Dagur - 05.08.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 05.08.1992, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 5. ágúst 1992 li Kodak ^ Express Gæöaframköllui FYRffi ÞA SEM GERA KROFUR ^ ^Pedíomyndir^ Skipagötu 16 - Sími 23520 Hótel Húsavík: Arinbjarnarson tók sæti Einars Helgasonar sem varamanns í stjórn. óþh Húnaþing: Tveir óku út af um helgina Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi urðu sex umferðaróhöpp nú um helgina. Þar af voru í tveimur tilfellum slys á fólki. Bíll fór út af vegi í Víðidal, tvær voru í bílnum og meiddust báðar lítillega. í Langadal ók bif- hjól út af veginum og slasaðist farþegi sem var á hjólinu nokkuð. Önnur óhöpp voru minniháttar. Árekstur varð sunn- an við Víðigerði og á Hnausabrú í Þingi. Ekið var á lamb í Langadal og hestakerra valt aftan í bíl í Víðidal. sþ Blönduós: Meira en sjö tugir keyrðu of hratt Töluverð umferð var um helg- ina og líklega meiri en oft áður um verslunarmannahelgi að sögn Iögreglunnar á Blöndu- ósi. Allt gekk þó stórslysalaust fyrir sig. 75 manns voru teknir fyrir of hraðan akstur og er það ekki óeðlilega há tala miðað við þá umferð sem var þessa helgi. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Umferðin var mjög mikil og að sögn lögreglu meiri en oft áður um verslunarmannahelgina. Það tengist líklega „síldarævintýrinu" á Siglufirði en þangað streymdi mikill fjöldi manns um helgina. sþ [ dag er spáö hægri vestan- átt um norðanvert landið. Hitinn verður um 16 gráður til dala en ögn svalara verð- ur með ströndinni. Á morg- un og föstudag verða áfram hægir vestlægir vindar sam- kvæmt spá Veðurstofunnar og hitinn á svipuðum nótum sem í dag. - Baldvin Ari Guðlaugsson sýndi hryssuna fyrir dómi Fimmtíu og fjögur hross voru dæmd fyrir kynbótadómi um sl. helgi á Vindheimamelum í Skagafírði. Hrafntinna frá Dalvík, í eigu Heimis Guð- laugssonar frá Akureyri, hlaut 8,84 fyrir hæfíleika, sem er hæsta hæfíleikaeinkunn gefín á þessu ári. Kristinn Hugason, hrossarækt- arráðunautur segir að kynbóta- sýningin á Vindheimamelum hafi verið sú besta á sumrinu og svo virðist sem síðsumarssýningarnar henti betur fyrir hryssur. „Tvær sex vetra hryssur báru af öðrum hryssum sýningarinnar, þó svo að aðrar tvær hafi einnig fengið yfir átta. Venus frá Keldudal stóð efst með 8,25 í aðaleinkunn og Hrafntinna frá Dalvík hlaut 8,24. Hæfileikaeinkunn Hrafntinnu, 8,84, er hæsta hæfileikaeinkunn sumarsins. Hrafntinna er undan Hervari frá Sauðárkróki, sem er úr ræktun Sveins Guðmundsson- ar, og Hrafnkötlu frá Marbæli, sem er í eigu Rafns Arnbjörns- sonar frá Dalvík. Baldvin Ari Guðlaugsson frá Akureyri sýndi Hrafntinnu fyrir dómi,“ sagði Kristinn Hugason. Nánar verður fjallað um kyn- bótasýninguna á Vindheimamel- um á morgun sem og kappreiðar og gæðinga- og íþróttakeppni hestamannamótsins. ój Hrafntinna og Baldvin Ari Guð- laugsson á mótsstað í Lögmannshlíð fyrr í sumar. Mynd: ój Tap af rekstri Hótels Húsavík- ur hf. á síðasta ári að teknu til- liti til afskrifta og fjármagns- gjalda nam 1,4 milljón króna. Þetta kom fram á aðalfundi hótelsins sl. miðvikudag. Þetta er öllu lakari útkoma en síðustu tvö ár. Árið 1990 nam hagnaður af rekstrinum 2,5 millj- ónum króna og um 2 milljónum árið 1989. Brynjar Sigtryggsson, formað- ur stjórnar Hótels Húsavíkur, segir að þrátt fyrir lítilsháttar tap sé staða fyrirtækisins mjög sterk. Þannig sé eiginfjárstaða þess 86,5%. Félagsstofnun stúdenta byggir við Klettastíg: Seinna Mðarhúsið í byggingu - hús með 12 herbergjum boðið út í mánuðinum án skattstjóra Norðurlandsumdæmi eystra var án skattstjóra í gær. Fjármálaráðherra hefur ekki enn skipað nýjan skatt- stjóra en ráðuneytið hefur nú fjórar umsóknir um starf- ið til meðferðar. Fjármálaráðuneytið veitti þær upplýsingar í gærmorgun ð skipun fjármálaráðherra í nbættið væri á næsta leiti og meðan sinni Friðgeir Sig- urðsson störfum skattstjóra, eu hann var settur skattstjóri til síðustu mánaðamóta. Á skattstofu Norðurlandsum- dærnis eystra var hins vegar enginn skattstjóri starfandi í gær enda hafði Friðgeir lokið störfum á föstudag, síðasta vinnudegi fyrir mánaðamót. Síðdegis í gær fengust svo þær upplýsingar í ráðuneytinu að skipað yrði í embættið í síðasta lagi á morgun. JÓH Síðar í þessum mánuði verða teknar í notkun fyrstu íbúðirn- ar sem félagsstofnun stúdenta á Akureyri byggir við Kletta- stíg. Fyrsta húsið af þremur sem byggð verða á þessum stað verður þá tilbúið en i húsinu eru níu íbúðir. Framkvæmdir eru hafnar við annað sams konar hús og innan tíðar verð- ur þriðja húsið boðið út. Valtýr Hreiðarsson hjá félags- stofnun stúdenta segir að í húsi númer tvö verði níu íbúðir og ráðgerir hann að þetta hús verði tekið í notkun að ári. Fjölnir sf. byggir húsið eins og það fyrra. í þriðja húsinu verða 12 her- bergi og segir Valtýr að þegar hafi fengist lánveiting til þess húss. Hann segist vænta þess að síðar í ágústmánuði verði bygg- ing hússins boðin út og verði byggingu þess þá lokið á næsta ári. Valtýr segir að fyrstu íbúðun- um níu sé þegar búið að úthluta til nemenda í Háskólanum á Akureyri og flytja þeir fyrstu inn um 20. ágúst. JÓH Vindheimamelar: Hrafntínna sló í gegn Mesta ntildi er að ökumann sakaði ekki þegar þessi fóiksbifreið fór á toppinn í djúpan skurð við Landamót í Kinn. Mynd: Baldvin Kaldakinn: Gjörónýt bifreið eftir útafakstur vegna meints ölvunaraksturs, flestir í Vaglaskógi. Talið er að um 500 manns hafi gist skóginn þegar flest var. Nokkrir voru teknir vegna hraðaksturs, en sé litið til helgarinnar í heild má segja að verslunarmannahelgin hafi verið fremur róleg það er lýt- ur að löggæslumönnum," sagði talsmaður lögreglunnar á Húsa- vík. ój Umferð um vegi Suður-Þing- eyjarsýslu var allmikil um verslunarmannahelgina. Dag- bækur lögreglunnar á Húsavík greina frá útafkeyrslu við Norðurland eystra: Umdæmið Landamót í Köldukinn. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík var fólksbifreið ekið út af veginum syðst í Köldukinn aðfaranótt laugardags. Ökumað- ur var einn í bifreiðinni, sem fór á toppinn í djúpan skurð. Bif- reiðin er gjörónýt en ökumann sakaði ekki. „Átta ökumenn voru teknir Brynjar segir að engar stórar breytingar hafi verið á rekstri Hótels Húsavíkur f fyrra miðað við fyrri ár. Unnið sé að endur- bótum þess eins og fjárhagurinn leyfir. Stærstu hluthafar Hótels Húsa- víkur eru Húsavíkurbær (tæp 48%), Ferðamálasjóður (rúm- lega 27%), Kaupfélag Þingeyinga (tæp 13%) og Flugleiðir (tæp 13%). Stjórn Hótels Húsavíkur hf. var endurkjörin. Hana skipa auk Brynjars, Einar Njálsson, Gunnar Salomonsson, Ragnar Jóhann Jónsson, Björn Sigurðsson,»Auð- ur Gunnarsdóttir og Ólafur Steinar Valdimarsson. Kolbeinn VEÐRIÐ Tapaði 1,4 milljón á síðasta ári

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.