Dagur - 07.07.1992, Qupperneq 7
Þriðjudagur 7. júlí 1992 - DAGUR - 7
Mjólkurbikarinn:
Bikarslagur Akureyrarliðanna
Sigmundur Þórisson, formaður
KA: KA vinnur að sjálfsögðu, en
sú spurning. Gunnar Már og
Arni Hermanns skora. Þetta er
engin spurning.
Erlingur Kristjánsson: Það er
leiðinlegt fyrir Þór að lenda strax
á okkur KA-mönnum því við
vinnum í vítaspyrnukeppni. Þeir
eiga ekki séns í okkur í vítunum.
Hinrik Þórhallsson, liðsstjóri KA:
Við komum brjálaðir í leikinn og
ætlum að sýna að við erum 1.
deildar lið, og stöndum undir
merkjum. Nei, ég vil ekki ræða
vítaspyrnukeppnina 1987. Við
skulum frekar tala um veðrið.
Magnús Sigurólason, dómari:
KA vinnur 3:2, ekki spurning.
Hverjir skora? Ormarr, Gunnar
Már og Bjarni Jóns. Bjarni
Sveinbjörns og Júlíus Tryggva
skora fyrir Þór.
- ráðast úrslitin í vítaspyrnukeppni eins og 1987?
Erkifjendurnir, Þór og KA,
mætast í 16-liða úrslitum í
Mjólkurbikarnum í kvöld. Það
lið sem tapar er úr leik og því
er óhætt að búast við að hart
verði harist og allt lagt í sölurn-
ar til þess að knýja fram sigur.
Liðin mættust í sömu úrslitum
árið 1987 og þá höfðu Þórsarar
betur eftir framlengingu og
vítaspyrnukeppni. Leikurinn
hefst klukkan 20 á Akureyrar-
velli.
Þegar Dagur ræddi við þjálfara
liðanna, eftir að ljóst var að þau
myndu spila saman, voru þeir
sammála um að það væri kostur
að þurfa ekki að fara úr bænum.
Leikir liðanna eru ávallt miklir
stemmningsleikir, jafnt í herbúð-
um leikmanna sem áhorfenda.
„Þetta verður jafn og spenn-
andi leikur og væntanlega dæmi-
gerður stressleikur eins og allir
þessir KA og Þórs leikir. Við
vinnum með einu marki. Ég held
að við ættum ekki að vera að
þreyta okkur á því að spila fram-
lengingu og því klárum við þetta
í leiknum sjálfum," sagði Halldór
Áskelsson, leikmaður Þórs.
„Þetta leggst mjög vel í okkur
KA-menn,“ sagði Bjarni Jóns-
son, fyrirliði KA. „Þetta verður
fjörugur leikur eins og allir bikar-
leikir og okkur finnst vera kom-
inn tími á það að við rífum okkur
uppúr því sleni sem verið hefur á
okkur. Við gerum allt til þess að
knýja fram sigur. Það er kominn
tími á okkur,“ sagði Bjarni.
Eins og áður sagði hefst leikur-
inn klukkan 20 í kvöld og er
ástæða til þess að hvetja fólk til
þess að mæta snemma til þess að
standa ekki í biðröð langt fram
eftir leik. SV
„Ég flutti að vísu úr bænum“
- sagði Friðfmnur Hermannsson sem brenndi af vítaspyrnu
fyrir KA, þegar Þór og KA léku síðast í bikarnum
Eins og fram hefur komið spil-
uðu KA og Þór í Mjólkurbik-
arkeppninni í 16-Iiða úrslitum
árið 1987. Þá var staðan jöfn
eftir venjulegan leiktíma og
þurfti framlengingu og að henni
lokinni vítaspyrnukeppni.
Þórsarar skoruðu úr öllum sín-
um en einn var sá maður í KA-
liðinu sem ekki náði að skora
og KA þar með úr keppni.
Friðfinnur Hermannsson lék
þá með liðinu og lét Baldvin
Guðmundsson, sem þá var í
marki Þórs, verja frá sér.
„Þetta eru sérlega ljúfar
endurminningar sem þú ert að fá
mig til þess að kalla fram,“ sagði
Friðfinnur, þegar blaðamaður sló
á þráðinn til hans og bað hann að
rifja þetta atvik upp.
„Ég held að ég hafi tekið ann-
að vítið, Árni Þór Freysteinsson
tók það fyrsta og fékk að endur-
taka vegna þess að Baldvin var
búinn að hreyfa sig í markinu.
Þegar ég skaut þá hreyfði hann
sig u.þ.b. 15 sinnum meira og
varði þessa líka glæsilegu spyrnu
frá mér,“ sagði Friðfinnur og hló
við. Hann sagði þetta ekki hafa
verið neitt rosalegt áfall fyrir sig.
„Ég flutli að vísu úr bænum eftir
þetta og sé ekki alveg fyrir mér
að ég setjist hér að í bráð. Að
öðru leyti hefur þetta ekki haft
áhrif á líf mitt.“ Aðspurður út í
það hvernig leikur liðanna fari í
kvöld sagði Friðfinnur að staðan
yrði jöfn eftir venjulegan leik-
tíma og framlengingu, 2:2 en KA
myndi ná að sigra eftir víta-
spyrnukeppni, 7:6. „Það verður
að öllum líkindum Dóri Áskels
sem brennir af í síðustu spyrn-
unni í leiknum," sagði Friðfinnur
og bætti því við að hann vonaði
að Dóri myndi fyrirgefa sér þenn-
an spádóm. SV
Friðfinnur Hcrinannsson æflr af
kappi ef hann yrði fenginn til að
taka víti í kvöld. Mynd: sv
Aðalstcinn Sigurgeirsson, for-
niaður Þórs: Það kemur enginn á
völlinn ef ég segi bæði hverjir
skora og hvernig leikurinn fer.
Jæja þá, Þór vinnur. 3:1 og það
verður 1:1 í leikhléi. Bjarni
Sveinbjörns, Júlíus Tryggva og
Dóri Áskels skora fyrir Þór.
Nói Björnsson: Ég hef fulla trú á
mínum mönnum og þeir vinna
3:1. Bjarni Sveinbjörns skorar
öll.
Oddur Óskarsson, liðsstjóri Þórs:
Þór vinnur 3:1 og Bjarni og Dóri
skora fyrir Þór og Palli Gísla fyrir
KA. Nei, ég held að það verði
engin vítaspyrnukeppni.
Sigurbjörn Viðarsson: Þetta
verður hörkuleikur en Þór vinnur
2:1. Bjarni og Orri skora fyrir
Þór.