Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudaqur 25. iúní 1992 - DAGUR - 13 Efnt til sumartónleika á Norður- landi sjötta sumarið í röð - fyrstu tónleikarnir verða fyrstu helgina í júlí Forsvarsmcnn Sumartónlcika á NorAurlandi. Frá vinstri: Margrét Bóasdótt- ir, söngkona á Grcnjaðarstað, Hrefna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Suinartónleika og Björn Steinar Sólbcrgsson, organisti Akureyrarkirkju. Eins og undanfarin sumur verður efnt til tónleika í kirkj- um á Norðurlandi undir heit- inu Sumartónleikar á Norður- Iandi. Þetta er sjötta sumarið sem haldnir eru sumartónleik- ar, en þeim var hrundið af stað árið 1987 fyrir tilstilli Björns Steinars Sólbergssonar, organ- ista Akureyrarkirkju og Mar- grétar Bóasdóttur, söngkonu á Grenjaðarstað. Til þessa hafa tónleikarnir ver- ið bundnir við þrjár kirkjur, Akureyrarkirkju, Húsavíkur- kirkju og Reykjahlíðarkirkju, en í sunrar verða tónleikarnir fleiri en áður og hafa fjórar kirkjur bæst í hópinn, Dalvíkurkirkja, Hóladómkirkja í Hjaltadal, Lundarbrekka í Bárðardal og Raufarhafnarkirkja. Venjulega hafa tónleikarnir verið 15 en í sumar verða þeir 18. Þeir fyrstu verða 2. júlí nk. og þeir síðustu 30. júlí. Tónlistarhópur Akureyrar- kirkju, skipaður Margréti Bóas- dóttur, sópran, Bimi Steinari Sól- bergssyni, orgel, Dagbjörtu Ing- ólfsdóttur, fagott, Hólmfríði Þór- oddsdóttur, óbó og Lilju Hjalta- dóttur, fiðlu, ríður á vaðið og heldur fyrstu tónleikana í Dal- víkurkirkju 2. júlí kl. 20.30. Dag- inn eftir á sama tíma verður þetta listafólk með tónleika í Raufar- hafnarkirkju, þann 4. júlí í Reykjahlíðarkirkju kl. 20.30 og kl. 17 sunnudaginn 5. júlí verða síðustu tónleikar Tónlistarhóps- ins í Akureyrarkirkju. Föstudaginn 10. júlí verða Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, Hörður Áskelsson, orgel, og Hollendingarnir Judith Janin van Eck, selló, og Sebastian van Eck, selló, með tónleika í Húsavík- urkirkju kl. 20.30. Laugardaginn 11. júlí kl. 17 verða þau í Hóla- dómkirkju í Hjaltadal og á sama tíma sunnudaginn 12. júlí í Akureyrarkirkju. Dönsku sópransöngkonurnar Bodil Kvaran og Birgitte Everlöf Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Bárugata 2, efri hæð, Dalvík, þingl. eigandi Þorsteinn J. Haraldsson og Jónína A. Júlíusdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 30. júní 1992, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hrl. Keilusíða 10 d, Akureyri, þingl. eig- andi Sverrir Skjaldarson og Anna Hreiðarsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 30. júní 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Hús- næðisstofnun ríkisins. Sandskeið 26, Dalvík, þingl. eigandi þrb. Pólstjörnunar hf. fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 30. júní 1992, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Ólafur Birgir Árna- son hrl og Gunnar Sólnes. Tryggvabraut 22 efsta hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Helga A. Jóhannsdóttir og Haraldur Pálsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 30. júní 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Ásgeir Thoroddsen hrl., Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Gústafsson hrl., Ólafur Birgir Árnason hrl. og Benedikt Ólafsson hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu ásamt orgelleikaranum Lasse Everlöf verða með tónleika í Húsavíkurkirkju föstudaginn 17. júlí kl. 20.30. Laugardaginn 18. júlí verða þau með tónleika í Reykjahlíðarkirkju kl. 20.30 og kl. 17 sunnudaginn 19. júlí í Akureyrarkirkju. Hópur listamanna, sem kallar sig Capella Media og saman- stendur af Rannveigu Sigurðar- dóttur, sópran, Sverri Guðjóns- syni, kontratenór, Christine Heinrich, viola da gamba, Klaus Hölzle, lúta og blokkflauta og Stefan Klar, lúta, (þrjú þau síð- astnefndu eru frá Þýskalandi) heldur tónleika í Húsavíkurkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 20.30. Capella Media verður einnig með tónleika í Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 25. júlí kl. 20.30, í Lundarbrekku í Bárðardal sunnudaginn 26. júlí kl. 14 og Borgarbíó svnir: Kolstakk (Black Robe). Leikstjóri: Bruce Beresford. Aðalhlutverk: Lothaire Bluteau Mikinn sálarstyrk hafa trúaðir menn. jafnvel svo jaðrar við að vera yfimáttúrulegt. Kolstakkur er kvikmynd um þennan sálarstyrk og ósérhlífni þess er býr yfir sannleika guðsorðs og Biblíunnar. Það er árið 1634. Jésúítapresturinn Laforgue (Lothaire Bluteau) býðst til að fara um óbyggðir Kanada á fund Huron indíána en þar hefur reglan reist trúboðsstöð. Yfirmenn hans eru hikandi en ákveða síðan að senda hann af stað. Engar frétt- ir hafa borist frá trúboðsstöðinni í langan tíma og þeir eru áhyggju- fullir. Kolstakkur er kvikmynd um þetta ferðalag. I erlendum kvikmyndatímaritum hefur henni verið lfkt við Dances With Wolves og sögð standa henni fyllilega jafnfætis. Að þessu sinni get ég þó engan veginn veriS sam- mála starfsbræðrum mínum. Kolstakkur er ekki nándar nærri jafn góð kvikmynd og úlfamynd Kevin Costners. Hún er að vísu vel gerð og skilar sjálfsagt ágætlega því sem á að koma fram, svo fremi það hafi ekki verið neitt annað en ósérhlífni trúboðans. Hængurinn er bara sá að hinn manneskjulegi þáttur verður með einhverjum hætti út undan. Bíófaranum er aldrei boðið inn Mynd: GT sama dag kl. 17 í Akureyrar- kirkju. Síðastir í röð sumartónleika að þessu sinni verða tónleikar þýsku listamannanna Egbert Lewark, trompet, og Wolfgang Portugall, orgel. Fyrstu tónleikar þeirra verða í Dalvíkurkirkju fimmtu- daginn 30. júlí kl. 20.30. Þeir hálda síðan tónleika í Reykja- hlíðarkirkju föstudaginn 31. júlí kl. 20.30, laugardaginn 1. ágúst kl. 17 og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 2. ágúst kl. 17. Sumartónleikar á Norðurlandi eru styrktir af fjölmörgum aðil- um, kirkjuyfirvöldum heima í héraði, fyrirtækjum og hótelum og ríkinu að ógleymdum frjálsum framlögum við kirkjudyr. Ókeypis er inn á alla tónleikana. óþh undir skinn persónanna og indf- ánarnir verða nánast eins og nátt- úruöllin, blindir, hugsunarlausir og vægðarlausir þegar því er að skipta. Örlítil tilraun er þó gerð til að gægjast inn í sálarlíf indíána- höfðingjans, fylgdarmanns Laforgue, (og hann gefur upplýsingar um eðli Iroquisa) - að öðru leyti eru frumbyggjamir meðhöndlaðir á kaldranalegan hátt. Við fáum að sjá þá með augum 17. aldar Evrópumannsins sem er svo sem gott og blessað en það fer í verra þegar ferðalangarn- ir sjálfir verða eins og verur, ekki menn, í augum bíófarans. Kolstakkur er kuldaleg mynd. Hún hefur á sér drungalegt yfir- bragð og er endaslepp. Það er langur vegur frá því að hún vermi um hjartarætur eins og Dances With Wolves gerði. Að þessu leytinu stendur hún mun nær Mission þar sem Jeremy Irons og Robert De Niro fóru með aðal- hlutverkin. Báðar draga upp von- leysislega mynd af manninum, þar sem öll ráð eru tekin af honum og hann verður eins og hlutur sem dæmdur er til að ánetjast örla- gavef ofnum af öðrum, jafnvel náttúrunni sjálfri. Ég geri ráð fyrir að engin heimsmynd önnur fari álíka mikið í skapið á skynsemistrúarmanni ofanverðrar 20. aldar og einmitt þessi um viljalausa rekaldið- við trúum því svo gjarnan að það séum við sjálf sem kippum í örlagaþræði okkar. Kvikmyndarýni Jón Hiallason Að ganga erinda Guðs Dans- leikur verður í Bláhvammi, Skipagötu 14 laug- ardaginn 27. júní kl. 22.00 — 03.00. Allir velkomnir. Harmonikuunnendur. >v AKUREYRARB/ER Tilboð Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í breytingu á húseigninni Brekkugötu 34, þar sem reka á dagvist. Gögn ásamt öllum upplýsingum veröa afhent á Byggingadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð frá birtingu þessarar auglýsingar. Húsiö verður til sýnis föstudaginn 26.06 n.k. frá kl. 10.00-12.00. Tilboð verða opnuð á Byggingadeild 1. júlí kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Byggingadeild Akureyrarbæjar. Skólasel Eyjafjarðarsveit Vantar reyndan yngri barnakennara í Skólasel í Sólgarði, (15 nemendur í 2 bekkjar deildum). Ódýrt húsnæði á staðnum. Umsóknarfrestur til 7. júlí nk. Upplýsingar hjá Sigurði Aðalgeirssyni skólastjóra í síma 96-31230 og Onnu Guðmundsdóttur aðstoðar- skólastjóra í síma 96-31127. hótelOðal Hótel Óðal auglýsir eftir fólki til eftirtalinna starfa: • Gestamóttöku • Næturvörslu • Herbergisþernu Umsóknum sem tilgreini aldur, starfsreynslu og tungumálakunnáttu skal skila til Hótels Óðals. Upplýsingar veitir hótelstjóri (ekki í síma). Litli drengurinn okkar, DAGUR ÁSGEIRSSON, sem lést aðfaranótt 22. júní verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. júní kl. 13.30. Hildur Óladóttir, Ásgeir Yngvason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.