Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. júlí 1992 - DAGUR - 7 KA sigraði Þór 2:0 í sögulegum leik í Mjólkurbikarnum: „Ég hef ekkert um svona rugl að segja“ Leiftursmenn ekki með eftir hlé KA vann góðan sigur á Þór í Mjólkurbikarnum í gær. Leikurinn fór rólega af stað en fjörið var alit í síðari hálfleik. Þá skoruðu KA-menn bæði mörk sín, Þórsarar misnotuðu víti og Lárus Sigurðsson mark- vörður Þórs var borinn meidd- ur af leikvelli. „Ég var ósáttur við að fá á mig þetta víti en úr því sem komið var varð ég að verja,“ sagði Haukur Bragason, markvörður KA, eftir að hafa varið víta- spyrnu frá Bjarna Sveinbjörns- syni. „Sigurinn var rosalega mikilvægur fyrir liðsandann og ég vona að þetta gefi okkur aukið sjálfstraust í leikjunum sem eftir eru,“ sagði Haukur. „Ég hef ekkert um svona rugl að segja,“ sagði Sigurður Lárus- son, þjálfari Þórs, eftir leikinn og útskýrði ekki frekar hvað hann átti við. Leikurinn fór rólega af stað og var í járnum framan af. Þórsarar voru þó tvívegis mjög nálægt því að skora. Fyrst í lok hálfleiksins, þegar Bjarni Sveinbjörnsson skallaði yfir markið úr dauðafæri á síðustu mínútu hálfleiksins. Síðan var það Kristján Kristjáns- son sem skaut hárfínt yfir úr góðu færi í byrjun þess síðari. Gunnar Gíslason fékk þokkalegt færi til þess að skora en Lárus Sigurðsson varði skalla hans utan úr teig. Staðan í leikhléi var 0:0. Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og strax á þriðju mínútu átti Bjarni Sveinbjörns- son skot í stöng eftir að KA- mönnum hafði mistekist að hreinsa frá markinu. Stuttu síðar var Kristján Kristjánsson kominn einn inn fyrir KA-vörnina en Haukur varði laust skot hans. Bjarni var aftur á ferðinni fyrir Þór á 64. mínútu. Þá urðu hroða- leg mistök í vörn KA og Bjarni komst einn inn í teig, lék framhjá Hauki í markinu en á óskiljanleg- an hátt hitti hann ekki boltann og missti hann aftur fyrir. Á 69. mínútu skoraði Páll Gíslason fyrsta mark leiksins. Fékk bolt- ann fyrir utan teig, lék inn í teig- inn og skaut góðu skoti efst í markhornið, óverjandi fyrir Lár- us í markinu. Stuttu síðar fékk Bjarni Svein- björnsson vítaspyrnu, sem fyrr segir, eftir hornspyrnu. Bjarni tók hana sjálfur en Hauk- ur gerði sér lítið fyrir og varði frá Hið umdeilda atvik þegar Lárus Sig- urðssun meiddist. Braut Gunnar Már Másson á honum eða ekki? Bjarni Sveinbjörnsson tekur vítaspyrnuna en Haukur Bragason er greinilega búinn að ákveða á hvort hornið hann ætlar að veðja. Myndir: Goiii Önnur úrslit: Valur Rf. -ÍA 0:7 LBK-Vaiur 0:3 ÍBK-FH 1:2 BÍ-Fram 1:4 Víkingur-ÍBV 3:2 - og töpuðu 2:5 fyrir Fylki Fylkismenn unnu stórsigur á Leiftri, 5:2, í afar kaflaskiptum leik í Olafsflrði í gær. Heima- menn voru mun sterkari aðil- inn í fyrri hálfleik og pressuðu stíft en við umdeilt jöfnunar- mark Fylkis á lokamínútum fyrri hálfleiks datt botninn úr leik Leifturs og eftirleikurinn var gestunum auðveldur. Leiftursmenn pressuðu nánast látlaust í fyrri hálfleik og á 29. mínútu náði Pétur Björn Jónsson forystunni með þrumuskoti eftir aukaspyrnu. Aðeins mínútu áður hafði Þórhallur Dan átt skot í stöng Leiftursmarksins eftir skyndisókn. Leiftursmenn pressuðu áfram en á 40 mínútu skoruðu Fylkis- menn umdeilt jöfnunarmark. Þorvaldur markvörður stökk þá upp í bolta ásamt tveimur Fylk- ismönnum og vildu Ólafsfirðing- ar meina að hann hefði verið hindraður. Ekkert var þó dæmt, boltinn barst út í teig til Þórhalls Dan sem skoraði. Leiftursmenn fengu tvö góð færi á lokamínút- um hálfleiksins en nýttu þau ekki og staðan í hléi var 1:1. í seinni hálfleik var allur vind- ur úr Leiftursmönnum, gestirnir réðu lögum og lofum og skoruðu fjögur mörk á 25. mínútum áður en Leiftursmenn klóruðu í bakkann. Kristinn Tómasson var í essinu sínu og skoraði þrívegis, á 55., 65. og 80. mínútu og Finn- ur Kolbeinsson skoraði á 59. mínútu. Pétur Björn minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 89. mín- útu eftir að brotið hafði verið á Pétri Marteinssyni og sá síðar- nefndi var að skora þriðja markið þegar leikurinn var flautaður af. Eins og fyrr segir var leikurinn afar kaflaskiptur en dómarinn, Kári Gunnlaugsson, sá til þess að seinni hálfleikurinn fór út í hreina vitleysu. Kristinn Tómas- son var bestur Fylkismanna en Pétur Marteinsson og Mark Duffield voru bestir í Leifturslið- inu. Þess má geta að Þorlákur Árnason lék ekki með Leiftri vegna meiðsla. KH/JHB Pétur Björn Jónsson skoraði bæði mörk Leifturs í gærkvöld. Mynd: gt honum. Stuttu fyrir leikslok gerðist umdeilt atvik. Halldór Kristinsson sendi háan bolta inn í teiginn þar sem þeir Gunnar Már og Lárus markvörður voru stað- settir. Báðir stukku upp í boltann, Lárus féll við og Gunnar náði boltanum og skoraði. Þórs- arar heimtuðu brot á Gunnar en Egill Már, dómari, var viss í sinni sök og dæmdi mark. Lárus var borinn af leikvelli og fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. Margur dómarinn hefði án efa dæmt brot á Gunnar en Egill Már, sem fær ekki háa einkunn fyrir frammi- stöðu sína í leiknum, gerði það ekki. Þórsarar geta nagað sig í handarbökin fyrir að fara illa með góð marktækifæri en KA- menn hrósa sigri og eru komnir í 8-liða úrslit. SV KR-ingar sluppu fyrir horn á Húsavík: „Ekki ósanngjamt þótt Völsungar heföu unnið“ KR-ingar voru heppnir að fara með sigur af hólmi á Húsavík í gærkvöldi. Völsungar náðu forystunni strax í upphafl og voru betri aðilinn framan af en í seinni hálfleik tryggði Steinar Ingimundarson KR sæti í 8 liða úrslitum með tveimur mörkum. „Við vorum lélegir og það hefði ekki verið ósann- gjarnt þótt Völsungar hefðu unnið. Þetta var einn erflðasti leikur sem við höfum spilað í sumar,“ sagði Atli Eðvalds- son, leikmaður og aðstoðar- þjálfari KR, í leikslok. Strax eftir 45 sekúndur fékk Hilmar Hákonarson sendingu inn í vítateig KR, snéri laglega af sér varnarmann og skoraði með góðu skoti við mikinn fögnuð fjölda áhorfenda á Húsavík. Völsungar voru þar með komnir á bragðið og gífurleg barátta þeirra sló KR-inga út af laginu. Rétt fyrir hlé voru heimamenn tvívegis nálægt því að bæta við mörkum og í annað skiptið náði Ólafur Gottskálksson að verja boltann í stöng eftir aukaspyrnu Skarphéðins fvarssonar. KR-ingar voru mun ákveðnari í seinni hálfleik en Völsungar börðust áfram vel og gáfu þeim ekkert eftir. Síðan fór þreyta að segja til sín hjá liðinu og kafla- skipti urðu í leiknum þegar Stein- ari Ingimundarsyni var skipt inn á hjá KR fyrir Hilmar Björnsson. Steinar jafnaði leikinn á 30. mín- útu eftir góða sókn og skoraði síðan sigurmarkið fimm mínút- um síðar eftir frábæra sendingu Einars Daníelssonar. KR-ingar sóttu meira í framhaldinu en Völsungar beittu skyndisóknum og voru mjög nálægt því að jafna í leikslok. „Við gerðum mistök þegar þreytan fór að segja til sín en lék- um vel fram að því. Nú vitum við hvað við getum og ætlum að ná upp sömu stemmningu gegn Haukum í deildinni á föstudags- kvöldið," sagði Björn Olgeirs- son, þjálfari og leikmaður Völsungs. HJ/JHB Mjólkurbikarinn: Umfjöllun féll 'niður Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að grein sem skrifuð hafði verið um bikarleiki, Völsungs og KR og Leifturs og Fylkis, féll niður af tæknilegum ástæðum. Blaðamaður biðst velvirðingar á þessum mistökum sem eru alfarið á hans ábyrgð. SV Dráttarvéla- og vinnuvéladekk fyrirliggjandi Hagstætt verð! M».|j I f Hjólbarðaverkstæði riOlClUr fll. Tryggvabraut 14 • sími 21715 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.