Dagur - 05.08.1992, Side 11
Miðvikudagur 5. ágúst 1992 - DAGUR - 11
Tónlist
Tilraun með djass
Djasslíf á Akureyri er engan veg-
inn það, sem vera mætti - og ætti.
í bæ, sem státar af tónlistarskóla,
þar sem hundruð nemenda sækja
nám í hljóðfæraslætti á vetri
hverjum og sem hefur á að skipa
kennaraliði, sem í ýmsu hefur
sannað ágæti sitt, ætti að vera
hægt að gera betur. í bæ, þar sem
starfar hljómsveit, sem er í raun
á sinfóníustigi og sem er í fram-
för ár af ári, ætti að vera unnt að
koma á djassflokkum af ýmsu
tagi.
Það kveður meira að segja svo
rammt að deyfðinni á sviði
jassins, að stórsveit Tónlistar-
skóla Akureyrar hélt enga tón-
leika á nýliðnu starfsári skólans.
Hún, framvörður jasstónlistar-
innar á Akureyri, virðist hafa lagt
upp laupana í það minnsta að
sinni. Ekki þarf að ræða djass-
klúbbinn. Hann hefur ekki látið í
sér heyra svo lengi, að menn
hljóta að ætla, að hann sé allur.
Það er fagnaðarefni, þegar svo
er ástatt um djasstónlistina hér í
bæ, þegar fréttist af því, að von
sé góðra gesta í bæinn. Svo var
fimmtudaginn 23. júlí. Þá kom til
þess að leika á Fiðlaranum sá
ágæti saxafónisti, Sigurður Flosa-
son, sem án efa er einn af allra
bestu mönnum hér á landi á sitt
hljóðfæri. Sigurður hafði sér til
fulltingis kontrabassaleikarann
Þórir Jóhannsson og Óskar Ein-
Smáauglýsingar
Dags
Ódýrar og
áhrifaríkar
mm,
auglýsingar
*SSf 96-24222
Vinning laugarc (X s*°lur 1. áqúst '92
16 26 38jjp (38)
’ VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 1 13.099.808,-
Z- 4af 5« 12 100.121,-
3. 4af5 242 8.561,-
4. 3a(5 9.327 518.-
Heildarvinningsupphæö þessa viku: 21.205.134.-
upplvsingaB:SImsvari91 -681511 lukkulIna991002
arsson, píanóleikara.
Það þarf ekki að fjölyrða um
leik þeirra þremenninga. Hann
var góður. Við þá einkunn má
bæta því, að tónn Sigurðar Flosa-
sonar var flosmjúkur og fagur.
Hann hefur mjög gott vald á sax-
anum í talsvert öflugum leik og
ekki síður í hljóðlátum strófum.
Þá var hið melódíska eyra hans
iðulega í góðu sambandi í sam-
leiknum á Fiðlaranum, en það
mátti heyra á því, hve vel tókst
gjarnan hjá honum að spinna um
hljómagang standardanna, sem
þeir félagarnir þrír fluttu.
Samverkamenn Sigurðar Flosa-
sonar nutu hans í leik sínum.
Gott stuð hans vakti þá til dáða,
svo að oft mátti heyra fallega
gerða hluti jafnt hjá Óskari
Einarssyni á píanóið og hjá Þóri
Jóhannssyni á bassann.
Djassþyrstum djassunnanda
eru heimsóknir sem þessi kær-
komnar. Ekki svo að skilja að
full ördeyða sé á Akureyri í þessu
efni; Jón Rafnsson og félgar hafa
leikið á Dropanum, en í bæinn
skortir mjög þægilegan stað, þar
sem unnt er að sitja og njóta tón-
listar án þess að eiga á hættu
truflanir af óheftum og háværum
samræðum eða jafnvel látum;
stað, þar sem ríkir sú stemmning,
sem jazzinum, vísnasöng eða
öðru í þá veru, hæfir, þar sem
sitja má yfir glasi eða kaffibolla
og láta stundina líða ánægjulega
við ljúfa tóna lifandi tónlistar.
Hafi Sigurður Flosason þökk
fyrir komuna og hann og félagar
hans fyrir ánægjulega stund. Þeir
hafa ugglaust fundið, að koma
þeirra var mönnum gleðiefni.
Fiðlarinn var vel sóttur þetta
kvöld og þegar undirritaður
neyddist til að hverfa af vett-
vangi, var fólk að drífa að.
Grundvöllurinn er til; áhuginn á
því að njóta er til. Það vantar
framtakssaman mann - og ef til
vill djarfan - til þess að gera til-
raun með hóglátan stað fyrir lif-
andi tónlist; fyrir djassinn.
Haukur Ágústsson.
ílfirffífíi ilfnfim i flfmimT
(Isa Laus er til iðjuþjt Um er að ræð september 1£ Umsóknarfreí Upplýsingar v Fjórðungssji FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI umsóknar staða álfa við geðdeild a 100% afleysingarstöðu til 1 árs frá 1. )92. 5tur er til 15. ágúst nk. eitir Kristín Sigursveinsdóttir iðjuþjálfi. jkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100.
VEITINGAHUSIÐ
Glerár-
götu 20
Delld:
Helmllisfang:
Staður:
slml:
Ath.: Vlnsamlegast sklllð þessu skjall tll þjóns vlð komuna,
. annars fer fyrlrtæklð/hópurlnn ekkl I hádeglsverðarpottlnn.
•-Jap--------------------------------------1
Hádegisverðarleikur Greifans
er nýr leikur fyrir starfsfólk fyrirtœkja/hópa,
þar sem fimm eða fleiri starfa hjá
og koma að borða í hádeginu á Greifanum.
Við bjóðum upp á eftirfarandi fyrir ykkur:
5% afslátt fyrir fimm til tíu manns.
10% afslátt fyrir ellefu til tuttugu manns.
15% afslátt fyrir fieiri en tuttugu.
Tilboð þetta gildir fyrir öll hádegi,
frá nfunda júlí til og með 10. september.
Rúsínan í pylsuendanum er að sjálfsögðu að
dregið verður eitt fyrirtœki eða hópur
úr hádegisverðarpottinum
tfunda ágúst og aftur þann tíunda september.
Þeir heppnu fá frían hádegisverð f boði Greifans.
Einnig fá þeir gefins Greifaboli.
Borðapantanlr: Fax 11065 • Síml 26690
sjáumst! starfsfólk creifans
alvOru veitingahús.
M
ák m
Frystigámur!
40 feta frystigámur til sölu.
Verð um 900.000 án vsk.
Upplýsingar í síma 91-78866 á skrifstofutíma.
TilbocH
Grilloður kjúklingur
489 kr. stk.
Djúpsteiktor
fronskor kortöflur
Heill skommtur
360 kr.
Hálfur skammtur
200 kr.
Matvöru-
markaöurinn
Kaupangi
Opið virka daga kl. 9-22
Laugardaga og
sunnudaga kl. 10-22
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
fré Litla-Hvammi, Svalbarðsströnd,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 1. ágúst. Útför hennar fer
fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið
Hlíð.
Jónína Halldórsdóttir, Snjólaugur Þorkelsson,
Ásgeir Halldórsson, Rósamunda Káradóttir,
Helga Halldórsdóttir, Haraldur Karlsson,
Svava Halldórsdóttir, Steinar Baldursson,
Valdimar Halldórsson, Ingibjörg Bragadóttir,
börn og barnabörn.
Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug
'og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, sonar,
föður, afa og langafa,
HEÐINS ÓLAFSSONAR,
Fjöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Gjörgæsludeildar og deildar
12 G, Landspítalans.
Sjöfn Jóhannesdóttir,
Friðný Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.