Dagur - 05.08.1992, Side 5

Dagur - 05.08.1992, Side 5
Miðvikudagur 5. ágúst 1992 - DAGUR - 5 » & „Engin sátt getur orðið um þessa niðurstöðu“ - segir Halldór Ásgrímsson, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aflaheimildir á næsta fiskveiðiári Sanikvæmt útreikningum Sjáv- arútvegsráðuneytisins verður heildaraflamark á næsta físk- veiðiári 408.637 tonn í stað 429.948 tonna á yfirstandandi fískveiðiári. Samdrátturinn er því 4,96% á milli áranna. Ef sú leið hefði verið farin að úthluta aflaheimildum Hagræðingar- sjóðs eins og sjávarútvegsráð- herra lagði til hefði heildar- aflamark orðið 420.506 tonn og skerðingin á milli fískveiði- áranna aðeins orðið 2,20%. Skerðingin kemur einnig mjög misjafnlega niður eftir lands- hlutum. Aflaskerðingin verður mest á Vestfjörðum eða alls 8,81% á meðan skerðing á Suðurlandi verður aðeins 0,20% og 0,59% í Reykjavík. Næst mest skerðing verður á Norðurlandi eystra eða 7,44% og aflaskerðing á Vesturlandi verður 7,14%. Þá missa íbúar Norðurlands vestra 6,47% af sjávarafla sínum og Austfirðing- ar 6,25%. Ef aflaheimildum Hagræðingarsjóðs hefði verið deilt út í réttum hlutföllum við aflamagn hvers landshluta hefðu aflaheimildir í Reykja- vík aukist um 3,56% og 3,03% á Suðurlandi en þar vega Vest- mannaeyjar að sjálfsögðu þyngst. Halldór Ásgrímsson, alþingis- maður og fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra, sagði að niður- stöður ákvörðunar ríkisstjórnar- innar þýddu aflaaukningu all- margra skipa - þeirra skipa sem hefðu mestan hluta fiskveiði- kvóta síns í öðrum tegundum en þorski á meðan afli dragist saman hjá öðrum. Þetta þýði því mikla misskiptingu á aflaheimildum á milli byggðarlaga þar sem Suður- og Suðvesturland fari best út úr hlutunum á móti verulegri skerð- ingu annarsstaðar á landinu. Engin sátt gæti því orðið um þessa niðurstöðu og ótrúlegt að þeir sem að ákvörðuninni stóðu hafi í raun gert sér grein fyrir hver áhrif hennar myndu verða. í bókun frá fundi ríkisstjórnar- innar segir að ríkisstjórnin sam- þykki að fela Byggðastofnun að gera rækilega athugun á áhrifuin þorskbrests á einstök byggðariög og svæði og vinna álitsgerð um þær ráðstafanir sem mögulegar séu til að milda það áfall sem af þorskbresti leiðir. Halldór Ásgrímsson sagði að Byggða- stofnun hefði enga möguleika til þess að styrkja þá aðila eða svæði sem mest hafi misst og benti á að hún réði ekki yfir Hagræðingar- sjóði. Hlutverk hans hafi nánast verið eyðilagt með lagabreytingu á síðastliðnum vetri og í greinar- gerð með lagabreytingunni hafi verið vísað til þess að Byggða- stofnun eigi að taka við hlutverki hans þótt hún hafi enga getu til þess. „Mér sýnist að búið sé að úti- loka notkun Hagræðingarsjóðs til jöfnunar og forsætisráðherra hef- ur nú Iýst því yfir að hann segi af sér ef einhverjar þvinganir komi utan af landi í þá átt að málefni sjóðsins verði tekin upp að nýju. Því sé því ég enga aðra leið en að hann standi við þau orð og fari frá. Einnig er ljóst að illt er orðið á milli einstakra manna innan ríkisstjórnarinnar vegna þessa máls. Margar raddir heyrist nú úr herbúðum stjórnarliðsins þótt lít- ið sé um samhljóm þeirra í milli og söngurinn ekki áheyrilegur," sagði Halldór Ásgrímsson. Halldór sagði ennfremur að þjóðin standi nú frammi fyrir mjög einkennilegu ástandi. Sú staða sé komin upp að ekkert samband hafi verið haft við full- trúa þeirra aðila sem annist rekst- ur atvinnufyrirtækja í sjávarút- vegi og því sýnt að þau eigi engin önnur úrræði en að bindast sam- tökum til að krefja ríkisstjórnina um sanngjarna niðurstöðu í fisk- veiðimálunum. Tölur um afla- skerðingu og mismun á milli ein- stakra útvegsaðila og byggðarlaga séu of sláandi til þess að ekkert verði að gert. Eðlilega sé útkom- an verst á Vestfjörðum og norðanverðu landinu sem komi til vegna þess að þorskurinn hafi verið stærra hlutfall af heildarafla í þessum landshlutum en á Suð- ur- og Suðvesturlandi. Hvað þátt sjávarútvegsráð- herra varðar sagði Halldór Ásgrímsson að hann hafi tekið þann kostinn að sitja áfram en spurningin sé eftir sem áður sú hvort þingmenn Sjálfstæðis- flokksins af landsbyggðinni sætti sig við þau málalok sem nú liggi fyrir gagnvart einstökum byggð- arlögum. Þeir eigi eftir að kynna umbjóðendum sínum þessar breytingar sem hafi vafalaust margt við þær að athuga. „Matthías Bjarnason hefur sagt að hann ætli að láta á það reyna hvort breytingar náist fram. Hann hefur þó áður gefið slíkar yfirlýsingar en verið barinn niður af forystusveit þingflokks- ins með forsætisráðherra í broddi fylkingar,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Um þátt Alþýðu- flokksins í þessum „sumarleikj- um“ ríkisstjórnarinnar sagði Halldór að alþýðuflokksmenn væru alltof uppteknir af því að selja veiðiheimildir og skipti þá engu máli við hvaða ástand væri að eiga í þjóðfélaginu. Þeir gætu undir engum kringumstæðum vikið frá því „prinsippi“. Halldór varpaði síðan þeirri spurningu fram á hvern hátt ætti að selja hluti sem enginn gæti borgað fyr- ir og kvaðst ekki sjá á hvern hátt sjávarútvegurinn gæti tekið á sig nýjar álögur í dag. Hugsanlega væru til einstök vel rekin fyrir- tæki í sjávarútvegi sem skilað gætu einhverju í ríkissjóð með þeim hætti en langflest útgerðar- fyrirtæki í landinu hefðu enga aðstöðu til þess eins og málum sé komið í dag. Halldór lagði áherslu á að nú yrði að efla framleiðni og verð- mætasköpun í landinu í stað hinnar stöðugu umræðu um sam- drátt á öllum sviðum. Hún gerði ekkert annað en auka á það von- leysi sem nú væri farið að skjóta Halldór Asgrímsson. rótum og vaxa í landinu og mundi fyrirsjáanlega aukast að mun í flestum landshlutum vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar í fiskveiðimálunum ef ekkert verði að gert til þess að milda skerðing- una og jafna hana á milli byggða. ÞI Einingarfélagar Ferð aldraðra Einingarfélaga verður farin laug- ardaginn 15. ágúst nk. Farið verður frá Alþýðuhúsinu Skipagötu 14 kl. 9.00. Ekið verður út með Eyjafirði um Ólafsfjörð að Hólum í Hjaltadal og snæddur þar hádegisverð- ur. Þaðan verður haldið til Sauðárkróks og litast þar um. Frá Sauðárkróki verður farið að Goð- dölum í Vesturdal með viðkomu á Glaumbæ, Varmahlíð og e.t.v. fleiri stöðum. Frá Goðdölum verður síðan haldið heim á leið um Öxnadalsheiði. Fargjald er kr. 1000 og skráning í ferðina er til 13. ágúst. Ferðanefnd. » ►

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.