Dagur - 03.06.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 03.06.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 3. júní 1992 o Spurning vikunnar Hver er stærsti galiinn við Akureyri? (Spurt á Akureyri) Baldur Gunnlaugsson: Það er flest jákvætt hérna nema hvað Akureyringar eru lélegir ökumenn. Þeir eru alltaf eitt- hvað að dunda sér. Dóra Friðriksdóttir: Framkvæmdirnar á Ráðhús- torgi. Ég hefði viljað halda gróðrinum á torginu, ég er svo mikil blómamanneskja. Gunnar Eiríksson: Það er atvinnuleysið hérna. Ég er búinn að vera atvinnulaus í þrjá mánuði. Bjarni Þórhallsson: Bærinn er of lítill. Það væri meira að gerast ef það byggju aðeins fleiri hérna. Logi Einarsson: Það er náttúrulega með öllu ólíft í bænum meðan það er bannað að fá sér ölsopa utandyra við veitingastaði og milli kl. 3 og 6 á daginn eins og hjá öllum sið- menntuðum þjóðum. íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir meiri möguleikum á Evrópumarkaði: Tollmúramir hafa verið þrándur í götu þróunar - segir í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytis um sjávarútvegsmál Mörg mál voru til umfjöllunar á Alþingi í vetur sem snerta sjávarútveginn á einn eöa ann- an hátt. Alls voru sjö mál afgreidd af þeim 10 sem Iögð voru fram. Þar á meðal er við- auki við lög um Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins sem kveða á um að inneign í sjóðn- um að upphæð um 2,7 millj- örðum króna verði varið til að lækka skuldir þeirra framleið- enda sem eiga inneign í sjóðnum. Þau þrjú mál sem ekki hlutu afgreiðslu voru frumvarp um meðferð og eftir- lit með framleiðslu sjávarafla, frumvarp um stofnun hluta- félags um Ríkismat sjávar- afurða og frumvarp um stofn- un hlutafélags um Síldarverk- smiðjur ríkisins en þetta frum- varp verður lagt fyrir þingið á ný í haust. Hér á eftir verður nánar litið yfír nokkur þeirra lagafrumvarpa sem hlutu af- greiðslu og nýja skýrslu sjáv- arútvegsráðuneytisins um sjáv- arútvegsmál. Meðal þeirra laga á sjávar- útvegssviðinu, sem samþykkt voru á Alþingi í vetur er breyting á lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Þau gera sjóðn- um kleift að greiða 30% af húf- tryggingarverðmæti þeirra fiski- skipa sem úrelt eru í stað 10%. Þetta hefur nú þegar skilað árangri í að fækka fiskiskipum en Hagræðingarsjóði hafa borist margar umsóknir um greiðslu úreldingarstyrkja. Sjávarútvegs- ráðuneytið reiknar með að hægt verði að minnka fiskiskipaflotann um 10% fyrir atbeina sjóðsins. Akureyrin EA er eitt fengsælasta frystiskip í flotanum á liðnum árum. Ný lög frá Alþingi fjalla um frystiskipin og fullvinnslu afla um borð en tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir að tiltölulega lítil skip fari út í fullvinnslu. Ekki fari of lítil skip í vinnslu á sjó Ekki hefur farið fram hjá lands- mönnum hve mikil breyting hef- ur orðið á undanförnum árum í vinnslu á fiski um borð í fiskiskipum úti á sjó. Með lögum um fullvinnslu afla um borð í veiðiskipum þarf nú sérstakt leyfi sjávarútvegsráðuneytis fyrir slíkri vinnslu og er tilgangur þess að tryggja að í hóp þeirra skipa sem stunda fullvinnslu um borð bætist ekki önnur skip en þau sem eru fær um að fullnægja eðli- legum kröfum um nýtingar-, vörugæða- og vinnuaðstöðu. Leyfi til fullvinnslu botnfiskafla um borð verður hins vegar gefið út til allra þeirra skipa sem full- nægja almennum skilyrðum. „Því er ekki verið að takmarka með opinberum hætti útgáfu slíkra vinnsluleyfa. Engu að síður er líklegt að auknar kröfur muni hægja á þeirri þróun að fisk- vinnslan flytjist út á sjó en á undanförnum árum hefur þróun- in orðið sú að vinnsla á sjávar- afurðum hefur í vaxandi mæli flust um borð í veiðiskip. Á árinu 1990 voru rúmlega 108 þúsund lestir af botnfiski frystar um borð í veiðiskipum. Þar af voru tæp- lega 42 þús. lestir af þorski og rúmlega 12% af heildarþorsk- aflanum það ár. Hér er um hátt hlutfall botnfiskaflans að ræða og hefur þetta hlutfall farið hækk- andi á undanförnum árum. Ástæða þess er einkum sú að íslcnskt sjávarfang tilbúið til útflutnings á erlenda markaði. Með EES-samn- ingum falla tollamúrar á Evrópumarkaðnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.