Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. júlí 1992 - DAGUR - 5 Urðakirkja 90 ára: Hátíðarmessa sl. sunnudag - kirkjunni bárust góðar gjafir í tilefni afmælisins Kirkjukórinn söng undir stjórn Jóhanns Ólafssonar organista. Myndir: -ÞH Efnt var til hátíðarmessu í Urðakirkju í Svarfaðardal sl. sunnudag af því tilefni að kirkjan á 90 ára afmæli um Sóknarpresturinn, sr. Jón Helgi Þórarinsson. þessar mundir, en hún var vígð 20. júlí 1902. Sóknarprestur- inn, sr. Jón Helgi Þórarinsson, messaði fyrir fullri kirkju, en sr. BoIIi Gústavsson vígslu- biskup á Hólum predikaði og stjórnaði altarisgöngu. Ekki er fullljóst hvenær fyrsta kirkjan var reist að Urðunr, en heimildir eru fyrir því að snemnra á 15. öld var þar prestur. Urðir voru höfðingjasetur fram eftir öldurn og kirkjan þar bænda- kirkja. A árunum 1850-53 var byggð þar kirkja en hún fauk og brotnaði í spón í ofsaveðri haust- ið 1900 í svonefndu kirkjuroki. Sigurhjörtur Jóhannesson kirkju- bóndi að Urðum stóð fyrir endur- reisn kirkjunnar og var hún vígð sumarið 1902. Alls var kostnaður við kirkjusmíðina 2.736,63 krón- ur og var upphæðin ekki að fullu greidd fyrr en árið 1930. Árið 1918 afhenti Sigurhjörtur söfnuð- Sr. Bolli Góstavsson vígslubiskup prvdikaði og útdcildi sakramcnti. inum kirkjuna til eignar og hefur hún verið sóknarkirkja upp frá því. Kvikmyndarýni Jón Hjaltason Ógnareðli Borgarbíó sýnir: Ógnarefili (Basic Instinct) Leikstjóri: Paui Verhoeven ARalhlutvcrk: Michael Douglas, Sharon Stone og George Dzundza. Þá er hún komin þessi mest um- rædda kvikmynd síðustu vikna og mánaða. Fárast hefur verið yfir kynlífssenum í kvikmyndinni og mikið rétt hún er djarfari en við eigum að venjast en þó ekki svo að nokkrum ætti að blöskra. Hommar og lesbíur hafa mótmælt. Eftir að hafa séð myndina get ég ómögulega áttað mig á því hvað það er sem fólkið hefur verið að rísa gegn. Mér segir svo hugur um að hér gæti jafnvel verið á ferð- inni „Ali-brella“ sem byggir á þeim einföldu sannindum að vont umtal sé betra en ekkert. Þeir kyn- villtu hafa séð sér leik á borði að vekja athygli á málstað sínum og sjálfum sér og aðstandendur kvik- myndarinnar þakkað pent fyrir auglýsinguna. Seldist hún ekki upp litla þunna bókin um Jesú þegar íslenski biskupinn hafði á orði að réttast væri að banna bók- ina? Fleira hefur gert Ógnareðli að fréttaefni. Höfundur handrits, Joe Eszterhas, fékk metupphæð fyrir skrifin, 180 milljónir íslenskra króna. Eiginkona Douglas hótar að fara frá honum vegna rúmsen- anna. Ég velti því raunar fyrir mér hvemig það sé fyrir eiginkonu að horfa á berrassaðan eiginmann sinn renna niður á milli nakinna læra föngulegrar konu þar til að- eins sést í hvirfilinn á honum vit- andi að á þetta muni allir nágrann- amir og vinimir horfa. En hvað stendur svo eftir þegar búið er að flysja frá alla þessa við- auka? Svar: Ágætis spennumynd, ögn djarfari en til dæmis Black Rain enda er mér til efs að Dou- glas hefði viljað leika allar sömu kúnstimar með Andy Carcia í Svarta Regninu og hann gerir með Stone í Ógnareðli. Það er ekkert vafamál að einkennileg og hræsn- isfull afstaða okkar til kynlífs og ofbeldis hefur gert framleiðendum Ógnareðlis mikið gagn. Óhugnan- leg morðatriðin eru ekkert eins- dæmi en í bland við rúmsenumar verður myndin sérstök. En það verður líka að segjast að Ezterhas kann sitt fag, honum hefur að minnsta kosti tekist ágætlega upp í þetta sinnið. Leit Douglas og löggufélaga hans, George Dzundza, að morð- ingjanum er spennandi og ekki al- veg laus við húmor, þó hann sé æði grályndur á köflum. Allar kvikmyndir byggjast upp á litlum köflum, stundum illa tengdum, stundum betur. í Ógnareðli er tengingin á milli skota góð, sviðin birtast eitt af öðru í eðlilegu sam- hengi við það sem á undan er 'gengið. Hugmyndin að láta tvær persónur, ákaflega keimlíkar til andans, takast á með þeim hætti sem Douglas og Stone gera er sniðug og hún er vel útfærð í höndum leikstjórans. En Ógnar- eðli er „köld“ mynd. Persónumar eru kaldlyndar, ekkert síður lögg- ur en grunaðir morðingjar. Rúm- senumar eru lítið erótískar ef ég má nota það orð yfir áhrif á lima- burð. Það er kuldi yfir þeim, kannski vegna yfirvofandi morðs. Morðinginn hei'ur það nefnilega til siðs að riðlast á karlpeningnum og þegar hæst stendur í stönginni að reka ísfork í brjóst þeirra. Niðurstaða mín er einföld; Ógnareðli hefur fengið óeðlilega mikið umtal sem helgast af duldri löngun alls almennings til að horfa á nágranna sína elskast. Kynlíf heillar en fáir þora að fara í bíó að horfa á klámmynd. Ef klámið er hins vegar klætt í viður- kenndan búning gegnir öðru máli. Kvikmyndin Ótrúlegur léttleiki tilverunnar naut þessa og nú er röðin komin að Ognareðli sem verðskuldar það miklu fremur en Léttleikinn gerði um árið. Það er svo annað mál að Ógnareðli er þegar allt kernur til alls ekkert mikið frábrugðin löggumyndinni Svörtu regni þar sem Douglas lék á móti Andy Carcia, það er að segja þegar horft er fram hjá kyn- lífsþættinum. Séra Jón Helgi er fjórði prest- urinn sem þjónar núverandi Urðakirkju en hún er nú annexía frá Dalvíkurkirkju. Forverar hans í embætti voru sr. Kristján Eldjárn Þórarinsson (til 1917), sr. Stefán B. Kristinsson (1917- 1941) og sr. Stefán Snævarr (1941-1984). Núverandi formað- ur sóknarnefndar er Lena Gunn- laugsdóttir. Kirkjan er í góðu standi því miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1985 og fyrir tveimur árum var hún máluð að utan. Predikunarstóllinn er frá árinu 1766, gefinn af Lárusi Scheving, en altaristöfluna málaði Arn- grímur Gíslason málari árið 1881. Stendur til að gera þessa muni báða upp. Tvær klukkur eru í kirkjunni og er sú eldri frá árinu 1534 og þar með ein af elstu klukkum landsins. Sú yngri er frá 1756 og merkt áðurnefndum Lárusi Scheving. Við athöfnina á sunnudag söng kirkjukórinn undir stjórn Jóhanns Ólafssonar organista en Svana Halldórsdóttir frá Melum söng einsöng. Séra Jón Helgi greindi frá því að kirkjunni hefðu borist ýmsar gjafir í tilefni afrnæl- isins, bæði peningagjafir og mun- ir sem ætlaðir eru til notkunar við útfarir. Að messu lokinni þáðu gestir veitingar hjá heimilisfólk- inu að Urðum. -ÞH fronskar korlöflur Meistorakokkurinn Hermann Huijbens tilbúinn til skrofs 09 róöogcröo Matvöru- markaöurinn Kaupangi Opiö virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.