Dagur - 15.05.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 15.05.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. maí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Skagaströnd: Hlutafélag um stofmm fiskmarkaðar Nýverið var stofnað hlutafélag um rekstur fiskmarkaðar á Skagaströnd. Hluthafar eru Skagstrendingur hf., Hólanes hf., Höfðahreppur og fleiri hagsmunaaðilar og áhuga- menn. Stefnt er að því að markaðurinn verði fjarskipta- markaður, en með aðstöðu í Hólanesi til að taka fisk inn á gólf. Hvammstangi: Auglýst eftir ábúanda á Ytrivelli Hreppsnefnd Hvammstanga ákvað fyrir skömmu að aug- lýsa eftir ábúanda á jörðina Ytrivelli, sem hreppurinn keypti á síðasta ári. Að sögn Bjarna Þórs Einarssonar, sveitarstjóra, er ætlunin að kanna áhuga fyrir því að jörðin verði notuð sem bújörð fyrst um sinn. Ytrivellir eru í landi Kirkju- hvammshreppi, rétt utan við Hvammstanga. Hvammstanga- hreppur keypti jörðina með það fyrir augum, að auka það land- rými sem hreppurinn hefur til úti- vistar fyrir íbúa sína og ná- granna. „Við erurn ekki með neina fjár- veitingu á þessu ári til að gera neitt í útivistarmálum á Ytrivöll- um. Pess vegna ákváðum við að auglýsa eftir ábúanda á jörðina. Enginn framleiðsluréttur fylgir frá okkar hendi, en þetta er kjör- in staður fyrir hrossaræktendur, sem gætu þá haft vinnu úti á Hvammstanga með hrossunum, ef þannig stæði á,“ segir Bjarni Þór. SBG Akureyri: Lokakvöld Golfskála- bridds í kvöld verður síðasta spila- kvöldið í bridds í Golfskálan- um að Jaðri. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur eins og önnur föstudagskvöld og hefst keppni kl. 20.00. Glæsileg verðlaun eru í boði. Akureyri: Hafspil hf. úrskurðað gjaldþrota Hafspil hf. á Akureyri var úrskurðað gjaldþrota hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri sl. miðvikudag. Hafspil hf. hefur lengi átt við miklar fjárhagsþrengingar að etja hefur gengið í gegnum greiðslu- stöðvun. Um miðjan mars sl. var fyrirtækið innsiglað vegna van- goldinna opinberra gjalda. Hafspil hf. hefur framleitt vökvaknúinn búnað í skip og báta, s.s. línu- og netaspil. óþh - fyrsti markaðurinn á Norðurlandi vestra Fiskmarkaðurinn á Skaga- strönd verður fyrsti fiskmarkað- urinn sem starfræktur verður á Norðurlandi vestra. Að sögn Óskar Þórðarsonar, stjórnarfor- manns markaðarins, er fram- kvæmdin á undirbúningsstigi, en stefnt er að opnun í byrjun næsta mánaðar. „Ég held að það sé engin spurning, að þörf er fyrir fisk- markað hér á Norðurlandi vestra. Tæknin og annað gerir þetta mögulegt, án mikils til- kostnaðar og aðstaðan í frysti- húsi Hólaness er fyrir hendi, svo ekki þarf að leggja út í neina fjár- festingu í sambandi við það. Enda teljum við að þetta sé það sem koma skal,“ segir Óskar. Óskar segir að hugmyndir séu uppi um kanna ntöguleika á að selja rækju á markaðnum, en slíkt tíðkast hvergi um þessar mundir. Hann segist telja það koma vel til greina, þar sem stað- urinn liggi vel við rækjumiðunum úti fyrir Norðurlandi. Stofnhlutafé fiskmarkaðarins á Skagaströnd er ein milljón króna, en að sögn Óskars er leyfilegt að tvöfalda hlutaféð, án þess að stofnhluthafar eigi for- kaupsrétt að hlutabréfum. Hann segir að kannað verði sérstaklega hvort áhugi sé fyrir aðild að markaðnum hjá aðilum á öðrum þéttbýlisstöðum kjördæmisins, því fyrst og fremst sé þetta hugs- að sem þjónustufyrirtæki. SBG NÝR OG GLÆSILEGUR MITSUBISHI NÝTT OG STEFNUMARKANDI ÚTLIT SÝNING UM HELGINA HJÁ HÖLDI - LAUGARDAG KL. 10 - I 7 OG SUNNUDAG KL. 13 - l 7 > Meira innirými > Betri hljóðeinangrun > Aukinn öryggisbúnaður > > Aflmiklir hreyflar með rafstýrðri fjölinnsprautun > Styrktarbitar í hurðum > > Aukin þægindi > Enn betri al<sturseiginleikar > KVOLDSYNING SUNNUDAG: DALVÍK KL. I 8 - 19 ÓLAFSFIRÐI KL 20 - 21 Verð frá kr. 897.600 DÆMIÐ SJALF AÐ LOKNUM REYNSLUAKSTRI HVARFAKUTUR MINNI MENGUN > A MITSUBISHI MOTORS M OLDUR HF TRYGGVABRAUT12 SÍMI 21715-23515 >

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.