Dagur


Dagur - 10.10.1992, Qupperneq 4

Dagur - 10.10.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 10. október 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR- SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Sársaukafullur vandi Þær fréttir er bárust frá Færeyj- um fyrr í þessari viku hafa vakið mikla athygli hér á landi. Gjald- þrot Sjóvinnubankans í Þórshöfn og svipting sjálfsforræðis Færey- inga í ríkisfjármálum eru alvarleg tíðindi svo ekki sé meira sagt. í raun má segja að færeyska þjóð- in standi á barmi gjaldþrots og eru það mikil umskipti frá því fyr- ir einum áratug er sjávarútvegur landsins stóð í miklum blóma og Færeyingar voru því sem næst skuldlausir. En hvað hefur breyst á tíu ára tímabili. Hvernig tókst frændum okkar austur í Atlants- hafi að glata farsælli atvinnu- stefnu og sökkva sér í þvílíkt skuldafen sem nú er orðið? Ástæður hinna miklu umskipta í fjármálum og atvinnulífi Færey- inga má að nokkru rekja til minnkandi sjávarafla. Megin ástæður ófaranna eru hins vegar gífurlegar fjárfestingar í fiskiskipum og fiskvinnslustöðv- um - langtum meiri fjárfestingar en atvinnuvegur eyjarskeggja og efnahagskerfi hefur möguleika til að standa undir. Verja hefur þurft upphæðum er svara til milljarða íslenskra króna til styrktar færeyskum sjávarútvegi en eftir þær breytingar er nú hafa orðið má gera ráð fyrir að lítið fé verði til slíkra úthlutana. Hvaða leið sem farin verður til að losa Færeyinga úr þeim vanda er þeir hafa komið sér í kostar erfiði og sársauka. Þótt frystihús- in reyni nú að halda uppi atvinnu með kaupum á fiski af erlendum veiðiskipum dugar slíkt engan veginn til að bæta upp minnk- andi afla. Fækkun fiskiskipa og hagræðing í fiskvinnslu - meðal annars með sameiningu og lokun fiskvinnslustöðva eru þær leiðir sem helst virðast færar. En þær munu einnig valda gjaldþrotum, atvinnuleysi og hætta er á að hin dreifð’a byggð eyjanna rask- ist til frambúðar. Því miður eru Færeyingar ekki þeir einu sem þurfa að glíma við vanda af þeim toga er hér hefur verið lýst. Þótt vandi íslensks sjávarútvegs sé ekki orðinn eins stórfelldur og í Færeyjum þá verðum við nú þegar að berjast við hin sömu vandamál. Fiski- skipafloti okkar er of stór miðað við þann afla sem unnt er að ná úr hafinu. Afkastageta fisk- vinnslustöðva í landi er einnig umfram þarfir. Á síðustu tímum hafa mörg gjaldþrot orðið og þurft að beita margskonar hag- ræðingu í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir höfum við ekki látið okkur segjast. Þrátt fyr- ir of stóran fiskiskipastól og mikl- ar fjárfestingar sem ekki skila nauðsynlegum arði skal áfram haldið á sömu braut. Skamm- tímasjónarmið vegna hagstæðs útflutnings á hráefni sitja í fyrir- rúmi og stór fiskiskip eru flutt til landsins. Og það sem verst er - atvinnan er í auknum mæli flutt í hendur fárra manna sem starfa úti á sjó og fiskvinnslufólks í erlendum borgum og bæjum. Þótt aðstæður hér á landi séu að ýmsu leyti aðrar en hjá frænd- um vorum í Færeyjum er einnig margt með sama móti. Báðar þjóðirnar byggja afkomu sína á fiskveiðum og vinnslu sjávarafla. Báðar þjóðirnar hafa fjárfest langt umfram nauðsyn vegna þessa atvinnuvegar. Færeyingar eru nú komnir á leiðarenda í því efni en íslendingar eru enn að. Ef fram fer sem horfir og ekki verð- ur af fullri alvöru spornað við auknum fjárfestingum í sjávar- útvegi vex vandi okkar dag frá degi. Vandi er orðið getur sárs- aukafullt að leysa. ÞI Dýraríki íslands Fuglar 8. þáttur Smyrillinn er, líkt og íslenski fálkinn eða valurinn, af ránfugla- ættbálkinum, og svo fálkaættinni. En hann er, ólíkt frænda sínum, einn af minnstu fulltrúum hennar, ekki nema um 30 sm langur. Kvenfuglinn vegur um 250 g, en karlfuglinn ekki nema um 170 g. Vænghafið er 50-60 sm. Þrátt fyrir smæðina gefur þessi knái ránfugl fálkanum Iítið, ef þá nokkuð, eftir í grimmd, hörku og snarpleika. Kynin eru mismunandi að lit: kvenfuglinn brúnn að ofan og ljós að neðan, með dökkum rákum, en karlfuglinn blágrár að ofan, og ryðlitur að neðan, með dökkbrúnum rákum. Ungir fugl- ar eru líkir kvenfuglum. Augnlitur er dökkbrúnn; fætur gulir. Smyrillinn er norðlægur fugl, með útbreiðslu umhverfis allan hnöttinn, eins og t.d. á írlandi, í Skotlandi, Wales, Skandinavíu, austur eftir allri Síberíu, í Alaska og Kanada, þó ekki eins langt norður og fálkinn. Kjörlendið er mishæðótt bersvæði, t.d. lyng- heiðar, en hann forðast skóg og fjalllendi. Stofnstærðin er ekki kunn með neinni vissu, en þessi litli fugl er býsna algengur hér á mælikvarða annarra ránfugla landsins. Með alþýðu er hann stundum nefndur „litli skratti.“ Hann er farfugl að stærstum hluta, og kemur til landsins síðari (Falco columbarius) hluta aprílmánaðar. En þótt hann komi svo tímanlega, verpir hann mun seinna en t.d. hrafn og fálki. Smyrillinn er einkvænisfugl. í upphafi tilhugalífs og varptíma iðkar hann fluglistina, og bæði hjónin stunda eltingarleiki, sem eru hluti af pörunarleikjum þeirra. Smyrillinn verpir um allt land, að miðhálendinu undanskildu, og þá oftast í lágum klettum, fjalla- syllum, eða árgiljum. Erlendis verpa smyrlar oft í gömul hröfn- ungahreiður í trjám, og einnig á jörðu niðri. Oft er sami hreiður- staðurinn notaður ár eftir ár, þó ekki endilega af sömu fuglunum. Eggjunum, 3-5 að tölu, ljós- brúnum, alsettum rauðum dílum, er orpið í maí, og byrjar kven- fuglinn strax að liggja á, sem þýð- ir að ungarnir koma á misjöfnum tíma úr eggi. Getur þá sá elsti afétið hina, og gerir það, einkum þó ef lítið er um æti og baráttan við að komast á legg þvf harðari en ella. Foreldrarnir, og þá einkum kvenfuglinn, verja hreiðrið af mikilli hörku og með tilheyrandi gargi, og flæma burt máva, hrafna, og jafnvel erni. Þá eru dæmi þess, að smyrlar hafi ráðist á menn, er voguðu sér of nærri hreiðri. Fjarri óðali er smyriilinn þögull. Utungunartíminn er u.þ.b. mánuður. Ungarnir (dúnungar) eru í fyrstu alhvítir, en verða síð- an gráir. Þeir verða fleygir í lok júlí, en halda sig í námunda við hreiðrið í 2-3 vikur eftir það, og þiggja mat af foreldrunum. Síð- an eru þeir á eigin vegum. íslenski smyrillinn lifir aðal- lega á smáfuglum, og eru þar helstir skógarþröstur, þúfutittl- ingur og steindepill. Einnig tek- ur hann unga sumra fuglateg- Smyrill, kvenfugl. (John Bull og John Farrand, Jr.: The Audubon society field guide to North American birds. New York 1977.) unda, eins og vaðfugla, anda, rjúpna og kría. Eitthvað tekur hann mýs líka. Á veturna fylgir hann snjótittlingahópunum eftir. Oft má sjá á atferli lítilla fugla, þegar smyrillinn er í nánd. Þeir ókyrrast og fela sig, eða kúra sig á grein uppi við trjábol, og hreyfa sig ekki fyrr en hann er úr aug- sýn. Bráðinni nær smyrillinn með því að koma henni að óvörum, og grípa hana eftir stuttan elting- arleik, enda fimur í loftinu. Stundum er ákafinn þó helst til mikill. Kemur þá oftlega fyrir, að hann gætir sín ekki á hindrunum, eins og t.d. girðingum, húsum, eða rafmagns- og símalínum, og rekst þar á, oft með þeim afleiðingum, að hann drepst. í Bretlandi hefur komið í ljós, að þessi dánarorsök er hlutfallslega miklu algengari hjá smyrlum, en öðrum ránfuglum. Hérlendis virðist einhver fækk- un hafa orðið í smyrlastofninum, og vilja menn rekja það til áhrifa skordýraeiturs, lífrænna klór- efnasambanda, eins og t.d. DDT, sem hafa verið að hrjá evrópska ránfugla allt frá 1940, sérstaklega þá, sem nærast mikið á fuglum, en íslenski smyrillinn er að hluta til farfugl, eins og áður sagði, og dvelur þá á ír- landi, Bretlandseyjum og megin- landi Evrópu á veturna. í Færeyjum eru smyrlar við það að hverfa sem varpfuglar, og á skosku eyjaklösunum munu ekki vera eftir nema um 50 verp- andi pör. Eiturefnin hafa m.a. áhrif á þykkt eggjaskurnar ránfuglanna, og getur jafnvel farið svo, að egg- in brotni, sé á þau lagst. í íslenska smyrlinum hefur eggjaskurn þynnst um 13% á síð- ustu árum, samkvæmt mæling- um. Alvarleg hætta er á ferðum, ef þynningin fer upp í 16-18%. Smyrlar eru hér nokkuð fram eftir hausti, en þeir fyrstu leggja upp í farflugið um miðjan ágúst. Lítið hefur verið um merking- ar á smyrlum hér á landi, nema þá kannski hin allra síðustu ár. Djúpt er því á upplýsingum um aldur þeirra að svo komnu. En af merktum og endurheimtum fugl- um erlendis hefur mátt ráða, að smyrillinn geti orðið a.m.k. 10 ára gamall. Heimsmetið er reyndar 10 ár og tæpir 8 mánuðir. Það var smyrill merktur í Finn- landi, ekki sem ungi þó, heldur fullorðinn. í Bretlandi er metið 9 ár og 2 mánuðir, og í Svíþjóð 8 ár. íslenskir smyrlar eru að jafnaði örlítið dekkri og stærri en aðrir, og teljast því vera sérstök undir- tegund. Haft er fyrir satt, að galdra- mönnum forðum hafi þótt mikils um vert að ná í smyrla til ýmissa töfragagna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.