Dagur - 05.08.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 05.08.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 5. ágúst 1992 Fréttir Vaglaskógur eftir verslunarmannahelgina: Litlar gróðurskemmdir - en ægilegt rusl að sögn verkstjóra Blönduós: Næg vimia fyrir bygg- ingamenn til áramóta - en engin verkefni sjáanleg eftir það Flugleiðir: Sækja um lækkun á haustfargjöldum Flugleiðir hafa sótt um leyfi til að setja á markaðinn haustfar- gjöld sem eru I flestum tilfell- um Iægri en í fyrra og taka gildi mánuði fyrr en undanfarin ár, eða frá 1. september nk. Fáist leyfi verður t.d. einstakl- ingsfargjald milli Keflavíkur og Glasgow kr. 21.000, en var kr. 23.940 í fyrra. Til London yrði einstaklingsfargjald kr. 25.900, en 29.200 í fyrra og kr. 32.900 til New York samanborið við kr. 39.750 í fyrra. Með nýju fargjöld- unum kostar helgarpakkinn til London kr. 32.600, ef miðað er við tvo í herbergi í þrjár nætur. Samskonar pakki til Glasgow kostar frá kr. 26.100. Tveggja nátta helgarpakki til New York, miðað við tvo í herbergi, kostar kr. 35.300. óþh Öxarfjarðarhreppur: „Öxi“ skal hann heita Fyrir nokkru var auglýst eftir tillögum um nafn á nýjan fund- arsal Öxarfjarðarhrepps, sem áður var í eigu Kaupfélags Norður-Þingeyinga og ætíð kallaður Kaupfélagssalurinn. Fjöldinn allur af tillögum barst og fyrir valinu varð nafnið „Öxi“. Hreppsnefndarfundir og minni samkomur verða því héreftir haldnir í Öxi. óþh Frágangi og tiltekt eftir glaum og gleði í Vaglaskógi um helg- ina lýkur vonandi í dag að sögn Þorsteins Arnþórssonar, verk- stjóra hjá Skógræktinni Vögl- um í Fnjóskadal. Friður var á syðri tjaldstæðum þar sem fjöl- skyldufólk hafðist við á meðan hundruðir táninga skemmtu sér á sérstökum svæðum. „Þetta gekk bara ágætlega; það er náttúrulega ægilegt rusl á þessu unglingasvæði. Á fjöl- skyldusvæðinu sást ekki snitti," sagði Þorsteinn og bætti við að engar skemmdir hefðu verið unn- ar í skóginum. Þorsteinn gat þess að einn hefði tognað á fæti og kannaðist við að stúlka hefði ver- ið keyrð heim vegna blóðmissis. „Við vorum með öfluga gæslu hérna - tvo, þrjá gæslumenn allan sólarhringinn og björgunarsveitin var með bíl á svæðinu allan tímann. Gróðurskemmdir voru sáralitlar og minni en búast mátti við,“ sagði Þorsteinn að lokum en ruslatínsla og tiltekt stendur nú yfir. GT Næg vinna hefur verið hjá byggingamönnum á Blönduósi að undanförnu og líkur til að svo verði fram til áramóta en eftir þann tíma er alls óvíst hvað við tekur. Verið er að Ijúka frágangi á nýrri íþrótta- miðstöð á Blönduósi auk íbúða fyrir aldraða er taka á í notkun í október á komandi hausti. Þá er einnig verið að Ijúka frá- gangi á sölu- og kaupleigu- íbúðum fyrir Blönduósbæ og nokkur vinna hefur verið við frágang kirkjunnar á staðnum en bygging hennar er nú komin á lokastig. Hilmar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri trésmiðjunnar Stíganda á Blönduósi, sagði að mikið væri að gera þessa dagana og næg vinna hefði verið að undanförnu. Útlit væri fyrir verk- efni fram í desember eða út þetta ár en algjör óvissa ríkti um hvað þá tæki við. Þar sem engin ný verk væru sjáanleg. „Við vitum ekki á hverju við eigum að lifa á næsta ári ef engin breyting verður og engar ákvarðanir teknar um nýjar framkvæmdir," sagði Hilm- ar Kristjánsson. Auk framan- greindra verkefna hefur verið unnið að nokkrum smáverkefn- um á Blönduósi auk vinnu við nýtt flugskýli og eina hlöðu sem steypt var upp á sveitabæ í nágrenni Blönduóss í sumar. Hilmar kvaðst ekki muna eftir svo erfiðri atvinnustöðu hjá byggingamönnum eins og við blasti er komi fram á veturinn - að minnsta kosti ekki síðan á árinu 1967 þótt stundum hafi tæpt staðið yfir vetrartímann. Allt að 25 manns vinna að byggingaframkvæmdum hjá Stíg- anda í sumar en mun fækka í um 15 manns í haust þegar skólar hefjast en það hefur verið fastur kjarni ársmanna hjá fyrirtækinu að undanförnu. ÞI Stúlka frá Akureyri lést af slysfórum í Sviss Tuttugu og eins árs stúlka frá Akureyri, Unnur María Ríkarðsdóttir, til heimilis að Kotárgerði 10, lést á sjúkra- húsi í Sviss sl. sunnudag. Unnur María varð fyrir slysi á alheimsmóti eldri skáta í Kandersteg í Sviss sl. miðviku- dag þegar kajak, sem hún reri, hvolfdi. Hún var flutt meðvit- undarlaus á sjúkrahús, þar sem hún lést sl. sunnudag. Unnur María var fædd 22. maí 1971. Hún lætur eftir sig unnusta. óþh Ábæjarkirkja í Skagafirði: Á aimað hundruð manns í messu SI. sunnudag var árleg messa haldin að Ábæjarkirkju í Aust- urdal. Aðeins eitt sóknarbarn er í sókninni, Helgi Jónsson á Merkigili. Bauð hann fólki í kaffi að lokinni messu. Ábæjarkirkja var vígð 6. ágúst 1922 og voru þá þrír bæir í sókn- inni. Nú er aðeins einn eftir í byggð, Merkigil, og þar býr einn maður, Helgi Jónsson. Aðeins hefur verið messað einu sinni á ári um langt skeið. Messan á sunnudaginn var í tilefni af 70 ára afmæli kirkjunnar og var prestur sr. Ólafur Hall- Otruleg verðlækkun grímsson á Mælifelli. Organisti var Anna Guðmundsdóttir frá Egilsá og tóku kirkjugestir virkan þátt í messunni með kröftugum söng að sögn sr. Ólafs. Gestir voru á þriðja hundrað og hefur farið fjölgandi ár frá ári, þeir voru rúmlega hundrað í fyrra. Við messuna hélt Björn Egils- son frá Sveinsstöðum erindi um kirkjuna, og rifjaði upp minning- ar frá vígslu hennar fyrir 70 árum, en hann var þar viðstaddur þá 17 ára. Eitt barn var skírt og hefur ekki verið skírt við messu í Ábæjarkirkju frá 1956, en bæði þessi börn eru afkomendur Moniku á Merkigili. Sagði sr. Ólafur að þeir sem það mundu hefðu sagt að veðrið væri mjög svipað því sem verið hefði fyrir 70 árum. Helgi Jónsson á Merkigili bauð gestum í kaffi eftir messu og voru þar á annað hundrað manns. Hefur Helgi haft þennan háttinn á á hverju ári og tjáði blaðinu að hann myndi halda því áfram. Sl. sumur stóðu yfir lagfæring- ar á kirkjunni, hún var múrhúð- uð og máluð utan og innan og var það unnið í sjálfboðavinnu. Nú í sumar er verið að lagfæra kirkju- garðinn og fleira utanhúss. sþ Akureyri: Sirkus Arena með sýningar Sirkus Arena verður með sýn- ingar á Akureyri í kvöld, ann- að kvöld og föstudagskvöld kl. 20 og laugardag og sunnudag kl. 15 og 20. Sýningarnar verða í tjaldi sirkusins á flötinni fyrir neðan Samkomuhúsið. Listamennirnir í Sirkus Arena eru um 40 talsins og koma frá Ítalíu, Frakklandi, Sviss, Tékkó- slóvakíu, Ástralíu og írlandi. í næstu viku, nánar tiltekið 11. og 12. ágúst verður Sirkus Arena með sýningar á Húsavík. óþh Fiskmlðlun Norði irlands á Dalvík - Fisk' rerö á markat 1 vikuna 26 .07-61.681992 Tegund Hámarks- Lágmarks- Meðalverð Magn Verðmæti verð verð (kr/kg) (kg) Grálúða 78 75 76,70 4.867 373.284 Hlýri 24 20 20,58 836 17.209 Karfi 26 20 23,30 2.187 50.964 Lúða 200 200 200,00 7 1.400 Steinbítur 24 20 23,75 81 1.924 Ufsi 38 35 37,91 1.159 43.943 Ýsa 115 70 92,11 171 15.750 Þorskur 85 65 75,53 7.924 598.510 Þorskur, smár 53 51 52,85 1.185 62.629 Samtals 63,29 18.417 1.165.613 Ðagur blrtir vlkule( vorblnu »em fékkst myndun islenskra blabsln# kteHtadf) a tóflu yfli f vlkunnl ð ijávarafurbr Igjastmað f)skver& hjá F! umtan. Ntta « hefur vaxlb hn þrbun markabs ,knilblun Norbu r gort 1 IJósl þee >&um skrefum e vorfts á flakl hól rtands a Dahr s ab hlutverk g þvf sjálfsat h Narburlant k og grelnlr þar frá ftekmarkaba 1 vorb- t a& gara lesendum 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.