Dagur - 10.10.1992, Síða 5
Laugardagur 10. október 1992 - DAGUR - 5
EFST í HUGA Halldór Arinbjarnarson
Miðstýring
— dreifstýring
Eitt af þeim orðum sem misnotað er
herfilega í daglegu máli, jafnt af stjórn-
málamönnum sem öðrum, er orðið
valddreifing. Sumir stjórnmálamenn
hafa tekið þetta hugtak uþþ á arma
sína sem einskonar allsherjarlausn á
vanda landsbyggðarinnar. Hins vegar
er oft á tíðum ekki Ijóst hvað nákvæm-
lega er átt við, enda kannski oft eins
gott fyrir viðkomandi að það sé ekki
kannað nánar. Orðunum miðstýring og
valddreifing er oft stillt upp sem and-
stæðum og þá sagt sem svo að öllu sé
miðstýrt að sunnan og það sem þurfi
sé valddreifing. Að mínu viti er mun
skýrara að nota orðið dreifstýring. Vald
getur verið dreift í þeirri merkingu að
það séu margir sem ráða en eftir sem
áður öllu stjórnað frá sama stað land-
fræðilega t.d. Reykjavík.
Annar algengur misskilningur er að í
því felist dreifstýring eða valddreifing,
að færa ákveðnar stofnanir út á land,
eða opna þar nokkurs konar útibú. Sú
þarf hins vegar ekki að vera raunin. Ef
stofnunin er eftir sem áður jafn mið-
stýrð þá hefur í raun lítið gerst. Stofn-
unin staðsett á Egilsstöðum eða Akur-
eyri verður eftir sem áður jafn miðstýrð
og óaðgengileg, ef ekki óaðgengilegri
fyrir t.d. ísfirðinga.
Það hefur einnig ákaflega lítið að
segja að opna t.d. útibú á Akureyri ef
eftir sem áður þarf að senda allt suður
þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er
alveg eins gott og mun ódýrarara að
hver og einn sjái um að setja sín gögn
í póst. Þó það gæti út af fyrir sig verið
ágætt fyrir t.d. Akureyri að ákveðin
stofnun verði flutt þangað, þá sé ég
ekki í því neina lausn fyrir byggðamál í
landinu. Flutningi opinberra stofnana
út á land þarf að fylgja annað og meira
ef gagn á að vera að fyrir landsbyggð-
ina í heild. Á hverju svæði þarf að
starfa fólk sem má og getur tekið
ákvarðanir varðandi íbúa þess svæðis.
Það fólk mundi væntanlega hafa ríkari
skilning á hvar kreppir að, hvað þarf að
laga og ekki síst hvernig á að fara að
því.
Undanfarið hef ég þurft að hafa
nokkur samskipti við Húsnæðisstofnun
ríkisins. Þó það hafi útaf fyrir sig geng-
ið áfallalítið, er ég enn sannfærðari en
áður um að þá ágætu stofnun mætti að
skaðlausu leggja niður. Húsbréfakerfið
er að vísu mikil framför en ég fæ ekki
annað séð en bankakerfið gæti sem
best annast þessi viðskipti og sveitar-
félögin séð um félagslegar íbúðabygg-
ingar. Hafi ríkisstjórnin raunverulega
áhuga á að minnka báknið þá teldi ég
þetta mun nærtækara en t.d. einka-
væðingu Búnaðarbankans.
Halldór Arinbjarnarson.
Fréttagetraun
1. Hvað heitir leikkonan sem fer með
hlutverk Línu langsokks hjá Leikfélagi
Akureyrar?
2. Hvaða verkalýðsforkólfur á Norður-
landi talar um „eyðimerkustefnu í
atvinnumálum“?
3. Hvar er Helena Vieira Semedo sjávar-
útvegsráðherra og hvaða erindi átti hún
í Slippstöðina á Akureyri?
4. Hver reið á vaðið með að merkja nýtt
lambakjöt framleiðanda?
5. Um hvað var tekist á í bæjarstjórn
Akureyrar sl. þriðjudag?
‘B5isia ot
'SlS JIJ-ÍJ J3AI) 1 ACj
UBAS So JKAS jsiSuaj
Jnjoq Si?pn}iuiuij
•js nQisBjjpjcjj E
nSuiujnds ijbssoc[ qi^ -5
"BpUO
-Qio)UJEjj>jsipndjpi) So
-nf>jæj sSb]oj jnQEUj
-joj ‘uosBUJEfg Jnjpj -g
•Jiuofniuj pzi 'L
-qiassoj}j So ao^ji^sijj *9
6. Fingralangir voru á ferð á Húsavík
aðfaranótt sl. sunnudags. Hvað höfðu
þeir upp úr krafsinu?
7. Hvað eru lýstar kröfur í þrotabú skó-
verksmiðjunnar Striksins háar?
8. „Enginn útflutningsatvinnuvegur þolir
gengishækkun krónunnar til lang-
frama.“ Hver mælti svo?
9. Voru gerð mistök í leik KA og Þróttar?
10. Hvað merkir sögnin að frjá? SS
•SJIO JBAQOJSUISUOq
jejjAu nSuiujosQEJS '£
* JIOASJB
-QjEfjEfXg i ujnunjg e
jijjopsuiojsjo,} BfuXjg *j?
•sjBqEU>i9S
-uubj iqiuis uin BQæg
•uinfXoBQjpquæJO y ■£
•spuEjjnQjoisi spusq
-uiBsnQXcjiv JnQBUuoj
‘uosbjb^ joujv ue}I 'Z
•Jijjop
-ESBjg bjjoj sipuXjg 'j
:joa§
HEIÐURSLAUN
Brunabotafélags íslands
1993
Stjórn Brunabótafélags íslands veitir
einstaklingum heiðurslaun samkvæmt
reglum, sem settar voru árið 1982 í
því skyni að gefa þeim kost á að sinna
sérstökum verkefnum til hags og heilla
fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er
á sviði lista, vísinda, menningar,
íþrótta eða atvinnulífs.
Reglurnar sem gilda um heiðurslaunin
og veitingu þeirra, fást á skrifstofu BÍ
að Ármúla 3 í Reykjavík.
Þeir, sem óska að koma til greina
við veitingu heiðurslaunanna 1993
þurfa að skila umsóknum til stjómar
félagsins fyrir 1. nóvember 1992.
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
TÍMANNA TÁKNÍ
Alþjóðleg þjónusta ó Akureyri.
Umboðsaðili DHL ó Akureyri er Flugfélag Norðurlands.
DHL-HraðJlutningar hf. og Flugfélag
Norðurlands bjóða þér nú þjónustu sem
fœr hlutina til að ganga hrattfyrir sig.
Þú slappar af í þeirri vissu að sendingin
þín er nánast komin á leiðarenda um
leið og hán fór af stað.Hafðu samband
og kynntu þér ótrúlegafjölbreytta
þjónustu í hraðjlutningum.Við náum í
hlutina til þín og sleppum ekki hendinni
af sendingunni fyrr en hún er komin í
réttar hendur.
Itrasta öryggi í alla staði.
Efþú þarft að senda skjöllpappíra eða
stærri pakka með hraði frá Akureyri,
þá hafðu samband við
DHL-Hraðjlutninga hf.
SÍMI68 98 22/FAX68 98 65
Sími Akureyri: 96-12100