Dagur - 07.07.1992, Side 6

Dagur - 07.07.1992, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 7. júlí 1992 A-lið KA sigraði á Pollamóti Þórs og Flugleiða sem fram fór á grasvöllum félagsins við Hamar sl. föstudag og laugar- dag. KA sigraði lið ÍR í bráðabana í vítaspyrnukeppni 5:4. B-lið Þróttar úr Reykjavík hafnaði í þriðja sæti eftir sigur á B-liði KR 2:1. Pollamótið er fyrir 30 ára og eldri og var því slitið formlega i Sjallanum á laugardagskvöld, þar sem voru samankomnir hátt í 500 gestir í mat, leikmenn, konur og að- stoðarmenn. Þar voru einnig útefndir bestu menn mótsins og persónuleiki mótsins. Veislustjóri var Bjarni Hafþór Helgason, fréttamaður og leikmaður með A-liði Þórs. Fáir þátttakendur á Pollamót- um hafa lagt eins hart að sér að : Pollamót Þórs og Flugleiða í knattspyrnu: A-lið KA sigraði lið ÍR í úrslitaleik - um 450 knattspyrnumenn mættu til leiks að þessu sinni Völsungar mættu með harðskeytt lið til leiks og hér eru þeir í baráttu við C- lið Þcrs, sem einnig var skipað miklum harðjöxlum. verða markakóngur og Bjarni Hafþór en samkvæmt því Dag- ur kemst næst, skoraði hann aðeins tvö mörk að þessu sinni og voru þau bæði af ódýrari gerðinni. Þó má geta í fram- hjáhlaupi að Bjarni Hafþór varð markakóngur á fyrsta Pollamótinu og var þá jafn- framt valinn besti sóknarmað- urinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, þó hann hafi sjálfur verið á öðru máli í veislustj órahlut verkinu. Árni Stefánsson úr Tindastóli, var valinn besti markvörður mótsins, Erlingur Kristjánsson úr KA var valinn besti varnarmað- urinn og Páll Rafnsson úr ÍR besti sóknarmaðurinn. Marka- kóngur mótsins varð hins vegar Bjarni Kristjánsson úr Austra á Eskifirði en hann skoraði 13 mörk. Séra Pétur Þórarinsson var val- Talið er að á milli 750-800 manns hafi mætt í grillveisluna við Hamar á föstu- dagskvöld og var mikill handagangur í öskjunni. Þátttakendur eru misjafnlega miklir um miðjuna og Hafsteinn Ellerts- son, Haukamaður, lét sér nægja að stjórna liði sínu frá hliðarlínunni. Séra Pétur Þórarinsson var valinn „Persónuleiki mótsins“ ásamt félögum sínum í B-liði Þórs. Gínan á myndinni var staðgengill Péturs á mótinu og stóð hún fyllilega fyrir sínu. inn „Persónuleiki mótsins" ásamt félögum sínum i B-liði Þórs, þrátt fyrir að hafa komið frekar lítið við sögu í eigin persónu. Hins vegar sá staðgengill Péturs (uppáklædd gína) til þess að hann hlyti þessa nafnbót ásamt félögum sínurn. Um 40 lið mættu til leiks að þessu sinni, með um 450 kepp- endur, eða fleiri en nokkru sinni í fjögurra ára sögu mótsins. Leikið var í 6 riðlum og komust 32 lið áfram og var leikið með útslátt- arfyrirkomulagi fram að undan- úrslitum. Liðin sem sfðan töpuðu í undanúrslitum léku um þriðja sætið en sigurliðin um það fyrsta. Sem fyrr sagði var það KA sem hampaði Pollameistarabikarnum að þessu sinni. A föstudagskvöld var haldin heljar mikil grillveisla við Hamar og þar voru mættir um 750-800 manns, bæði börn og fullorðnir. Næsta ár, á fimm ára afmæli Pollamótsins er stefnt að því að bjóða einnig upp á sérstakan riðil fyrir 40 ára og eldri. -KK Oddur Halldórsson, markvörður B-liðs Þórs var með réttu græjurnar en hann fékk þó sennilega fleiri mörk á sig en nokkur annar markvörður á mót- inu. Hér hallar hann sér upp að staðgengli sr. Péturs, eftir stórtap gegn A- liði KR. Bjarni Hafþór Helgason, leikmaður með B-liði Þórs og veislustjóri á Ioka- hófínu, í harðri baráttu við Andrés Pétursson leikmann Breiðabliks. Ellert B. Schram, forseti ISI, lét sig ekki vanta á Pollamótið. Hann stjórnaði A-liði KR (sem var dulbúið á mótinu sem B-lið) sem hafnaði í fjórða sæti á mótinu. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Ellert kemst ekki á verðlaunanall n DnllnmAi: *

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.