Dagur


Dagur - 16.06.1992, Qupperneq 5

Dagur - 16.06.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 16. júní 1992 - DAGUR - 5 Sjómannadagurinn á Akureyri: Fjölmenni tók þátt í hátíða- höldunum Fjölbreytt hátíöahöld voru a Akureyri á sjómannadaginn og tók fjöldi fólks þátt í þeim þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. Mikill fólksfjöldi safn- aðist saman við Sundlaug Akureyrar um daginn og fjöl- mennur sjómannadansleikur var haldinn í íþróttahöllinni um kvöldið. Akureyringar voru reyndar snemma í því og byrjuðu á að keppa í kappróðri og knatt- spyrnu á laugardaginn. Á sunnu- dag voru dregnir fánar að húni og sjómannamessur haldnar í Akur- eyrar- og Glerárkirkju. Síðdegis var heilmikil dagskrá við sund- laugina þar sem flutt voru ávörp, sjómenn heiðraðir og keppt í ýmsum greinum, s.s. stakkasundi og fleiru. Um kvöldið var haldinn sjó- mannadansleikur í íþróttahöll- inni og var hann mjög vel sóttur. Um 800 manns mættu í matinn og á eftir var stiginn dans við undirleik Stjórnarinnar. Golli, ljósmyndari Dags, var á ferð og flugi á sjómannadaginn og tók myndirnar sem hér sjást. JHB » mm ' M « wm * ' ■ mmstaxi Jjjiir k <. Æjjjip 1 || j f .fA | ffim M I I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.