Dagur - 05.08.1992, Page 7
6 - DAGUR - Miðvikudagur 5. ágúst 1992
Miðvikudagur 5. ágúst 1992 - DAGUR - 7
ÍÞRÓTTIR
1. deild
Valur
UBK
ÍA
Þróttur N.
Stjarnan
KR
Þór
Höttur
kvenna
7 6-0-1 21: 4 18
6 5-1-0 27: 4 16
6 4-1-1 19: 5 13
8 4-0-4 18:29 12
5 2-1-2 13: 6 7
7 1-1-5 8:22 4
6 1-0-5 2:16 3
7 1-0-6 5:27 3
2. deild kvenna B
KA-Leiftur 12:0
Dalvík-KS 0:1
KS-Tindastóll 1:1
KA 5 5-0-0 34: 2 14
KS 6 3-1-2 11: 7 10
Dalvík 5 2-0-3 5: 7 6
Tindastóll 5 2-1-2 8: 9 4
Leiftur 5 0-0-5 2:35 0
1. deild karla
ÍA
Þór
KR
Fram
Valur
FH
Víkingur
KA
UBK
ÍBV
12 8-3-1 21:11 27
12 6-4-2 14: 6 22
12 6-3-3 19:13 21
12 6-1-5 20:16 19
12 5-4-3 21:14 19
12 4-4-4 17:19 16
12 4-3-5 17:18 15
12 2-4-6 14:22 10
12 2-3-7 6:15 9
12 2-1-9 11:26 7
Markahæstir:
Valdimar Kristófersson, Fram 9
Arnar Gunnlaugsson, ÍA 7
Bjarni Sveinbjörnsson, Þór 6
Antony Karl Gregory, Val 6
Gunnar Már Másson, KA 6
Atli Einarsson, Víkingi 6
2. deild karla
Fylkir
ÍBK
Grindavík
Þróttur R.
Leiftur
Stjarnan
ÍR
Víðir
BÍ
Sclfoss
12 10-0-2 28:1130
11 7-3-123:1124
11 5-1-517:1716
11 5-1-515:2016
11 4-3-419:1215
12 4-3-517:1615
11 3-5-312:1614
11 2-4-5 11:1410
11 2-4-5 14:25 10
11 0-4-710:26 4
Markahæstir:
Þorlákur Árnason, Leiftri 13
Óli Þór Magnússon, ÍBK 10
Indriði Einarsson, Fylki 8
Kristinn Tómasson, Fylki 8
3. deild karla
Tindastóll 12 11-1-0 40:14 34
Grótta 12 6-4-2 16:12 22
Þróttur N. 12 54-3 29:2419
Haukar 12 5-4-3 24:20 19
Völsungur 12 4-3-5 15:21 15
Magni 12 4-2-6 17:14 14
Dalvík 12 4-1-7 20:22 13
Skallagrímur 12 3-3-6 25:24 12
Ægir 12 2-4-5 11:24 10
KS 12 3-0-914:35 9
Markahæstir:
Bjarki Pétursson, Tindastóli 11
Kristján Brooks, Gróttu 10
Goran Micic, Þrótti N. 9
Sverrir Sverrisson, Tindastóli 8
Kristján Svavarsson, Þrótti N. 7
Guðmundur V. Sigurðss., Hauk. 7
Knattspyrna:
Púlsinn tekinn fyrir lokasprettinn
Níels Hólm Sigurðsson er geysiefnilegur tennisleikari. Hann stefnir að því að
komast á styrk hjá háskóla í Bandaríkjunum. Hér er hann með Islandsbik-
arinn sem hann vann á dögunum. Mynd: Goiii
Ómar Halldórsson vann í keppni með forgjöf. Spilaði stórvel og er mjög
efnilegur golfari. Mynd: sv
sambandi við meiðsli og leik-
bönn. Ef ein dettur út eru strax
orðin vandræði.“
2. deild kvenna:
Tinna Óttarsdóttir, fyrirliði KA:
„Gengið hefur verið mjög gott í
sumar. Andstæðingarnir hafa að
vísu ekki verið sterkir len við
stefnum ótrauðar á sæti í fiyrstu
deild að ári. Við gerum okkur að
vísu ekki grein fyrir mögiileikun-
um þar eð við höfum ekkbséð lið-
in fyrir sunnan spila.“
Baldur Benonýsson, þjálfari KS:
„Við erum ekki mjög ánægð hér
því við höfum tapað átta stigum
og þar af fimm hér á heimavelli.
Við hefðum viljað gera betur því
við höfum ágætu liði á að skipa.“
Valdimar Pálsson, þjálfari Dal-
víkinga: „Ég held að þegar á
heildina er litið geti ég ekki ann-
að en verið ánægður. Þetta hefur
verið svona upp og ofan. Við höf-
um verið að vinna leiki þar sem
við höfum verið verri aðilinn en
hins vegar tapað unnum leikjum.
Efniviðurinn hér er nægur og því
engin ástæða til þess að kvarta.“
Inga Dóra, Ieikmaður > Tinda-
stóls: „Þetta hefur verið svona
upp og ofan hjá okkur í sumar og
ég held að við getum bara vel við
unað. Við erum með mjögiungt
lið, blöndu af öðrum- og meist-
araflokki, svo framtíöin: er
björt.“
Friðrik Einarsson, þjálfafi Léift-
urs: „Staðan er ekki vænleg og
lítið annað hægt að segja. Við
horfum reyndar fram á bjartari
tíð þar sem við erum með yiigsta
liðið í riðlinum. Stelpumar eru
nýbyrjaðar að æfa og verða að
vera þolinmóðar." SV
Golf:
Coka Cola
mótið
Helgina 25.-26. júlí fór fram
Opna Coka-Cola goll'inótið í
Ólafsfirði. Leiknar voru 18
holur með og án forgjafar í
karla- og unglingaflokki. Sig-
urvegari hvers flokks fékkj auk
glæsilegra verðlauna, kassa af
Coka-Cola. Þá var veittur
kassi af því sama fyrir Jengsta
upphafshögg á 1. braut og
hlaut Bergur Rúnar Björns-
son, GÓ, þau verðlaun. Högg
hans mældist 250 metrar. Ólaf-
ur Gylfason, GA, var næst
holu á 8. braut í upphafshöggi,
222 sm, og hlaut hann fímm
kassa af Coka-cola. Úrslit úrðu
eftirfarandi.
Karlar - án forgjafar: högg
1. Þórhallur Pálsson, GA 70
2. Bergur R. Bjórnsson, GÓ 72
3. Ólafur Gylfason, GA 76
Karlar - með forgjöf:
1. Bergur R. Björnsson, GÓ 61
2. Þórhallur Pálsson, GA 65
3. Þröstur Sigvaldason, GÓ 66
Unglingar - án forgjafar:
1. Davíð Jónsson, GÓ 91
2. Arnar S. Rafnsson, GHD 91
3. Björgvin Björgvinsson, GHD 101
Unglingar - með forgjöf:
1. Arnar S. Rafnsson, GHD 55
2. Davíð Jónsson, GÓ 60
3. Björgvin Björgvinsson, GHD 65
Baráttan í 3. deildinni er geysihörð og þeir félagar Nói Björnsson, þjálfari Magna og Guðjón Guðmundsson, þjálf-
ari Dalvíkur, eiga góðan möguleika á að halda sínum liðum í deildinni. Mynd: kk
á stöðu síns liðs?
asta leik þá get ég ekki annað en
verið ánægður. Við höfum átt í
meiðslum og menn eru að kom-
ast á fullt aftur. Við erum bjart-
sýnir og ef við höldum sömu bar-
áttu og undanfarið þá er engu að
kvíða.“
3. deild karla:
Guðbjörn Tryggvason, þjálfari
Tindastóls: „Þetta hefur gengið
mjög vel og ég er bara hinn
ánægðasti. Við höfum varla
áhyggjur af hinum liðunum. Ég
veit ekki hvað verður með mig
næsta sumar. Ég fékk frí í eitt
sumar til þess að koma hingað að
þjálfa. Framhaldið hefur ekki
verið rætt.“
Sigmundur Hreiðarsson, aðstoð-
arþjálfari Völsungs: „Það er ekki
margt um frammistöðu okkar að
segja. Við höfum verið að spila
langt undir getu og verðum að
fara að taka okkur á. Það er orð-
ið ansi langt í toppliðin en um
leið stutt niður á botninn.“
Nói Björnsson, þjálfari Magna:
„Staðan er að lagast en þetta er
svo jafnt að allt getur farið í hnút
aftur með einum sigurleik hjá
neðstu liðunum. Við þurfum eina
tvo sigurleiki enn til þess að
tryggja okkur.“
Guðjón Guðmundsson, þjálfari
Dalvíkinga: „Þetta er búið að
ganga ver en maður átti von á og
það eru margir orsakavaldar. Við
höfum verið að lenda í meiðslum
og öðrum slíkum áföllum. Það er
hörð barátta framundan á botn-
inum og við erum staðráðnir í því
að stefna upp á við eftir góðan
sigur í síðustu umferð.“
Hafþór Heimisson, leikmaður
KS: „Okkur líst ekkert allt of vel
á stöðuna. Við erum neðstir eins
og er en höfum ekki gefið upp
alla von þar eð þetta er mjög
jafnt á botninum. Við eigum eftir
að fá Dalvík og Skallagrím heim
svo við reynum að vera bjartsýn-
ir.“
1. deild kvenna:
Valgerður Jóhannesdóttir, fyrir-
liði Þórs: „Staða okkar er ekkert
sérstök en við höfum verið
óheppnar í sumum leikjum
okkar. Við höfum mjög lítinn
hóp og megum ekki við neinu í
- hvernig líst þeim
Þórsstúlkur eiga erfiðan róður framundan og þær þurfa á öllu sínu að halda
til þess að falla ekki í 2. deild. Mynd: Goiii
Nú þegar síga fer á seinni hluta
knattspyrnunnar í sumar og
línur eru örlítið farnar að skýr-
ast er tilvalið að heyra í í leik-
mönnum og þjálfurum hvernig
þeim lítist á stöðu síns liðs.
í þriðju deildinni leika mörg
lið á Norðurlandi og er spennan
þar að verða mjög mikil. Þegar
18 stig eru eftir í pottinum eru
Tindastólsmenn efstir með 34
stig, 15 stigum meira en þau lið
sem eru í þriðja til fjórða sæti og
önnur deildin því í sjónmáli. Bar-
áttan á botninum er mun harðari
og staða liðanna mjög jöfn.
Neðstir eins og er eru KS-ingar
en Ægismenn eru rétt fyrir ofan
þá.
Leiftur siglir lygnan sjó í annarri
deildinni en staðan er fljót að
breytast og haldi liðið áfram að
leika jafnvel og í síðasta leik get-
ur allt gerst. Botninn er heldur
ekki langt undan.
Akureyrarliðin leika bæði í
fyrstu deild karlaboltans og er
gengi félaganna ólíkt. Þórsarar
geta væntanlega vel við unað en
staða KA-manna er ekki góð.
Hjá stúlkunum eru Þórsarar í
næstneðsta sæti fyrstu deildar en
KA er efst í sínnum riðli í annarri
deild.
1. deild karla:
Bjarni Sveinbjörnsson, fyrirliði
Þórs: „Við erum ánægðir og get-
um varla annað. Þetta er alveg í
samræmi við það sem við ætluð-
um okkur í vor. Við höfðum all-
an tímann trú á því að við gætum
þetta og nú er stefnan bara sett á
titilinn."
Gunnar Gíslason, þjálfari KA:
„Það er ljóst að staðan er ekki
góð og við höfum verið að spila
illa. Spilamennskan hjá liðinu er
í heildina mjög léleg og við verð-
um að fara að gera eitthvað í
málunum og það strax.“
2. deild karla:
Marteinn Geirsson, þjálfari
Leifturs: „Ef ég tek mið af síð-
Ómar og Sigurður
unnu Víkingbruggmótið
- Erla Adólfsdóttir var best kvenna
Hjá Golfklúbbi Akureyrar var
haldiö Víkingbruggmót á
föstudag og laugardag. Keppt
var í einum opnuin flokki, með
og án forgjafar. Ymis önnur
verðlaun voru veitt á mótinu.
Sigurvegarar urðu þeir Ómar
Halldórsson, í keppni með
forgjöf, og án forgjafar varð
Sigurður Ringsted efstur eftir
mikla báráttu. Verðlaun gaf
verksmiðjan Víkingbrugg.
Fyrst kvenna varð Erla Adólfs-
dóttir á 139 högggum, önnur Ás-
rún Stefánsdóttir á 143 höggum
og þriðja Jónína Pálsdóttir á 145
höggum. Sérstök verðlaun átti að
veita í unglingaflokki og þar sem
þeir Ómar Halldórsson og Bjarni
G. Bjarnason unnu til verðlauna
í opna flokknum fengu þeir Axel
Árnason og Ingvi Rafn Guð-
mundsson sérstök verðlaun fyrir
gott skor unglinga.
Næst holu fóru þau Erla
Adólfsdóttir og Ólafur Hilmars-
son.
Án forgjafar:
1. Sigurður H. Ringsted 151 högg
2. Þórhallur Pálsson 152 högg
3. Ólafur Gylfason 153 högg
Með forgjöf:
1. Ómar Halldórsson 128 högg
2. Bjarni G. Bjarnason 133 högg
3. Kjartan Fossberg 135 högg
Tennis:
Níels Hólm íslandsmeistari
- fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur verið
búsettur í Svíþjóð frá 1981
Ungur Akureyringur, Níels
Hólm Sigurðsson, nú búsettur
í Svíþjóð; gerði sér lítið fyrir
og varð Islandsmeistari í ein-
liðaleik unglinga í tennis, tví-
liðaleik unglinga og tvíliðaleik
karla. Hann sigraði einnig í
einliðaleik unglinga á Víkings-
mótinu sem haldið var fyrir
skömmu. Níels æfir sex sinn-
um í viku og stefnir að því að
komast á háskólastyrk í
Bandaríkjunum eftir að hann
hefur lokið menntaskólanámi í
Svíþjóð.
„Eg kom hingað bæði til þess
að keppa og hitta fjölskylduna,“
sagði hinn 16 ára Níels Hólm,
nýkrýndur íslandsmeistari í
tennis. Níels flutti til Svíþjóðar,
ásamt fjölskyldunni, árið 1981.
Hann byrjaði að æfa tennis fyrir
þremur árum en byrjaði að spila
nokkru fyrr. Frá áramótum segist
hann hafa æft fimm til sex sinnum
í viku og um helgar er oftast
keppni. „Þetta eru um 40 mót á
árinu sem ég tek þátt í, þannig að
það má segja að það sé mót um
hverja helgi," sagði Níels. „Ég bý
rétt fyrir utan Stokkhólm og flest
mótin eru í grennd við mig. Ég
keppi ekkert erlendis og þetta
var í fyrsta skipti sem ég spila
hérna heima.“
Að sögn Níelsar er tennis frek-
ar dýr íþróttagrein. „Góður spaði
kostar fimmtán til tuttugu þús-
und krónur og maður þarf að
eiga tvo til þrjá því þræðirnir
slitna oft og þá þarf maður að
eiga til skiptanna," sagði Níels.
Hann sagðist hafa lokið grunn-
skólaprófi síðastliðið vor og ætla
í einhvers konar viðskiptafræði.
Það tekur þrjú ár og þá stefnir
hann að því að komast á styrk hjá
bandarískum háskóla. „Það eru
mikilar líkur á því að hægt sé að
komast að hjá einhverjum skóla
og ég stefni að því að standa mig
vel og þá aukast líkurnar á því að
ég komist að hjá góðum skóla,“
sagði Níels.
Aðspurður um íslandsmeist-
aratitilinn sagðist Niels ekkert
hafa gert sér grein fyrir því
hvernig myndi ganga og var mjög
ánægður með árangurinn.
Flugleiðir hafa styrkt Níels í
keppnum erlendis og kostuðu
hann hingað heim í þetta skipti.
Góðar líkur eru á því að hann
geri samning við Pro Kennex á
Akureyri og fái þar keppnisspaða
og allan fatnað. SV
Frjálsar íþróttir:
Ums. Norður-Þingeyinga
Ungmennasamband Norður-
Þingeyinga hélt mót í frjálsum
íþróttum helgina 18.-19. júlí.
Úrslit eru eftirfarandi:
Öldungamót karla UNÞ:
Spjótkast:
1. Kristján Hermannsson, UMFL 31,04
2. Jón Guðnason, UMFS 28,64
Kringlukast:
1. Karl S. Bjömsson, UMFÖ 29,10
2. Grímur Ö. Grímsson, UMFS 25,70
Kúluvarp:
1. Grímur Ö. Grímsson, UMFS 9,16
2. Jón Guðnason, UMFS 9,02
100 m hlaup:
1. Helgi Árnason, UMFS 13,70
2. Kristján Hermannsson, UMFL 14,50
Langstökk:
1. Helgi Árnason, UMFS 4,88
2. Jón Grímsson, UMFS 4,18
Úrslit öldunga 1992:
1. Umf. Snörtur 67 stig
2. Umf. Langnesinga 31 stig
Öldungamót kvenna UNÞ:
Kringlukast:
1. Guðnv M. Sigurðard., UMFÖ 22,30
2. Erla Óskarsdóttir, UMFÖ 21,56
Spjótkast:
1. Erla Öskarsdóttir, UMFÖ 19,82
2. Sigurlína J. Jóhannesd., UMFS 19,73
Kúluvarp:
1. Erla Öskarsdóttir, UMFÖ 8,21
2. Guðný M. Sigurðardóttir, UMFÖ 7,96
Langstökk:
1. Guðný M. Sigurðardóttir, UMFÖ 3,58
2. Sigurlína J. Jóhannesd., UMFS 3,33
100 m hlaup:
1. Guðný M. Sigurðard., UMFÖ 16,01
2. Sigurlína M. Jóhannesd., UMFS 17,38
Úrslit öldunga 1992:
í. Umf. Öxfirðinga 50 stig
2. Umf. Snörtur 48 stig
Unglingamót UNÞ:
60 m hiaup hnokka:
1. Guðni Steinarsson, UMFA 9,96
2. Jóel I. Sæmundsson, UMFL 10,10
Kúluvarp:
1. Einar M. Einarsson, UMFS 5,27
2. Guðmundur A. Guðmundss., UMFL 5,09
600 m hlaup:
1. Albert J. H. Sigurðsson, UMFL 22,05
2. Jóel I. Sæmundsson, UMFL 2,08
Langstökk:
1. Albert Sigðursson, UMFL 3,57
2. Guðni H. Jónsson, UMFS 3,28
60 m hlaup táta:
1. Petra H. Garðarsdóttir, UMFS 9,59
2. Arnþrúður E. Garðarsd., UMFÖ 10,53
Langsfökk:
1. Petra H. Garðarsdóttir, UMFS 2,99
2. Guðrún H. Jónsdóttir, UMFS 2,99
600 m hlaup:
1. Petra H. Garðarsdóttir, UMFS 2,27
2. Heiðbrá Björnsdóttir, ÚMFS 3,80
Kúluvarp:
1. Petra H. Garðarsdóttir, UMFS 3,91
2. Guðrún H. Jónsdóttir, UMFS 3,80
60 m hlaup stráka:
1. Arnór Kristjánsson, UMFL 9,03
2. Einar A. Helgason, UMFS 9,20
800 m hlaup:
1. Einar A. Helgason, UMFS 2,51
2. Arnór Kristjánsson, UMFL 2,52
Langstökk:
1. Einar A. Helgason, UMFS 4,22
2. Arnór Kristjánsson, UMFL 4,05
Kúluvarp:
1. Björn Ragnarsson, UMFAu 7,50
2. Tryggvi H. Sigurðsson, UMFLh 7,43
60 m hlaup stelpna:
1. Hulda Asbjörnsdóttir, UMFAu 9,74
2. Kristín Ö. Stefánsdóttir, UMFS 9,75
800 m hlaup:
1. Dýrleif Pétursdóttir, UMFS 3,07
2. Kristín Ö. Stefánsdóttir, UMFS 3,12
Kúluvarp:
1. Heiðdís D. Eiríksdóttir, UMFL 6,75
2. Sigríður Níelsdóttir, UMFL 5,76
Langstökk:
1. Dýrleif Pétursdóttir, UMFS 3,56
2. Örk Guðmundsdóttir, UMFL 3,32
100 m hlaup piltar:
1. Öskar Grímsson, UMFS 13,73
2. Ragnar Skúlason, UMFA 13,85
800 m hlaup:
1. Ragnar Skúlason, UMFA 2:55,96
2. Andri H. Jónsson, UMFS 2:55,98
Kúluvarp:
1. Ragnar Skúlason, UMFA 9,28
2. Öskar Grímsson, UMFS 8,70
Langstökk:
1. Öskar Grímsson, UMFS 4,60
2. Andri H. Jónsson, UMFS 4,06
Kúluvarp telpna:
1. Auður Aðalbjarnardóttir, UMFÖ 6,57
2. Elísabet Gunnarsdóttir, ÚMFS 6,04
Langstökk:
1. Hafrún Björnsdóttir, UMFL 4,10
2. Helga S. Jónasdóttir, UMFAu 3,71
800 m hlaup:
1. Hafrún Björnsdóttir, UMFL 2,42
2. Guðlaug R. Jónasdóttir, UMFL 3,18
100 m hlaup:
1. Hafrún Björnsdóttir, UMFL 14,46
2. Auður Aðalbjarnardóttir, UMFÖ 15,01
Úrslit unglinga 1992:
1. Umf. Snörtur 175 st
2. Umf. Langnesinga 145 st
Sveina- og meyjamót UNÞ:
Kringlukast mevja:
1. Rebekka K. Garðarsdóttir, UMFS 17,15
2. Helga S. Jónasdóttir, UMFAu 17,07
Hástökk:
1. Nína Sæmundsdóttir, UMFL 1,35
2. Hafrún Björnsdóttir, UMFL 1,35
Langstökk:
1. Rebekka K. Garðarsdóttir, UMFS 4,07
2. Helga S. Jónasdóttir, UMFAu 3,71
Kúluvarp:
1. Ölöf H. Matthíasdóttir, UMFLh 6,59
2. Auður Aðalbjarnardóttir, UMFÖ 6,57
100 m hlaup:
1. Hafrún Björnsdóttir, UMFL 14,46
2. Auður Aðalbjarnardóttir, UMFÖ 15,01
Spjótkast:
1. Auður Aðalbjamardóttir, UMFÖ 23,41
2. Ólöf H. Matthíasdóttir, ÚMFLh 21,08
800 m hlaup:
1. Dýrleif Pétursdóttir, UMFS 3,07
2. Kristín Ó. Stefánsdóttir, UMFS 3,12
Þrístökk sveina:
1. Bergur Guðmundsson, UMFAu 11,22
2. Hjörtur B. Halldórsson, UMFÖ 11,18
800 m hlaup:
1. Davíð B. Halldórsson, UMFÖ 2.22
2. Ingólfur Prastarson, UMFLh 2,27
100 m hlaup:
1. Bergur Guðmundsson, UMFAu 12,73
2. Hjörtur B. Halldórsson. UMFÖ 12,90
Kúluvarp:
1. Bjarki V. Garðarsson, UMFS 10,21
2. Davíð B. Halldórsson, UMFÖ 9,35
Langstökk:
1. Bergur Guðmundsson, UMFAu 5,87
2. Ingólfur Prastarson, UMFLh 5,58
Spjótkast:
1. Hjörtur B. Halldórssson, UMFö 33,93
2. Bergur Guðmundsson, UMFAu 32,16
Kringlukast:
1. Hjörtur B. Halldórsson, UMFÖ 30,20
2. Bjarki V. Garðarsson, UMFS 29,58
Hástökk:
1. Davíð B. Halldórsson, UMFÖ 1,55
2. Bergur Guðmundsson, UMFAu 1,55
Úrslit sveina og meyja 1992:
1. Umf. Öxfirðinga 81 stig
2. Umf. Snörtur 71 stig
Skíðaferð:
SRA á Snæfellsjökul
Skíðaráð Akureyrar ætlar að
efna til skíðaferðar á Snæfells-
jökul dagana 20.-23. ágúst.
Stefnt er að því að fara iimmtu-
daginn 20. ágúst klukkan 17.00
og koma á sunnudagskvöld
þann 23.
Aðstæður til skíðaiðkunnar eru
mjög góðar á jöklinum og er reikn-
að með að gist verði í skóla eða
þá að tjaldið verði tekið með að
heiman. Óskað er eftir aðstoð
foreldra við að koma fólkinu á
staðinn og sjá um að allt fari vel
fram. Allur kostnaður verður í
lágmarki og ætti hann að liggja
fyrir nú þegar. Allar upplýsingar
fást hjá SRA í símum (96)
22722 Og 22930. (Fréttatilkynning)