Dagur - 23.05.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 23. maí 1992 - DAGUR - 5
Fréttir
Prjóna- og saumastofan Adam og Eva
á Blönduósi:
Markaðshorfiir fyrir
ullarvörur góðar
- segir Zophonías Zophoníasson,
framkvæmdastjóri saumastofunnar Evu
„Við erum að framleiða fyrir
Evrópumarkað. Um 90% af
framleiðslu okkar fer til
Evrópulanda og helstu við-
skiptalöndin fyrir utan Þýska-
land eru Danmörk, Svíþjóð,
Austurríki og Sviss,“ sagði
Zophonías Zophoníasson,
framkvæmdastjóri saumastof-
unnar Evu á Blönduósi. Zop-
honías stofnaði prjónastofuna
Evu á árinu 1985 en áður hafði
hann veitt starfsemi Pólar-
prjóns forstöðu. Saumastofan
Eva og prjónastofan Adam,
sem stofnuð var á síðasta ári
eru nú rekin samhliða á
Blönduósi og sagði Zophonías
að tala mætti um nýjan rekstur á
gömlum grunni í því sambandi.
Zophonías kvaðst hafa rekið
saumastofuna í litlu húsnæði í
tengslum við heimili sitt þar til á
síðasta ári að hann færði út kví-
arnar í samvinnu við Matthías
Sigursteinsson, tengdason sinn,
en hann setti þá á stofn prjóna-
stofuna Adam og eru þessi fyrir-
tæki nú rekin í tengslum við hvert
annað í sameiginlegu húsnæði.
Zophonías sagði að framleiðsla
fyrirtækjanna byggðist aðallega á
peysum en einnig nokkuð á
treflum, húfum og vettlingum og
vinna fyrirtækin alla framleiðslu
sína úr bandi frá ístex í Mosfells-
bæ. Hann sagði að markaðshorfur
væru góðar um þessar mundir en
mestur hluti framleiðslunnar fer
til afgreiðslu á fyrirframgerðum
pöntunum. Zophonías annast
sjálfur sölu á framleiðslu fyrir-
tækjanna og segir það einfaldara
og kostnaðarminna en að vinna
að þeim málum í gegnum
umboðsmenn eða söluaðila.
Nú vinna tólf manns hjá
prjóna- og saumastofunni og
þessa dagana er verið að leggja
hug og hönd að hönnun þeirrar
framleiðslu sem áætlað er að fari
á markað á næsta ári. Zophonías
sagði nauðsynlegt að fylgjast vel
með öllum breytingum og kröf-
um sem markaðurinn gerði á
hverjum tíma og gera áætlanir
fram í tímann samkvæmt þeim.
Sér virtist sem nú væri fremur
uppsveifla að eiga sér stað varð-
andi sölu á íslenskum ullarvörum
og kvaðst hann vera bjartsýnn á
sölu þeirra á næstunni. ÞI
Zophonías Zophoníasson og Matthías Sigursteinsson í vinnusal prjóna- og
saumastofanna.
Akureyri:
Minjagripahús verdur starfrækt í sumar
- eingöngu íslenskir minjagripir verða á boðstólum
Anna Gunnarsdóttir á Akur-
eyri mun í sumar starfrækja
nýja verslun á Akureyri sem
hún nefnir Minjagripahúsið.
Eins og nafnið gefur til kynna
verða þar á boðstólum minja-
gripir, eingöngu íslenskir, og
gefst áhugasömu fólki, sem
vinnur að gerð vandaðra og
áhugaverðra minjagripa, kost-
ur á að selja þá í Minjagripa-
húsinu.
En hvernig kom þessi hug-
mynd til? Því svarar Anna þannig
að á sl. sumri hafi hún sjálf dund-
að sér við að búa til minjagripi úr
leðri og selskinni og selt í ferða-
mannaverslanir í Reykjavík og á
Akureyri. Henni hafi í framhaldi
af því dottið í hug að vert væri að
koma upp sérstakri minjagripa-
verslun á Akureyri. Hún viðraði
hugmyndina við Elínu Antons-
dóttur, sem vinnur hjá Iðnþróun-
arfélagi Eyjafjarðar að ráðgjöf
fyrir konur í atvinnusköpun, og
leist henni strax vel á hugmynd-
ina. Síðan hefur málið tekið þá
stefnu að Anna leigði sumarhús
frá S.S. Byggi á Akureyri, sem
hún mun innan fárra dag setja
niður á horni Glerárgötu og
Strandgötu. Ætlunin er að opna
húsið 5. júní nk. og verður það
Samstaða um óháð ísland:
Utanríkisráðuneytið hafiiar
beiðni um flárstuðning
Utanríkisráöuneytið hefur
hafnað erindi frá Samstöðu um
óháð ísland, þar sem samtökin
sækja um styrk til kynningar á
samningi um Evrópskt efna-
hagssvæði. Stjórn Samstöðu
sótti um fjárframlag að upp-
hæð 2,5 milljónir króna til að
auðvelda kynningu á þeirra
vegum á sjónarmiðum varð-
andi EES-samninginn. Sam-
tökin munu beita sér fyrir
fræðslufundum og útgáfu af
ýmsu tagi.
Samstaða um óháð ísland var
stofnuð 29. ágúst 1991 og eru
skráðir félagar nú um 1000.
Starfsemin hefur hingað til ein-
göngu verið borin uppi af frjáls-
um framlögum og félagsgjöldum.
Á fjárlögum fyrir árið 1992 er
gert ráð fyrir að verja nokkurri
fjárhæð til kynningar á EES. Að
mati stjórnar Samstöðu verður
að teljast eðlilegt að hluti þess
fjár renni til almannasamtaka
sem láta sig málið sérstaklega
varða. Á öðrum Norðurlöndum
njóta samtök hliðstæð Samstöðu
umtalsverðs fjárstuðnings af
opinberri hálfu og er litið á starf
þeirra sem hlekk í lýðræðislegri
umræðu.
Samstaða telur óeðlilegt að
opinberu fé sé eingöngu varið til
að fylgja eftir stefnu stjórnvalda
varðandi EES en almannasamtök,
sem hafa önnur viðhörf, njóti
einskis stuðnings af hálfu hins
opinbera.
í fréttatilkynningu frá Sam-
stöðu kemur m.a. fram, að samn-
ingurinn um Evrópskt efnahags-
svæði sé afdrifaríkasta mál sem
íslendingar hafa staðið frammi
fyrir í sögu lýðveldisins. Gagn-
rýnin og opin umræða um málið
er nauðsynleg. Afstaða utanríkis-
ráðherra til fjárbeiðni Samstöðu
bendir til að ráðuneytið ætli ekki
að stuðla að því að svo geti orðið.
Samstaða verður áfram að
treysta á frjáls framlög almenn-
ings til stuðnings við starfsemi
sína. -KK
Anna Gunnursdóttir, framkvæmda-
stjóri Minjagripahússins. Mynd: kk
opið alla daga kl. 9-21. Einnig
verður opnað fyrir ferðahópum á
öðrum tíma ef þess er óskað.
Anna sagði í samtali við Dag
að hún tryði því að rekstur á
slíkri minjagripasölu á Akureyri
ætti að geta gengið, en það yrði
auðvitað að koma í ljós. Þessi
rekstur yrði í sumar til reynslu og
í ljósi hennar yrði ákveðið með
framhaldið. Anna sagði að hún
ætlaði að hafa eingöngu íslenska
framleiðslu á boðstólum, minja-
gripi, gjafavöru, póstkort,
skuggamyndir og fleira. Vitað
væri um fjölda fólks sem gerði
ýmsa merkilega hluti, sem vert
væri að bjóða ferðafólki og áhugi
væri fyrir því að komast í sam-
band við alla þá sem kynnu að
hafa áhuga á að koma fram-
leiðslu sinni í umboðssölu í
Minjagripahúsinu. Anna vildi
benda fólki á að hafa samband
við sig í síma 12064 eða Elínu
Antonsdóttur í síma 11214. óþh
Aðalfundur Verslunar-
félags Raufarhafnar hf.:
Reksturinn
réttu megin
við strikið
- gistiheimilið hefur
líkað vel
Aðalfundur Verslunarfélags
Raufarhafnar hf. var haldinn
17. maí sl. Reikningar félags-
ins voru lagðir fram og sam-
þykktir og var niðurstaðan sú
að reksturinn skilaði hagnaði á
síðasta ári. Félagið tók við
rekstri verslunar á Raufarhöfn
af Kaupfélagi Langnesinga á
síðasta ári og opnaði hana 1.
ágúst.
„Hagnaðurinn er óverulegur
en reksturinn er þó réttu megin
við strikið sem er mjög jákvætt
og gefur okkur kjark til að halda
áfram. Á þessu ári höfum við
ráðist í kostnaðarsamar endur-
bætur á húsnæðinu en við vonum
að þær eigi eftir að skila sér í auk-
inni verslun og ánægðari við-
skiptavinum," sagði Jón Eiður
Jónsson, verslunarstjóri.
í versluninni er úrval af helstu
nauðsynjavörum en í fámennu
samfélagi þýðir ekki að vera með
stóran lager og sagði Jón að mik-
ið væri pantað fyrir fólk.
Verslunafélag Raufarhafnar
færði út kvíarnar í lok febrúar og
opnaði gistiheimili á efri hæð
hússins við Aðalbraut. Jón sagði
að reynslan lofaði góðu.
„Það eru komnar yfir 60 gisti-
nætur frá því við byrjuðum og
gestirnir virðast mjög ánægðir.
Við bjóðum upp á ódýra gistingu
og ýmsa kosti í ferðaþjónustu.
Nú fer að styttast í ferðmanna-
vertíðina og við vonum að
sumarið verði okkur hliðhollt,“
sagði Jón. SS
0RAFVEITA AKUREYRAR
ÞÓRSSTÍG 4 . PÓSTHÓLF 518 . 602 AKUREYRI
OPNUNARTÍMI:
SKRIFSTOFA: | VERKSTÆÐI:
Mánud. - Föstud. kl. 8-16 Mánud.-Fimmtud. kl. 7.30 -17.10. Fðstud. kl. 7.30-15.40
VIÐ ERUM FLUTT AÐ
ÞÓRSSTÍG 4
E i ni qb
Ný símanúmer!
Ríkisútvarpid á Akureyii
auglýsir ný símanúmer
12300
Fréttastofa 12305
Sjónvarp 12308
Auglýsingar 12310
Fax ' 11646
#M«lf
RÍKISÚTVARPIÐ
RÍKISÚIVAITPID
ÁAKUREYRI
Geymld auglýsinguna