknum telja að Jónarnir
tveir í forystusveitinni, þ.e. Jón Baldvin Hannibals-
son og Jón Sigurðsson, beri höfuðábyrgð á núver-
andi stefnu flokksins og því að flokkurinn sveigði
til hægri í leit sinni að samstarfsmönnum til að
mynda ríkisstjórn. Óánægjuöflin setja traust sitt á
Jóhönnu Sigurðardóttur, Guðmund Árna Stefáns-
sonar, Össur Skarphéðinsson og fleiri, sem ljóst og
leynt hafa haldið uppi andófi gegn formanni
sínum. Ljóst er að stjórnarsamstarfið við Sjálf-
stæðisflokkinn reynir mjög á þolrif sumra Alþýðu-
flokksmanna; jafnvel svo að þeir vinstrisinnuðustu
í hópnum hafa snúið baki við félögum sínum, um
sinn að minnsta kosti.
Það herbragð formanns Alþýðuflokksins, að
halda flokksþingið fyrr en ráð var fyrir gert, virðist
ætla að heppnast. Margt bendir til þess að hann fái
ekki mótframboð. Hitt er ljóst að ágreiningur innan
flokksins fer vaxandi og gæti endað með spreng-
ingu. Jón Baldvin Hannibalsson og nánustu sam-
starfsmenn hans þurfa á allri stjórnkænsku sinni
að halda á næstunni til að forðast enn frekari
sundrungu í Alþýðuflokknum. Óvíst er hvort þeim
tekst það. BB.
Ráðalausir foreldrar
Niðurstöður nýlegra rannsókna
frá Surgeon General Anatonia
Novello, sýna að 8 milljónir af
20,7 milljónum nemenda í Banda-
ríkjunum, drekka 7-12 glös af
áfengi í hverri viku, (7-12 glös af
áfengi eru hálf til ein flaska af
sterku víni eða 4-8 bjórar). Flest
þessara 8 milljóna eru eða munu
verða alkohólistar. Bak við hvert
og eitt þessara ungmenna með
áfengisvandamál, standa foreldr-
ar með vandamál. Að eiga við
fullorðinn alkohólista er eitt, en
að eiga við ungling sem er alko-
hólisti er allt annað. Aðstand-
endur hans þjást af sektarkennd í
algjörum vanmætti.
Al-anon, World Service Off-
ice, fékk nýlega sent bréf frá for-
eldrum í Suður-Afríku, sem voru
að biðja um hjálp vegna drykkju-
vanda sonar síns, „við erum
örvæntingarfull og getum ekki
gert meira,“ sögðu þau meðal
annars. Því miður, eru þessi orð
sögð af vörum örmagna foreldra
alls staðar í heiminum.
Áfengissýki drepur fólk, en
hefur líka áhrif á, ekki bara þann
sem drekkur, heldur alla vini,
kunningja og fjölskyldumeðlimi,
sérstaklega foreldrana, sem
sífellt spyrja sig; „hvað gerði Ég
rangt? Hvernig hefði Eg getað
komið í veg fyrir þetta? Petta
hlýtur að vera Mér að kenna, eða
hvernig gat barnið Mitt breyst
svona?“ Um 20 prósent af Al-
anon félögum eru foreldrar alko-
hólista og þeir vita að Al-anon
getur hjálp'að elskandi foreldrum
í gegnum erfiðleikana sem fylgja
því að „sleppa“ áfengissjúka
barninu sínu.
Hvernig „sleppir“ maður 16
ára gömlum unglingi, en þrátt fyr-
ir það virðir hina lagalegu og sið-
ferðislegu ábyrgð sem fylgir því
að vera foreldri? í Al-anon er því
haldið fram, að ef maður „slepp-
Ingjaldur Arnþórsson.
ir“ sé maður að gefa barninu sínu
reynslu og á þann hátt að hjálpa
því að læra að taka afleiðingum
gjörða sinna og að jafnframt læri
maður sem foreldri að hætta að
vera of-verndari. Þetta er hæg-
fara, erfið þróun, en sú eina sem
virkar.
Foreldrar hafa lært það, að
það, að slíta sig frá börnum sfn-
um (klippa á naflastrenginn), er
ekki það sama og áhugaleysi.
Miklu frekar þýðir það að for-
eldrar fara að kynnast æðruleysi
og byrja að ráðast á og laga van-
ræktu samböndin við maka sinn,
vini sína, hin börnin sín og sér-
staklega sjálfan sig.
Eins og við öll vitum, þá er for-
eldrahlutverkið ævilöng skuld-
binding sem lýkur ekki við það
að barn verður fullorðið. For-
eldrum fullorðinna alkohólista
líður alveg jafn illa þó að barnið
þeirra sé ekki lengur unglingur.
Al-anon býður von fyrir foreldra
alkohólista á öllum aldri.
Faðir nokkur, en sonur hans
var alkohólisti, reyndi að hjálpa
með því að elda máltíðir, þvo
þvotta og passa barnabörnin.
Hann skrifaði okkur og sagði:
„Al-anon félagar hjálpuðu mér
að koma auga á það, að eins og
væntumþykja mín birtist gagn-
vart syni mínum, gæti ég engum
hjálpað, hvorki sjálfum mér,
konu minni, syni mínum né fjöl-
skyldu hans. Ég fór að læra nýja
leið til hjálpar. Sú leið krafði mig
um þekkingu á sjálfum mér. Með
átökum skildi ég við sjúkdóm
sonar míns og tengdadóttur, án
þess að ég hætti að elska þau. Ég
fór að koma auga á nauðsyn þess
að hugsa um mínar eigin þarfir,
burtséð frá öllu öðru - maka,
fjölskyldu og vinnu. Ef ég gerði
það ekki, myndu þessir hlutir
verða mér lítils virði. Fyrst ég
gæti hvorki breytt eða bjargað
neinum öðrum, yrði ég að reyna
að bjarga sjálfum mér.“
Al-anon hefur það megin-
markmið, að hjálpa fjölskyldum
og vinum alkohólista og ÞAR
MEÐ TÖLDUM FORELDR-
UM. Al-anon getur gefið von um
breytingu inn á vonlaus heimili,
sem orðin eru undirlögð af
drykkjuskap ungra sem fullorð-
inna afkomenda.
Hafir þú sem þetta lest við
vandamál af þessu tagi að stríða,
ættir þú að kynna þér fræðslu-
námskeið fyrir aðstandendur
alkohólista, sem auglýst er ann-
ars staðar í blaðinu.
Ingjaldur Arnþórsson.
Heimildir:
Al-anon speaks out.
A community resource for professionals.
Greinarhöfundur starfar sem ráðgjafi hjá
S.Á.Á.-N.
Húsavík:
Landsþing ITC um helgina
Landsþing ITC verður haldið á
Hótel Húsavík um helgina.
Þinghaldið hefst í kvöld kl. 18
með skráningu og kvöldverði
en að því loknu er árleg ræðu-
keppni þar sem etja kappi
saman fulltrúar allra ráða ITC.
ITC er félagsmálaskóli sem
hefur það að leiðarljósi að
virkja hæfileika hvers og eins,
byggja upp sjálfstraust og örva
forystuhæfileika. Þessi félags-
skapur hefur verið starfandi
hér á landi um 15 ára skeið.
Fyrir hádegi á morgun verða
afgreidd félagsmál en hádeg-
isverðarerindi mun Jóhannes Sig-
urjónsson, ritstjóri Víkurblaðs-
ins, flytja. Eftir hádegi verður
Valgerður Bjarnadóttir, félags-
ráðgjafi á Akureyri, með erindi
sem hún nefnir „Leitin að jafn-
vægi - um hina ytri og innri bar-
áttu kvenna.“ Síðan er fræðslu-
dagskrá um dómgæslu í ræðu-
keppni, stjórnun og nefndarstörf,
hvernig búa á til fræðslu og flytja
hana. Fræðsludagskráin verður
flutt af ITC félögum og þar á
meðal mun heiðursgestur þings-
ins Edna Chapmann frá Bret-
landi flytja þinggestum fræðslu-
erindi sem hún nefnir „Why
extension“
Gestur samtakanna á hátíðar-
kvöldverði á laugardag er Einar
Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík.
Eftir kvöldverðinn verða tilkynnt
úrslit í ræðukeppni frá kvöldinu
áður, ný stjórn landssaintaka ITC
verður formlega sett í embætti af
heiðursgestinum Ednu
Chapmann.
Á sunnudagsmorgun verður
Edna Chapmann með fræðslu
fyrir verðandi embættismenn við-
takandi landsstjórnar. Hádeg-
isverðarerindi flytur Sigríður
Birna Ólafsdóttir frá Húsavík.
Afhent verða verðlaun til þeirra
ITC deilda sem best hafa staðið
að kynningarmálum samtakanna.
Nýjar stjórnir ráða ITC verða
kynntar og fleira verður á
dagskrá eftir hádegið en þingslit
verða kl. 14.50.
Umsjónarmaður þingsins í ár
er Helga Gunnardóttir, ITC
Melkorku í Reykjavík.
Post- og símamálastofnunin
Ný talsímaþjónusta
Póst- og símamálastofnunin til-
kynnir hér með, að opnuð hefur
verið ný talsímaþjónusta, fsland
beint, sem mun nýtast íslending-
um, sem ferðast til útlanda. Þá er
hringt í ákveðið símanúmer í við-
komandi landi og næst þá beint
samband við talsímavörð á ís-
landi.
Fyrstu löndin sem tengjast
þessari þjónustu eru Bandaríkin
og Noregur. Þegar hefur verið
opnað frá þessum löndum. Síðan
munu Bretland, Danmörk og
Svíþjóð bætast fljótlega við og
verður það tilkynnt síðar.
í Noregi hringja íslendingar í
símanúmer 050 19354 og í
Bandaríkjunum í símanúmer
1800 423 3614.
Greitt er fyrir samtölin á ís-
landi.
Venjulegt mínútugjald fyrir
handvirka þjónustu er innheimt
fyrir samtölin með lágmarki fyrir
3 mínútur að viðbættu aukagjaldi
kr. 230,- þegar samtalið er skráð
á heimasíma viðkomandi.
Samþykki viðtakandi að greiða
fyrir samtalið verður innheimt
venjulegt aukagjald eins og fyrir
kollekt samtöl að upphæð kr.
460,-.