Dagur - 11.08.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 11. ágúst 1992
Fréttir
„Venjuleg
sveitaverk í
smáum stQ“
- segir Sigríkur
Jónsson starfsmaður
á Gauksmýri
Á Gauksmýri í V-Húnavatns-
sýslu hefur verið rekið sambýli
fyrir þroskahefta frá ársbyrjun
1991. Þar var tekinn upp
kúabúskapur í sumar og sjá
vistmenn um kýrnar og vinna
afurðir úr mjólkinni. Þetta
hefur reynst mjög vel.
Svæðisstjórn um málefni fatl-
aðra á Norðurlandi vestra rekur
sambýlið á Gauksmýri. Heimilið
getur hýst sex vistmenn, en þessa
stundina eru þeir fjórir. Þeir eru
á aldrinum 17-45 ára. Starfsmenn
eru fimm talsins. Sigríkur Jóns-
son starfsmaður á Gauksmýri
tjáði blaðinu að í vor hefði heim-
ilið eignast tvær kýr og væru
þær handmjólkaðar. Mjólkin er
nýtt til neyslu á heimilinu, rjóm-
inn fleyttur af henni og einnig
unnin úr henni súrmjólk. Fengist
hefur loforð fyrir skilvindu og ef
til vill fylgja fleiri framleiðslutæki
í kjölfarið þannig að í framtíð-
inni gætu heimilismenn framleitt
eigið skyr og smjör. Umhirða
kúnna og afurðanna gefur vist-
mönnum eitthvað til að vinna við
og veitir þeim ánægju um leið.
Bændur í nágrenninu hafa verið
heimilismönnum innanhandar
með að heyja handa kúnum. sþ
Húsavíkurlögreglan:
Óknvltir
í bæmim
- slys við Dettifoss
Allmikiö var um að vera hjá
lögreglunni á Húsavík um
helgina. Ungmenni voru að
skemmta sér með tilheyrandi
látum. Þó nokkuð bar á
skemmdarverkum og víða var
þvotti stolið af snúrum og öðru
sem hönd á festi.
Síðdegis var tilkynnt um slys
við Dettifoss. Þýsk kona var þar í
skoðunarferð og datt hún í stór-
grýti og fékk höfuðáverka. Hún
var flutt með sjúkrabíl til Húsa-
víkur en meiðsl hennar voru ekki
talin alvarleg.
Einn maður var fjarlægður úr
fjörinu á Húsavík aðfaranótt
sunnudags og fékk hann gistingu
hjá lögreglunni.
í gær valt bíll í Ljósavatns-
skarði. Engin slys urðu á fólki en
bíllinn, sem er nýr, skemmdist
töluvert. SS
Mynd: GG
Nýstárleg veiði:
Urriði, fylltur með mús!
Helv... kötturinn étur allt, var haft eftir Bakka-
bræðrum en skyldi það sama gilda um urriða?
Einar Ingi Einarsson var við veiðar í Eyjafjarð-
ará sl. föstudag og fékk 2 urriða og 17 bleikjur.
Við vestustu brúna yfir Eyjafjarðará fékk hann
annan urriðann, U/2 punda, og var hann miklu
gráðugri en hinn.
Þegar gert var síðan að fiskinum kom í ljós að
urriðinn hafði gleypt heila mús sem ekki virtist vera
farin að meltast. Hvernig leiðir músarinnar og urr-
iðans hafa legið saman er sjálfsagt ærið rannsóknar-
efni. GG
Bflvelta við Blönduós
BOvelta varð skammt frá
Blönduósi á laugardag. Far-
þegar sluppu ómeiddir.
Bíll valt á laugardag við Hjalta-
bakka sem er skammt frá Blöndu-
ósi. Þrennt var í bílnum og
sluppu allir ómeiddir. Að öðru
leyti var helgin slysalaus að sögn
lögreglunnar á Blönduósi. sþ
Akureyri:
Skortir múrara
„Við erum nú bara að auglýsa
eftir múrurum í tímabundið
verk. Það er talsvert um
sumarfrí hjá múrurum hér
núna og þess vegna gripum við
til þess að auglýsa,“ sagði
Aðalgeir Finnsson bygginga-
verktaki á Akureyri í samtali
við Dag í gær, aðspurður um
auglýsingu sem birtist í Morg-
unblaðinu um helgina.
Auglýst var eftir múrurum til
vinnu á Akureyri sem hefði mátt
teljast til tíðinda þar sem fyrir
örfáum árum fréttist af því að
þeir flyttu úr bænum vegna verk-
efnaskorts. Aðalgeir sagði að þá
hefði vantað fjórar múrara í um
mánaðar tíma og fengu þeir góða
svörun. „Það hefur verið hringt
mikið, aðallega frá höfuðborgar-
svæðinu," sagði Aðalgeir. VG
Akureyri:
ítarleg skiltareglugerd lítur dagsins ljós
í dag kl. 10 verður almennur
kynningarfundur í Húsi aldr-
aðra á Akureyri um reglugerð
um staðsetningu og gerð aug-
lýsingaskilta á Akureyri. Að
undanförnu hefur geysað
„skiltastríð“ á Akureyri og
sömdu bæjarlögmaður, skipu-
lagsstjóri og byggingafulltrúi
bæjarins reglugerðina í fram-
haldi af því.
I reglugerðinni er skiltum skipt
upp í nokkra flokka.
Þjónustuskilti svokölluð má
eigandi eða umráðamaður lóðar
setja upp án leyfis, enda séu þau
innan leyfðra stærðarmarka.
Bannað er að setja upp auglýs-
ingaskilti nema á þar tilgreindum
stöðum.
Uppsetning svokallaðra rat-
merkja er bönnuð, en þó er
heimilt að setja upp leiðbeingar-
kort af bænum, einstökum
bæjarhlutum eða hverfum, á
þeim stöðum sem byggingar-
nefnd ákveður í samráði við
skipulagsstjóra.
Bráðabirgðaskiltum er skipt
upp í tvo flokka. Annars vegar
viðburðaskilti (skilti eða auglýs-
ing sem tengist nákvæmlega
tímasettum viðburðum) og hins
vegar lausaskilti (skilti eða aug-
lýsing sem ekki eru með varan-
legum festingum við jörð eða
mannvirki). Viðburðaskiltin er
heimilt að setja upp með leyfi
byggingarfulltrúa. Lausaskiltin er
aðeins heimilt að setja upp á eig-
in lóð.
í kafla reglugerðarinnar um
umsóknir og leyfisveitingu segir
að hver sá sem óski leyfis til að
Togarinn Frosti landaði um 60
tonnum af blönduðum afla á
Slippstöðin:
Bylgja
seld tll
írlands
Slippstöðin hefur gert samning
um sölu á Bylgju VE til
írlands. Stöðin tók þetta skip
upp í nýtt sem smíðað var fyrir
Matthías Óskarsson, útgerð-
armann í Vestmannaeyjum, en
Bylgja skemmdist mikið í eldi
á sínum tíma.
hanna eða koma fyrir skilti skuli
skila skriflegri og undirritaðri
umsókn til byggingarfulltrúa.
Eftirlit með skiltum er í hönd-
um byggingarfulltrúa.
Grenivík fyrir helgina. Ásgeir
Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri Kaldbaks hf., segir að
tekist hafi í sumar að halda
uppi 8-10 tíma vinnslu í húsinu
á dag þrátt fyrir að engin afla-
hrota hafi komið.
„Það er frekar rólegt yfir öllu.
Aflinn er minni en verið hefur að
sumarlagi undanfarin ár og það
vantar þessa þenslu sem oft hefur
komið yfir sumartímann. Fram-
boðið á mörkuðunum er líka
minna, t.d. á markaðnum á
Dalvík, en það sem heldur því
uppi er fiskur sem kemur af
rækjubátunum," sagði Asgeir.
Hann segir að annað slagið í
sumar hafi náðst 10 tíma vinna í
Skák
Þau auglýsingaskilti á Akur-
eyri sem sett hafa verið upp án
leyfis ber hlutaðeigandi að fjar-
lægja innan þriggja mánaða frá
gildistöku reglugerðarinnar. óþh
húsinu á dag. „Það sem af er
árinu hefur þó heldur minna farið
í gegnum húsið af fiski en í fyrra.
Við reiknuðum með að í ár kæmi
einhver aflahrota en hennar er
beðið enn og menn fara að verða
svartsýnir á að hún komi því oft
hefur aflinn verið mun betri í
kringum verslunarmannahelgina
en núna.“
Þó víða hafi skólafólk mátt
sætta sig við að missa vinnuna
strax í ágúst segist Ásgeir ekki sjá
annað en unga fólkið hafi vinnu
út sumarið. „Ég held að skóla-
fólk hér á svæðinu hafi fengið hér
vinnu og við höfum tekið fólk af
Akureyri líka. Við reynum að
halda þeim dampi að þetta fólk
hafi vinnu út sumarið.“ JÓH
Kaldbakur á Grenivík:
Næg vimia þrátt fyrir
minni fisk en oft áður
Utvegsmenn
á Norðurlandi
Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar
að Hótel KEA Akureyri, miðvikudaginn 12. ágúst
nk. kl. 13.00.
Dagskrá:
Staða útgerðar.
Þingmenn í Norðurlandskjördæmi eystra og vestra
eru boðaðir á fundinn.
Stjórnin.
Skákfélag Akureyrar:
Amar efstur í göngugötumóti
Að sögn Knúts Karlssonar,
stjórnarformanns Slippstöðvarinn-
ar, er eini fyrirvarinn í samningn-
um við írska aðilann að skipið
standist bolskoðun en hún fer
fram nú í vikunni. Slippstöðin
mun lagfæra rafmagn í skipinu
áður en það verður afhent.
Kaupverð segir Knútur að sé um
13 milljónir króna.
Gangi allt að óskum mun stöð-
in líka á næstunni selja Þórunni
Sveinsdóttur til ísafjarðar en
útgerðaraðilinn er þessa dagana
að leysa úr úreldingarmálum
þannig að af kaupum geti orðið.
Hið árlega göngugötumót
Skákfélags Akureyrar fór fram
föstdaginn 7. ágúst sl. í blíð-
skaparveðri. Tólf skákmenn
tefldu eins og venja er. Teflt er
um bikar sem Bókabúð Jónas-
ar gaf. Keppni var mjög hörð
og spennandi.
Það var Arnar Þorsteinsson
sem hampaði bikarnum að lokum
en efstu menn urðu þessir: 1.
Arnar Þorsteinsson 10>/2 v. 2.
Rúnar Sigurpálsson 9'/2 v. 3.
Skafti Ingimarsson 7’/2 v. 4.
Smári Rafn Teitsson 7 v. 5. Bogi
Pálsson 6I/2 v.
Mótið þótti takast vel í alla
staði og stöldruðu fjölmargir veg-
farendur við skákborðin og
ígrunduðu stöðuna. SS