Dagur - 03.06.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 03.06.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 3. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BÉRGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Gífurlegt áfaJl fyrir þjóðarbúið Fiskveiðiráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins mælir með að sókn í þorskstofninn við ísland verði minnkuð um fjörutíu af hundraði á næsta ári. Ef farið verður að þessum tillögum verður þorsk- kvótinn minnkaður úr 265 þúsund tonnum í 175 þúsund tonn þegar á næsta fiskveiðiári. Sér- fræðingar telja að svo mikil skerðing þorskkvótans hefði í för með sér 12-15 milljarða króna samdrátt í útflutningstekjum íslendinga. í niðurstöðum fiskveiðiráðgjafanefndarinnar kemur fram að gögn bendi til að hrygningarstofn þorsks hafi minnkað úr því að vera yfir milljón tonn milli áranna 1955 og 1960 í rúmlega 200 þúsund tonn árið 1992. Einnig sé nú orðið ljóst að allir árgangar frá 1985 séu undir meðallagi og að 1986 árgangurinn sé sá lélegasti frá árinu 1955. Þessar niðurstöður bera það með sér að ástand þorskstofnsins við ísland er mun alvarlegra en almennt var talið. Segja má að það sé nú að koma þjóðinni í koll að hafa nánast aldrei fylgt ráðum fiskifræðinga út í æsar, heldur einungis notað þau til viðmiðunar við ákvörðun veiðiheimilda. Nú hef- ur ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins sagt það tæpitungulaust að íslendingar gangi jafnt og þétt á útsæðið og fái þar af leiðandi æ minni uppskeru eftir því sem fram líða stundir. Eina lausnin sé að grípa til róttækra aðgerða þorskstofninum til verndar og nefndin mælir sem sagt með að sóknin í hann verði minnkuð um fjöru- tíu af hundraði í einu vetfangi. Niðurstaða alþjóðlegu ráðgjafanefndarinnar er gífurlegt áfall fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóð- arbúskapinn í heild. Vafalaust eru þetta einhver alvarlegustu tíðindi sem sem sjávarútvegurinn hefur fengið fyrr og síðar. Forseti Sjómannasam- bandsins telur t.d. að ef farið verður að fyrrgreind- um tillögum alþjóðlegu ráðgjafanefndarinnar yrði það stærra áfall fyrir þjóðina en árið 1968 þegar síldveiðarnar hrundu. Menn hafi haft ýmsa mögu- leika á að bæta sér hrun síldarstofnsins með sókn í aðra fiskistofna en nú séu slíkir möguleikar afskaplega takmarkaðir. Vafalaust er þetta rétt athugað hjá formanni Sjómannasambandsins. Það vitnar betur en flest annað um alvöru þessa máls. Þótt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um afla- heimildir á næsta fiskveiðiári liggi varla fyrir fyrr en í júlílok, er ljóst að veruleg skerðing á þorsk- veiðiheimildum er óhjákvæmileg. Sjávarútvegsráð- herra tekur gífurlega áhættu ef hann leyfir mikið meiri veiðar en fiskveiðiráðgjafanefndin hefur lagt til. Honum er nauðugur sá kostur að hlýta ráðum hennar, enda eru gríðarlegir framtíðarhagsmunir í húfi. Af framansögðu er ljóst að þjóðin má fara að búa sig undir að mæta enn einu efnahagsáfallinu, þótt hún sé engan vegin undir það búin. BB. Einkuimagjöf á eldhúsdegi Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra las upp einkunnir stjórnmála- og verkalýðsforingja í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú undir þinglok. Einkunnir þessar voru fólgnar í tekju- og eignaskiptingu þjóðarinnar. Þar kemur skýrt fram hvernig stjórn- mála- og verkalýðsforingjar hafa staðið sig í störfum fyrir fólkið í landinu. Það verður að segjast eins og er, að það er lítið að treysta á þessa tvo starfshópa þjóðarinnar. Það er greinilegt að þeim tekst ekki að gera það sem þeir segja þjóðinni að þeir ætli að gera. Það er ýmislegt sem glepur bæði hug og sýn hjá þessum starfsmönnum. Alþingi er nánast eins og ferðaskrifstofa hluta úr þingtímanum og getur það tekið þingmenn töluverðan tíma að ná samkomulagi um hverjir eigi að fá að fara og hvert. Síðan er hægt að deila um farar- eyrinn og ferðafélagann og farareyrinn fyrir hann. Þegar svo tekið er til starfa á þinginu þá upphefst mikið málþóf sem kall- ast utandagskrárumræða og get- ur hún tekið drjúgan tíma þingsins. Lágar einkunnir Landsmenn veita því athygli.að þegar kemur að jólafríi eða þing- lokum þá streyma lagasetning- arnar frá þinginu eins og á færi- bandi. Það vekur tortryggni hversu hratt þessi afgreiðsla gengur fyrir sig, þegar horft er til þess mikla tíma sem fer í annað en eiginleg þingstörf. Þessir þing- menn koma svo í skriftastól þjóð- arinnar, sjónvarpið, og hæla sér svolítið fyrir að hafa verið að reyna að gera þjóðfélagið réttlát- ara og vilja svo fá syndaaflausn hjá þjóðinni. Einkunn þeirra liggur fyrir og var lesin upp í þinginu eins og áður sagði. Sigurður Líndal lagaprófessor hefur aðeins fengist við að gefa þinginu einkunnir og eru þær yfirleitt mjög lágar og sumt af því sem lendir á færibandinu gengur greinilega í berhögg við stjórn- arskrána og virðist ekki hafa auk- ið réttlætið í landinu. íslendingar hafa staðið í samningum við Evrópubandalagið um að láta af hendi sjálfstæði sitt fyrir tollpen- ing. Jón Baldvin utanríkisráð- herra hefur farið fyrir hópnum sem hefur staðið fyrir þessum samningum og tilkynnt lands- mönnum að tekist hafi að fá allt fyrir ekki neitt. Brynjólfur Brynjólfsson. Hátekju- og eignastéttin ver sinn hlut Hvernig getum við verið viss um að þetta sé ekki alveg öfugt, að við höfum látið allt fyrir ekki neitt? Er hægt að treysta mönn- um með svona lága starfseinkunn fyrir fjöreggi þjóðarinnar? Landsmenn hafa í langan tíma horft í sjónvarpi á verkalýðsfor- ingjana stjórna miklum mann- söfnuði við tertu- og brauðát undir því yfirskyni að verið sé að semja. Það getur verið að þetta sé sú aðferð sem þeir þekkja besta við það verk, en árangurinn er sá að þjóðin skiptist í tvennt, sem sé ríka og fátæka. Þeir iðka það verkalýðsforingjarnir að koma á skjáinn og tala um það að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Það er eins og þeir viti það ekki, að til þess hafa þeir ekkert umboð, það gerir prósentureglan sem gildir hjá A.S.Í. og hjá B.S.R.B. Það er annað hvort vísvitandi blekk- ing að tala svona eða þeir hafa bara ekki áttað sig á því að það verða einhverjir aðrir að leysa þetta fyrir þá. Hátekju- og eigna- stéttin ver sinn hlut með kjafti og klóm og notar til þess bæði afl launþegasamtakanna og hið pólitíska afl í þjóðfélaginu. í hvert skipti sem samningar eru í sjónmáli þá koma þeir einstakl- ingar sem varðstöðu hafa fyrir þessa hópa og tilkynna að ekkert sé til skiptanna og þylja upp bága stöðu atvinnuveganna. Sú mikla eigna- og fjármunamyndun sem hefur oröið hjá þeim sem betur eru settir í þjóðfélaginu kemur einhvers staðar frá. Hætt er við að ekki hafi alltaf verið skýrt rétt og satt frá þegar talað er um að ekkert sé til skiptanna handa lág- launafólkinu þegar kemur að samningum. Tortryggni Það hlýtur að vekja upp spurn- ingar hjá lágt launuðu fiskverka- fólki þegar útgerðaraðilar kaupa látlaust skip og kvóta á sama tíma og þeir telja sig ekki geta mætt neinum kauphækkunum. Það hlýtur líka að vekja tortryggni hjá láglaunahópunum í öðrum atvinnugreinum þegar þeir sjá þessar tölur sem Jóhanna las upp í þinginu. Hvar voru framámenn í verkalýðshreyfingunni og því settu þeir ekki undir þennan leka svo skjólstæðingar þeirra gætu fengið meira af þjóðartekjunum? Það er greinilega ekki góð reynsla af því að hafa menntaða hátekjumenn við samningaborð- ið fyrir láglaunafólkið, það ætti held ég bara að vera þar sjálft. Það er skrýtið hvað þingmenn geta verið glámskyggnir, eins og þegar óbeinir skattar eru settir á matvæli og aðrar nauðsynjar, þá hlýtur það að koma ver við fólk með lágar tekjur en þá sem meira hafa. Þetta er gert undir því yfir- skyni að verið sé að skattleggja eyðslu. Kaup á matvælum ætti ekki að flokka undir eyðslu. Það hefur aukið á óréttlætið að hafa þennan hátt á skattlagningu í þjóðfélaginu. Það þurfa allir að kaupa sér mat, og má ljóst vera hvað aðstæður til þess eru mis- jafnar þegar launamismunur er jafn mikill og hér er. Álitshnekkir Það er augljóst að sá háttur sem hafður hefur verið á, í stjórn- og verkalýðsmálum hér er óviðun- andi fyrir meirihluta þjóðarinnar. Það er athyglisvert að samtökum vinnuveitenda skyldi takast að ná húsmæðrum til sín í vinnu fyrir nánast ekki neitt með því að breyta kaupmættinum. Það gerðu þeir með því að stilla sam- an afl launþegasamtakanna og hið pólitíska afl sem þeir hafa undir sinni stjórn. Það sýnir lélega skipulagningu launþega- samtakanna að þetta skyldi takast og nánast með samþykki þeirra. Að ekki skuli hafa tekist að virkja þennan stóra og þýðingar- mikla launþegahóp til að ná rétti sínum í þjóðfélaginu er mikill álitshnekkir fyrir þá sem þar stjórna. Brynjóifur Brynjólfsson. Höfundur er matreiðslumeistari á Akur- eyri. lionsfélagar á Akureyri aflienda íþrótta- félaginu Akri afrakstur vímuvamadags í tilefni Vímuvarnadags Lions- hreyfingarinnar 2. maí síðastlið- inn, seldu lionsfélagar á Akur- eyri íbúum bæjarins túlipana. Agóði sölunnar rann allur til íþróttafélagsins Akurs. Myndin er frá afhendingu pen- inganna og talið frá vinstri eru: Guðmundur Jónsson og Þorvald- ur Nikulásson úr Lionsklúbbnum Huginn; Margrét Þ. Þórðardótt- ir, Lionessuklúbbnum Ösp; Jósef Sigurjónsson, formaður íþrótta- félagsins Akurs; Birgir Styrmis- son, Lionsklúbbi Akureyrar og Valrós Kelly, Lionessuklúbbnum Ösp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.