Dagur - 16.06.1992, Síða 11
Þriðjudagur 16. júní 1992 - DAGUR -11
H VAD ER AD GERAST?___________________________
Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur
Þjóðhátíðardagur íslendinga,
17. júní, er haldinn hátíðlegur
á morgun. Eins og venja er á
þessum degi, verður mikið um
dýrðir víðs vegar um land.
Dagur hefur fengið senda
dagskrá þjóðhátíðardagsins í
einstökum kaupstöðum á
Norðurlandi og eins og fram
kemur hér að neðan, ættu allir
að geta fundið eitthvað við sitt
hæfí.
Húsavík
Kl. 8.00 verða fánar dregnir að
húni en kl. 10.00 vérða hjólreiðar
við Barnaskólann og kl. 11.00 fer
fram víðavangshlaup frá íþrótta-
velli. Hlaupnir verða 3 og 5 km
og fer skráning fram á staðnum.
Kl. 13.30 hefst skrúðganga við
Kjarabót og kl. 14.00 hefst há-
tíðardagskrá á íþróttavellinum.
Þar verður m.a. hópreið hesta-
manna, knattspyrna, flutt hátíðar-
ræða og ávarp fjallkonu og þar
verður starfrækt sérstakt leikja-
svæði.
Kl. 16.00 hefst 17. júní mótið í
sundi en dagskránni lýkur með
Bfla- og hjólasýning Bfla-
klúbbs Akureyrar fer fram við
Oddeyrarskólann á morgun,
þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Dagskráin hefst með hópakstri
frá Oddeyrarskólanum kl. 9.15
í fyrramálið en sýningin verður
formlega opnuð um kl. 10.00 og
stendur til kl. 18.00. í hóp-
akstrinum verður ekin sama
leið og í fyrra.
Útsýnisflug
fyrir almeraiing
17. júní
Vélflugfélag Akureyrar og Flug-
skóli Akureyrar verða með
útsýnisflug fyrir almenning á 17.
júní ef veður leyfir. Flogið er
með farþega á kennsluflugvélum
og einkaflugvélum og verður
hvert flug 10-15 mínútur yfir
Akureyri. Flugið hefst klukkan
10 og verður flogið fram eftir
degi. Flogið verður frá Akureyr-
arflugvelli. Mikil aðsókn hefur
verið í útsýnisflugið og er
almenningi því ráðlagt að mæta
tímanlega svo ekki verði löng
bið. Hér er upplagt tækifæri til að
líta bæinn öðru sjónarhorni.
tónleikum við Barnaskólann. Þar
leikur hljómsveitin Gloría frá kl.
21.00 ef veður leyfir.
Akureyri
Hefðbundin dagskrá hefst með
hópakstri á vegum Bílaklúbbs
Akureyrar kl. 9.15 og lýkur við
Oddeyrarskóla kl. 10.00. Kl.
11.00 sýna börn og unglingar úr
hestamannafélaginu Létti, listir
sínar á túninu neðan við Sam-
komuhúsið. Kl. 13.30 hefst
skrúðganga við verslunarmiðstöð-
ina Sunnuhlíð og verður gengið
að félagssvæði íþróttafélagsins
Þórs en þar hefst hátíðardagskrá
kl. 14.00. A meðal atriða er há-
tíðarræða, ávarp fjallkonu, ávarp
nýstúdents, fallhífarstökk, flug-
módelasýning og barnaskemmtun.
Kl. 20.30 hefst síðan skemmt-
un í göngugötunni, þar sem m.a.
verður einsöngur, gamanmál,
harmonikuleikur og skemmtun
leikhópa. Dagskránni lýkur með
dansleik í göngugötunni með
hljómsveitinni Rokkbandinu.
Dalvík
Á Dalvík hefst dagskráin með
Auk þess sem sýndir verða
gamlir bílar, húsbílar, sportbílar,
jeppar, torfærutæki og mótorhjól
á ýmsum aldri, verður ýmislegt
annað um að vera á skólalóðinni
og þá ekki síst fyrir yngri kynslóð-
ina. Má þar nefna kassabíla-
keppni, reiðhjólakeppni og keppni
á hjólabrettum og fer skráning
fram á staðnum. Einnig verða
rafmagnsbílar fyrir börnin á sér-
stakri malarbraut.
Að þessu sinni verða sýnd á
milli 50 og 60 mótorhjól og 30 og
40 bílar og kemur hluti sýningar-
gripanna af höfuðborgarsvæðinu.
Er þetta í fyrsta skipti sem sýnd
eru gömul mótorhjól á þessari
árlegu sýningu BÁ. Eigendur
nokkurra fallegra húsbíla verða
með sína gripi á svæðinu og þá
verða torfærujeppar í eigu Ak-
ureyringa til sýnis og munu
eigendur þeirra jafnvel sýna
hvers þeir eru megnugir. Einnig
mun Eyjafjarðardeild fjalla-
klúbbsins 4X4 sýna jeppa og bún-
að til fjallaferða.
Um kl. 17.00 fer fram verð-
launaafhending, þar sem eigend-
ur fallegustu ökutækjanna verða
verðlaunaðir og verða veitt verð-
laun í 8 flokkum. Einnig fer fram
verðlaunaafhending í kassabíla-,
reiðhjóla- og hjólabrettakeppni
þeirra yngri. -KK
17. júníhlaupi í kirkjubrekkunni
kl. 10.30. Kl. 13.30 verður farin
skrúðganga frá Víkurröst að
kirkjubrekku þar sem fram fer
helgistund og flutt verða ávörp.
Fjallkonan fer þar með Ijóð og
skátar opna tívolí og ýmislegt
fleira verður á dagskrá við brekk-
una.
17.30 hefst hjólarall á malbiks-
vellinum við gamla skólann og kl.
18.30 verður diskótek í Gimli fyr-
ir krakka fædda 1981 og síðar.
Kl. 21 hefst síðan diskótek á
sama stað fyrir krakka fædda
1976-1979 og er það síðasta atrið-
ið á dagskránni.
Tímasetningar gætu breyst ef
veður gerast válynd og fari svo
verða helgistundin og ávarp fjall-
konunnar flutt í Dalvíkurkirkju.
Ólafsfjördur
Dagskráin í Ólafsfirði hafði
ekki verið tímasett nákvæmlega
þegar þetta er skrifað. En á með-
al atriða, eru hátíðarræða, ávarp
fjallkonu, vöfflukaffi knattspyrn-
udeildar, tívoí, kynning á hesta-
mennsku, leikir og keppni, knatt-
spyrna og unglingadansleikur.
Sýnishorn
úr söluskrá
Volvo 740 GL, arg. 1988, ssk.
Ekinn 46.000 km. Stgr. 1.150.000.
★
Lada Sport, árg. 1987, 5 gíra.
Ekin 47.000 km. Stgr. 375.000.
★
Seat Ibisa GLX, árg. 1988, 5 gira.
Ekinn 67.000 km. Stgr. 335.000.
★
MMC Space Wagon, framd., árg. 1988.
Ekinn 62.000 km. Stgr. 750.000.
★
Honda Accord EX, árg. 1988.
Ekin 68.000 km. Stgr. 780.000.
★
Skoda 130 GL, árg. 1988.
Ekinn 63.200 km. Stgr. 170.000.
★
Daihatsu Charade IX, 3 dyra, árg. 1988.
Ekinn 41.500 km. Ssk. Stgr. 430.000.
★
Subaru Justy J12, árg. 1987.
Ekinn 45.500. Stgr. 480.000.
Hjólhýsi og
tjaldvagnar
Hjólhýsi, 12 fet, pólskt, árg. 1990,
m/ofn, eldavél, ferða WC og fortjald.
Stgr. 360.000.
★
Sprite Major, 17 fet, árg. 1987,
m/fortjald, pollum, eldav., isskáp,
ofn, ferða WC, Raf 12/220v, útvarp.
Stgr. 800.000.
★
Combi Camp family, árg. 1990,
sem nýr. Stgr. 300.000.
★
Holtkamper Spacer, árg. 1991,
m/öllu. Stgr. 410.000.
Vantar bíla á staðinn!
ÞÓRSHAHAR HF.
BÍLASALA
Glerárgötu 36, sími 11036 og 30470
Fax 96-27635.
Siglufjörður
Dagskráin hefst með fánahyll-
ingu kl. 8.00. Kl. 10.00 hefst víð-
avangshlaup barna frá fótbolta-
velli, þar sem keppt verður í
þremur flokkum. Kl. 13.30 verð-
ur farið í skrúðgöngu frá sund-
laug að skólabala, þar sem hefst
hátíðadagskrá kl. 14.00. Þar
verður m.a. flutt hátíðarræða
dagsins, ávarp fjallkonu, dans-
sýning, auk þess sem óvæntar
uppákomur verða. Kl. 16.00
hefst barna- og fjölskyldu-
skemmtun á fótboltavelli. Þar
verður m.a. sprautubolti á vegum
slökkviliðsins, reiptog, poka-
hlaup, þrautahlaup og hjólböru-
rallý. Kl. 20.30 hefst útidansleik-
ur á skólabala, þar sein Maxarar
leika léttan tangó.
Sauðárkrókur
Kl. 8.00 verða fánar dregnir að
húni en kl. 10.00 hefst hópreið
Léttfetafélaga um bæinn. Kl.
13.30 hefst skrúðganga á brekk-
unni og lýkur á íþróttavellinum,
þar sem hátíðardagskráin fer
fram kl. 14.00. Þar verður m.a.
helgistund, flutt hátíðarræða og
ávarp fjallkonu, auk þess sem í
gangi verður skemmtidagskrá. Á
milli kl. 19.00 og 21.00 verður
barnaball í Bifröst en dagskránni
lýkur með útidansleik á planinu
við Skagfirðingabúð.
Blönduós
Dagskráin hefst með fánahyll-
ingu kl. 8.00 en frá kl. 9.00-13.30
er heimamönnum boðið í útsýn-
isflug. Á milli kl. 10.00-12.00
verður hestakynning í Arnar-
gerði, þar sem börnum og ung-
lingum gefst kostur á að bregða
sér á bak og á sama tíma verður
Golfklúbburinn ÓS með kynn-
ingu á starfsemi sinni. Kl. 13.30
hefst skrúðganga við félags-
heimilið og verður gengið að
Fagrahvammi, þar sem hátíðar-
dagskrá hefst kl. 14.00. Þar verð-
ur helgistund, flutt hátíðarræða,
ávarp fjallkonu og grín og glens.
Lúðrasveit Blönduóss leikur á
milli atriða.
Kl. 16.00 verður kaffisala í fé-
lagsheimilinu, kl. 17.00 hefst
kvikmyndasýning og kl. 20.30
hefst kvöldskemmtun í félags-
heimilinu, þar sem m.a. verður
fjölskyldudansleikur með hljóm-
sveit Geirntundar Valtýssonar.
cbqsprentaápp
Aðalfundur
verður haldinn föstudaginn 19. júní nk. kl. 17.30
að Strandgötu 31, Akureyri.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Breytingar á samþykktum.
Önnur mál.
Stjórn Dagsprents hf.
KONUR - KONUR ]
Höldum upp á kvenréttindadaginn 19. júní
í Kvennalundi, Naustaborgum kl. 19.00.
Dagskrá:
★ Gróðursetning - plöntur seldar á staðnum.
★ Grill - það verður heitt í kolunum en þið komið
með kjötið.
★ Fjöldasöngur - glens og gaman.
Konur sýnum samstöðu og flykkjumst
í Kvennalund 19. júní.
Nefndin.
UTBOÐ
mvvatn
Skútustaðahreppur óskar eftir tilboðum í verk
við byggingu grunnskólans í Reykjahlíð.
Byggingin er um 1250 m2.
Helstu verkþættir:
Hita-, neysluvatns- og frárennslislagnir, raflagnir,
smíði sólstofu, einangrun og múrhúöun, smíöi inn-
veggja, innihurðir og innréttingar, klæðningar í loft
og á veggi, gólfefni, málning innan húss og utan.
Verklok: 15. ágúst 1993.
Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skila-
tryggingu:
Á skrifstofu Skútustaðahrepps, Múlavegi 2, Reykja-
hlíð.
Hjá Tækniþjónustunni hf., Garðarsbraut 18, Húsa-
vík.
Hjá Verkfr.st. Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri.
Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 23. júní 1992.
Þetta glæsilega mótorhjól er eitt þeirra fjölmörgu hjóla sem sýnd verða við
Oddeyrarskólann á morgun.
Hjóla- og bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar:
Hátt í 100 öku-
tæki til sýnis
- reiðhjóla-, kassabíla- og
hjólabrettakeppni fyrir börnin