Dagur - 10.10.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 10.10.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 10. október 1992 Fréttir Niðurstaða vegna kæru Ölmu Elísabetar Hansen: Akvæði jafnréttislaga ekki brotið Kærunefnd jafnréttismála hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að skólanefnd Tónlistarskól- ans á Akureyri hafí í engu brotið á Ölmu Elísabetu Han- sen við ráðningu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri á sl. vori og að ráðningunni hafi verið staðið með faglegum og vönduðum hætti. Alma Elísabet Hansen var ein sex umsækjenda um stöðu skóla- stjóra Tónlistarskólans á Akur- eyri. Stjórn skólans var hins veg- ar sammála um að mæla með ráðningu Guðmundar Óla Gunn- arssonar í stöðuna og staðfesti bæjarstjórn Akureyrar ákvörðun stjórnar Tónlistarskólans 12. maí sl. Alma Elísabet sætti sig ekki við afstöðu stjórnar Tónlistar- skólans og sendi bréf til kæru- nefndar jafnréttismála þar sem hún óskaði eftir því að nefndin kannaði og tæki afstöðu til þess hvort ráðning Guðmundar Óla bryti í bága við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Kærunefnd jafnréttismála afl- aði sér upplýsinga frá báðum málsaðilum og í Ijósi þeirra hefur hún kveðið upp sinn úrskurð. í niðurstöðu nefndarinnar seg- ir að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum séu bæði Alma Elísabet og Guðmundur Óli hæf til að gegna stöðu skólastjóra Tónlist- arskólans á Akureyri. „Sé hins vegar litið til þeirra forsendna sem lágu til grundvallar við ákvörðun skólastjórnar Tónlist- arskólans um ráðningu skóla- stjóra, verði ekki hjá komist að álykta, að Guðmundur Óli sé færari um að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til tilvonandi skólastjóra.“ Ennfremur segir í niðurstöðu kærunefndar: „Niður- staða kærunefndar jafnréttismála er að skólastjórn Tónlistarskóla Akureyrar hafi með fullnægjandi rökum sýnt fram á að við ráðn- ingu skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar 19. maí sl. hafi ekki verið brotið ákvæði 1. mgr. 2. tl. 6. gr. 1 28/2 1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kærunefnd jafnréttismála sér ástæðu til að taka fram að fyrir- liggjandi gögn bera með sér að staðið hafi verið að ráðningu þessari með faglegum og vönduð- um hætti.“ Við afgreiðslu þessa máls sátu í kæruefnd þau Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustj óri, formaður, Sigurður H. Guðjóns- son, hrl. og Margrét Heinreks- dóttir, settur héraðsdómari. óþh Hafís var með minnsta móti fyrir norðan land í sumar. Mynd: þb „Áramót“ á hafísdeild Veðurstoftmnar: Hafis með niinnsta mótí fyrir norðan land sl. sumar Þór Jakobsson, veðurfræðing- ur, segir að á liðnu sumri hafi hafís verið með minnsta móti Greiðslur ríkissjóðs vegna mjólkur- og sauðíjárframleiðslu: Ríkisgreiðslan lækkar um tvo milljarða Hefðbundnum niðurgreiðslum á heildsölustigi landbúnaðar- afurða verður nú hætt og í nýju fjárlagafrumvarpi kemur fram að beinar greiðslur til bænda, sem teknar voru upp í stað niðurgreiðslna, nema á næsta ári 2,2 milljörðum vegna mjólkurframleiðslu og 1,7 milljörðum vegna sauðfjár- framleiðslu. Sparnaðurinn frá því sem var í niðurgreiðslu- kerfínu verður tveir milljarðar milli ára. Greiðslur ríkissjóðs vegna mjólkurframleiðslu verða 2,7 milljarðar í heild á næsta ári, samanborið við um 3 milljarða á yfirstandandi ári. Hætt verður að greiða útflutningsbætur. Beinar greiðslur til kúabænda vegna mjólkurframleiðslu verða 2,2 milljarðar sem svarar til 11 mán- aða framleiðslu miðað við 100 milljóna lítra greiðslumark. Lokagreiðsla samkvæmt eldra fyrirkomulagi verður innt af hendi í janúar nk. og er hún áætl- uð 200 milljónir króna. Við kerf- isbreytinguna er gert ráð fyrir að greiða þurfi 350 milljónir vegna birgðauppgjörs mjólkurafurða samkvæmt eldri samningi. Þar af verði 175 milljónir fjármagnaðar af verðmiðlunarsjóði sem ríkis- sjóður endurgreiðir honum á árinu 1994. Ríkissjóður mun á næsta ári leggja fram 10 milljónir til afleysingaþjónustu kúa- bænda en þetta er í samræmi við búvörusamning. Þá verða 100 milljónir lagðar til Lífeyrissjóðs bænda vegna kúabænda en ríkis- sjóður mun hætta að greiða fram- lög til lífeyrissjóðsins fyrir aðra bændur en þá sem búvörusamn- ingur nær til þ.e. mjólkur- og sauðfjárframleiðslu og er fyrir- hugað að tengja framlagið við beinar greiðslur til bænda. Ríkissjóður mun spara um 1700 milljónir milli ára í framlög- um til sauðfjárframleiðslu. Þessi sparnaður byggist fyrst og fremst á afnámi niðurgreiðslna og upp- töku beinna greiðslna í stað þeirra. Beinar greiðslur í sauð- fjárframleiðslu nema 1700 millj- Atvinnulausir Húsvíkingar: Leika erlenda ferðamenn í sænskum spennutrylli Félagar úr Leikfélagi Húsavík- ur og fólk af atvinnuleysisskrá í bænum fékk vinnu sem auka- leikarar í sænskum spennu- þáttum sem tökulið frá sænska sjónvarpinu hefur unnið við í Mývatnssveit og nágrenni undanfarna daga. Tuttugu manna hópur leikara og atvinnulausra frá Húsavík vann með Svíunum sl. sunnudag og tíu manna hópur á mánudag. Húsvíkingarnir voru í hlutverk- um erlendra ferðamanna við Goðafoss og í Mývatnssveit. Sænska tökuliðið vinnur að gerð spennumyndar í fjórum þáttum, og mun sagan fjalla um sænska stúlku sem kemur til íslands með fleira í farteskinu en æskilegt er. Ása Gísladóttir, formaður Leikfélags Húsavíkur, sagði að aukaleikurunum hefði þótt mjög gaman að fá að taka þátt í verk- efninu og kynnast vinnubrögðum á þessum vettvangi. Það hefði allt gengið mjög vel en þetta væri ekki í fyrsta sinn sem leikfélags- fólk væri fengið sem aukaleikarar í kvikmyndum. Ása sagði að ann- an daginn hefði verið mjög kalt og hvasst og sænska tökuliðið hefði verið mjög ánægt með aukaleikarana, haft á orði að sænskir aukaleikarar mundu hafa verið farnir heim fyrir löngu vegna veðurs. IM ónum en því til viðbótar greiðir ríkissjóður 250 milljónir til slát- urhúsa vegna vaxta- og geymslu- kostnaðar og niðurgreiðsla á ull verður 250 milljónir. Þá mun ríkissjóður verja 440 milljónum til uppkaupa á fullvirðisrétti í sauðfjárframleiðslu. JÓH fyrir norðan land, sem m.a. hafí komið til af hlýjum sjó og einnig hafí verið óvenju lítið um vestlægar áttir á liðnu vori. Þór segir erfítt að spá fyrir um hvað nýhafíð „hafísár“ beri í skauti sér, en í gögnum Veður- stofunnar er það frá 1. október til 30. september. Yfir vetrarmánuðina er hafís- myndun við austurströnd Græn- lands og í svokölluðum hafísár- um ýta kröftugar vestlægar áttir ísnum að Horni og norður fyrir land. Lítið fór fyrir vestanáttinni í vor og því segir Þór að þegar á heildina sé jitið hafi liðið „hafís- ár“ verið gott og fremur tíðinda- lítið. Að vísu varð vart við einn og einn borgarísjaka í sumar, en við því má ætíð búast. Um komandi mánuði segir Þór að sé erfitt að spá. „Nú er ísinn aftur að aukast fyrir sunnan Scoresbysund eins og eðilegt er þegar líða tekur á veturinn og sól er lægra á lofti og farið að kólna. Við förum varlega í að spá fyrir um hafís langt fram í tímann. Við reynum að spá í horfurnar út frá veðurspákortum frá Bretlandi,“ sagði Þór. Þrír þættir öðrum fremur eru afgerandi í hafísreki fyrir norðan land, hitastig sjávar, vindátt og ísmagn' sem kemur frá Græn- landi. óþh Húsnæðisnefnd Dalvíkur: Sótt um tvær félagslegar leiguíbúðir og ijórar félagslegar kaupleiguíbúðir Húsnæðisnefnd Dalvíkurbæjar lét nýlega framkvæma könnun á húsnæðisþörfínni í bænum og var auglýst eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir og félagslegar kaupleiguíbúðir. Umsækjendur máttu ekki eiga íbúð fyrir, hafa á síðustu þrem- ur árum ekki hærri meðaltekj- ur en kr. 1.509.472 fyrir ein- stakling og kr. 1.886.840 fyrir hjón og eiga lögheimili á Dalvík. Einar Emilsson formaður húsnæðisnefndarinnar segir að umsóknir séu að berast af og til allt árið en þegar umsóknarfresti lauk 21. september sl. hafi verið hjá nefndinni sjö gildar umsókn- ir. Dalvíkurbæ var úthlutað tveimur almennum kaupleigu- íbúðum fyrir árið 1992, en á fundi húsnæðisnefndar sl. þriðju- dag var samþykkt að nýta aðeins aðra heimildina. Hvort sú neitun kemur niður á næstu úthlutun verður síðar að koma í ljós. Á Dalvík eru 15 almennar kaup- leiguíbúðir sem er nokkuð mikið miðað við stærð bæjarfélagsins og því þurfti að taka ákvörðun um hvort þeim yrði fjölgað. Sam- þykkt var hins vegar að sækja um tvær félagslegar leiguíbúðir og fjórar félagslegar kaupleiguíbúð- ir. Einnig átti Dalvíkurbær ónýtta heimild vegna félagslegrar eignaríbúðar og sú heimild verð- ur nú nýtt. Einar Emilsson segir meiri þörf á félagslegum leiguíbúðum eða félagslegum eignaríbúðum og af þessum sjö umsóknum sem borist hafa er aðeins ein um almenna kaupleiguíbúð en sex um félagslegar eignaríbúðir. Innan tíðar verður auglýst eftir íbúðum sem geta fallið inn í þetta kerfi og í framhaldi af því svo tekin ákvörðun um það hvort nauðsynlegt verður að hefja ein- hverjar byggingaframkvæmdir. Vegna hins góða atvinnuástands á Dalvík er nokkur eftirspurn eft- ir íbúðarhúsnæði þar en þó lítið meira en framboð. Töluverður skortur virðist vera á leiguhús- næði, því margir eru ævinlega um hituna í hvert skipti sem leigu- íbúð kemur á markaðinn. Nefnd um byggingu íbúða fyrir aldraða auglýsti eftir umsóknum í íbúðir fyrir aldraða, svokallaðar þjónustuíbúðir, sem verið er að byggja í nágrenni Dalbæjar, heimilis aldraðra á Dalvík og verða afhentar fullbúnar sumarið 1993. Hér er um fjórar íbúðir að ræða, tvær 70 fermetra íbúðir og tvær 92 fermetra íbúðir. Fjórar umsóknir bárust um minni íbúð- irnar en engin um þær stærri. Fundur verður haldinn í nefnd- inni í næstu viku og þar verður væntanlega tekið á þeim vanda sem við blasir þ.e. að engin umsókn hefur borist um stærri íbúðirnar. Mörgum ellilífeyris- þeganum finnst verð stærri íbúð- anna of hátt, en það orsakast fyrst og fremst af of háum bygg- ingarkostnaði á íslandi. GG Uppsagnir hjá Sigvalda Þorleifssyni hf.: „Kom mér mjög á óvart“ - segir Águst Sigurlaugsson hjá Einingu „Þetta kom mér mjög á óvart,“ sagði Ágúst Sigur- laugsson, starfsmaður Verka- lýðsfélagsins Einingar í Ólafs- firði, um uppsagnir átta starfsmanna hjá Sigvalda Þor- leifssyni hf. í Ólafsfirði. Ágúst segir að einn starfsmað- ur af þessum átta hafi eins mán- aðar uppsagnarfrest en uppsagnir hinna komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir áramót. Að undanförnu hefur að sögn Ágústar verið mjög gott atvinnu- ástand í Ólafsfirði og til marks um það sagði hann að í gær hafi átta fengið greiddar atvinnu- leysisbætur, sem gæti vart talist mikið miðað við marga aðra staði. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.