Dagur - 11.08.1992, Qupperneq 11
Þriðjudagur 11. ágúst 1992 - DAGUR - 11
HÉR & ÞAR
Hvaða drasl? Þetta er list!
Skyldi listamanninn Rob Mulhol-
land þyrsta eftir að hafa fullgert
listaverk, sem er 300 feta langt
„líkan“ af manni gert úr 300 þús-
und bjór- og gosdósum úr áli?
Rob gerði þetta líkan sitt
skemmtigarði í Glasgow í Skot-
landi og þurfti að leita á náðir
ýmissa aðila til að safna þessum
fjölda dósa og oftar en ekki varð
hann að sækja dósirnar á bjór-
stofur, skemmtistaði eða á heim-
ili og því talsverðir snúningar við
að útvega sér efnið til listsköpun-
ar. Það er því ekki sóðaskapur og
drasl sem mætir gestum þessa
skemmtigarðs heldur list, eða
hvað?
Selst á
hálfviröi
Nærri400kg ogþví
bjargað á lyftara!
Hinn 42ja ára Kaliforníubúi,
Mitch Mitchell, datt í íbúð sinni
sem er á annarri hæð í sambýlis-
húsi og sneri sig um hnéð þannig
að hann þurfti á læknisaðstoð að
halda.
Það hefði ekki verið vandamál
ef Mitch væri ekki 370 kg að
þyngd og því þurfti að grípa til
annarra aðgerða. Sjúkraliðarnir
sendu því eftir vörulyftara til að
ná Mitch niður úr íbúðinni og
koma honum á sjúkrahús. En til
þess að koma Mitch upp á lyftár-
ann þurfti að fjarlægja húsgögn
úr íbúðinni, síðan var honum velt
upp á ábreiðu sem lögð var ofan
á dýnu sem sérstaklega er hönn-
uð til að flytja í þunga hluti.
Skera þurfti úr járnhandriði fram
við íbúðina til að koma lyftaran-
um að og þá gátu átta sjúkralið-
ar, tveir varðstjórar, tveir læknar
og bílstjóri komið honum út úr
íbúðinni. Og þessi óvenjulegi
sjúkraflutningur tók „aðeins“ tvo
og hálfan tíma!
Það er allt reynt í bílabraskinu og
ósjaldan reyna menn að prútta
um verð. Heill bíll fer á einu
verði hálfur bíll á helmingi lægra
verði. Þessi bíll lenti í árekstri og
frampartur hans eyðilagðist. Ein-
hverjum glaumgosanum fannst
við hæfi að setja á hann auglýs-
ingu: Fæst á hálfvirði!
Vinning laugard (5)( (24
■tóiur 8. ágúst ’92 I
Í6)í 8. (3)
VINNINGAR VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 0 2.461.432.-
2. 4a7ld W 6 71.216,-
3. 4af5 117 6.299,-
4. 3af5 4.030 426,-
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.342.491.-
BIRGIR
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI91-681511 LUKKULlNA 991002
Á AKUREYRl
Kaupvangsstræti 16
auglýsir inntöku nýrra nemenda
í fornámsdeild veturinn 1992-1993.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24958.
Umsóknarfrestur er til 26. ágúst.
Skólastjóri.
Hreppsnefnd Grýtubakkahrepps auglýsir
eftir hugmyndum
að merki
fyrir sveitarfélagið
Keppnislýsing fæst afhent á skrifstofu Grýtubakka-
hrepps, gamla skólahúsinu, 610 Grenivík, sími 96-
33159.
Skilafrestur er til 15. október 1992.
Þrenn verðlaun verða veitt, samtals að upphæð
170.000 kr.
Flugið er heillandi tómstundagaman
fyrir fólk á öllum aldri
Getum enn bætt við nemendum.
Fyrirhugað er bóklegt einkaflugmannsnámskeið
í haust, ef næg þátttaka fæst.
Flugskóli Akureyrar,
Akureyrarflugvelli, sími 12105.
Ágúst Magnússon, heimasími 11663.
Framtíðarstarf
Aðstoðarstúlka óskast á tannlæknastofu.
Áhugasamar leggi inn umsókn í afgreiðslu Dags fyrir
20. ágúst, merkt: Jaxlar.
FISKVINNSLUDEILDIN
DALVÍK
Framhaldsskólakennarar
Sjávarútvegsdeildina á Dalvík-VMA vantar
kennara í eftirtaldar greinar:
Ensku, dönsku, tölvufræði, bókfærslu og rekstrar-
hagfræði.
Upplýsingar í símum: 96-61380 og 96-61162.
Skólastjóri.