Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 08.07.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 8. júlí 1992 Spurning vikunnar Hefurðu farið á óperu? Á hvers konar tónlist ______hlustar þú?____ Philippa Thomas: Já, ég hef einu sinni farið á óperu en reyndar man ég ekki hvaða verk það var. Óperan var á ensku en ekki ítölsku og þess vegna var þetta dálítið skrítið en mjög gaman. Annars hlusta ég aðallega á sígilda tónlist en líka á popptónlist og ýmislegt fleira. Gunnar Sólnes: Jú, ég hef farið á óperu og það var mjög gott. Ég sá Brúðkaup Fígarós í Alberthall í London en það er sennilega eina skiptið. Heima hlusta ég á allar tegundir tónlistar-ég hlusta á það sem konan setur á. Colin Warnock: Nei, aldrei! Ég hlusta á alls kon- ar tónlist; stundum hlusta ég á sígilda tónlist en af einhverjum ástæðum hlusta ég aldrei á óperutónlist. Allt nema óperur. Hallgrímur Hallgrímsson: Nei. Ég hlusta heldur lítið á óperutónlist; hún nær einhvern veginn ekki til mín. Ég hlusta helst á kóra, einsöngvara og létta hljómlist. Ég hef líka svolít- ið gaman af poppi sem dálítill kraftur er í. Tinna Thorlacius: Já, en það er svo langt síðan að ég man ekki hvað ég sá. Pað var í Islensku óperunni fyrir sunnan og mérfannst rosalega gaman. Yfirleitt hlusta ég á allt nema óperur og klassík. ÍÞRÓTTIR Bikarkeppni kvenna: Þór o g Stjaman og KS-Breiðablik Tveir leikir verða á Norður- I landi í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þórsstúlk- ur fá Stjörnuna í heimsókn og KS fær 1. deildarlið Breiða- bliks í heimsókn. „Það gera sér allir grein fyrir því að við höfum á brattann að sækja en þetta er stærsti leikurinn sem kvennaliðið hér hefur spilað. Við hlökkum bara til og reynum að gera okkar besta,“ sagði Bald- ur Benónýsson, þjálfari KS, þegar hann var spurður hvernig Íeikur- inn legðist í Siglfirðinga. Breiða- blik hefur verið, og er, eitt sterk- asta lið í kvennaknattspyrnunni í dag svo ástæða er til þess að hvetja Siglfirðinga til þess að fjöl- menn á ieikinn. Leikurinn hefst klukkan 20. Guðmundur Svansson sagði að leikurinn við Stjörnuna legðist vel í stelpurnar hjá Þór. „Við stefnum auðvitað að því að sigra og okkur finnst kominn tími til þess að heilladísirnar snúiSt á sveif með okkur. Við höfum ver- ið að tapa niður unnum leikjum og erum orðin þreytt á því,“ sagði Guðmundur. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 20. Aðspurður hvort ekki hafi verið rætt um að leikurinn færi fram á Akureyrarvellinum sagði Guðmundur að Þórsstúlkurnar vildu spila heima, þar væri topp- aðstaða og því engin ástæða til þess að færa leikinn. Aðrir leikir í bikarkeppninni eru: Hakar-ÍA KR-Þróttur N. SV 2. flokkur: Þór vann um helgina Annar flokkur Þórs gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina og vann sann- gjarnan sigur á ÍR, 1:4. „Við erum komnir á beinu brautina," sagði Eiríkur Eiríks- son, þjálfari Þórs, eftir leikinn um helgina. Þórsarar byrjuðu af mikium krafti og komust í 0:3 fyrir leikhlé. Páll Lyngdal byrjaði á því að skora og svo bættu þeir Arnar Bill Gunnarsson og Þorvaldur Sigurðsson viö inörkum fyrir Þór. Að sögn Eirt'ks þjálfara fékk Þór ágæt færi til þess að skora t síðari hálfleik en nýtti aðeins eitt. Steindór Gíslason skoraði þá úr vítaspyrnu. ÍR núnnkaði muninn undir lokin en sigur- inn var síst of stór miðað við gang leiksins. SV Sigurður Matt. frá vegna meiðsla - kastar ekki spjótinu á ÓL í sumar Það er nú orðið ljóst að Sigurður Matthíasson, spjót- kastari, getur ekki reynt við ólympíulágmarkið og verður ekki með á ÓL í Barcelona í sumar. Sigurður meiddist á olnboga og verður frá keppni um tíma. „Þetta er gífurlegt áfall fyrir mig því ég hef aldrei verið í jafn góðu formi og einmitt nú í vor,“ sagði Sigurður, þegar blaðamað- ur sló á þráðinn til hans í gær. Hann sagðist hafa meiðst á hné snemma í vor og síðan er það olnboginn núna. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég meiðist á olnboganum og það er orðið frekar pirrandi. Ég hef ekkert getað æft að ráði og því bara hvílt að mestu. Ég er að bíða eftir því að komast í rannsókn og eftir það skýrist málið. Þá fæ ég að vita hvort ég þarf að fara í upp- skurð eða hvað. Það er a.m.k. ljóst að ég keppi ekkert á næst- unni,“ sagði Sigurður. SV Frjálsar íþróttir: Meistaramót íslands Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum var haldið um síðustu helgi. Það markverðasta á mótinu var það að Sigurður Einarsson, spjótkastari, kast- aði 83,32 m á mánudag í auka- keppni í spjótkasti og hefur þar með tryggt sér sæti á ÓL. Hins vegar er nú orðið ljóst að Sigurður Matthíasson, spjót- kastari, verður ekki með á ÖL. Hann hefur átt við meiðsli að stríða og verður ekki orðinn nægilega góður 10. júlí, en þá rennur út sá tími sem menn fengu til þess að ná ólympíu- lágmarki. Hér fara úrslit þriggja efstu í hverri grein laugardag og sunnudag, úrslit mánudags eru ekki komin: Úrslit karlagrcina laugard: 200 m hlaup karla: sek. 1. Gunnar Guðmundsson, FH 21,66 2. Jóhannes Már Marteinsson, ÍR 22,45 3. Kristján Friðjónsson, KR 22,63 800 m hlaup karla, 21 árs og yngri: mín. 1. Finnbogi Gylfason, FH 1:56,36 2. Sigurbjörn A. Arngrímsson, HSÞ 1:58,70 3. Guðmundur Skúlason, FH 1:59,11 5000 m hlaup karla, 21 árs og eldri: mín. 1. Sigmar Gunnarsson, UMSB 15:07,39 2. Gunnlaugur Skúlason, UMSS 15:11,07 3. Jóhann Ingibergsson, FH 15:17,01 400 m gr.hlaup karla: sek. 1. Magnús Orri Sæmundsson, USVS 58,20 2. Björn Traustason, FH 58,55 3. Friðgeir Halldórsson, USAH 59,85 Langstökk karla, 21 árs og eldri: m 1. Jón Oddsson, FH 7,11 2. Stefán Þór Stefánsson, ÍR 6,77 3. Stefán Gunnlaugsson, UMSE 6,66 Stangarstökk karla, 21 árs og eldri: m 1. Sigurður 1. Sigurðsson, FH 4,70 2. Kristján Gissurarson, UMSE 4,60 3. Magnús Orri Sæmundsson, USVS 3,80 Kúluvarp karla, 21 árs og eldri: m 1. Pétur Guðmundsson, KR 16,96 2. Bjarki Viðarsson, HSK 15,14 3. Þorsteinn R. Þórsson, UMFT 14,52 Spjótkast karla, 21 árs og eldri: m 1. Einar Vilhjálmsson, ÍR 84.36 2. Sigurður Einarsson, Á 77,92 3. Unnar Garðarsson, lR 67,38 4x100 m boðhlaup karla, 21 árs og eldri: sek. 1. SveitFH 43,98 2. Sveit ÍR 45,96 3. Sveit HSK 47,22 Úrslit kvennagreina laugard: 200 m hlaup kvenna: sek. 1. Súsanna Helgadóttir, FH 24,07 2. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE 24,66 3. Sunna Gestsdóttir, USAH 24,89 800 m hlaup, 21 árs og eldri: mín. 1. Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB 2:19,96 2. Laufey Stefánsdóttir, Fjöl. 2:20,95 '3. Hulda Pálsdóttir, ÍR 2:21,44 3000 m hlaup kvenna 21 árs og eldri: mín. 1. Martha Ernstsdóttir, ÍK 9:28,57 2. Fríða Rún Þórðardóttir, UMFA 9:46,84 3. Anna L. Þórsdóttir, KR 11:54,60 Hástökk kvenna 21 árs og yngri: m 1. Erna Björg Sigurðardóttir, KR 1,65 2. Elín Jóna Traustadóttir, HSK 1,62 3. Rakel Tryggvadóttir, FH 1,56 Kúlvarp kvenna 21 árs og eldri: m 1. Guðbjörg Gylfadóttir, USAH 15,00 2. Halldóra Jónsdóttir, UMSB 10,97 3. Svava Arnórsdóttir, USU 10,97 Spjótkast kvenna 21 árs og eldri: m 1. Iris Grönfeldt, UMSG 51,88 2. Vigdís Guðbjörnsdóttir, HSK 43,36 3. Halldóra Jónasdóttir, UMSB 44,28 4x100 m bhl. kvenna 21 árs og eldri: sek. l.SveitFH 49,49 2. Sveit KR 57,15 Úrslit karlagreina sunnud: 100 m hlaup karla: sek. 1. Einar Þór Einarsson, Á 10,92 2. Jóhannes Már Marteinsson, ÍR 11,09 3. Siguröur H. Sigurðsson, UMFT 11,12 400 m hlaup karla: sek. 1. Gunnar Guðmundsson, FH 50,22 2. Þorvaldur Hauksson, USU 53,09 3. Geir Sverrisson, Á 53,16 1500 m hlaup karla, 21 árs og eldri: mín. 1. Finnbogi Gylfason, FH 4:11,68 2. Sigmar Gunnarsson, UMSB 4:11,69 3. Sigurbjörn Á. Arngrímsson, HSÞ 4:17,20 110 m gr.hlaup karla: sek. 1. Hjörtur Gíslason, FH 14,98 2. Stefán Þór Stefánsson, ÍR 15,39 3. Þorvaldur V. Þórsson. ÍR 16,20 Þrístökk karla, 21 árs og eldri: m 1. Jón Oddsson, FH 14,18 2. Stefán Þór Stefánsson, ÍR 13,24 3. Stefán Gunnlaugsson, UMSE 13,04 Kringlukast karla, 21 árs og eldri: m 1. Vésteinn Hafsteinsson, HSK 61,50 2. Þorsteinn R. Þórsson, UMFT 40,82 3. Friðgeir Halldórsson, USAH 31,92 Sleggjukast karla, 21 árs og eldri: nt 1. Guðmundur Karlsson, FH 59,00 2. Jón Auðunn Sigurjónsson, UBK 58,16 3. Bjarki Steinn Jónsson, HSK 44,90 Úrslit kvennagreina sunnud: 100 m hlaup kvenna: sek. 1. Súsanna Helgadóttir, FH 12,14 2. Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Á 12,29 3. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE 12,39 400 m hlaup kvenna: sek. 1. Súsanna Helgadóttir, FH 59,78 2. María Bjarney Leifsdóttir, Self. 62,23 3. Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, USÚ 62,65 1500 m hlaup kvenna, 21 árs og eldri: mín. 1. Martha Ernstsdóttir, ÍR 4:40,30 2. Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB 4:59,92 3. Ásdís María Rúnarsdóttir, ÍR 5:00,30 100 m gr.hlaup kvenna, 21 árs og eldri: sek. 1. Sólveig Björnsdóttir, KR 15,07 2. Erna Björg Sigurðardóttir, KR 15,99 3. Elín Jóna Traustadóttir, HSK 16,89 Langstökk kvenna, 21 árs og eldri: m 1. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE 5,75 2. Súsanna Helgadóttir, FH 5,67 3. Sunna Gestsdóttir, ÚSAH 5,25 Kringlukast kvenna, 21 árs og eldri: m 1. Halla Heimisdóttir, Á 37,42 2. Margrét V. Óskarsdóttir, ÍR 36,50 3. Svava Arnórsdóttir, USÚ 36,12 Aukagrein: Spjótkast karla: m Sigurður Einarsson, Á 83,32 Einar Vilhjálmsson, ÍR ógilt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.