Dagur - 16.06.1992, Qupperneq 3
Þriðjudagur 16. júní 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Ályktun stjórnar Landssambands smábátaeigenda:
Átvinnuleysi afstýrt með
fjölgun smærrí skipa
í ályktun stjórnarfundar í
Landssambandi smábátaeig-
enda segir að fyrirsjáan-
legur samdráttur í aflaheimild-
um þýði með öðrum orðum að
skynsamleg viðbrögð til að
forðast atvinnuleysi og fólks-
flutninga sé að fjölga smærri
skipum á kostnað þeirra
stærri. „Efling krókaveiða,
hvort sem er með línu eða hand-
færum er mest atvinnuskap-
andi útgerð sem völ er á.“
Smábátaflotinn veiðir um 12%
af heildar þorskaflanum, eða um
6-7% af heildarbotnfiskaflanum.
Séu aðrar veiðar einnig teknar
með í reikninginn er hlutfallið
enn minna. En þrátt fyrir þetta
lága hlutfall smábátanna í heild-
arafla er þriðjungur mannafla til
sjós á þessum hluta flotans.
„Allir landsmenn eru því sam-
mála að róttækra efnahagsráð-
stafana sé þörf þó skiptar
skoðanir séu á aðferðum. Um
það þarf hins vegar ekki að deila
að smábátarnir hafa aldrei skap-
að nein efnahagsvandamál og er
einn örfárra þátta atvinnulífsins
sem alla tíð hafa staðið og fallið
af eigin rammleik," segir í álykt-
uninni. „Hámark hagkvæmninn-
ar hlýtur að liggja þar sem sköp-
un heilsársstarfsins á sér stað
með sem fæstum fisktonnum úr
sjó.“
I framhaldi þessara orða skal
bent á að frystitogarar hafa að
meðaltali 26 manna áhöfn og
2021 þorskígildi sem stendur að
jafnaði fyrir 3213 tonn af kvóta-
bundnum fiski upp úr sjó. Á
hvern áhafnarmeðlim eru því 123
tonn af þessum fisktegundum. ís-
fisktogarar yfir 500 brl. hafa að
meðaltali 17 manna áhöfn og
3379 tonn af fiski upp úr sjó, eða
208 tonn á hvern áhafnarmeðlim.
Dæmið lítur hins vegar öðruvísi
út hjá minni skipum og smábát-
um. Bátar án sérveiðiheimilda á
stærðarbilinu 50 til 110 brl. hafa
að jafnaði 8 manna áhöfn og 293
þorskígildi sem standa fyrir 378
tonn af kvótabundnum botnfisk-
tegundum upp úr sjó, eða rúm 47
tonn á hvern áhafnarmeðlim af
þeim fisktegundum. Smábátar
hafa að jafnaði 1.25 menn í áhöfn
og tæp 23 þorskígildi, sem standa
fyrir um 29 tonnum upp úr sjó
eða 23 tonn á hvem áhafnar-
meðlim. ój
/ dag koma út ný
frtmerki tileinkuö
útflutningsverslun
og viöskiptum
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt.
Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni.
FRlMERKJASAl ÁTT
Pósthólf 8445, 128 Reykjavfk
PÓSTUR OG SÍMI
3
i
fc
16. júní
Dalvík:
Kristjánsbakarí leigir
húsnæði Víkurbakarís
til haustsins
Skriðjöklar
Tveir með öllu
á Bylsjunni
Kristjánsbakarí á Akureyri
hefur tekið á leigu húsnæði
þrotabús Víkurbakarís á Dal-
vík og hyggst reka þar brauð-
búð. Um leið leggst rekstur
bakarísins af en öllu brauði
verður ekið frá brauðgerð
Kristjánsbakarís til Dalvíkur.
Leigutíminn er til 15. septem-
ber í haust.
Birgir Snorrason hjá Kristjáns-
bakaríi segir að í versluninni
verði svipað vöruval og verslun-
um fyrirtækisins í Hrísalundi og
Hafnarstræti. Auk brauða verða
ýmsar dagvörur eins og mjólk,
álegg og gosdrykkir seldar þar en
megináhersla verður lögð á
brauðvörurnar en þeim verður
ekið ferskum til Dalvíkur á
hverjum morgni. Á Dalvík verð-
ur framleiðsla Kristjánsbakarís
eingöngu seld í versluninni við
Hafnarbraut.
Frá laugardeginum 27. júní nk.
verður opið um allar helgar í
sumar frá kl. 9 til 16. GG
Hrísatjörnin á Dalvík:
50 þúsund króna verðlaun
fyrir stærsta laxinn
100 löxum var sleppt í Hrísa-
tjörn á Dalvík á fimmtudags-
kvöldið og hefst þar með veiði-
tímabilið þar. Fiskurinn kemur
frá Silfurstjörnunni og er mjög
fallegur og ósýktur. 300 urrið-
um var sleppt í tjörnina 1990
og bleikju 1989 og er nú mikið
líf í tjörninni.
Það er félagsskapurinn Afglap-
ar á Dalvík sem stendur fyrir
laxasleppingunni og er hugmynd
þeirra félaga að í sumar verði
fiski sleppt í tjörnina hálfsmán-
aðarlega. Stærsti laxinn sem fer í
tjörnina verður sérstaklega
merktur og er heitið 50 þúsund
króna verðlaunum til handa þeim
heppna veiðimanni sem dregur
hann að landi.
Veiðileyfi eru seld í Sæluhús-
inu á Dalvík. GG
Fiskmíölun Norðurlands á Dalvík - Fiskverð á markaði vikuna 31.05-06.061992
Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verö Meöalverö (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti
Grálúða 73 69 70,88 4.098 290.471
Hlýri 36 30' 33,19 216 7.170
Karfi 26 18 24,56 50 1.228
Lúða 200 160 161,94 62 10.040
Rauðmagi 25 25 25,00 20 500
Steinbítur 36 28 29,04 254 7.376
Ufsi 34 30 33,95 3.046 103.424
Ýsa 90 50 82,52 1.711 141.200
Þorskur 76 72 75,10 20.428 1.534.150
Þorskur, smár 58 58 58,00 244 14.152
Samtals 68,95 31.777 2.190.890
Dagur birtir vikulega töflu yfir fiakverö hjá Fiskmiölun Noröurlands á Dalvík og greinlr þar frá
verðinu sem tékkst í vikunni á undan. Þetta er gert í Ijósi þess aö hlutverk fiskmarkaöa í verb-
myndun íslenskra sjávarafuröa hefur vaxlö hrööum skrefum og því sjálfsagt aö gera lesendum
blaðslns klelft að fylgjast meö þróun markaösverös á flski hér á Norðurlandi.
SJALLINN
★ Torfærutæki
Bíla- og hjólasýning 17. jú
við Oddeyrarskölann kl. 10-18
v.
9.15 Hópakstur.
10.00 Sýning c
11.00 Reiöhjólakeppni.
13.30 Kassabílakeppni.
14.30 Akstur mótorhjóla.
15.00 Bílar gangsettir.
17.00 Verðlaunaafhending.
18.00 Sýningu iýkur.
★ Gl.
★ sÚS
jg
Rafmagnsbílar í gangi alian daginn.
Skráning í hjóla- og kassabílakeppni á staönum.
Akstursleið: Hópakstur kl. 9.15.
Víðivellir, Norðurgata, Hjalteyrargata, Krossanesbraut, Litiahlíð, Skarðshlíð,
Fosshlíð, Hlíðarbraut, Teigarsíða, Bugðusíða, Miðsíða, Vestursíða, Bugðusíða
Borgarbraut, Hlíðarbraut, Þingyallastræti, að KA-heimili, Dalsgerði, Stóragerði,
Vallargerði, Skógarlundur, Álfabyggð, Dvalarheimilið Hlíð, Austurbyggö,
Hrafnagilsstræti, Þórunnarstræti, F.S.A., Eyrarlandsvegur, Kaupvangsstræti,
Hafnarstræti (göngugata), Strandgata, Norðurgata.
Góða skemmtun!
Bílaklúbbur Akureyrar