Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júní 1992 Ráðstefna um atvinnusköpun kvenna: Lánastofnun kvenna stuðlar að efnahagslegu sjálfstæði þeirra og eykur hlutfall kvenlántakenda hjá lánastofnunuin Á kvenréttindadaginn 19. júní settust um 100 konur á rök- stóla í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri til að ræða atvinnusköpun kvenna undir slagorðinu „Að taka málin í eigin hendur“. Það var áhugahópur kvenna í Norðurlandskjördæmi eystra sem stóð fyrir ráðstefnunni og sá hópur er studdur af Byggða- stofnun, Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og bæjar- og sveit- arfélögum kringum Eyjafjörð. Niðurstöður ráðstefnunnar verða nýttar til áframhaldandi uppbyggingar og hvatningar konum allt frá hugmynd og til frumkvæðis og framkvæmdar í atvinnulífinu. Ein þeirra kvenna sem þátt tóku í ráðstefnunni var Stefanía Traustadóttir úr Reykjavík, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Hún var spurð að því hvort konur hefðu áður sest á rökstóla um atvinnusköpun kvenna. „Það voru haldnar ráðstefnur um þetta efni áður en kannski hefur aldrei verið staðið eins myndarlega að því eins og nú og ekki á þessum nótum þ.e. skoðað hvað konur eru að gera og hvað þær hafa verið að reyna að gera og hvað hefur mistekist og læra af þeim mistökum. Konur hafa ver- ið að „puða“ svolítið einar og án stuðnings en nú er komið að því að fara yfir þá reynslu og draga fram í dagsljósið hverjar hindr- anirnar hafa verið.“ „Ég hef tekið þátt í umræðu- hóp hér, eða smiðju eins og það er kallað, um það að kunna á kerfið en það var ekki mikið fjall- að um það því reynsla kvenna var almennt sú að hjá stjórnkerfinu, opinberum sjóðum og opinber- um stofnunum hefðu konur oft mætt litlum skilningi en banka- stofnanir væru þeim yfirleitt hlið- hollar.Það er samhljóða reynsla bankastofnanna bæði hérlendis og erlendis að það sé lítil áhætta að lána konum til að hefja atvinnurekstur því þær séu svo skilvissar. Þetta eru oft lægri upp- hæðir en gengur og gerist með lán til atvinnurekstrar en skiptir konurnar að sjálfsögðu miklu máli.“ „í öðru lagi var rætt um algeng viðbrögð hagsmunasamtaka sem konur í dreifbýli eigi aðild að þegar rætt er um atvinnurekstur en algengast er að konur séu hvattar til að framleiða minja- gripi fyrir ferðamenn. Þær fá hins vegar litlar leiðbeiningar um hvað eigi að framleiða, hvað selst best eða hvort markaður sé fyrir Frá markaðstorgi. eitthvað sem ekki hefur verið framleitt eða selt í viðkomandi héraði. Hér er hins vegar um að ræða viðskipti sem standa í tvo mánuði um háferðamannavertíð- ina en ekki atvinnuskapandi möguleiki allt árið.“ Hefurðu trú á því að unnið verði skipulega úr þeim gögnum sem liggja eftir þessa ráðstefnu og konur geti jafnvel gengið í einhvers konar gagnabanka? „Það er mikilvægt að læra á þá hluta kerfisins þar sem er til stað- ar þekking og vitneskja. Er t.d. til staðar hjá Byggðastofnun hug- mynda og/eða reynslubanki? Einnig var bent á það að Háskóli íslands er kominn með gagnabanka um ný atvinnutæki- færi og því vakna spurningar um það hvort þar sé hugsað um þarf- ir kvenna af landsbyggðinni sem þurfa að skapa sér atvinnu. Ef það er ekki þarf að þrýsta á um að svo verði í framtíðinni og einnig verði leitað eftir hugmynd- um erlendis frá enda er Háskól- inn opinber stofnun styrkt af almannafé." Kunna konur ekki á kerfið? Elsa Guðmundsdóttir er fram- kvæmdastjóri Kramhússins í Reykjavík sem er dans og leik- smiðja í eigu tveggja kvenna. Elsa hefur að undanförnu unnið með áhugahópi unt kvennalán. En hvað er kvennalán? „Kvennalán er ekki banki heldur lánastofnun kvenna og þungamiðja starfsemi lánastofn- unar kvenna er lánatryggingar- sjóður þar sem starfsemin byggist á því að tryggja lán sem konur síðan fá í banka. Konurnar fá lánin á eigin forsendum þ.e. þær þurfa ekki að leggja fram veð til tryggingar greiðslu. Þessi kvennalánasjóður yrði síðar aðili að „Women’s world banking“ eða Alþjóða lánastofnunar kvenna sent í dag hefur 56 aðild- arstofnanir í 42 löndum. Hann var stofnaður 1979 af konum sem vildu auka hlutdeild kvenna í efnahagslífinu en til þess þyrfti að auka ljármagnsstreymi til kvenna og það yrðu konur að gera sjálfar. í upphafi fékk sjóð- urinn 15 millj. króna styrk frá Sameinuðu þjóðunum en í dag eru um 46 millj. króna í sjóðnum. Þetta gerðist í kjölfar kvenna- ráðstefnunnar sem haldin var árið 1975 og markaði upphaf kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Á þeirri ráðstefnu kom fram að konur vinna 65% allrar vinnu í heiminum en afla aðeins um 10% heildartekna og eiga minna en 1% af eignum heimsins." „Markmið stofnunarinnar er að stuðla að efnahagslegu sjálf- stæði kvenna og að konur hafi jafnan aðgang að og njóti góðs af nútíma hagkerfum. Sameiginlegt hlutverk tryggingalánakerfis „Women’s world banking“ og aðildarstofnanna er að veita fjár- magni í minni fyrirtæki sem rekin eru af konum. Fyrir hvert lán sem aðildarstofnunin styður tryggir WWB 50% af heildarupp- hæð þess, aðildarstofnunin trygg- ir 25% og 25% tryggir sá við- skiptabanki sem samið hefur ver- ið við í þessum tilgangi og sem veitir lánið. Með því að dreifa þannig áhættunni á þrjár stofnan- ir verður það lánastofnunum ákveðin hvatning til að auka hlutfall kvenlántakenda því stofnunin fær jafnframt alla vexti af láninu." Verður kvennalán raunveru- leg hvatning til þess að konur fari í auknu mæli út í eigin atvinnu- rekstur? „Ég held það, því reynslan frá t.d. Bandaríkjunum sýnir að konur eru í auknu mæli að fara út í atvinnurekstur og þcgar herðir að í þjóðfélaginu fara konur út í einhvers konar atvinnurekstur heima við. Við höfum hins vegar áhuga á að draga þær út í hið raunverulega hagkerfi og gera framleiðslu þeirra „sýnilega". Er erfiðara fyrir konur en karla að fá lán hjá lánastofnun? „Bankar vilja ekki viðurkenna að þeir láni ekki konum til jafns við karla en konur fara oft ekki til bankastjóra vegna þess að þeim finnst það of erfitt, þær kunna einfaldlega ekki á kerfið. Þetta kallast: „Aðrar hindranir að lánshæfni" en Kvennalán mundi auðvelda konum þessi spor.“ Finnst þér auðveldara að starfa undir stjórn kvenna en karla? „Já, samstarfið er auðveldara og við konur vinnum meira á jafnréttisgrunni en karlar.“ Það er stundum sagt að konur láti tilfinningar ráða meiru í stjórnunarstörfum fyrirtækja en karlar. Ertu sammála því? „Það er staðreynd að konur vinna á annan hátt en karlar en þær láta tilfinningarnar ekki afvegaleiða sig þegar um „busi- ness“ er að ræða. Þær eru hins vegar íhaldssamari í peningamál- um og það getur varla talist löstur." ViIIigróður til lækninga. Kristjana Sigurðardóttir er for- stöðumaður Norrænu upp- lýsingaskrifstofunnar á ísafirði. Er þar um að ræða dæmigert kvennastarf? „Nei, það sóttu einnig karl- menn um þetta starf þegar það var auglýst en sambærilegar skrif- stofur eru reknar á öllum Norðurlöndunum og karlmenn eru í forsvari fyrir flestum þeirra.Ég held að ég hafi ekki verið ráðin í starfið vegna þess að ég er kona heldur hlýt ég að hafa verið hæfust umsækjenda. Ég þekkti mjög vel þau mál sem skrifstofan fjallar um en það er fyrst og fremst upplýsingaöflun um Norðurlönd til miðlunar íslendingum. Einnig er m.a. kynnt starfsemi Norræna félags- ins og Norræna hússins á hverj- um tíma.“ Ráðstefna um atvinnumál var haldin á ísafirði fyrir ekki all- löngu? „Já á sambærilegri ráðstefnu sem haldin var á ísafirði fyrir eigi alllöngu var lögð áhersla á nauð- syn þess að konur í hinum dreifðu byggðum landsins hittust og skiptust á skoðunum því atvinnutækifærin væru svo fábrotin. Reynt hefur verið að koma á nteira samstarfi við frysti- húsin til að auka fjölbreytni í fiskvinnslunni en hægt er að nýta fiskafurðirnar betur og einnig fleiri tegundir en fiskvinnsla kvenna á ekki að einskorðast við ormatínslu." „Einnig bendum við á þá möguleika að nýta betur íslensk- an villigróður til matar og þar er helst að nefna fjallagrösin en einnig ýmis önnur grös sent vaxa villt. Mögulegt er að sjóða niður jurtir og grös og búa til smyrsl og saftir til lækninga og þar með er framleiðslan orðin gjaldeyris- skapandi. Minjagripaframleiðsla getur hins vegar aldrei orðið full atvinna hjá konum en mjög hag- kvæm sem aukavinna, sérstak- lega ef viðkomandi er listræn og skapar sinn eigin stíl.“ UTBOÐ Rafveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í steypu- viðgerðir og málun á spennistöð við Þingvalla- stræti. Verklok eru 1. september 1992. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, Glerárgötu 30, frá og með þriðjudegi 23. júní 1992. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Rafveitu Akureyrar þriðjudaginn 30. júní 1992 kl. 11.00. RAFVEITA AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.