Dagur


Dagur - 05.08.1992, Qupperneq 1

Dagur - 05.08.1992, Qupperneq 1
Útsalan hefJt á X/fX 1 fin nmtuda HERRADEILD O Gránufélagsgötu 4 ^ Akureyri • Sími 23599^ Mynd: ÁS/Siglufirði „Síldarævintýrið“ á Siglufirði: Hátt í 10 þúsund manns í sól og sumaryl Áætlað er að 8000 gestir hafi sótt Siglu- fjörð heim um verslunarmannahelgina. Fólkið naut góðviðris og dagskráratriða „Sfldarævintýrsins,“ og stemmingin var engu lík. Tjaldborg var inn allan Hólsdal sem og á tjaldstæði bæjarins og grípa þurfti til plansins við Þormóð ramma fyrir tjald- vagna og húsbíla. Varðstjóri lögreglunnar á Siglufirði segir að um verslunarmannahelgina hafi Siglufjörður verið sem á árum áður þegar síldin óð á öllum fjörðum og vogum fyrir Norðurlandi. Boðið var upp á vönduð dagskráratriði til að minnast gömlu daganna. „Áberandi var að fólk var komið til að skemmta sér og lítið var um pústra. Á síldarárunum, í gamla daga, logaði allt í slagsmálum, en sá tími er liðinn. Nokkrir* voru þó fluttir til fangageymslu vegna ölvunar og nokkrir voru teknir vegna meints ölvunar- aksturs. Engin slys og ekkert umferðaróhapp var skráð í bækur lögreglunnar. Prúðmennska var í hávegum höfð og við getum ekki annað en hrósað því fólki sem sótti okkur heim,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Nánar um Síldarævintýriö og Halló Akur- eyri á bls. 3. ój Hafrannsóknastofnun: Mun rannsaka stærð loðnustofiisíns í október - loðnugangan djúpt norður af landinu í samræmi við spár fiskifræðinga Akureyri: Með hassmál til rannsóknar Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri er með aðkomumann í haldi sem var gripinn aðfara- nótí þriðjudags með hassmola í fórum sínum. „Þeim málum fjölgar stöðugt er tengjast eiturlyfjum. Lögregl- an rannsakar nú hassmál er kom upp á veitingahúsi í bænum. Einn gesta var tekinn með hassmola og sætir nú yfirheyrslum. Málið er á frumstigi og lítið um það að segja enn sem komið er,“ sagði Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglu- maður. ój Ólafsúörður: Umferðaróhapp við Múlagöng Um verslunarmannahelgina var þung umferð um Dalvík og Ólafsfjörð. Margir áttu Ieið til og frá Siglufirði. Umferðar- óhapp varð við munna Ólafs- fjarðarganga í Ólafsfirði, en fólk sakaði ekki. Að sögn lögregluþjóna á Dal- vík og Ólafsfirði var umferð verslunarmannahelgarinnar mikil og þung. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af tveimur öku- mönnum vegna hraðaksturs, en meintur akstur vegna ölvunar er ekki á skrá. „Arekstur varð Ólafsfjarðarmegin við göngin vegna framúraksturs. Annar bíll- inn er mikið skemmdur, en fólk slapp án meiðsla. Óhappið varð vegna misskilnings ökumanna, en ekki vegna óvarkárni," sagði talsmaður lögreglunnar í Ólafs- firði. ój Akureyri: Fengu sér blund imdirberumhimni „Verslunarmannahelgin á Akureyri var á sömu nótum sem flestar helgar sumarsins. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fólki, en ekkert mál- anna var stórt í sniðum,“ sagði Karl Kristjánsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri. Um helgina urðu nokkrir smáir árekstrar í lögsagnarumdæmi Akureyrar og á laugardag var til- kynnt um bifreiðaslys á Sval- barðsstrandarvegi gegnt Akur- eyri. Bifreið var ekið aftan á aðra og ökumaður var fluttur til sjúkrahúss til athugunar. Nokkrir voru teknir vegna hraðaksturs og þar af var einn sviptur ökuleyfi. Fjórir voru teknir vegna meints ölvunaraksturs. „Fáir gistu fanga- geymslur, en lögreglan þurfti að hafa afskipti af óvenju mörgum sem höfðu lagst til svefns undir berum himni. Já, menn voru nokkuð slompaðir og fengu fylgd til síns heima,“ sagði varðstiór- inn. ój Hafrannsóknastofnun mun ekki senda leiðangur á loðnu- miðin fyrr en í okóbermánuði og þá munu fiskifræðingarnir Sveinn Sveinbjörnsson og Hjálmar Vilhjálmsson fara á sitt hvoru skipinu til rannsókna á stærð loðnustofnsins, göng- um o.fi. Loðnugangan sem verið hefur djúpt norður af Iandinu er í samræmi við spár fiskifræðinga fyrr á árinu um það að stofninn mundi stækka. „Eftir mælingar sem gerðar voru í janúar á ársgamalli loðnu (ungfiski) sem vera ætti í veiðinni nú og hrignir aftur í vetur virðast spár okkar ætla að ganga eftir því þegar stofninn er að stækka geng- ur hann þarna norður úr og er þá veiðanlegur á þeim slóðum sem hún hefur verið að fást að undari- förnu. Loðnan verður vætnalega eitthvað á þessum slóðum áfram meðan hún er í æti en síðan fer stofninn að síga suðvestur um og upp undir Vestfirðina í ágúst- mánuði ef hann hagar sér eðli- lega,“ segir Sveinn Sveinbjörns- son fiskifræðingur. „Hins vegar dreifist hún oft í smærri torfur ofarlega í yfirborð- inu eftir þennan tíma þannig að köst bátanna hafa oft verið lítil en þó er það ekkert algild regla. Skeyti sem okkar barst frá norsku rannsóknarskipi sem statt var á 69 gráðum 27’ og 13 gráðum Vegaframkvæmdir í Öxnadal ganga samkvæmt áætlun og gott betur. Er framkvæmdum lýkur er leiðin frá Akureyri til Reykjavíkur nær öll lögð bundnu slitlagi. Hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri fengust þær upplýsingar að verktakinn, Klæðning hf., sem annast framkvæmdir í Öxnadal, Ijúki vegagerðinni í nóvember. Samkvæmt verkáætlun á ekki að skila verkinu fyrr en að ári á haustdögum. Áf hagkvæmnis- ástæðum þykir verktakanum rétt- 40’ segir að skipið hafi verið í loðnutorfu sem var um 10 mílur á lengd. Vonlaust er að spá um stærðina þar sem ekki var vitað um þéttleika torfunnar né dýpt.“ ast að ljúka verkinu í ár. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri, segir, að er hinum ýmsu vega- fræmkvæmdum Ijúki í haust og byrjun vetrar, þá eigi aðeins eftir að leggja bundið slitlag á 27 kílómetra á þjóðveginn milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Vegaspottarnir eru fjórir í þremur kjördæmum. í Hellis- tungum í Norðurárdal, á Vatns- skarði milli Skagafjarðar og Svar- tárdals og á tveimur köflum á Öxnadalsheiði,“ sagði vegamála- stjórinn. ój Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur: Hátt í 700 gestir í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfr- um nutu tjaldstæðisgestir blíðviðris um helgina þótt nokkuð kalt hefði verið á nóttunni. Áð sögn land- varða var sæmilegur svefn- friður fyrir aðra en land- verði sem þurftu stöðugt að minna á sig við suma tjald- gesti sem skemmtu sér fram undir sex á morgnanna að sögn Guðjóns Inga Eggerts- sonar. „Við vorum með svona 5- 700 manns hvcrja nótt en við erum ekki búnir að gera tölu- rnar alveg upp því við erum að ná okkur aftur eftir miklar vökur,“ sagði Guðjón Ingi Eggertsson í samtali við Dag. Mest var um fjölskyldufólk en einnig var nokkuð af ungu fólki. „Við þurftum stöðugt að vera að minna á okkur fram til sex á morgnana, föstudag og laugardag. Hér var sæmilegur svefnfriður nema kannski á syðstu flötinni," sagði Guðjón, aðspurður um ölvun á meðal tjaldgesta. „Veðrið var ljómandi gott, einhver sól alla daga, hiti 15- 18 gráður og iogn öll kvöld; það var svolítið kalt á nótt- unni,“ sagði Guðjón og bætti við að helgin hefði gengið mjög vel og slysalaust fyrir sig í þjóðgarðinum. GT Leiðin Akureyri-Reykjavík: Stuttir malarkaflar eftir í vetrarbyijun - samtals 27 kílómetrar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.