Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. júní 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf: Stofnsetning Foldu hf. stærsta verkefnið á síðasta ári - „það eru engar töfralausnir til og hafa aldrei verið“ Á aðalfundi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., sem haldinn var í síðustu viku, kom fram að stofnsetning Foldu hf. var langstærsta verkefni félagsins á síðasta ári og enn er mikið verk óunnið við uppbyggingu þess fyrirtækis. Sérstakt kvennaverkefni, sem fékk styrk frá félagsmálaráðuneyt- inu, vekur einnig athygli þegar rennt er yfir helstu verkefni félagsins á árinu. Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri félagsins, sagði á aðal- fundinum að æskilegast væri að góðan árangur af starfi félagsins væri hægt að mæla í fjölda arðbærra og öflugra fyrirtækja en stundum væri þó góður árangur í starfinu fólg- inn í að koma í veg fyrir að vonlaus rekstur færi af stað. Bróðurparturinn af vinnu starfsmanna Iðnþróunarfélagsins sl. sumar og fram eftir hausti fór í að koma Foldu hf. á laggirnar. Það tókst og reksturinn hefur gengið allvel og samkvæmt áætl- un að flestöllu leyti að sögn Ásgeirs Magnússonar. „Þetta er auðvitað erfiður rekstur en við vissum það þegar farið var af stað. Flest það sem hefur verið að gerast í markaðs- og sölumál- um er jákvætt en til að byrja með urðum við að byggja á þeim mörkuðum sem Álafoss var með áður. En það er eins með þessar framleiðsluvörur og margar aðrar að það þarf sífellt að leita að nýj- um mörkuðum og peningar til þess eru takmarkaðir. Nú er ver- ið að reyna að koma í gegn sölu til Rússlands og ef það tekst fleytir það fyrirtækinu áfram út þetta ár og fram eftir því næsta," sagði Ásgeir. Stofnsetning Foldu hf. var stærsta verkefni IFE á síðasta ári og enn er mikið verk óunnið við uppbyggingu fyrirtækisins. Mynd: Golli Hveravellir: Kveðjum staðinn með míklmn söknuði - segir Grímur Sigurjónsson „Jú, það tekur allt enda, þessi sæla sem önnur,“ sagði Grím- ur Sigurjónsson veðurathugun- armaður á Hveravöllum þegar Dagur náði í hann í farsímann en hann og kona hans, Harpa Lind Guðbrandsdóttir, eru að flytja til byggða eftir tveggja ára dvöl á Kili. „Þessi tími hefur verið óskap- lega notalegur. Við erum útivist- arfólk og fyrir slíkt fólk er þetta góður staður, það þrengir ekkert að manni. Hins vegar er vetrar- umferðin hér upp frá heldur meiri en ég átti von á. Þá eru það sleða- og jeppamennirnir sem koma. Margir þeirra eru harðir útivistarmenn sem skreppa kannski hingað upp eftir dagpart ef veðrið er gott. Þessi vetrarumferð er góð því Hveravellir eru það langt frá þjóðvegum landsins að hingað komast menn ekki á blankskóm með bindi eins og vill henda t.d. í Landmannalaugum. Það segir sína sögu að við höfum séð um skála Ferðafélags íslands á vet- urna og á þessum tveimur árum höfum við þurft að hafa afskipti af einum manni.“ - Var ekki fremur snjólétt hjá ykkur í vetur? „Jú, framan af vetri var umhleypingasamt og festi lítinn snjó, en eftir áramótin skánaði veðrið og snjódýptin varð eins og í meðalári. Það er gott upp á umferðina að hér sé mikill snjór því þá er engin hætta á umhverf- isspjöllum. Veturinn er raunar besti ferðatíminn hér upp frá.“ - Fer ekki að styttast í að vegirnir verði opnaðir fyrir almenna umferð? „Jú, þeir voru einmitt hér í morgun frá Vegagerðinni og sögðu að það væri allur klaki far- inn úr veginum en sumstaðar væru þó bleytupollar. Mér heyrð- ist á þeim að vegurinn yrði opn- aður núna á fimmtudaginn 'í dag). Þá fer umferðarþung- inn að aukast.“ - Hvað tekur við hjá ykkur í bænum? „Við förum bæði í nám, ég hcld áfram með véltæknifræðina og Harpa fer í ferðamálanám sem Tölvuskóli íslands býður upp á. Við kveðjum Hveravelli með miklum söknuði, en eigum •eflaust eflir að skreppa hingað oft um helgar til að ná okkur í orku. Það er miklu betra en að fara á ball,“ sagði Grímur Sigur- jónsson. -ÞH Hreyfing komin á atvinnumál kvenna Á síðasta ári fékk IFE styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að ráða markaðsfræðing til að sinna fyrir- tækjum kvenna á starfssvæðinu. Ásgeir segir þetta verkefni hafa gengið vel og telur það hafa skil- að góðum árangri. „Það er mjög mikil hreyfing komin á starfsemi kvenna hér í kring, sérstaklega í dreifbýlinu, og við rekjum það beint og óbeint til þessa starfs.“ Styrkurinn frá ráðuneytinu rann út í febrúar en að þeim tíma liðnum ákvað stjórn félagsins að framlengja verkefnið og er stefnt að því að það verði í gangi út þetta ár. Sótt hefur verið um frekari styrkveitingar til ráðu- neytisins. „Engar töfralausnir til“ Iðnþróunarfélagið hefur átt gott samstarf við Úrbótamenn hf. en að því félagi standa nokkrir aðil- ar á Akureyri. Ýmsar athuganir várðandi endurvinnslu í sam- vinnu við þá hafa lofað góðu og nýlega var auglýst eftir starfs- manni til að hrinda af stað ákveðnu verkefni. Vonast er til að komin verði hreyfing á það seinni partinn í sumar eða haust. Þá hefur verið unnið að því að leiða saman íslenska húsgagna- hönnuði á Akureyri, í Reykjavík og Svíþjóð og framleiðendur á Akureyri og söluaðila í Reykja- vík. Þetta er talið taka langan tíma takist það á annað borð. Ekki er Ijóst hversu marga fram- leiðendur á Akureyri er verið að tala um og fer það talsvert eftir því hverskonar húsgögn yrði um að ræða. Af öðrum málum má nefna athuganir á reykingu grálúðu til útflutnings og frekari úrvinnslu á rækjuskel en þessi verkefni eru skammt á veg komin. Þá eru í athugun mál eins og fjarvinnslu- stofa, framleiðsla á önglum með gervibeitu, harðfiskverkun, vinnsla á rekaviði í borðvið, pökkun á saltfiski í neytenda- umbúðir og fleira. Rétt er að taka fram að ótalin eru fjölmörg verkefni sem félagið hefur unnið að og vinnur að enn þann dag í dag. Ásgeir Magnússön segir að á samdráttartímum séu gerðar miklar kröfur til félags eins og iðnþróunarfélagsins en þá sé einnig erfitt að koma nýjungum af stað. „Mér sýnist engin ástæða til að örvænta í atvinnumálum heldur verða menn bara að þrjóskast við að reyna að þoka málum áfram. Margt af því sem við erum að vinna við tekur lang- an tíma og má oft mæla í árum. Málið er að það eru engar töfra- lausnir til og hafa aldrei verið,“ sagði Ásgeir Magnússon. JHB HRÍSALUNDUR í lcjolloro Herra- og dömusportgallar kr. 4.495,- Stokor sportbuxur ó börn og fullorbno Sjafnar- dömubindi Stór 129,- Lítil 79,- WC pappír meó 8 rúllum 158,- Lamba- bógsneiöar þurrkryddaöar 598," kg Appelsínur 89kr.kg Kínakól 159kr.kg Tómatar 138kr.kg Svartfugls- ©99 OQ Æ kr.stk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.