Dagur - 15.05.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 15. maí 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31.
PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavikvs. 96-41585).
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130).
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Skólanemendur
og atvinnulífið
í síðustu viku auglýsti hótel á Akureyri sjö störf
laus til umsóknar. Dagur greindi frá því á mið-
vikudaginn að á annað hundrað umsóknir hefðu
borist um þessi störf, eða um það bil 15-20
umsóknir um hvert þeirra. Það segir sína sögu
um atvinnuleysið í bænum um þessar mundir.
En þótt atvinnuástand á Akureyri sé mjög
slæmt um þessar mundir er það því miður ekk-
ert einsdæmi. Sömu sögu er að segja úr öllum
landshlutum; atvinnuleysi er mun meira en
dæmi eru um hér á landi síðustu áratugi.
í Degi á miðvikudaginn var einnig greint frá
niðurstöðum könnunar á atvinnuhorfum fram-
haldsskólanema á Akureyri í sumar. Könnunin
var gerð meðal nemenda Menntaskólans og
Verkmenntaskólans á Akureyri í aprílmánuði,
að tilhlutan atvinnumálanefndar Akureyrarbæj-
ar. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að þrír af
hverjum fjórum nemendum þessara skóla telja
sig hafa vísa atvinnu á komandi sumri. Einn af
hverjum fjórum telur hins vegar alls óvíst með
atvinnu þegar sumarleyfi hefjast í skólunum;
alls rúmlega 200 nemendur af þeim 999, sem
þátt tóku í könnuninni. Þótt þetta sé svipuð
niðurstaða og fékkst í hliðstæðri könnun fyrir ári
er hér um alvarleg tíðindi að ræða.
Þótt atvinnumál skólafólks tengist að sjálf-
sögðu almennu atvinnuástandi í landinu, er
engu að síður eðlilegt að fjalla um þau sem
afmarkað viðfangsefni. í augum íslendinga hef-
ur það jafnan talist sjálfsagður hlutur að ungt
námsfólk taki fullan þátt í atvinnulífinu þegar
skólum lýkur á vorin. Tvennt hefur aðallega
unnist með þessu: Annars vegar hafa náms-
menn aflað sér fjár til áframhaldandi skóla-
göngu og hins vegar hafa þeir kynnst atvinnulíf-
inu af eigin raun og eignast þar með hlutdeild í
reynsluheimi vinnandi alþýðu. Sumarvinna
skólafólks er eitt sérkenni íslenskra atvinnu-
hátta; séríslensk hefð sem af ýmsum ástæðum
er skylt og nauðsynlegt að viðhalda.
Vegna aukins sparnaðar og almenns aðhalds
í rekstri fyrirtækja má búast við að færra
námsfólk fái vinnu í sumar hjá einkafyrirtækjum
en áður. Það sama er uppi á teningnum hjá fjöl-
mörgum ríkisstofnunum. Sókn námsfólks í störf
hjá stærri sveitarfélögunum verður því væntan-
lega meiri í sumar en nokkru sinni fyrr. Nauð-
synlegt er að sveitarfélögin verði viðbúin auk-
inni eftirspurn og leiti allra leiða til að tryggja
skólafólki atvinnu í sumar. Ríkisstjórinni ber að
að sjálfsögðu einnig siðferðisleg skylda til að
láta málið til sín taka. BB.
Ein hinna 600 ljósmynda sem er að finna í bókinni Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992: Frá fréttafundi 8. septem-
ber 1973. Upphaf atvinnuleikhúss.
Saga leiklistar á Akur-
eyrí 1860-1992 komin út
Saga leiklistar á Akureyri
1860-1992 er 400 blaðsíður að
stærð og hana prýða um 600 ljós-
myndir. Útgáfunefnd skipuðu
þau Jón Kristinsson, Signý Páls-
dóttir og Svavar Ottesen. Guð-
jón H. Sigurðsson hannaði útlit
bókarinnar og Dagsprent hf.
annaðist setningu, umbrot og
filmugerð. Prentverk Odds
Björnssonar hf. sá um prentun og
bókband.
Bókin fæst keypt í aðgöngu-
miðasölu Leikfélags Akureyrar
fyrst um sinn. Fastir áskrifendur,
sem hentugleika hafa, geta vitjað
hennar þar, svo og aðrir sem
áhuga hafa. Aðgöngumiðasalan
er opin alla virka daga kl. 14.00-
18.00. BB.
Vaktaviima eða ekki
í fiskiðnaði?
íslenskur fiskiðnaður stendur í
dag sem endranær afar höllum
fæti, afköst eru lág, arðsemi fjár-
magns engin og talað um gjald-
þrot greinarinnar á Alþingi fram
eftir nóttu. Þörf er á breytingum,
nýju blóði og nýjum vinnubrögð-
um. Harla ólíklegt er að þessi
atvinnugrein laði að sér fram-
takssamt fólk sem vill leggja
framtíð sína að veði til að starfa
við fiskvinnslu á íslandi.
Veigamesta breytingin sem
orðið hefur á fiskvinnslu á íslandi
á undanförnum árum er að hún
er að færast um borð í veiðiskip-
in. Pað gerist einfaldlega vegna
þess að slíkt er hagkvæmara fyrir
þá sem stunda útgerð en að selja
hráefnið til vinnslu í landi. Hrá-
efni er alltaf ferskt og fjárfesting í
vinnslubúnaði nýtist miklu betur
en í landi.
Ef reka á fiskiðnað í landi
þannig að hann sé samkeppnisfær
við vinnslu úti á sjó er algert lág-
mark að hægt sé að nýta fjárfest-
ingar til jafns við það sem þar
gerist. Ef félagslegar hindranir
verða til þess að ekki er hægt að
nýta fjárfestingar í fiskvinnslu í
landi þýðir það einfaldlega að
afgangurinn af henni flyst út á
miðin.
Ársverkum í fiskvinnslu á ís-
landi fækkaði um u.þ.b. 2500 frá
1981 til 1990. Ef fiskvinnslan í
landi getur ekki keppt á jafnrétt-
isgrundvelli við vinnslu á sjó
verður það ekki til að fjölga
störfum í atvinnugreininni. Að
öllum líkindum mun störfum í
landi þá fækka stórlega á næstu
mánuðum.
Jón Þórðarson.
Höfundur er forstöðumaður sjávar-
útvegsdeildar Háskólans á Akureyri.
Út er komin bókin Saga leik-
listar á Akureyri 1860-1992.
Eins og nafnið gefur til kynna
er í bókinni rakin saga leiklist-
ar á Akureyri frá árinu 1860 til
þessa dags. Leikfélag Akur-
eyrar gefur bókina út í tilefni
af 75 ára afmæli félagsins.
Saga leiklistar á Akureyri
1860-1992 er mjög yfirgripsmikil
bók. í henni rekur höfundurinn,
Haraldur Sigurðsson, sögu allra
leiksýninga á Akureyri með hlut-
verkaskrám, útdráttum úr blaða-
gagnrýni og öðrum umsögnum
um leiksýningar. Helstu frum-
kvöðla leiklistar á Akureyri frá
upphafi er getið, gestasýninga,
leikfélaga og alls sem við kemur
þróun leiklistar í bænum.
Höfundur bókarinnar, Haraldur
Sigurðsson.
Ritgerðarsafii Þórarins Þórarinssonar
- fyrrverandi ritstjóra og alþingismanns
Vinir og samstarfsmenn Þórar-
ins Þórarinssonar fyrrv. alþing-
ismanns og ritstjóra Tímans
hafa ákveðið að gangast fyrir
útgáfu ritgerða- og greinasafns
eftir hann og fyrirhugað að
bókin komi út í haust.
Efnisval er unnið í samráði við
Þórarin og undirbúningur útgáf-
unnar er vel á veg kominn. Ritið
verður um 240 bls. að stærð,
vandað að frágangi í hvívetna.
Til þess að tryggja fjárhags-
afkomu útgáfunnar er sú leið val-
in að safna áskrifendum að bók-
inni. Áætlað áskriftarverð er á
bilinu kr. 2.500 - kr. 2.900. Hefur
þegar verið hafist handa um
áskriftasöfnun.
Nöfn áskrifenda verða birt sem
heillaóskaskrá í bókinni. Því er
æskilegt að þeir, sem til verður
leitað með sérstöku bréfi og óska
að heiðra Þórarin á þennan hátt,
staðfesti áskrift sína tímanlega.
Þess skal getið að áskriftarlof-
orð ber að senda Skrifstofu Fram-
sóknarflokksins, Hafnarstræti 20,
101 Reykjavík. Síminn þar er 91-
624480. (Fréttatilkynning.)