Dagur - 11.08.1992, Page 1

Dagur - 11.08.1992, Page 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 11. ágúst 1992 149. tölublað Útscal Útscal Útscal Útscal Útscal gs im HERRADEILD Gránutélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Fyrsta uppboð á fiskmarkaði á Skagaströnd: 11 tonn af ýsu fóru til reykvískra fískbúða Fyrsta uppboð á nýjum físk- markaði á Skagaströnd var á mánudagsmorgun og voru þá boðin upp 11 tonn af ýsu úr togaranum Arnari HU-1 í sam- starfí við Faxamarkaðinn í Reykjavík og voru allir kaup- Öxnadalsheiði: Lægsta tilboðið reyndist 52,3% af kostnaðaráætlun I gær voru opnuð tilboð í Norðurlandsveg, 3,54 km kafla um svokallaða Giljareiti og Skógarhlíð vestast á Öxnadals- heiði. Slitlag er ekki í útboðs- verkinu. Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 1993. Þrettán til- boð bárust og var lægsta til- boðið frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, 34,80 milljónir króna, 52,3% af kostnaðar- áætlun. Ellert Skúlason Njarðvík bauð 34,890 milljónir (52,4%), Fjörð- ur 35,85 milljónir (53,9%), Klæðning hf. Garðabæ 37,83 milljónir (56,8%), Hagvirki- Klettur hf. 38,35 milljónir (57,6%), Suðurverk hf. 42,24 milljónir (63,5%), Fannar Viggós- son 49,41 (74,2%), Arnarfell hf. 52,66 milljónir (79,1%), Króks- verk 55,82 (83,9%), Jarðverk sf. 56.34 milljónir (84,6%), Borgar- fell og Guðmundur Björgúlfsson 59,54 milljónir (89,4%), ístak 75.34 milljónir (113,2%) og Hlaðverk Kópavogi 76,78 millj- ónir (115,3%). Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar hljóðaði upp á 66,57 millj- ónir króna. Fessi tilboð verða yfirfarin og síðan gengið til samninga við lægsta tilboðsgjafa, sem jafn- framt uppfyllir öll skilyrði. óþh Sauðárkrókur: Harður árekstur um helgina Harður árekstur varð á Sauð- árkróki á föstudagskvöld. Ekki urðu alvarleg slys á mönnum, en bflamir eru taldir gjörónýtir. Laust fyrir kl. 22 á föstudags- kvöld rákust tveir fólksbílar sam- an á mótum Aðalgötu og Strand- vegar á Sauðárkróki. Arekstur- inn var mjög harður og eru bíl- arnir ónýtir að sögn lögreglu. Fjórir voru í öðrum bílnum en einn í hinum. Voru ailir fluttir á sjúkrahús til rannsóknar en fengu allir að fara heim að henni lok- inni, utan einn sem lagður var inn. Meiðsl hans reyndust þó ekki alvarleg og hefur hann feng- ið að fara heim. sþ endurnir í opnu símasamhandi gegnum Faxamarkaðinn en all- ar tölvurnar eru tengdar saman gegnum gagnanet. Meðalverðið var 116 krónur og að sögn Óskars Þórðarsonar hjá Skagstrendingi hf. var mikil ánægja með þetta fyrsta uppboð sem lofar góðu um framhaldið. Kaupendur eru allir á Reykjavík- ursvæðinu, aðallega fiskbúðir eins og Fiskbúð Hafliða, Topp- fiskur, Fiskbúðin Starmýri o.fl. Fiskurinn var sóttur af vöruflutn- ingabíl úr Reykjavík og gætti nokkurar óánægju með það hjá heimamönnum en tilboð miðast við afheningu á uppboðsstað og því verða heimamenn að semja við kaupendur um flutning á I fiskinum ef þeir vilja njóta við- skiptanna. Engin rækja var boðin upp og verður ekki á næstunni en það er eitt af Iangtímamarkmiðum þeirra sem að fiskmarkaðinum á Skagaströnd standa. í morgun voru boöin upp 12 tonn af ufsa og karfa úr Arnari. GG ! 7"v‘' , ■' : f HÁLFEÐ Sólrún Inga að vonum ánægð með Happaþrennumiðann góða við kass- ann í KEA-Nettó. Mynd: öþh Heppin tíu ára stúlka á Akureyri: Happaþrennan gafhálfa milljón Sólrún Inga Traustadóttir, tíu ára stúlka á Akureyri, datt heldur betur í lukkupottinn sl. föstudag þegar hún keypti 50 króna Happaþrennumiða í KEA-Nettó á Akureyri. Hún skóf af miðanum í rólegheit- unum og viti menn; í þrem gluggum var sama talan, 500 þúsund krónur, sem er hæsti vinningur á 50 króna miða. „Jú, ég var rnjög hissa, eigin- lega alveg skjálfandi á beinun- um,“ sagði Sólrún Inga þegar blaðamaður innti hana eftir því hvernig henni hafi orðið við. En hvað ætlar hún að gera við peningana? „Leggja þá inn í banka,“ svaraði hún án umhugsunar. Til marks um heppni Sólrún- ar Ingu má geta þess að gefnir eru út 500 þúsund slíkir Happa- þrennumiðar og þar af gefa aðeins þrír miðar hæsta vinning, 500 þúsund krónur. óþh Búvörusamningur um mjólkurframleiðsluna í erfiðri fæðingu: Steftiir í að sairmingsdrögin verði lögð fyrir aðalfund Landssambands kúabænda í dag skýrist hvort samkomu- lag næst um nýjan búvöru- samning vegna mjólkurfram- leiðsiunnar en þá er boðaður fundur í búvörusamninga- nefnd. Formaður Landssam- bands kúabænda segir að verði ekki komið frekar til móts við hugmyndir sambandsins á fund- inum í dag frá því sem var á fundi á föstudag treysti hann sér ekki til að samþykkja þau samkomulagsdrög sem fyrir liggja nema leggja þau fyrst fyrir aðalfund Landssambands kúabænda. Sá fundur verður síðar í mánuðinum. Guðmundur Lárusson, for- maður Landssambands kúabænda, sagðist í gær vilja sjá forsendu í búvörusamningnum fyrir því að fallist verði á framleiðnikröfu á bændur gegn því að náist fram framleiðniaukning í mjólkur- vinnsluna líka. Pá vilji Lands- sambandið sjá lækkun á fram- leiðnikröfunni á bændur frá því sem var í áliti sjömannanefndar. En Guðmundur vill ný útspil á samningafundinum í dag. „Annað hvort næst samkomu- lag á samningafundinum í dag á þeim nótum sem við getum sætt okkur við en ef ekki þá vil ég að þessi samningur verði lagður fyrir aðalfund Landssambandsins og menn geti þá tekið afstöðu til hans þar. Mér finnst að þetta sé svo langt frá því sem ég get sætt mig við að ég geti ekki tekið ábyrgð á nýjum samningi nema gefa aðalfundi tækifæri til að segja sitt álit,“ sagði Guðmund- ur. Álit Sjömannanefndar frá í vor er meginuppistaðan í þeim hug- myndum að nýjum búvörusamn- ingi sem rætt hefur verið um. Guðmundur Lárusson segist aldrei hafa verið sáttur við álit nefndar- innar. „Ég sætti mig ekki við að búvörusamninganefnd eða Stétt- arsamband bænda, sem fer með málið fyrir bændur, hafi afsalað sér samningsrétti bænda til Sjö- mannanefndar og menn líti á álit hennar sem eitthvert heilagt plagg. Það sætti ég mig ekki við,“ sagði Guðmundur Lárusson. JÓH Menntaskólinn á Akureyri: Enn vantar réttindakennara Enginn kennari meö full kennsluréttindi hefur sótt um tvær stöður í dönsku og stærð- fræði við Menntaskólann á Akureyri. Framlengdur um- sóknarfrestur rann út í gær og segir Tryggvi Gíslason, skóla- meistari MA, að því megi búast við að ekki verði unnt að sinna allri þeirri kennslu sem íilskilin sé í þessum greinum. Nú er unnið að undirbúningi stundarskrár fyrir skólaárið sem hefst þann 15. september nk. Að sögn Tryggva Gíslasonar verðjrr ekki hægt að sinna fullri kennslu í dönsku og stærðfræði ef ekki verða ráðnir kennarar með full kennsluréttindi. Umsóknarfrest- ur unt stöðurnar rann út í gær. í skólaslitaræðu sinni á þjóð- hátíðardaginn sagði skólameist- ari að ekki yrðu ráðnir réttinda- lausir kennarar að Menntaskól- anum á Akureyri næsta skólaár. „Meginástæðan fyrir því að ekki fást kennarar með ful) rétt- indi eru léleg kjör kennara," seg- ir Tryggvi Gíslason í samtali við Dag. Við Menntaskólann á Akur- eyri starfa nú nokkrir stærðfræði- kennarar og einn kennari í dönsku en einn kennara vantar í hvorri grein. GT Akureyri: Handalögmál og höftiðáverkar Um klukkan 4 aðfaranótt laug- ardags fékk lögreglan á Akur- eyri tilkynningu um bióðug slagsmál við Ráðhústorg. Sjúkrabfll var sendur á staðinn og flutti mann á sjúkrahús en hann var með áverka á höfði. Samkvæmt dagbók lögreglunn- ar var tekin skýrsla af manninum eftir að gert hafði verið að sárum hans á slysadeild og síðan var hann keyrður heim, en síðar kom í ljós að hann var höfuðkúpu- brotinn. Allnokkur ölvun var í miðbæ Akureyrar um helgina en óspekt- ir þó ekki miklar. Einhverjir voru fluttir heim og aðrir teicnir úr umferð. Um hádegisbilið á sunnudag var tilkynnt um þjófnað úr bif- reið. Segulbandsspólur, sígarettur og annað smálegt var ekki á sín- um stað. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.