Dagur - 03.06.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 03.06.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. júní 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Suður-Þingeyjarsýsla: Metár í snjóleysi - litlir bílar ýta litlum snjó með litlum tilkostnaði „Aðalkostnaður frá síðustu áramótum er akstur smábfla við eftirlit og hreinsun. Þessir bflar eru með litla snjótönn og koma að mjög góðum notum við hreinsunina, þegar snjór er Sjávarútvegsdeildin: Viðurkenningar frá Skipstjóra- félaginu í frétt í blaðinu í gær var sagt frá skólaslitum Sjávarútvegsdeildar Dalvíkurskóla-Verkmenntaskól- ans á Akureyri þann 16. maí sl. Þar var m.a. greint frá því að Jónas Þorsteinsson hefði afhent viðurkenningar fyrir hæstu meðal- einkunnir í siglingafræði en þess ekki getið að viðurkenningarnar voru afhentar fyrir hönd Skip- stjórafélags Norðlendinga og er því hér með komið á framfæri. ekki mikill,“ sagði Svavar Jónsson, rekstrarstjóri Vega- gerðar ríkisins á Húsavík, aðspurður um kostnað við snjómokstur í vetur. Frá ára- mótum til vors var kostnaður á uinsjónarsvæðinu við snjó- hreinsun með vörubíl eða hefli 579 þúsund krónur en kostnað- ur vegna eftirlits og hreinsunar með smábíl nam 1,682 þúsund- um. Kostnaður við snjóhreinsun og eftirlit á þessu ári er um helmingi minni en í fyrra og ekki nema brot af því sem var árið 1990. Kostnaður við snjóhreinsun og eftirlit á þjóðvegum á umsjónar- svæði Vegagerðar ríkisins á Húsavík frá áramótum til vors árin 1988-1992, reiknað til verð- lags í jan. 1992 er sem hér segir: Árið 1988 nam hann 5,511 þús- undum, árið 1989 voru þúsundin 11,445, árið 1990 var mesti kostn- aðurinn eða 19,166 þúsund, árið 1991 var heldur betur snjóléttara þá var kostnaðurinn 4,441 þús- und og í ár var algjört met í snjóleysi og kostnaður fór niður í 2,455 þúsund. 1M Sparisjóður Ólafsflarðar: Rekstrarhagnaður 6,8 millj. kr. fyrir tekju- og eignaskatt Aðalfundur Sparisjóðs Ólafs- ijarðar var haldinn nýlega. Á árinu 1991 var hagnaður á rekstri sparisjóðsins samkvæmt rekstrarreikningi að fjárhæð 3.638 þús. kr. eftir tekju- og eignaskatt sem er töluvert lak- ari aíkoma en á árinu 1990 en þá var rekstrarhagnaður rúmar 11 milljónir króna. Innlánsaukning á árinu nam 13.5% og voru heildarinnlán í árslok 640.295 þús. kr. Útlán sparisjóðsins í árslok námu 683.036 þús. kr. og jukust á árinu um 29.5% en hækkun lánskjara- vísitölu var 7.65%. Vaxtatekjur og verðbætur af lánum námu alls 114 milljónum kr. en vaxtagjöld og verðbætur af lánum 64 millj. kr. Á árinu störfuðu að meðaltali 7 starfsmenn hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar og námu laun og launatengd gjöld alls kr. 16.8 millj. kr. Eiginfjárstaða sjóðsins var jákvæð í ársbyrjun 1991 um 77.311 þús. kr. sem jafngilda 82.835 þús. kr. í árslok miðað við 7.15% verðlagsbreytingar á árinu. Samkvæmt efnahagsreikningi er eiginfjárstaða jákvæð um 93.444 þús. kr. í árslok 1991 . Fasteigna- mat fasteigna í árslok nam 21.243.000 kr. og fasteignamat leigulóða 585.000 kr. og bruna- mat eignanna 65.734.000 kr. GG Hundahótelið að Nolli: „Opnum um miðjan mánuð“ Hundahótelið að Nolli í Grýtu- bakkahreppi verður opnað að nýju um miðjan júní. Hótelið Hcimasætan að Nolli með hvítan gullinsæki. Mynd: ój hefur verið lokað að undan- förnu vegna einangrunar á „golden retriver“ tík er staðar- haldarinn flutti inn frá Noregi. „Að mínu mati ættu ræktendur hunda að einbeita sér að því að styrkja þá hundastofna seni fyrir eru í landinu. Gullinsækir er í uppáhaldi á þessum bæ og því fluttum við inn hvolpafulla tík, sem er nær hvít á litinn. Tíkin gaut 8 hvolpum, sem allir eru gull- fallegir enda er ættboginn göfug- ur. Nú þegar einangrunartíman- um lýkur og hvolparnir fara til nýrra eigenda færist líf og fjör yfir staðinn. Fyrstu hundarnir koma til gistingar strax og ég get opnað. Mikil eftirspurn er eftir plássi og ég vil benda hundeig- endum á að hafa samband í tíma ef þeir vilja koma heimilishund- inum í fóstur um stundar sakir,“ sagði Susanna Poulsen að Nolli. ój Bygging íþróttahúss á lokastigi - ætlunin að taka það fullbúið í notkun í haust Framkvæmdir eru nú langt komnar við byggingu Iþrótta- hússins á Blönduósi en gert er ráð fyrir að verja allt að 60 milljónum króna til verksins á þessu ári. Ætlunin er síðan að taka húsið fullbúið í notkun í byrjun næsta skólaárs og form- leg opnun hefur verið áætluð laugardaginn 5. september á komandi hausti. Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri sagði að bygging íþróttahússins væri tvímælalaust stærsta ein- staka vcrkefnið sem ráðist hefði verið í á vegurn Blönduósbæjar síðan framkvæmdum við hita- veitu staðarins lauk á árinu 1977. Til inarks um umfang íþrótta- hússins sagði Ófeigur Gestsson að gólfflötur þess væri á stærð við grunnflöt tíu meðalstórra íbúða. Þessa dagana er verið að mála húsið að innanverðu og einnig að undirbúa frágang á gólfi en gólf- efni íþróttasalarins, er sérstakrar gerðar og ætlað fyrir íþrótta- keppnir, æfingar og íþrótta- kennslu og vegur alls á bilinu 20 til 25 tonn. Verkinu miðar vel og sem fyrr segir er áætlað að taka húsið í notkun 5. september í haust. ÞI Húsavík: Fleira til en fiskur - segir Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi - og vill að héraðsbundnar auðlindir séu nýttar „Héraösbundnar auölindir eru ónýltar og umhverfis þær gæti skapast töluvert mikil starf- semi og atvinna. Því er ástæða til að kanna hvort þessir mögu- leikar eru ekki hagnýtanlegir og þeir skipta allir töluvert miklu máli,“ sagði Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingey- inga, í gær eftir að skýrsla Alþjóða hafrannsóknaráðsins um æskilegan samdrátt í þorsk- veiðum hafði verið birt. Ásgeiri fannst ástæðulaust fyrir landsfeður að setjast með hendur í skaut yfir hugsanlegum sam- drætti í sjávarfangi. Hann hefur undanfarin misseri haldið því fram að ekki væri aukningar að vænta í útgerð og fiskvinnslu og verið stórhuga í ábendingum á nýtingu þingeyskra náttúruauð- linda. Hann hefur skrifað fjölda greina um nýtingu gufuafls frá Þeistareykjum til súrálsvinnslu við Húsavík. Hann hefur fengið enska sérfræðinga til að líta á hugsanlega möguleika á rekstri hressingarhæla í sýslunni. Hann hefur bent á perlusteinsnámur í Mývatnssveit og í Kinnarfjöllum. „Mér finnst líka ástæða til að benda á kynningarverkefni, þar sem benda átti innlendum og erlendum fjárfestingaraðilum á staðarkosti héraðsins og ein- stakra byggðarlaga," sagði Ás- geir: „Mér finnst að það eigi að leggja áherlsu á að kanna staðar- kosti og möguleika og einkanlega mál sem skipta einhverju veru- legu máli. Mér hefur fundist að ég fengi lítinn stuðning við mínar hugmyndir en það er ljóst að fisk- vinnsla og útgerð eru ekki vaxtar- sprotar í náinni framtíð. Sam- dráttarskeið var fyrirséð og nú verulegt og þá þarf einmitt að leggja áherslu á nýja möguleika og drífa í framkvæmdum." 1M Umönnun krabbameinssjúkra Ráðstefna á vegum Heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, umönnun krabbameins- sjúkra, verður haldin í Safnaðarheimiii Akur- eyrarkirkju dagana 15. og 16. júní 1992. Sjá meðfylgjandi dagskrá. Skráning fer fram í Háskólanum á Akureyri, í síma 96-11770, alla virka daga kl. 9-17 fram til 5. júní. Ráðstefnugjald er kr. 3.000 fyrir báða ráðstefnudagana, en kr. 2.000 fyrir annan dag- inn og greiðist það við afhendingu ráðstefnu- gagna. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á bók- um og hjúkrunargögnum í salarkynnum Safn- aðarheimilisins. Einnig verður sýningarhópur- inn Trójuhesturinn með myndlistarsýningu á sama tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.