Dagur - 16.06.1992, Page 14

Dagur - 16.06.1992, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júní 1992 iúní ’92 VINNINGAR | UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5a/5 | 1 12.757.027.- 2.4?séf 7 158.700,- 3. 4af5 I 207 9.257,- 4. 3al5 | 8.069 554,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.254.352.- & Æ BIRGIR UPPtÝSINGAR: SfMSVARI 91-681511 LUKKULINA991002 Vinningstölur laugardaginn Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Hafnarstræti 17, Akureyri, þingl. eigandi Hólmsteinn Aðalgeirsson, föstudaginn 19. júní 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hrl. og Bæjar- sjóður Akureyrar. Mánahlíð 4, efri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Friðriksson, talinn eigandi Jón Sverrisson og Bergþóra Jóhannsdóttir, föstudag- inn 19. júní 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Helgi Sigurðsson hdl. Mánahlið 4, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Friðriksson, talinn eigandi Magnús Jóhannsson, föstudaginn 19. júní 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Helgi Sigurðsson hdl. og Húsnæð- isstofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Frostagata 3 c, b-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Adolfsson, föstudaginn 19. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Frostagata 3 c, a-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Adolfsson, föstudaginn 19. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Jaðar, neðri hæð, Dalvík, þingl. eig- andi Hafdls Alfreðsdóttir, föstudag- inn 19. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Eggert B. Ólafsson hdl. Oddeyrargata 6, n.h., norðurhl., Akureyri, þingl. eigandi Þorbjörg Guðnadóttir, föstudaginn 19. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Birgir Árnason hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Venjum unga hestamenn UUMFERÐAR RÁÐ Garðyrkjustöðin Rein í Eyjaíjarðarsveit: Mesti annatíminn á vorin og sumrin - rætt við Matthildi Bjarnadóttur, stöðvarstjóra Ákall um hjálp Mesti annatíminn hjá garð- yrkjustöðvunum er á vorin og fyrri hluta sumars. Á dögunum heimsótti Dagur stöðina á Rein í Eyjafjarðarsveit en þetta er fjórða sumarið sem þar er plöntusala. Matthildur Bjarnadóttir er einn aðaleig- enda stöðvarinnar og jafn- framt eini starfsmaður hennar árið um kring. „Jú, þetta er mesti annatíminn í sölunni. Fólk er að kaupa mat- jurtirnar, sumarblómin, runna og víðiplöntur en kryddplönturnar eru líka vinsælar. Fólk er að fá áhuga á að rækta sjálft sitt krydd til að eiga ferskt en þessar plönt- ur er bæði hægt að hafa í potti í eldhúsglugganum og líka úti í beði,“ segir Matthildur. Flún seg- ir að algengustu kryddin séu steinselja, graslaukur, dill og rósmarin en einnig basilikum og merian. Af runnaplöntum segir hún víði vinsælastan í skjólbelti en Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli þína á þeim mannréttindabrotum sem sagt er frá hér að neðan og vonar að þú sjáir þér fært að skrifa bréf til hjálpar fórnarlömb- um þeirra. Þú getur lagt fram þinn skerf til þess að samviskufangi verði lát- inn laus eða að pyndingum verði hætt. Boðskapur þinn getur fært fórnarlömbum „mannshvarfa“ frelsi. Þú getur komið í veg fyrir aftöku. Fórnarlömbin eru mörg og mannréttindabrotin margvís- leg, en hvert bréf skiptir máli. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings því fólki sem hér er sagt frá, og krefst einungis undirskriftar þinnar. Hægt er að gerast áskrif- andi að þessum kortum með því að hringja eða koma á skrifstofu samtakanna að Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18, í síma 16940 eða senda okkur línu í pósthólf 618, 121 Reykjavík. Kúba Jorge Quintana Silva sem er 29 ára gamall stærðfræðinemi við háskólann í Havana var ákærður fyrir „óvirðingu“ í nóvember 1990 og dæmdur til þriggja ára „takmarkaðs frelsis“. Amnesty International lítur á hann sem samviskufanga. Jorge Quintana Silva var hand- tekinn 4. janúar 1990 ásamt öðr- um háskólanema, Carlos Ortega, og haldið í 10 mánuði áður en réttað var yfir þeim. Þeir voru ásakaðir um „óvirðingu“ vegna bréfs sem þeir skrifuðu fram- kvæmdastjórn ungmennafélags kommúnistaflokksins. Þeir voru báðir meðlimir í félaginu en báru fram ásakanir í bréfinu um að Fidel Castro væri svikari. Þeir hlutu þriggja og tveggja ára dóma en var sleppt á skilorði. Jorge Quintana Silva var hand- tekinn aftur 9. október 1991 og á sama tíma voru einnig handtekn- ir 15 meðlimir hinnar óopinberu Lýðræðishreyfingar Kúbu. Á blaðamannafundi tveimur dögum áður höfðu talsmenn hreyfingar- innar beint þeim tilmælum til ráðstefnu Kommúnistaflokksins að beita sér fyrir róttækum póli- einnig seljist blátoppur og gljá- mispill vel. Garðyrkjustöðin á Rein er í eigu tveggja fjölskyldna. „Þetta er fjórða árið sem við erum með sölu en yfir allt árið er hér eitt starf. Yfir sumartímann bætast hins vegar fjögur við.“ Aðspurð segir hún að skraut- runna væri hægt að selja allt árið um kring. Og Matthildur bendir einnig á að fólk mætti gera meira af gróðursetningum á haustin. „Það er best að gróðursetja í september og október og þá víði eða aðrar berrótarplöntur. Með því að gróðursetja á haustin þá getur fólk sloppið við áhyggj- ur af vökvun því þá er kominn nægur jarðraki. Mér finnst að fólk eigi frekar að gera þetta og nota svo vorið til að njóta góða veðursins í stað þess að eyða tímanum í að planta þá. Við höf- um reynt gróðursetningu að haustlagi og þetta kemur mjög vel út,“ sagði Matthildur. JOH tískum breytingum og höfðu einnig reynt að dreifa yfirlýsingu sama efnis til þátttakenda á ráð- stefnunni. Yfirvöld héldu því fram að Jorge Quintana Silva hefði verið handtekinn fyrir að brjóta ákvæði skilorðsins en til- tóku ekki hvernig. Hann var sendur til Kilo 8 fangelsisins í Pinar del Río héraðinu til að afplána það sem eftir var af þriggja ára dóminum. Sumir hinna sem handteknir voru 9. október voru seinna látnir lausir, einn bíður réttarhalda og aðrir hafa verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi fyrir ýmsar sakir þ.á m. fyrir „óleyfilegt sam- neyti við annað fólk“. Vinsamlegast sendið kurteisis- leg bréf og farið fram á að Jorge Quintana Silva verði látinn laus nú þegar og án skilyrða. Skrifið til: Dr. Fidel Castro Ruz President ofthe Council ofState Havana Cuba. Súdan Dr. Ahmad Osman Siraj er 46 ára fyrirlesari við læknadeild háskólans í Kartúm. Hann afplánar nú 15 ára fangelsisdóm fyrir meinta þátttöku sína í sam- særi um að steypa ríkisstjórn herforingjans Omars Hassan Ahmad al-Bashir. Honum var áður haldið án undangenginna réttarhalda frá september 1989, til apríl 1990 þegar honum var sleppt án ákæru. Herstjórnin staðhæfði að dr. Siraj hafi vitað um áætlaða valda- ránstilraun foringja í hernum og þótt hann hafi neitað að taka þátt í henni, hafi hann látið hjá líða að tilkynna leyniþjónustunni um áætlunina. Amnesty Internation- al telur að hann sé í haldi vegna þátttöku sinnar í Sambandi súdanskra lækna og vinstrisinn- uðum stjórnmálasamtökum, hlut sinn í friðsamlegum mótmælum sem leiddu til falls Nimeiri for- seta í apríl 1985 og fyrir gagnrýni sína á núverandi stjórn landsins. í janúar 1991 voru dr. Siraj og 12 aðrir óbreyttir borgarar dæmdir af herdómstól án þess að þeir fengju möguleika á aðstoð lögfræðings. Réttarhöld hvers um sig tóku ekki meira en 5 mínútur. Þeir voru fundnir sekir um að „standa fyrir stríði gegn ríkinu" og dæmdir til dauða. Dóminum var síðan breytt í 15 ára fangelsi. í desember 1991 var dr. Siraj aftur leiddur fyrir herrétt, af ókunnum ástæðum. Amnesty International álítur dr. Ahmad Osman Siraj vera samviskufanga sem fangelsaður er fyrir friðsamlega andstöðu við herstjórnina. Hann þjáist af veik- indum í baki og þunglyndi en ekki er vitað til þess að hann hafi aðgang að læknishjálp. Vinsamlegast sendið kurteisislega orðað bréf og farið fram á að dr. Ahmad Osman Siraj verði tafarlaust leystur úr haldi og án skilyrða. Skrifið til: Lieutenant-General Omar Hassan Ahmad al-Bashir President of the Republic of Sudan People’s Palace PO Box 281 Khartoum Sudan. Tyrkland Erdogan Kizilkaya er 23 ára gamall. Hann var sóttur á heimili sitt í Kayseri í Mið-Tyrklandi 4. ágúst 1991 og farið með hann í aðalstöðvar lögreglunnar í Kay- seri. Þar var hann að sögn yfir- heyrður og pyndaður fyrir meinta þátttöku sína í hinni vopnuðu byltingarhreyfingu Devrimci Sol. Erdogan Kizilkaya segir svo frá að þegar komið var með hann á lögreglustöðina í Kayseri hafi hann verið afklæddur og farið með hann í yfirheyrsluherbergi þar sem rafstraumi var hleypt á getnaðarlim hans, hendur og fætur. Hann var hengdur upp á úlnliðunum og rafstraumi aftur hleypt á útlimi hans og kynfæri. Hinn 9. ágúst 1991 var Erdog- an Kizilkaya rannsakaður af lækni á heilsuverndarstöð sem viðurkennd er af heilbrigðisráðu- neytinu. í læknaskýrslunni er því haldið fram að „engin ummerki hafi fundist um högg eða vald- Erdogan Kizilkaya. beitingu'1. Seinna þann dag var Erdogan Kizilkaya formlega handtekinn sakaður um að vera félagi í Devrimci Sol og sendur í fangelsið í Kayseri. Starfsmenn fangelsisins, sem höfðu áhyggjur af heilsu hans, sendu hann í læknisskoðun sem staðfesti mikla áverka á líkama hans þ.á m. sár á úlnliðum og brunasár „hugsan- lega af völdum rafstraums“. Hinn 11. september 1991 var Erdogan Kizilkaya sleppt úr haldi þar til réttarhöld færu fram. Hann lagði fram formlega kvört- un til ríkissaksóknarans í Kayseri þar sem hann nefndi þá sem stað- ið höfðu að pyndingunum. í sam- ræmi við lög gegn hryðjuverkum frá apríl 1991 var kvörtunin hins vegar send landsstjóranum í hér- aðinu til umsagnar. í mars 1992 höfðu engar ráðstafanir verið gerðar til að koma lögum yfir hina seku. Vinsamlegast sendið kurteisisleg bréf og farið fram á að ásakanir Erdogans Kizilkaya um pynding- ar verði rannsakaðar að fullu og að hinir ábyrgu verði leiddir fyrir rétt. Farið einnig fram á að gert verði átak til að koma í veg fyrir að villandi læknisvottorð séu gef- in út. Skrifið til: Ismet Sezgin Minister of the Interior Icisleri Bakanligi 06644 Ankara Turkey.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.