Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 12
/ garðskála Bautans Expresso kaffi • Cappuccino • Heitt súkkulaði Nýbakaðar vöfflur með rjóma • Mokkaterta Konfektterta • Peruterta Úrval ýmissa ísrétta Þrotabú skóverksmiðjunnar Striksins: Iðnþróunarfélag Ejjaflarðar og Össur hf. gerðu tflboð I gær lagði Ásgeir Magnússon, franikvæmdastjórí Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar hf., fram til- boð í tæki, lager, hálfunnar vörur og hráefni í eigu þrota- bús skóverksmiðjunnar Striks- ins á Akureyri fyrir hönd Iðn- þróunarfélagsins og fyrirtækis- ins Össurar h.f. í Reykjavík. Þorsteinn Hjaltason, bústjóri þrotabúsins, vildi í gær ekki gefa upp hversu hátt tilboðið væri, en sagði að á næstu dögum yrði það skoðað og metið í samráði við íslandsbanka hf., stærsta kröfu- hafann og veðhafann í þrotabú Striksins. Allar líkur eru á að annað til- boð komi í þrotabú Striksins frá útgerðarfyrirtækinu Skagstrend- Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar: Tuttugu manns sagt upp Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar & Co. á Akureyri sagði nú um mánaðamótin upp 20 starfsmönnum. Uppsagna- frestur þessa fólks er 1-6 mán- uðir. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir ekki víst að þess- ar uppsagnir komi allar til framkvæmda en þær helgist fyrst og fremst af stirðri hrá- efnisöflun fyrir rækjuvinnsl- una. því saman en það er ekki víst að allt þetta fólk hætti,“ sagði Aðal- steinn Helgason, framkvæmda- stjóri Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar. JÓH' ingi hf. á Skagaströnd. Forráða- menn Skagstrendings eru nú að skoða ýmis gögn um skóverk- smiðjuna og síðan er að vænta til- boðs frá þeim. Nú er leitað allra leiða til að skapa ný atvinnutækifæri á Skagaströnd eftir að stjórn Skag- strendings hf. tók þá ákvörðun fyrr í vikunni að selja ísfisktogar- ann Arnar burt úr byggðarlaginu og færa kvóta hans yfir á væntan- legan frystitogara fyrirtækisins. Sú ákvörðun hefur í för með sér að fiskvinnsla hjá Hólanesi leggst niður að óbreyttu og því hefur tæplega fimmtíu starfsmönnum Hólaness verið sagt upp störfum. Verði eignir þrotabús Striksins seldar til Skagastrandar er hug- myndin að þessir starfsmenn fái vinnu við skóframleiðslu. óþh Nú styttist í frumsýningu Leikfélags Akureyrar á barnaleikritinu „Lína lang- sokkur“. Á myndinni er Bryndís Pctra Bragadóttir sem fer með aðalhlut- Verkið, sjálfa Línu. Mynd: Benni Hringskyrfi á hrossum á íslandi: Flest tilfelli í Borgarfirði og Skagafirði „Þetta eru hagræðingaraðgerð- ir en mest er þetta tengt rækju- vinnslunni. Annars vegar hefur verið tregða í rækjuöflun vegna þess að Rússinn hefur verið að veiða þorsk og hins vegar eru loðnuskipin farin á loðnu þannig að þau rækjuskip sem voru í sum- ar hættu snemma. Þetta verkar Svalbarðsströnd: Virawslys að Tiínsbergi Vinnuslys varð að Túnsbergi á Svalbarðsströnd sl. miðviku- dagskvöld. Vinnumaður klcmmdist á fæti milli dráttar- vélar og kartöfluvagns. Óhappið varð er vinnumaður- inn hugðist losa kartöfluvagninn aftan úr dráttarvélinni. Búkki sem var reistur undir beisli vagns- ins skriplaði til og við það klemmdist fóturinn illa rétt fyrir ofan ökla. Sjúkrabíll var kallaður til og flutti manninn á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Við skoðun kom í ljós að ekki var um brot að ræða sem óttast var. Um slæmt mar er að ræða og hinn slasaði fékk að fara til síns heima eftir næturdvöl á sjúkrahúsinu. ój O VEÐRIÐ Suðvestur af landinu er nær kyrrstæð lægð sem grynnist. Milli Jan Mayen og Noregs er háþrýstisvæði og austur af (r- landi er lægðardrag sem hreyfist norðaustur. I dag gerir Veðurstofan ráð fyrir hægt vaxandi austan- og suðaust- anátt. Á Norðurlandi verður skýjað með köflum og úrkomulaust að mestu. Lítið eitt kólnar er líður á daginn. „Trichophyton mentagropytes“ þ.e. hringskyrfi í hrossum hef- ur greinst á íslandi í fyrsta sinn. Elfa Ágústsdóttir, dýra- læknir á Akureyri, varð fyrst til að Iáta staðfesta sjúkdóm- inn að Keldum með ræktun. Sigurður Sigurðsson, dýra- læknir að Keldum, segir sjúk- dóminn nú nokkuð útbreiddan í Skagafirði og Borgarfirði og hans hefur orðið vart í Reykja- vík og á Akureyri. Grunur leikur á að hestamaður í - greindist fyrst á hrossum á Akureyri Skagafirði hafi sýkst. Árið 1987 greindist „tric- hophyton verrucosum" þ.e. hringskyrfi í kúm á bæ undir Eyjafjöllum. Ábúendur sýktust einnig. Bærinn var settur í sóttkví. Heilbrigðisyfirvöld gripu til aðgerða sem dugðu. Sérfæð- ingar telja hrossaskyrfi ekki jafn alvaricgan sjúkdóm og hring- skyrfi í kúm. „Fyrir ári sendi ég sýni til greiningar að Keldum. Sýnin voru tekin úr hárlausum hrúðr- uðum blettum af teimur hrossum á Akureyri. Greinilegt var að um sveppasjúkdóm var að ræða og ég vildi fá staðfestingu á hvers stofns hann væri. Við ræktun kom í Ijós sérstök tegund hring- skyrfis sem víða er á hrossum erlendis, en hefur ekki greinst fyrr á hrossum hér á landi. Sigurður Sigurðsson, yfirdýra- læknir á Keldum, sendi lyf norð- ur sem unnu fljótt og vel á sjúk- dómnum. Nú er svo komið að dýralæknar vænta viðbragða frá embætti yfirdýralæknis vegna Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki: Tekíst á um formannsembættíð - Jón Karlsson endurkjörinn formaður Á aðalfundi verkamannafélags- ins Fram á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld kom fram mótframboð gegn hluta stjórn- ar og sitjandi formanni, Jóni Karlssyni. Er það í fyrsta skipti í formannstíð Jóns, en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 1967. Jón er jafnframt varaformaður Verkamanna- sambandsins. 89 manns mættu á fundinn og var Jón endur- kjörinn formaður með 51 atkvæði gegn 34. Jón telur að málefnalegan grundvöll hafí skort og átelur vinnubrögð þeirra sem að mótframboðinu stóðu. Ari Jóhann Sigurðsson sem bauð sig fram til formanns á móti Jóni sagði framboðið tilkomið vegna óánægju fjöl- margra í félaginu með Jón Karlsson og með stjórn félags- ins. Framboð Ara Jóhanns Sig- urðssonar kom fram stuttu fyrir aðalfundinn. Jón Karlsson sagð- ist telja það „ákaflega eðlilegan hlut í sjálfu sér“ að fá mótfram- boð, en enginn málefnalegur grundvöllur fyrir þessu framboði hefði komið fram og enginn þeirra sem stóðu að mótframboð- inu hafi tekið til máls á fundin- um. Helst virtist því hafa verið stefnt gegn sér persónulega. Jón kvaðst ekki geta skýrt þann fjölda atkvæða sem Ari Jóhann fékk, en óvenju vel hefði verið mætt á þennan fund og jafnvel menn sem hann kannaðist ekki við úr félagsstarfinu. Hins vegar ef andstaðan væri ekki meiri í félaginu en þessir 34, sem þýddi 7% félagsmanna, þá mætti hann vel við una. Jón sagði ennfremur að þessi hópur hefði reynt að fá varaformann félagsins, Ólöfu Hartmannsdóttur í lið með sér, með „leiðinlegri aðför" að henni, eins og hann orðaði það. Ólöf lýsti hins vegar yfir fullum stuðn- ingi við formanninn. Stjórn félagsins situr áfram, en þau mót- framboð sem fram komu til stjórnarembætta voru dregin til baka. Ari Jóhann sagði marga óánægða með formennsku Jóns Karlssonar og einnig stjórn félagsins sem gerði nákvæmlega það sem Jón vildi. Þegar ljóst var að Jón yrði áfram formaður, að loknu formannskjöri, hættu menn við að gefa kost á sér í stjórnina og drógu framboð sín til baka. Aðspurður sagði Ari Jóhann að framboðið hefði verið ákveðið nokkrum dögum fyrir aðalfund, en það hefði sýnt sig að hann nyti stuðnings, hann telur sig sigurvegara í þessum kosning- um. Það lýsti best ástandi í félag- inu að menn mættu bara á aðal- fund þegar mótframboð við for- manninn kæmi fram. Ari Jóhann gagnrýndi ennfremur að Jón Karlsson hefði verið fundarstjóri á aðalfundinum. sþ þessa sjúkdóms," sagði Elfa Ágústsdóttir. Sigurður Sigurðsson að Keld- um staðfesti að um hrossaskyrfi væri að ræða og nú væru sýni af hrossum úr Skagafirði og Borgar- firði í ræktun erlendis til frekari staðfestingar. „Svipuð sveppa- tegund hefur verið á smádýrum á íslandi til fjölda ára. Erfitt er að segja til um hvort hrossaskyrfið hefur borist til landsins með reið- tygjum eða hvort íslenski stofninn, sem er á smádýrum, hefur tekið breytingum. Ljóst er að sveppurinn berst milli hrossa með reiðtygjum, kömbum, burst- um, ábreiðum og fleiru. Sveppa- sporar geta verið á húð án þess að sár sjáist og mannshöndin get- ur borið sjúkdóminn milli hesta. í Skagafirði hefur sjúkdómurinn breiðst út frá tamningastöðvum og er mest áberandi þar sem og í Borgarfirði," sagði Sigurður Sig- urðsson. ój Sjá nánar fréttatilkynningu frá yfirdýralæknisembættinu bls. 5. Akureyri: Fækkar á atvinnu- leysisskrá AUs voru 165 manns skráðir atvinnulausir á Akureyri um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiölun- arskrifstofunni eru þetta lægstu atvinnuleysistölur sem sést hafa á þessu ári. Þess ber að gæta að nú starfa 95 manns í atvinnuátaki sem Akureyrarbær setti á fót í fram- haldi af styrk sem fékkst úr Atvinnleysistryggingasjóði. Alls voru 105 konur atvinnu- lausar á Akureyri um mánaða- mótin og 60 karlar. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.