Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júní 1992
Fréttir
Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir 1991:
Heildarskuldir að upphæð 4,7 milljarðar
- þar af eru skuldir hitaveitu 3,3 milljarðar
Út er komin Ársskýrsla Akur-
eyrarbæjar fyrir árið 1991.
Skýrsla sem þessi var fyrst gef-
in út fyrir árið 1987. Skýrslan í
ár er hin veglegasta og hún er
borin út í hvert hús og hverja
íbúð á Akureyri.
í ávarpi bæjarstjórans á Akur-
eyri, Halldórs Jónssonar, segir:
„Ársskýrslu Akureyrarbæjar fyr-
ir árið 1991 er ætlað að gefa
greinargott yfirlit um starfsemi
sveitarfélagsins. Á það bæði við
um fjölbreyttan rekstur og marg-
víslegar framkvæmdir. Rekstur
sveitarfélagsins var í jafnvægi á
árinu. Sérstök áhersla er nú lögð
á að stemma stigu við hækkandi
rekstrargjöldum sem hlutfall af
skatttekjum bæjarfélagsins. Jafn-
framt er stefnt að því að almenn-
ar langtímaskuldir lækki á næstu
árum um allt að 5% á ári. Sérstök
þriggja ára áætlun var samþykkt
á árinu um rekstur, framkvæmdir
og fjárhag og er þessari áætlun
ætlað að vera stefnumarkandi til
næstu ára. Er þetta í fyrsta skipti
sem slík áætlun er gerð fyrir
Akureyri. Slík áætlanagerð og sá
rammi, sem hún skapar, mun
Á fundi Bæjarstjórnar Húsa-
víkur sl. þriðjudag var kosið til
eins árs í embætti á vegum
hæjarstjórnar.
Þorvaldur Vestmann Magnús-
son (D) var endurkjörinn forseti
bæjarstjórnar. Fyrsti varaforseti
var endurkjörinn Stefán Haralds-
son (B) og annar varaforseti var
endurkjörinn Þórður Haralds-
son (D).
Skrifarar bæjarstjórnar voru
kjörnir Sveinbjörn Lund (B) og
Jón Ásberg Salómonsson (A), til
vara: Þórður Haraldsson (D) og
Kristján Ásgeirsson (G).
í bæjarráð voru endurkjörnir
væntanlega auðvelda umfjöllun
og ákvarðanatöku um starfsemi
og framkvæmdir á næstu árum.“
Fram kemur í kaflanum um
yfirstjórn bæjarins, að Bæjar-
stjórn Akureyrar hélt 21 fund á
árinu og bæjarráð hélt 62 fundi.
Kostnaður við bæjarstjórn,
bæjarráð o.fl. nam 24.400.000 kr.
og við bæjarskrifstofu 77.300.000
kr., en endurgreiðslur frá bæjar-
stofnunum voru 24.600.000 kr.
Stjórnunar og skrifstofukostn-
aður var þannig 77.100.000 kr.
eða 5,7% af rekstrargjöldum
bæjarsjóðs.
Efnahagsreikningur sýnir
heildarskuldir að upphæð u.þ.b.
4,7 milljarðar, en þar af eru
skuldir hitaveitunnar 3,3 millj-
arðar. Halldór Jónsson segir að
rekstur hitaveitunnar gangi vel
og samkvæmt áætlun þá verða
þar greidd niður lán jafnt og þétt.
„Meginforsendan þar er þessi til-
tölulega háa gjaldskrá, sem er
ólík því sem önnur sveitarfélög
búa við. Hér borgum við þrefalt
gjald á við notendur hitaveitu í
Reykjavík.“
Bjarni Aðalgeirsson (B), Þor-
valdur Vestmann Magnússon (D)
og Kristján Ásgeirsson (G).
Varamenn í bæjarráð voru
kjörin: Lilja Skarphéðinsdóttir
(B), Þórður Haraldsson (D) og
Valgerður Gunnarsdóttir (G).
Skoðunarmenn bæjarreikninga
voru kjörnir: Páll Þór Jónsson og
Þráinn Gunnarsson, og til vara:
Sigurgeir Aðalgeirsson og Þor-
kell Björnsson.
I þjóðhátíðarnefd voru kjörin:
Pálmi Þorsteinsson, Kristín Hall-
dórsdóttir, Ævar Ákason, Guð-
rún Kr. Jóhannsdóttir og Bjarni
Ásmundsson. IM
bæjar færðir í efnahagsreikning
eru bókaðir upp á 7,2 milljarða,
sem er mikil eign. „Staða Akur-
eyrarbæjar er traust þrátt fyrir
háa skuld Hitaveitunnar og fjöl-
margar eignir Akureyrarbæjar
eru utan efnahagsreiknings. Þar
má t.d. nefna fasteignamat lóða
er nam í árslok um 3.019 millj.
kr.“
Rekstur málaflokka hjá Akur-
Akureyrarmaraþon 1992 fer*
fram 25. júlí nk. og verður rás-
og endamark á Akureyri. Ein-
göngu verður hlaupið á mal-
biki, bæði innan Akureyrar-
bæjar og utan. Þetta verður í
fyrsta skipti sem slíkt hlaup er
haldið hér en hugmyndin er að
þeíta verði árlegur íþróttavið-
burður.
Keppnisgreinar eru hálfmara-
þon sem er 21,1 km og skemmti-
skokk sem er 7 km. Keppnis-
flokkar í hálfmaraþoni eru í karla-
flokki 15-20 ára, 20-34 ára, 35-44
ára og 45 ára og eldri og í kvenna-
flokki 17-34 ára, 34-44 ára og 45
ára og eldri. í skemmtiskokki
verður einn flokkur, 12 ára og
eldri.
Sigurvegarar í hverjum flokki
fá viðurkenningar og stefnt er að
því að allir þátttakendur fái viður-
kenningar. Styrktaraðili Akur-
eyrarmaraþons 1992 er Búnaðar-
banki íslands en þátttöku þarf að
tilkynna til UFA, pósthólf 722 á
Akureyri fyrir 20. júlí nk. en
mótshaldarar eru UFA og Þrí-
þraut Akureyrar. Þátttökugjald er
kr. 1.000,-.
Ekki er keppt að þessu sinni í
maraþonhlaupi sem er 42,2 km en
stefnt er að því að í framtíðinni
eyrarbæ er 75% af skatttekjum
og unnið er að því að koma hlut-
fallinu í 71%. Raunvextir hjá
Akureyrarbæ eru 5%. Skuldir á
hvern íbúa eru 323 þúsund og
hefur í reynd lækkað um eitt þús-
und milli ára. Þar af eru skuldir
vegna hitaveitu 229 þúsund kr.
Peningaleg staða Akureyrar-
bæjar batnaði um 280 milljónir
milli ára og íbúum fjölgaði. Ibúar
verði það ein af keppnisgreinum
Akureyrarmaraþons þegar mótið
hefur fest sig í sessi sem árlegur
Akureyrar voru 14.437 hinn 1.
desember 1991 og hafði fjölgað
um 263 frá 1. desember 1990.
Karlar voru 7.082 en konur
7.355. Á árinu fæddust 273 en 96
létust. Aðfluttir voru 844 en
brottfluttir 758.
Á næstu dögum verður nánar
fjallað um Ársskýrslu Akureyrar-
bæjar. ój
atburður líkt og Reykjavíkur-
maraþon sem fram fer í Rcykja-
vík í lok ágústmánaðar. GG
Veiðidagur flölskyldunnar
er á sunnudaginn
Fástir fjarmunir Akureyrar-
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Þorvaldur Vestmann
endurkjörinn formaður
Akureyrarmaraþon 1992:
Keppt í hálfmaraþoni
og skemmtiskokki
Þó ekki sé keppt í maraþoni í Akureyrarmaraþoni í ár er stefnt að því að
gera það í framtíðinni.
Fiskmiðlun Norðurlands hf.:
Bliki fær viðurkenningu fyrir gæði
- aðfmnslur kaupenda óþekktar í viðskiptum með afurðir Blika EA
Sigurður Kristjánsson skipstjóri með viðurkenningarskjalið, Dana Jóna
Sveinsdóttir kona hans með blómin og Hilmar Daníelsson framkvæmda-
stjóri Fiskmiðlunar Norðurlands. Myndir: HK/Bæjarpóslurinn
Um tveggja ára skeið hefur
Fiskmiðlun Norðurlands selt
allan afla úr Blika EA frá Dal-
vík til sama kaupanda, enska
fiskkaupmannsins Wright &
Eddie Ltd. Gæði afurðanna
hafa verið stöðug og mikil all-
an þennan tíma og af því tilefni
kallaði Hilmar Daníelsson
framkvæmdastjóri Fiskmiðl-
unar Norðurlands áhöfn skips-
ins ásamt mökum á sinn fund
og afhenti þeim viðurkenning-
arskjal.
í skjalinu segir m.a. að kaup-
endur geti með ánægju staðfest
„að framleiðsla ykkar hefur verið
þannig að aðfinnslur kaupenda
eru óþekktar í þessum viðskipt-
um.“ Við athöfnina sem fram fór
í Ráðhúsi Dalvíkur á sjómanna-
daginn sagði Hilmar að í þessu
skjali væri ekkert ofsagt. Hann
talaði einnig til eiginkvenna skip-
verja og afhenti skipstjórafrúnni
blóm.
Skipstjórinn á Blika, Sigurður
Kristjánsson, og framkvæmda-
stjóri útgerðarinnar, Ottó
Jakobsson, kvöddu sér einnig
hljóðs, þökkuðu viðurkenning-
una og lýstu ánægju með við-
skiptin við Fiskmiðlun Norður-
lands og Wright & Eddie Ltd,-
ÞH
Veiðidagur fjölskyldunnar er á
sunnudaginn kemur en þá
bjóða Ferðaþjónusta bænda
og Landssamband stangaveiði-
félaga allri fjölskyldunni í
ókeypis veiði á yfir 20 stöðum
á iandinu. Að baki þessum
degi býr sú hugmynd að öll
fjölskyldan drífi sig af stað í
veiðitúr, njóti þess eina dag-
stund að renna fyrir gómsætan
vatnafisk í hinni stórbrotnu
íslensku náttúru og kynnist um
leið þessari skemmtilegu tóm-
stundaiðju.
Stangaveiði er fyrir alla.
Gamla veiðistöngin er fyllilega
gjaldgeng og ekki er þörf á að
ofbjóða buddunni með því að
fara út í miklar fjárfestingar í
dýrum búnaði, eins og segir í
fréttatilkynningu frá Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins, sem
einnig stendur fyrir þessum degi.
Það er líka hægt að veiða ann-
ars staðar en í dýrum laxveiðiám,
t.d. í minna auglýstum lax- og sil-
ungsám auk þess sem hægt er að
veiða í sæg stöðuvatna um allt
land. Á sjötta tug stangaveiðifé-
laga eru starfandi í landinu og
mikill fjöldi þeirra rúmlega 125
ferðaþjónustubæja sem eru starf-
andi hafa á boðstólum veiði í
vötnum eða ám og sumir bjóða
jafnvel upp á sjóstangaveiði.
Meðal þeirra vatna sem í boði
verða á sunnudag eru; Úlfljóts-
vatn í Grafningi, Botnsvatn við
Húsavík og Haukadalsvatn í
Haukadal. Allar nánari upplýs-
ingar um veiðidag fjölskyldunnar
er að fá í ókeypis bækling á öllum
bensínstöðvum um allt land.
-KK
Kvennalistinn:
Kristm
foraiaður
þingflokksins
Kristín Ástgeirsdóttir, 18.
þingmaður Reykjavíkur, hefur
tekið við formennsku í þing-
flokki Kvennalistans af Onnu
Olafsdóttur Björnsson.
Varaformaður þingflokksins er
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
6. þingmaður Vestfjarða. Sú
regla hefur gilt í þingflokki
Kvennalistans frá upphafi (1983)
að þingkonur skiptast á um að
gegna formennsku eitt ár í senn.