Dagur - 05.08.1992, Page 3
Miðvikudagur 5. ágúst 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Jafnt ungir sem gamlir fylgdust með því sem fram fór í miðbænum um heigina.
Hér er ein þeirra hljómsveita sem tróðu upp í miðbænum sl. sunnudags- Grillveislan sl. sunnudagskvöld
kvöld. þóttist takast með miklum ágætum.
Akureyri:
„Gekk framar
björtustu vonum“
„Þetta gekk framar björtustu
vonum. Þaö sem viö ætluðum
okkur gekk allt upp,“ sagði
Jakob Jónsson, einn meðlima
hljómsveitarinnar Skriðjökla
og aðstandenda hátíðarinnar
„Halló Akureyri“ um verslun-
armannahclgina.
„Það hefði mátt vera fleira fólk
í miðbænum, en hins vegar var
mikil aðsókn að dansleikjum á
skemmtistöðum bæjarins og
dæmið með pakkhúsið gekk
mjög vel upp og í það heila fór
þetta allt mjög vel fram. Ég veit
ekki annað en fólk hafi verið
mjög ánægt með þetta,“ sagði
Jakob.
Hann sagði að fjöldi Akureyr-
inga hefði tekið þátt í gleðinni,
en utanbæjarfólk hafi ekki síður
verið áberandi. „Ég held að
menn geti verið mjög sáttir við
útkomuna og vonandi verður
hægt að endurtaka þetta að ári,“
sagði Jakob.
Flestir lögðu leið sína í miðbæ-
inn við opnun hátíðarinnar sl.
föstudag og á sunnudagskvöld
þegar efnt var til grillveislu. óþh
Töluvert margir lögðu leið sína í miðbæinn á útimarkað að morgni laugar-
dags. Það kennir margra grasa á þessum borðum tveggja sölumanna frá
Dalvík. Myndir: Golli.
Siglu^örður:
Við enun
alveg í
skýjimum
- sagði Theodór
Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri Sfldar-
ævintýrisins
„Við erum alveg í skýjunum,“
sagði Theodór Júlíusson,
framkvæmdastjóri Síldar-
ævintýrisins á Siglufírði, þegar
hann var inntur eftir því hvern-
ig til hefði tekist um helgina.
í gær var unnið að því að taka
til í bænum og sagði Theodór
umgengni hafa verið til hreinnar
fyrirmyndar. „Það var ótrúlegt
að fara um tjaldsvæðin eftir að
fólkið fór. Ég get varla sagt að
þar hafi sést sígarettustubbur,“
sagði Theodór.
Talið er að fast að tíu þúsund
manns hafi tekið þátt í Síldar-
ævintýrinu þegar flest var sl.
laugardag. Þetta telja forsvars-
menn hátíðarinnar sig hafa fund-
ið út með því að skoða fjölmarg-
ar ljósmyndir sem voru teknar f
miðbænum þann dag. „Við
klipptum saman ljósmyndir til
þess að sjá mannmergðina í einni
heild og við teljum okkur geta
fullyrt að hér voru ekki undir tíu
þúsund manns,“ sagði Theodór.
Þrátt fyrir þennan gífurlega
mannfjölda héldu menn sér á
mottunni og til marks um það
gistu aðeins sjö fangageymslur
lögreglunnar.
„Það er gaman að geta þess að
um 650 manns, að börnum
undanskildum, tóku þátt í messu
uppi í Hvanneyrarskál að morgni
sunnudags," sagði Theodór. óþh
Nikkurnar þandar og Landleguvalsinn sunginn með tilþrifum!
Eldgleypirinn mætti á staðinn og
sýndi listar sínar.
Síldarsöltunarkonurnar drógu ekkert af sér við söltunina, enda ball um
kvöldið og því um að gera að koma silfri hafsins í tunnurnar sem fyrst.
Mikiil fjöldi fólks fylgdist með sfldarsöltuninni á Drafnarplani bæði á laug-
ardag og sunnudag. A laugardag er talið að hafi verið hátt í 10 þúsund manns
í miðbænum og óhætt er að segja að Siglufjörður hafi iðað af mannlífi.
Myndir: ÁS/Siglufirði.