Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 2. október 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ríkísstjómm bítur höfuðið af skömmmni Það hefur vart farið fram hjá mörgum að forráðamenn sveitarfélaganna eru mjög óánægðir með þær fyrirætl- anir ríkisvaldsins að afnema endurgreiðslur á virðis- aukaskatti til sveitarfélaga vegna ýmissa verkefna þeirra, svo sem snjómoksturs og sorphirðu. Fram hef- ur komið að ef ríkið lætur verða af þessari fyrirætlun sinni, aukast útgjöld sveitarfélaganna í landinu um rúman hálfan milljarð króna árlega. Með öðrum orðum mun ríkissjóður þá seilast dýpra í vasa sveitarfélag- anna en nokkru sinni fyrr. Yrði það þá annað árið í röð sem ríkisvaldið léki þann „leik" að auka álögur á sveit- arfélögin til að ná inn peningum í galtóman ríkissjóð - án minnsta samráðs við sveitarstjórnamenn í landinu. Engan þarf að undra þótt sveitarstjómamenn og samtök þeirra hafi brugðist ókvæða við þessum síð- ustu skattheimtuáformum ríkisins. Samband íslenskra sveitarfélaga greip til þess ráðs að hætta tímabundið þátttöku í starfi sveitarfélaganefndar, en hlutverk nefndarinnar er m.a. að gera tillögur um umdæmi sveitarfélaga, tekjustofna þeirra, verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga og aðgerðir ríkisvaldsins til að auðvelda sameiningu sveitarfélaga. Það segir sig sjálft að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekkert í slíkar viðræður við ríkisvaldið að gera á sama tíma og ríkisvaldið brýtur þá samninga sem það hefur þegar gert við sveitarfélögin. Fyrrnefnd ákvörðun sveitar- stjórnarmanna er því í senn skiljanleg og eðlileg. Stað- reyndin er sú að þetta mál snýst öðru fremur um almennt siðferði í samskiptum ríkisvalds og sveitar- félaga og gagnkvæman trúnað milli þessara aðila - trúnað sem verður að vera til staðar í ríkum mæli. Ef marka má Morgunblaðið á þriðjudaginn er ljóst að ríkisstjórnin leggur allt annan skilning í þetta mál en fram kemur hér að ofan. í Morgunblaðinu þann dag er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra, að með því að hætta tímabundið að taka þátt í starfi sveitarfélaganefndar sé Samband íslenskra sveitarfélaga „að vinna gegn hagsmunamálum sinna eigin íbúa.“ Ráðherrann lætur jafnframt hafa eftir sér að þessi afstaða sveitastjórnamanna geti leitt til þess að ríkisstjórnin hætti við að stórauka fé til vega- gerðar á næsta ári og hyggi jafnframt að öðrum leiðum til að hrinda sameiningu sveitarfélaga í framkvæmd. Þessi viðbrögð félagsmálaráðherra, sem væntan- lega talar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar, eru dæmalaus. í stað þess að sýna þann manndóm að biðja sveitarfélögin afsökunar á æðubunuganginum og samráðsskortinum og leita leiða til að leysa þann ágreining sem þarna er risinn, ákveður ríkisstjórnin að láta kné fylgja kviði og neyta aflsmunar til að þvinga sveitarfélögin til að sæta afarkostum þeim sem eru í boði. Að öðrum kosti verði þau svipt verulegu fjár- magni til vegaframkvæmda og að þeim saumað með ýmsum öðrum hætti. Vinnubragða af þessum toga hefur sem betur fer ekki orðið vart í vestrænum lýðræðisríkjum síðustu áratugi. Með hótun sinni nú bíta stjórnarherrarnir höfuðið af skömminni. Framferði þeirra er með öllu óafsakanlegt og þeim til mikillar vansæmdar. BB. Jón Þorsteinsson, tenór, og hollenski píanóleikarinn Gerrit Schuil halda tónleika á Akureyri í kvöld og á Húsavík á morgun: „Ég verð að eyða meiri tíma hér heima“ Jón Þorsteinsson, tenórsöngv- ari frá Ólafsfirði, og hollenski píanólcikarinn Gerrit Schuil halda tónleika í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30. Þeir félagarnir verða síðan með tónleika í íþróttasal barnaskólans á Húsavík á morgun kl. 17 og á sunnudag verða tónleikar þeirra í Egilsstaðakirkju kl 17. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög eftir norræn tónskáld, Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Eyþór Stefánsson, Emil Thor- oddsen, Peter Heise, Ture Rangström, Eyvind Alnæs og Jean Sibelius. „Fyrir hlé verð ég eingöngu með íslensk sönglög en eftir hlé syng ég lög frá allri Skandinavíu," sagði Jón þegar Dagur innti hann eftir því hvað hann ætlaði að syngja á þessum tónleikum. „Mér finnst íslensku sönglögin falleg og þau hafa líkað vel þegar ég hef sungið þau úti í Hollandi. Sérstaklega hefur fólki þótt mikið tii laga Sigfúsar Ein- arssonar koma og það sama má segja um lög Páls ísólfssonar." Jón hefur verið búsettur í tólf ár í Amsterdam í Hollandi og m.a. starfað við Ríkisóperuna þar í borg, þar sem hann hefur sungið yfir fimmtíu hlutverk. Þá hefur Jón sungið einsöng á óperusviði og með kórum í flest- um löndum Evrópu og í Banda- ríkjunum. Hér á landi hefur hann m.a. sungið með Pólyfónkórnum og öðrum kórum svo og Sinfóníu- hljómsveit íslands og íslensku hljómsveitinni. „Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég kom heim núna til þess að halda þessa tónleika, önnur en sú að mig langaði heim,“ sagði Jón og viðurkenndi fúslega að ísland togaði alltaf meira og meira í hann. „Sjálfs míns vegna verð ég að eyða meiri tíma hér heima. Heimþráin fer illa með mig. Mér líður hins veg- ar alls ekki illa í Hollandi, enda búinn að búa þar í tólf stórkost- leg ár. Maður er búinn að festa rætur í Hollandi. En römm er sú taug,“ sagði Jón. Hann vildi á þessu stigi ekki fullyrða hvort hann myndi strax á næsta ári flytjast búferlum heim, en hins vegar mátti skilja á honum að svo kynni að fara. Eins og fram hefur komið í Degi mun Jón Þorsteinsson syngja í Leðurblökunni í upp- færslu Leikfélags Akureyrar í vetur. Hann leynir því ekki að sér hafi þótt afar vænt um að fá boð um að syngja í þessari upp- færslu. „Ég var afskaplega glaður og þótti vænt um þetta boð. Ég hlakka mjög til að koma. Ég aflýsti öllu því sem ég hafði tekið að mér úti eftir áramótin. Það var auðvitað ekki vel séð, en það verður bara að hafa það. Ég hef oft sungið kafla úr hlutverki Eis- ensteins, en aldrei túlkað það allt á leiksviði. Þetta er skemmtilegur karakter og gaman að glíma við hann,“ sagði Jón. Hollenski píanóleikarinn Gerrit Schuil leikur undir á tón- leikunum. Hann stundaði nám í píanóleik við tónlistarháskólann í Rotterdam og síðar m.a. hjá John Lill og Gerald Moore í Englandi. Hann stundaði einnig hljómsveitarstjórn hjá hinum fræga rússneska hljómsveitar- stjóra Kirill Kondrashin og hefur um árabil stjórnað hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjun- um. Þetta er fyrsta íslandsheim- sókn Gerrits og hann sagðist varla finna nægilega sterk lýsing- arorð til þess að lýsa þessari upp- lifun. „Ég get ekki með nokkru móti líkt landslaginu hér við nokkuð sem ég hef áður séð, en hef ég þó farið víða. í þessari viku sá ég Norðurljós í fyrsta skipti og það var stórkostleg upp- lifun,“ sagði Gerrit. Á sl. vetri gaf Ólafsfjarðar- kirkja út plötu með Jóni Þor- steinssyni þar sem hann söng þekkt sálmalög. Platan hefur vakið verðskuldaða athygli og fengið góða dóma. Jón neitar því ekki að önnur plata kunni að koma út inann tíðar. Áhugi sé fyrir því að þeir félagarnir vinni plötu með íslenskum og skand- inavískum sönglögum. Enn sem komið er er málið þó á hug- myndastigi. óþh Jón Þorsteinsson, tenórsöngvarí frá Ólafsfirði og hollenski píanóleikarínn Gerrit Schuil. Mynd: Benni Tryggvi Gíslason: Svar við spurningum félagsmálastjóra frá skólameistara Menntaskólans á Akureyri í grein í Degi sl. þriðjudag ber fé- lagsmálastjóri fram spumingu þess efnis hvernig Menntaskólinn á Akureyri framfylgi ákvæðum í 16du grein laga nr. 57/1988 um framhaldsskóla. í þessari laga- grein er kveðið á um inntöku nemenda í skólann og felur hún í sér að framhaldsskólinn sé fyrir alla. Spurningin gefur tilefni til langrar umræðu um stefnu í skóla- og menntamálum. Ég læt þá umræðu bíða betri tíma en reyni að svara þessari tímabæru og eðlilegu spurningu félagsmála- stjóra. Ákvæði laga um að framhalds- skólinn sé fyrir alla felur að mín- um dómi ekki í sér að allir fram- haldsskólar séu fyrir alla - heldur að allir sem vilja eigi þess kost á að stunda nám í einhverjum framhaldsskóla við sitt hæfi. Af þessum sökum hefur verið reynt að koma á verkaskiptingu milli framhaldsskólanna í landinu. Hefur Menntaskólinn við Hamra- hlíð til að mynda einkum tekið við nemendum sem vegna fötlun- ar eiga erfitt með að komast leið- ar sinnar. Hvað varðar seinfæra nemendur hefur einnig átt að gilda ákveðin verkaskipting þar um. Menntaskólinn á Akureyri tek- ur við líkamlega fötluðum nemendum - og hefur lengi gert - enda þótt aðgengi fyrir fatlaða sé hér mjög ábótavant. Nú er hins vegar unnið að því að bæta aðgengi í heímavist og með nýju kennsluhúsi fyrir Menntaskólann á Akureyri, sem tengja á skóla- húsin tvö, Möðruvelli og Gamla skóla, verður vonandi ráðin bót á. Menntaskólinn á Akureyri hef- ur hins vegar ekki tekið við sein- færum nemendum. Skólinn hefur verið þröngur bóknámsskóli sem hefur að meginhlutverki að búa nemendur undir nám í háskóla. Hefur þess heldur aldrei verið óskað að skólinn tæki við sein- færum nemendum. Auk þess hafa þrengsli gert það að verkum að með naumindum hefur verið unnt að sinna meginhlutverki skólans. Hins vegar er ég reiðu- búinn fyrir mitt leyti til að ræða um víðtækara hlutverk til handa Menntaskólanum á Akureyri - ef rekstraraðilar skólans óska eftir því. Menntaskólanum á Akureyri, 30. september 1992. TryggYÍ Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.