Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 8. júlí 1992 ..... cnsm Opnum á morgun, fimmtudag, klukkan 13 verksmiðjuútsölu í Grænumýri 10. Seldir verða, náttkjólar, náttföt, sloppasett, morgunsloppar, eldhúskjólar, jerseybolir, svuntur og margt fleira. Mjög hagstætt verð. Ath. opið aðeins frá 13 til 18, lokað laugar- dag. Veljið íslenskt. FATAGERÐIN J Vélstjóri Vélstjóra vantar á Harald EA 62. Skipið er 214 tonna stálskip með 800 ha. vél. Skipið er á línuveiðum og frystir aflann um borð. Upplýsingar í símum 96-61368 og 985-34162. Næturverðir óskast á tjaldsvæði Akureyrar Upplýsingar gefur yfirtjaldstöðvarvörður í dag miðvikudag frá kl. 13-16 á staðnum ekki í síma. it Bróðir okkar, RÍKARÐUR G. HAFDAL, lést þann 22. júnf að heimili sínu í Washingtonfylki í Banda- ríkjunum. Jarðarförin hefur farið fram. Árni Hafdal, Gunnar S. Hafdal, Sveinn Hafdal og Elfa Hafdal. Barnabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur: „Ranglátt af gagnrýnendum að gera mér upp skoðanir“ - segir verðlaunahafmn og rithöfundurinn Magnea frá Kleifum Þeir eru ekki margir rithöfund- arnir sem hafa lagt sig eftir því að skrifa fyrir íslensk börn enda eru flestar bækur sem íslensk börn lesa þýddar úr erlendum tungumálum. Arlega veitir Skólamálaráö Reykjavíkur verðlaun fyrir bestu barnabókina og féllu þau að þessu sinni í skaut Magneu frá Kleifum, fyrir bókina Sorsa sólskinsbarn og var verðlauna- upphæðin 165 þúsund krónur. Verðlaunin voru afhent af borgarstjóranum í Reykjavík. Eftir Magneu frá Kleifum, sem fullu nafni heitir Magnea Magnús- dóttir, hafa komið út 15 barna- bækur. Margir bæir hér á landi bera nafnið Kleifar, en við hvaða Kleifar kennir hún sig? „Það eru Kleifar í Kaldbaksvík í Kaldrananeshreppi þar sem ég er fædd og uppalin. Þar er enginn búskapur lengur en nokkuð um sumarbústaði. Um tíma var reynt að rækta lax í ánni en hún reynd- ist vera of lygn, en nokkuð er þó af silungi í henni. Þegar ég flutti frá Kleifum átti ég fyrst heima á Drangsnesi, síðan í Reykjavík og loks frammi í Eyjafirði í 8 ár áður en ég flutti til Akureyrar árið 1959.“ Hefurðu lengi fengist við að skrifa? „Eg blaðraði heil ósköp þegar ég var lítil en það fyrsta sem kom út á prenti var ástarsaga sem birt- ist sem framhaldssaga í Heima er best árið 1962. Upphafið að því var að ég las sögu fyrir frænku mína sem hún síðar eindregið hvatti mig til að fara með til Sigurðar O. Björnssonar í Prent- verki Odds Björnssonar. Lítill áhugi var þá fyrir því að gefa handritið út í bókarformi en ég var hins vegar beðin að skrifa ást- arsögu til birtingar í Heima er best og það varð úr, Hún hlaut nafnið Karlsen stýri- maður en þessar framhaldssögur voru oft skrifaðar á hlaupum og handritið jafnvel afhent í prent- smiðju daginn áður en byrjað var að prenta blaðið. Enda þurfti ég einnig á þessum tíma að hugsa um börn og heimili og það er ekki fyrr en á síðustu árum sem ég er fyrst ánægð með það sem ég skrifa. Seinna komu svo þessar framhaldssögur út í bókarformi. Ég festist hins vegar fljótlega í ákveðnu fari í ástarsöguskrifun- um, þ.e. ég sá alltaf fyrir sömu karlmannsímyndina sem var hinn sterki, stjórnsami og trausti karlmaður sem allir áttu að hlýða. Kannski var það vegna þess að ég var oft ansi Iítil í mér og setti þann karlmann í bækurn- ar sem ég sjálf vildi hafa og eiga. Ég gæti hins vegar skrifað eina ástarsögu á viku ef því væri að skipta. Það hefur hins vegar lengi blundað í mér sú löngun að skrifa barnabækur enda lá það miklu betur fyrir mér.“ Vandvirkari í skrifum með árunum Hafa bækurnar þínar selst vel? „Já, ég þarf ekki að kvarta yfir því enda varð ég miklu vandvirk- ari er á leið. í upphafi fór ég með öll handrit að bókunum til Helga Valtýssonar sem vélritaði þau og fór yfir réttritunina sem ekki var upp á marga fiska hjá mér. Ég sá Magnea frá Kleifum. hann aldrei því ég setti handritið ævinlega inn um bréfalúguna hjá honum en stundum fékk ég bréf þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir því að ég mundi ekki ljúka sögunni. En alltaf kom nú endirinn o£ þegar ég lauk bók sem heitir I álögum gaf hann mér bók sem þakklætisvott. Þetta voru hins vegar óþarfa áhyggjur hjá Helga því ég veit yfirleitt endirinn áður en ég byrja að skrifa. Það er hins vegar ölíu erfiðara fyrir mig að hefja sög- urnar. Eru barnabókaverðlaunin ekki hvatning fyrir rithöfund að halda áfram á sömu braut? „Því miður er varla hægt að segja það hvað mig varðar þar sem ég er sjúklingur talsverðan hluta ársins, en þau hefðu verið mikil hvatning ef ég hefði fengið þau svo sem tuttugu árum áður. Á þeim tíma vann ég úti á daginn og skrifaði á næturnar þar sem ég hafði fyrir heimili að sjá. Ég hafði meiri þörf áður fyrr til að setjast niður og skrifa en í dag þegar ég hef nánast allan tíma heimsins til að sinna þessu hugðarefni. I seinni tíð hef ég reyndar tek- ið tæknina í mína þjónustu og les mínar hugrenningar inn á segul- band. Ég mætti áður fyrr ekki alltaf miklum skilningi þegar ég var að tjá öðrum löngum mína til að skrifa og ég minnist þess að þegar ég bjó frammi í Eyjafirði sagði ég manni sem var gestkom- andi hjá okkur að mig langaði til að skrifa. Hans viðbrögð voru hins vegar að hlæja því honum fannst það greinilega fáránlegt að sveitakelling hefði löngun til að skrifa. Ég orðaði þetta því ekki við nokkrun mann í mörg ár þar á eftir.“ Fékkstu snemma viðurkenn- ingu á því sem þú settir á blað? „Þegar ég var 12 ára var ég send í Gagnfræðaskólann á ísa- firði einn vetur og það eina sem mér fannst ég geta vel var að skrifa stíla. Kennarinn vildi gefa út eina ritsmíð mína, sem var draugasaga, í skólablaðinu en ég gat ekki hugsað til þess að einn eða neinn heyrði eða læsi þetta og því reif ég stílinn. Ég hef lengst af verið mjög viðkvæm fyr- ir allri gagnrýni um ritsmíðar mínar og stundum finnst mér ég vera tvær manneskjur, sú sem er að skrifa og hin. Af þeim ástæð- um hef ég í seinni tíð að mestu leitt alla gagnrýni hjá mér. Ég skil oft ekki ritdóma um mínar bækur og annarra því hvernig getur þú sagt að bók sé slæm eða góð því sumum finnst einhver bók góð sem öðrum finnst leiðinleg. Sérstaklega finnst mér það ranglátt af gagn- rýnendum að gera mér upp hugs- anir eða jafnvel boðskap. Ég er hins vegar ekki að prédika í mínum bókum og sumir þola ekki sveitaboðskapinn en ég kemst ekki framhjá honum því ég er alin uppi í sveit. Um tíma áttu svo allar barnabækur að vera vandamálabækur með sögusviði í kaupstað eins og Olga Guðrún skrifaði. í ritdómi Jennu Stefánsdóttur er ég sögð gera mömmurnar lítilfjörlegar en í einni bókinni fær mamman styrk til að læra og því skyldi hún þá ekki halda utan til náms? Pabb- inn var heima á meðan en ef hann hefði fengið styrkinn hefði enginn séð neitt athugavert við það að hann, karlmaðurinn, héldi utan til að nota hann. Aftur á móti les ég alla ritdóma um mínar bækur og held þeim til haga.“ Yar alæta á bækur Lestu mikið af bókum? „Ég var nánast alæta á bækur hér áður fyrr en snöggtum minna nú í seinni tíð.“ Ertu ánægð með það sem þú hefur fengið greitt fyrir ritsmíðar þínar? „Áður fyrr var þetta sáralítið og jafnvel ekki neitt en ég er ósköp sátt við mín rithöfunda- laun í seinni tíð. Verðlaunin fyrir Sorsu sólskinsbarn sem voru 165 þúsund krónur voru gott búsílag þannig að segja má að ég hafi fengið greitt allsæmilega vel fyrir hana þar sem ég hef einnig fengið á annað hundruð þúsund krónur frá bókaútgáfunni. Mér finnst það óréttlátt að höfundar barna- bóka skuli bera minna úr býtum en þeir sem skrifa fyrir fullorðna því ég tel það vera miklu erfiðara og lesendur kröfuharðari." „Verðlaunabókin Sorsa er all- frábrugðin hinum bókunum því þessi saga sótti talsvert á mig áður en ég hóf að skrifa hana. Hún gerist í byrjun aldarinnar og mér er sagt að lýsing á daglegu lífi þess tíma sé raunsönn. Sögu- svið bókarinnar er víða hægt að finná á mínum uppeldisslóðum í Kaldbaksvík og sumt af því sem í bókinni gerist er í undirmeðvit- undinni jafnvel það sem móðir mín hefur sagt mér af hennar högum. Bókin spannar hins veg- ar ekki nema 7 ára tímabil og ég hef hugsað mér að halda þessum skrifum áfram en það er eigin- lega ekki ég sem skrifa því ég sit alveg afslöppuð og skrifa og skrifa og þar er enginn tími sólar- hringsins öðrum betri. Persónurnar verða til með ýmsum hætti. Aðalsöguhetja fyrstu bókarinnar heitir Tóbías og hann varð til með þeim hætti að ég var að koma akandi utan úr Garðsvík þar sem dóttir mín býr. Þá sá ég haltan strákinn fyrir mér, sitjandi út undir húsvegg. Þessi sýn gagntók mig svo að ég hóf strax að skrifa eftir að ég kom heim.“ Hvað eru barnabækurnar orðnar margar? „Ætli þær séu ekki orðnar 15 og ef framhald verður á mínum skrifum þá held ég áfram að skrifa um Sorsu sólskinsbarn.“ GG i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.