Dagur - 24.07.1992, Page 7

Dagur - 24.07.1992, Page 7
Föstudagur 24. júlí 1992 - DAGUR - 7 Veiðiklóin ■ Þennan fallega 17 punda hæng fékk Isabella de Aroz úr Vatnsdalsá á dögunum. Að sögn Magnúsar Ólafssonar á Sveinsstöðum hefur laxveiði gengið afar vel í Vatnsdalsá að undanförnu. Nú eru komnir um 300 laxar á land og eru nokkrir laxar um og yfir 20 pund, þar af tveir 23 punda fiskar. Annar þeirra veiddist í Bríkarstreng, sem er á svæðinu fyrir framan Stekkjarfoss, en hinn veiddist í Áshyl. Nú er smálaxinn farinn að ganga og lítur því vel út ineð heild- arveiðina í sumar. Sl. vor var grafin góð kvörn í ána neðan við fremri brúna í ánni og myndaður nýr veiðistaður. Þar hafa margir laxar veiðst það sem af er sumri. Mynd: Sveinn Ingason. Laxveiðin: Stefriir í met Laxá á Refasveit Myndatökumenn frá Stöð 2 voru í vikunni uppi í Veiði- vötnum og festu á fílmu það sem fyrir augu bar. Stöð 2 vinnur að gerð sex 35 mínútna þátta um stangveiði í samvinnu við Börk Baldvinsson og Pálma Gunnarsson, hljómlistarmann á Vopnafírði. Pálmi sagði í samtali við Veiðiklóna að búið væri að taka upp efni fyrir þátt um Hofsá í Vopnafírði og um þessa helgi verði tekið upp efni fyrir þátt um Laxá í Aðaldal. Síðan er ætlunin að gera þátt um Sogið, sjóbirtingsveiði við Kirkjubæjarklaustur og veiði í ám og vötnum á Hornströnd- um. Þættirnir verða sýndir á komandi vetri á Stöð 2. „Þetta er afskaplega skemmtileg vinna. Mér fínnst tímabært að allur þessi stóri hópur veiði- manna fái eitthvað fyrir sig,“ sagði Pálmi. Pálmi sagðist hafa verið svo önnum kafinn í sumar að hann hafi ekki getað rennt eins oft fyrir fisk og hann hefði kosið. „Ég fékk tvo laxa í Hofsá á dögunum, 16 og 14 punda. Eftir að rigndi hefur laxinn gengið í miklum mæli upp Hofsá, Selá og Vestur- dalsá og mér skilst að það sé ríf- andi veiði í þeim,“ sagði Pálmi. Hann sagði að silungasvæðið í Hofsá hefði farið fremur rólega af stað, en nú væri farið að lifna yfir því. Möguleiki er að kaupa veiðileyfi á silungasvæðinu í Hofsá á ferðaþjónustubænum Syðri-Vík. „Ég var hoppandi þarna um daginn og var þá var við og náði nokkrum fínum bleikjum," sagði Pálmi. Veiði hefst á morgun í Fjarðará Veiði hefst í Fjarðará í Ólafsfirði á morgun, laugardag. Fjarðará er fyrst og síðast silungsveiðiá og þykir mörgum gaman að renna þar fyrir fisk. Nú stendur yfir sala veiðileyfa í ána og fyrr í þessari viku voru til veiðileyfi hjá Sigríði Steinsdóttur, Gunnólfsgötu 16 í Ólafsfirði. Dagurinn kostar 3500 fyrir tvær stengur. Veiðideginum er skipt á þrjú svæði og er skipt á þriggja tíma fresti. Hún selur einnig leyfi í Ólafsfjarðarvatn og kostar stöngin 600 krónur virka daga (allur dagurinn) og 1000 krónur um helgar. Veiðileyfi í Ólafsfjarðarvatn eru sömuleiðis seld í Hótel Ólafsfirði. Laxá á Refasveit er full af laxi Ef svo fer fram sem horfir má alveg eins búast við að veiðimet verði slegið í Laxá á Refasveií. Síðastliðinn miðvikudag voru komnir 95 laxar upp úr ánni, en allt árið í fyrra gaf hún aðeins 117 laxa. Ágúst er oft mjög góður mánuður í Laxá á Refasveit og því er ekki fráleitt að ætla að áin gefi tvöfalt meiri veiði í ár en í fyrra. „Ég held að sé ekki ofsög- um ságt að áin sé full af laxi, enda held ég að séu aðeins fimm stang- ir lausar í henni,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Stangveiðifélags Austur-Húnvetninga, sem hefur Laxá á leigu. Loks að lifna í Blöndu Stangveiðifélag Austur-Húnvetn- inga hefur einnig Blöndu á sínum snærum. Þaðan voru ekki alveg eins góð tíðindi og úr Laxá í Refa- sveit. Síðastliðinn miðvikudag voru einungis komnir 274 laxar á land, sem er ekkert til að hrópa fyrir. Guðmundur sagði þó að svo virtist sem eitthvað væri að lifna yfir veiðinni og sl. þriðjudag fengu veiðimenn frá Sauðárkróki 23 fallega laxa, á bilinu 4 til 17 pund. „Við höfum frétt af merktum Blöndulaxi sem gekk upp í jökulá í Skagafirðinum. Blanda hefur verið svo til tær allan júlí og þá virðist fiskurinn ekki ganga upp í hana. En síðustu daga kom smá skollitur á ána og vatnið jókst í henni og þá virtist allt fara á fullt,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að vegna tregrar veiði að undanförnu væri til nóg af stöng- um í ána í ágúst. „En ég held að menn þurfi ekki að vera hræddir við ágústmánuð. Nú er búið að fylla lónið og því ætti að verða mokveiði þá,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Væn bleikja úr Svarfaðardalsá Allgóð bleikjuveiði hefur verið að undanförnu í Svarfaðardalsá, einkum hefur verið líflegt á þriðja svæði. Bleikjan er óvenju væn það sem af er, á bilinu 2-5 pund. Veiðileyfi er hægt að kaupa í verslunni Sportvík á Dal- vík og krónur, nema Skíðadalsá. kostar dagurinn 2000 1200 krónur í Reikinámskeið 2. stig! Námskeið á Akureyri dagana 25.-26. júlí. Upplýsingar gefur Eygló í síma 96-25462 og Guðrún í síma 91-33934. Guðrún Oladóttir, reikimeistari. H/óíabátar Nú er þægilegt að sigla um álinn við Leiruveginn með veiðistöng! Hjólabátaleiga - Veiðistengur - Hjól - Veiðivörur - Ánamaðkar - Spænir - Flugur - Veiðikassar-Stórirtrékassarfyrir maðka o.fl. o.fl. stöðin v/Leiruveg Svisslendingurinn „nískur á veiðina“ Marinó Jóhannsson .1 Tunguseli, formaður Veiðifélags Hafralóns- ár í Þistilfirði, segir að ekkert hafi verið veitt í Hafralónsá síðan 11. júlí, en þann dag voru dregnir sex laxar á land. Svissneskur maður hefur ána á leigu og orð- aði Marinó það svo að hann væri fremur „nískur á veiðina", sem best sæist á því að ekkert hafi verið veitt í ánni undanfarinn hálfan mánuð. En á morgun er leigutakinn væntanlegur í ána og ætla má að hann nái nokkrum löxum á land. Þetta er tíunda sumarið sem Svisslendingurinn hefur Hafralónsá á leigu. Ágætt í Húseyjarkvísl Síðustu daga hafa veiðimenn ver- ið að veiða 3-4 laxa á dag í Hús- eyjarkvísl. Ekki fréttist af veiði þar í gær, en sl. miðvikudag voru komnir á milli 80 og 90 laxar á land. í fyrra náðust rétt ríflega 100 laxar upp úr ánni þannig að ekki er hægt að kvarta yfir veið- inni það sem af er. Urriðaveiðin á silungsveiðisvæðinu hefur einn- ig verið ágæt að undanförnu og töluvert betri en undanfarin ár. Veiðileyfi á urriðasvæðið eru til sölu á hótelinu í Varmahlíð og kostar dagurinn 2300 krónur og hálfur dagur 1500 krónur. Veiðimenn Veiðileyfi í Fjarðará og Ólafsfjarðarvatni verða seld frá og með laugardeginum 18. júlí hjá Sigríði Steinsdóttur, Gunnólfsgötu 16, Ólafsfirði, sími 62146. Áin verður opnuð iaugardaginn 25. júlí. Veiðileyfi í Ólafsfjarðarvatn eru einnig seld á Hótel Olafsfjörður, sími 62400. Veiðifélag Ólafsfjarðarár. Veiöivorur fyrir alla Sport- vöru- deild Allt til veiðanna á einum stað Igi EYFJÖRÐ símar 22275 oa 25222 símar 22275 og 25222 opið á laugardögum frá kl. 9-12

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.