Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 02.10.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. október 1992 - DAGUR - 5 Nýr sveppasjúkdómur í hrossum? - fréttatilkynning frá yfirdýralæknisembætti í sumar og haust hefur borið á sveppasýkingu í húð hrossa og virðist hún vera smitandi. Blettir koma fram á höfði, undir tagli og á innanverðum lærum, á lend, baki og stundum einnig á síðum. Blettirnir eru hring- laga smáir í fyrstu en stækka hægt og verða nokkrir cm í þvermál. Húðin bólgnar, skorpa myndast í hárunum, sem detta af eftir nokkurn tíma, húð- in verður ljósari í blettunum. Kláði er ekki áberandi né eymsli en stund- um roði. Húðin hárgast svo á ný frá miðju blettsins. Meðgöngutími virð- ist vera 2 til 4 vikur áður en einkenni koma í Ijós. Hrossin eru með sýnileg einkenni í 1 til 2 mánuði og lengur, en læknast síðan yfirleitt af sjálfu sér. Lyfjameðferð flýtir fyrir bata og dregur úr smithættu. Hross með þessi einkenni hafa fundist á eftir- töldum svæðum: Eyjafjörður, Skaga- fjörður, Dalasýsla, Borgarfjarðar- og Mýrasýsla, Reykjavíkursvæðið og Árnessýsla. Mest hefur borið á kvill- anum í Eyjafirði, Skagafirði, Borgar- firði og Reykjavík. Enn sem komið er hefur kvillans ekki orðið vart svo víst sé á landinu austanverðu þ.e. austan Eyjafjarðar og austan Þjórsár, en vegna stöðugra flutninga á hrossum eru mörkin óviss. Undirstrika verður að ekki eru all- ir húðkvillar í hrossum smitandi og ekki er ljóst enn hvort um sama húð- svepp er að ræða í öllum tilfellum sem talin hafa verið grunsamleg. Rétt þótti að fá örugga greiningu á sveppunum erlendis og er niðurstöðu að vænta innan tíðar. Einkennin og svepparæktunin benda til þess að um sé að ræða sveppinn Trichophyton mentagrophytes. Það er húðsveppur, sem oft hefur fundist hér á landi í fólki og smádýrum en ekki fyrr kom- ið fram sem faraldur. Útbreiðslan síðustu vikur er þannig að rétt þykir að vara við hættu á dreifingu. Smitun virðist frekast verða í réttum, á húsi, í flutningum, af reiðtygjum, reiðver- um og búnaði smitaðra hrossa. Helstu ráð til að draga úr út- breiðslu: 1. Mikilvægt er að gera dýralækn- um viðvart um grunsamleg einkenni en þeir ráðleggja um meðferó, flutn- inga og sótthreinsun. 2. Forðast skal flutning og verslun með hross frá sýktun og grunuðum stöðum og að hýsa þar hross frá öðrum. Varast ætti að hýsa aðrar dýrategundir með sýktum hrossum. 3. Sótthreinsa ber reiðfatnað og öll reiðtygi, bursta, kamba, klórur o.þ.h. 4. Hestaflutningabíla og kerrur sem flutt hafa hross af sýktu og grun- uðu svæði skal sótthreinsa eftir hverja ferð. 5. Loks er rétt að benda á að fólk getur smitast af þessum kvilla af hrossum og borið hann í önnur dýr. Sævar Einarsson: Mikill uggur er í mönnum um framtíð smábátaútgerðar Á aðalfundi Skalla, félags smá- bátaeigenda á Norðurlandi vestra, sem haldinn var á Sauðár- króki 27. sept., kom fram að mikill uggur er í mönnum um framtíð smábátaútgerðar, verði krókaveiðar aflagðar á bátum undir sex tonnum, það eru bátar með krókaleyfi með dagatak- mörkunum, en þessir bátar eru rúmlega 1130. Aflakvóti sá er þessir bátar fengju yrði um 4000 tonn og það þarf ekki tölvu til að reikna það út að sú aflaheimild sem flestir fengju yrði ekki fyrir útgerðarkostnaði og því augijóst að þessi bátafloti færi að stórum hluta á fjörukambinn og yrði ekki gerður út frekar. Útgerð þessara báta er mjög mikilvægur atvinnuþáttur í mörg- um byggðarlögum og á nokkrum stöðum undirstaða byggðar. Við trúum því ekki að stjórnmála- menn kynni sér ekki ítarlega þessi mál áður en ákvörðun verð- ur tekin. Geri þeir það erum við sannfærðir um að niðurstaðan verður okkur í vil. Við bendum á að veiðar smábáta undir tíu tonn- um eru mjög háðar veðri og því að fiskur gangi á grunnslóð. Á þessu ári hefur fiskur haldið sig á grunnmiðum og því hefur afli verið sæmilegur víða um land hjá smábátum, en togarar hins vegar aflað óvenju lítið. Pess eru dæmi að togaraútgerðir á Norðurlandi hafa þurft að fá báta til að veiða fyrir sig kvóta sem togarar þeirra hafa ekki náð að veiða. Við bendum á að ótti við ofveiði smábáta á krókaveiðum er óraunhæfur. Þorskstofninum verður ekki útrýmt af okkar völdum. Það ætti öllum að vera ljóst, sem kynnt hafa sér fisk- veiðimál, að við erum ekki vandamál og verðum aldrei. Ljóst er að krókaveiðar eru umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á íslandsmiðum. Við hvetjum og til þess að rann- sökuð verði skaðsemi togveiðar- færa á botn og lífríki sjávar. Árlegar skerðingar á veiði- heimildum á þorski hafa komið mjög illa niður á bátum undir 10 tonnum, þar sem þorskur er undirstaða okkar veiða. Dæmi eru um að skerðingin sé 28,5% á þessum bátum sem litla mögu- leika hafa á öðrum veiðum á meðan skerðing á afla togara og stærri báta er jafnvel lítil sem engin. Svo er komið fyrir mönnum sem jafnvel höfðu sæmilega afkomumöguleika fyrir einu til tveimur árum að þeir eru komnir langt niður fyrir hungurmörk. Grásleppuveiðar, sem eru nánast það eina sem við höfum sem aukaveiðar, gengu heldur illa í vor. Alls veiddust milli 11 og 12 þúsund tunnur við landið í vor, dæmi eru þó um að bátar á okkar veiðisvæði hafi gert það sæmi- legt. Verð á hrognum sl. vertíð var 1125 til 1200 þýsk mörk sem er all gott, en vegna lélegrar vertíðar hér og við Nýfundnaland má búast við einhverri hækkun á næstu vertíð. Fari verð í 1250- 1300 mörk eða 45-50 þús. kr. má það teljast gott. Þá er það spurning sem mig langar að varpa fram að lokum. Telja þeir menn er á alþingi sitja og taka endanlega ákvörðun í fiskveiðistjórnun það þjóðhags- lega hagkvæmt að leggja 1000 smábátum og loka fjölda frysti- húsa á landsbyggðinni á sama tíma og milljörðum eða tugum milljarða er varið í uppbyggingu frystitogaraflota? í ört vaxandi atvinnuleysi hljóta menn að sjá að þessa þróun verður að stöðva með einhverjum hætti. Ég held að sífellt fleiri sjái að þessi þróun leiðir til stórfelldrar byggða- röskunar, atvinnuleysis og vandræða í framtíðinni. Höfundur er fráfarandi formaður Skalla, félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra. Gallabiixur og gallajakkar margir litir Wranglcr lrjá Mf HERRADEILD Windows 3.1 Námskeiðið hefst 5. okt. kl. 20.00. Bxcel 4.0 Námskeiðið hefst 19. okt. kl. 20.00. Word for Windows 2.0 Nánar auglýst síðar. Word Perfect £ Windows á íslensku. Nánar auglýst síðar. Innritun og upplýsingar eru í síma 96-27899 og á skrifstofu skólans að Furuvöllum 5. Tölvufræðslan Akureyri hf. Furuvöllum 5, II. hæð, Akureyri, sími 96-27899. Bílasala • Bílaskipti MMC L-200 Double Cap árg. 91. Ek. 4.000. Vsk. bill. Verð 1.750.000 stgr. Upph., lengdur m/ spili. FJALLAGARPUR. M.Benz I90E árg.86. Ekinn 120.000. Verð 1.350.000 stgr. MMC Galant GLSi 4x4 árg. 90. Ekinn 36.000. Verð 1.250.000 stgr. VW Poloárg. 91. Ekinn 14.000. Verð 650.000. stgr VSK bili. MMC Pajero long benzín árg. 88. Ek. 51.000. Einn eigandi. Verð 1.150.000stgr. MMC Pajero long benzin V6 árg. 89. Ek. 45.000. Einn eigandi. Verð 1.800.000 stgr. Toyota Four runner árg. 90. Ekinn 45.000. Verð 1.900.000 stgr. MMC Space Wagon 4x4 árg.9l. Ekinn 31.000. Verð 1.350.000 stgr. Mikið úrval af bilutn i sýningarsal og á sýningarsvxði < píiaSALIWW \ tööldur hf. BÍLASALA við Hvannavelli Símar 24119 og 24170

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.