Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 12
BtifBðaL Akureyri, miðvikudagur 8. júlí 1992 Greifínn í sumarskapi Opið virka daga frá kl. 11.30-23.30 - Um helgar fri kl. 12.00-23.30 Nxturheimsending tíl hl. 01.00 09 laugardagskvöld VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 íslenskur skinnaiðnaður hf.: Grænlensk selskinn unnin fyrir 10 milljónir í ár Sumarleyfi eru nú að hcfjast hjá starfsfólki íslensks skinnaiðnaðar hf. en verksmiðjunni verður lokað í einn mánuð meðan á þeim stendur. Þótt sumarleyfið hefjist ekki fyrr en um helgina bauð fyrirtækið öllum starfsmönnum sínum, tæplega 250 talsins, í grillveislu undir verksmiðjuveggnum síðdegis í gær. Golli Ijósmyndari mætti á staðinn þegar morgunvaktin var að úða í sig lambakjöti og salati og skola því niður með kóki. Kvöldvaktin átti svo að fá sömu trakteringar þegar hún mætti. Mannfagnaðir um verslunarmannahelgina: Útihátíð að Eiðum og Sfld- arævintýri á Sigluflrði - mismunandi skilyrði gilda um kostnað við löggæslu íslenskur skinnaiðnaður hf. á Akureyri tók í vor að sér að vinna 5.000 selskinn fyrir grænlenska skinnaframleið- Akureyri: Gunnar hættir sem skattstjóri Fjármálaráðherra hefur skipað Gunnar Rafn Einarsson, lög- giltan endurskoðanda og skatt- stjóra á Akureyri, í fulla stöðu í yfirskattanefnd. Gunnar Rafn mun þvi láta af störfum sem skattstjóri á Akureyri. Lög um yfirskattanefnd tóku gildi 1. júlí sl. Samkvæmt lögun- um er nefndin æðsti úrskurðar- aðili á stjórnsýslustigi um ágrein- ingsmál um ákvörðun skatta og gjalda til ríkisins og sveitar- félaga. Yfirskattanefnd kom í stað ríkisskattanefndar sem var lögð niður. Fjórir hafa verið skipaðir í fullt starf hjá nefndinni, Ólafur Ólafs- son, sem er formaður, Gylfi Knudsen, varaformaður, Gunnar Rafn og Jónína B. Jónsdóttir. í hlutastarf voru skipaðir Jónatan Þórmundsson og Sigurgeir Bóas- son. Á Skattstofunni á Akureyri fékkst staðfest að Gunnar Rafn mun láta af störfum en hvorki þar né hjá Ríkisskattstjóra fengust upplýsingar um hvenær það yrði né hvenær staðan yrði auglýst laus til umsóknar. JHB Rumlega 600 hafbeitarlaxar eru nú komnir í gildrur Laxóss hf. í Ólafsfirði og lítur fiskur- inn mjög vel út, að sögn Sigurðar Stefánssonar, starfs- manns hjá Laxósi. í fyrra komu um 4600 laxar í hafbeit- argildrur hjá Laxósi. „Fiskurinn lítur mjög vel út, hann er miklu feitari og fallegri en í fyrra. Ætli það sé ekki vegna betri skilyrða í sjónum. Það segja fræðingarnir að minnsta kosti. Það hlýtur að vera óhætt að trúa því,“ sagði Sigurður. Fyrsti laxinn skilaði sér í gildr- urnar hjá Laxósi 13. júní sl. og síðan hafa um 600 laxar vitjað „æskustöðvanna". Laxinn er tek- inn úr gildrunum og færður í ker og segir Sigurður að nú fari að þrengjast um. Af þeim sökum var nokkrum tugum fiska slátrað í gær og komið fyrir í frysti- geymslum Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar. Sigurður segir að fiskurinn sé á bilinu 4 til 18 pund að stærð. endur. Þetta var gert í til- raunaskyni en nú virðist ætla aö verða framhald á þessu. Þegar sumarleyfum lýkur í Islenskum skinnaiönaöi bíður annar eins skammtur af græn- lenskum selskinnum starfs- fólksins. Að sögn Reynis Eiríkssonar framleiðslustjóra eiga Grænlend- ingar miklar birgðir af selskinn- um sem hlaðist hafa upp í sölu- tregðu síðustu ára. Á annað hundrað þúsund skinn bíða þess að breytast í flíkur. Stærsti hlut- inn er unninn eins og hefðbundið selskinn, þe. með hárunum, en nokkur hluti skinnanna henta ekki í slíka vinnslu. Þau eru nú send til íslands þar sem úr þeim er unnið leður. Reynir sagði að þessi samvinna við Grænlendingana væri liður í Vestnorræna samstarfinu enda legðu þeir mikið upp úr því að láta vinna skinnin hér á landi en ekki einhvers staðar í Evrópu. Hann sagði að þetta kæmi sér vel í rekstrinum, skipti engum sköp- um en gerði fyrirtækinu kleift að nýta tæki sín betur. Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri íslensks skinnaiðnaðar hf. sagði að sennilega yrði umfang þessarar samvinnu um 10 millj- ónir króna á þessu ári. „Fram- haldið veltur á því hvernig Grænlendingunum gengur að koma flíkunum á markað. Það virðist ætla að ganga vel. Þeir eru í það minnsta nokkru fyrr á ferð- inni með aðra pöntun en við átt- um von á.“ -ÞH Starfsmenn Laxóss, sem eru þrír, vitja um í gildrunum bæði kvölds og morgna. Sigurður segir að allur gangur sé á því hversu Grásleppuvertíðinni fyrir Norð- urlandi lauk í gær, en á Strönd- um lýkur henni 23. júlí og síðar í öörum landshlutum. Grá- sleppuveiðar hafa verið stund- ar frá 17 stöðum á Norðurlandi í sumar og 20. júní sl. höfðu fengist samtals 5016 tunnur sem er 51% af heildaraflanum en á sama tíma í fyrra höfðu norðlenskir grásleppuveiði- menn fengið 3050 tunnur og aðeins39% af heildaraflanum. Aflahæstu staðirnir eru Strand- Sótt hefur verið um leyfi til að halda útihátíð að Eiðum á Héraði um verslunarmanna- helgina. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði, verður leyfi veitt að uppfylltum skilyrðum en meðal þeirra er að sett verði trygging fyrir kostnaði vegna löggæslu sem samkomuhaldari I margir laxar séu í gildrunum í hvert skipti sem vitjað er, en í gærmorgun voru þeir 73, en flest- | ir hafa þeir verið 86. óþh ir með 1180 tunnur og Vopna- fjörður með 1120 tunnur. Á Norðurlandi er búið að salta í flestar tunnur á Bakkafirði eða 788, á Siglufirði 680 tunnur, Raufarhöfn 628 tunnur, Húsavík 533 tunnur, Ólafsfirði 338 tunnur, en aðrir staðir voru með minna. Lágmarksverð fyrir tunnuna er 1125 DM og ætti skilaverð til grásleppuveiðimanna að vera um 38 þúsund krónur eftir að lokið er við draga af heildarverði um 9% vegna útflutningskostnaðar. greiðir. Á Norðurlandi verður engin hefðbundin útihátíð haldin en fjölskylduhátíðin Sfldarævintýri á Siglufirði er í undirbúningi eins og fram kemur í Degi í dag. Aukinn kostnaöur vegna löggæslu á Siglufirði greiðist hins vegar af embætti lögreglustjóra þar sem mannfagnaðurinn er innanbæjar. Samkvæmt upplýsingum frá sýsluskrifstofum á Norðurlandi verður engin útihátíð í Vagla- skógi um verslunarmannahelgina eins og tíðkaðist á áttunda ára- tugnum og að þessu sinni verður engin útihátíð í Húnaveri. Síld- arævintýrið á Siglufirði verður því eini staðurinn á Norðurlandi þar sem um skipulagðan mann- fagnað verður að ræða. Fyrir útihátíðinni að Eiðum stendur Ungmenna- og íþrótta- Af þeirri upphæð þurfa svo fram- leiðendur m.a. að greiða tunnur, salt og söltunarkostnað. Heildar- útflutningsverðmæti á landinu öllu ætti að losa rúman milljarð króna en á árinu 1991 var saltað í 7731 tunnu og heildarútflutnings- verðmæti 990 milljónir króna. Veiðarfæratjón er ekki umtals- vert hér á Norðurlandi, en er töluvert víða annars staðar sem orsakast af því að netin eru lögð grunnt og ef síðan gerir sterka hafátt fyllast þau af slýi og drullu og rekur jafnvel á land. GG samband Austurlands sem hefur skipulagt útihátíðir í Atlavík um árabil en helstu skemmtikraftar verða GCD, Bubbi og Stjórnin. „Leyfið verður gefið út þegar skilyrði fyrir útihátíðum hafa ver- ið uppfyllt," sagði Lárus Bjarna- son, sýslumaður á Seyðisfirði í samtali við Dag. Samkvæmt viðmiðunarreglum frá Dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu um útihátíðir sem settar voru fyrir tveimur árum skal sam- komuhaldari greiða kostnað af löggæslu. Að sögn Hjalta Zóphoníassonar skrifstofustjóra er átt við þann aukakostnað sem hlýst af aukinni löggæslu vegna samkomuhalds en löggæslan skal vera fullnægjandi að mati embætt- is lögreglustjóra. Ljóst er að útihátíðin að Eið- um telst vera útihátíð og mun UÍA setja tryggingu fyrir kostn- aði við löggæslu þar. Að sögn Erlings Óskarssonar, sýslumanns á Siglufirði, telst Síldarævintýri hins vegar ekki vera útihátíð og því verður aukinni löggæslu hald- ið uppi án aukakostnaðar fyrir samkomuhaldara. „Þetta er bara eins og dansleikur eða hver önn- ur skemmtun innanbæjar og því er af og frá að greitt verði fyrir aukna löggæslu. Ef hins vegar stofnað er til mannfagnaðar á einhverjum ákveðnum stað utan bæjarins þá verður skemmtana- haldarinn að greiða fyrir þá lög- gæslu því annars myndi fólk ekki safnast saman á þessum ákveðna stað. Það skiptir engu máli hvað margir gestir eru hér í bænum; við verðum alltaf að halda uppi sömu löggæslunni,“ sagði Erling- ur Óskarsson, sýslumaður á Siglufirði. Samkvæint skilningi sýslumannsins gilda því önnur skilyrði fyrir útihátíðir utanbæjar en útihátíðir í kaupstöðum. GT Um 600 hafbeitarlaxar komnir hjá Laxósi í Ólafsfirði: Fiskurinn faflegri en í fyrra - á bilinu 4 til 18 pund að stærð Grásleppuvertíðin: Vertíðin skilar rúmum 5000 tunnum á Norðurlandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.