Dagur - 10.10.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 10. október 1992
Sundfélagið Óðinn 30 ára
- ágrip af sögu Sundfélagsins Óðins tekið saman af Jóhanni G. Möller í ágúst 1992
I tilefni af 100 ára afmæli Akureyrar 28. ágúst 1962 var Sund-
meistaramót Norðurlands haldið á Akureyri. Það var síðasta
Norðurlandsmótið í nokkur ár sem keppendur komu frá KA
og í síðasta sinn sem keppt var undir merki Þórs. Að loknu
mótinu tóku sig saman nokkur ungmenni og stofnuðu nýtt
íþróttafélag á Akureyri. Sundfélagið Óðinn. Laugardaginn
10. október halda félagar í Sundfélaginu Óðni upp á 30 ára
afmæli félagsins. Þau ár sem liðið hafa frá því að nokkur ung-
menni á aldrinum 15-18 ára stofnuðu félagið hafa orðið
nokkuð fleiri en margir hugðu, og tórir það enn.
Keppnisfólk Óðins 1989 ásamt Wolfgang Frosta þjálfara.
Upphaf þess að Sundfélagið
Óðinn var stofnað má rekja til
ársins 1961, en þá komu fyrst
fram óánægjuraddir meðal ungs
fólks sem æfði sund með KA og
Þór. Fyrsta sprungan mun hafa
komið þegar forráðamenn KA
bönnuðu sínu fólki að ferðast
með keppendum frá Þór á
Norðurlandsmót, sem halda átti
á Húsavík. Auk þessa var ekki
veittur neinn styrkur til krakk-
anna til að fara á mótið og því sat
annað félagið eftir heima. Jafn-
framt má nefna að félögin höfðu
ekki staðið að undirbúningi eða
þjálfun sundfólksins ailt sumarið.
Allur undirbúningur hafði verið í
höndum sundmannanna sjálfra.
Þetta var á þeim árum þegar
sundmót voru fá, oft ekki nema
tvö mót á sumri, þ.e. Akureyrar-
mót og Norðurlandsmót, því
ekki var almenn þátttaka á meist-
aramótum íslands.
Sem áður segir var það svo
skömmu eftir Norðurlandsmótið
1962, sem var haldið á Akureyri í
tilefni 100 ára afmælis bæjarins,
að Sundfélagið Óðinn var stofn-
að.
Meðal þeirra ungmenna úr
röðum KA og Þórs, sem stóðu að
stofnun Óðins, voru þau Óli G.
Jóhannsson, Björn Arason,
Júlíus Björgvinsson, Björn Þóris-
son og Erla Hólmsteinsdóttir, öll
á aldrinum 15-18 ára. Fyrstu
stjórn Sundfélagsins Óðins skip-
uðu ÓIi G. Jóhannsson, formað-
ur, Axel Gíslason, gjaldkeri, og
Guðmundur K. Sigurðsson, rit-
ari.
Margir af framámönnum
íþróttamála í bænum töldu að líf-
dagar félagsins yrðu ekki margir,
sérstaklega vegna reynsluleysis
stjórnenda félagsins. Hinir ungu
íþróttamenn létu hrakspár ekkert
á sig fá og héldu sínu striki.
Haft hefur verið eftir einum af
fyrstu félögum Óðins, að tveir
menn hafi einkum og sér í lagi
hleypt kappi í Óðinsmenn. En
það voru þeir ísak Guðmann, þá
formaður Sundráðs ÍBA og síðar
formaður ÍBA, og Hermann
Stefánsson, þáverandi forstjóri
Sundlaugar Akureyrar. Sá hinn
sami sagði að það væri nokkuð
víst að án stuðnings þeirra hefði
félagið átt erfitt uppdráttar og
jafnvel lognast út af.
Fyrsta mótið á
Siglufírði 1963
Fyrsta opinbera sundmótið sem
keppendur frá Óðni eru skráðir í
er Sundmeistaramót Norður-
lands á Siglufirði 1963. Keppend-
ur Óðins á mótinu voru:
Björn Þórisson, Óli G. Jó-
hannsson, Jón Árnason, Herdís
Júlíusdóttir, Soffía Sævarsdóttir,
Tryggvi Aðalsteinsson, Páll A.
Pálsson, Sverrir Þórisson, ísak
Ólafsson, Dóra Björk Ingólfs-
dóttir, Karen Eiríksdóttir, Sig-
ríður Eysteinsdóttir, Rósa Tóm-
asdóttir og Rafn Árnason. Farar-
stjóri á þetta fyrsta mót var
Hermann Stefánsson. Óðinn
varð í öðru sæti í stigakeppni
félaga með 75 stig, en í fyrsta sæti
varð lið U.M.S.S. með 126,5 stig.
Á þessu fyrsta starfsári hafði
félagið eignast sinn fyrsta „ís-
landsmeistara“. Jón Árnason,
kominn af sundgörpum miklum í
Þingeyjarsýslu, hafði náð góðum j
árangri á Norðurlandsmótinu
1962 og hélt suður í land og
keppti á „Unglingameistaramóti
íslands", sem haldið var á Sel-
fossi 1963. Hann kom, sá og sigr-
aði þ.e. í 50 metra skriðsundi.
Jón var eini keppandi Óðins á
mótinu og lagði upp í þessa lang-
ferð einsamall og varð þetta að
sögn Jóns, hin mesta ævintýra-
ferð.
Nokkur vandræði voru með að
fá þjálfara á þessum árum og svo
fór að Óli G. Jóhannsson hætti
keppnissundi og tók við þjálfun.
Oftar en ekki komu laugarverð-
irnir, þeir Ingólfur Kristinsson,
Magnús Ólafsson og Hermann
Stefánsson, við á bakkanum og
stöppuðu stálinu í mannskapinn
og hristu fram úr erminni einhver
heilræði.
Peningastyrkur sá sem félagið
fékk frá Í.B.A. á þessum fyrstu
árum fór að mestu í það að fá
þjálfara úr Reykjavík til að koma
norður í nokkra daga á hverju
sumri og leiðbeina. Meðal þeirra
þjálfara sem komu norður má
nefna þá Torfa Tómasson, fv.
formann SSÍ, og Guðmund Harð-
arson, sem hefur verið í röð
fremstu íþróttaþjálfara okkar
íslendinga. Félagsmenn námu við
fótskör þessara meistara og sáu
svo um þjálfunina. Þeir fyrstu
voru þeir Jón Árnason, Snæbjörn
Þórðarson og Hólmsteinn Hólm-
steinsson, en þeir önnuðust þjálf-
unina til ársins 1970.
Hörð atlaga að félaginu
sumarið 1970
Sem fyrr segir lögðust æfingar hjá
KA og Þór af árið 1962, en Sund-
deild KA var enn með sundæf-
ingar undir handleiðslu Haraldar
Sigurðssonar. Á árunum 1965 til
1967 æfði nokkur hópur krakka á
aldrinum 9-12 ára hjá KA en erf-
itt var að halda deildinni gang-
andi. Á þessum tíma hafði lítil
endurnýjun orðið hjá Óðni og
margir af stofnendunum að hætta
keppni.
Eftir Norðurlandsmótið að
Reykjum í Hrútafirði 1967 var
Sunddeild KA lögð niður og ráð-
lagði Haraldur sínu fólki að
halda til liðs við Óðinn. Það voru
10 til 15 krakkar úr KA sem
gengu til liðs við Sundfélagið
Óðinn. í þeim hópi voru margir
sem áttu eftir að reynast félaginu
vel á komandi árum, þeirra á
meðal Þengill Valdimarsson og
Jóhann G. Möller, sem starfaði
sem þjálfari hjá félaginu frá 1971
til 1990.
Sumarið 1970 var gerð hörð
atlaga að félaginu. Nokkrir ungir
menn og konur endurlífguðu
Sunddeild KA með styrk aðal-
stjórnar og heill árgangur gekk úr
Óðni yfir í KA. Á Norðurlands-
mótinu 1970, sem haldið var á
Akureyri, kepptu þessi tvö félög
undir nafni Í.B.A., en um frek-
ara sanistarf varð ekki að ræða
því að æfingar lögðust af hjá
Sunddeild KA, þá strax um vet-
urinn. Það tók Sundfélagið
Óðinn hins vegar þrjú ár að
brjótast undan Í.B.A. nafninu og
keppa sjálfstætt og stóð þar mest
í vegi afstaða sundráðs, sem skip-
að var fulltrúum allra félaganna
og Óðinn því þar í minnihluta.
Sumarið 1971 var Sunddeild KA
mótshaldari Unglingameistara-
móts íslands á Akureyri, en á því
móti voru tveir keppendur frá
KA og fjórir frá Óðni og komu
bæði félögin stigalaus úr mótinu.
Sem áður sagði hóf Jóhann
Möller þjálfun haustið 1970 og
vann að því að fá unga krakka í
félagið. Arið 1972 hafði tekist að
byggja upp nokkuð góðan hóp.
Gestur Jónsson, einn besti bringu-
sundsmaður landsins, úr
Ármanni, fluttist í bæinn það ár
og kom strax til Óðins og tók að
sér þjálfun á eldri krökkunum,
en Jóhann þjálfaði yngri krakk-
ana.
Markviss uppbygging skilaði
fljótt árangri. Árið 1973 vann
Óðinn í fyrsta sinn Sundmeist-
aramót Norðurlands, en Siglfirð-
ingar höfðu þá haft yfirburði á
mótinu í nokkur ár og það var 26
manna hópur með Gest Jónsson í
broddi fylkingar sem rauf sigur-
göngu Siglfirðinga. Á þeim nítján
árum sem liðin eru hefur Óðinn
aðeins tvisvar beðið lægri hlut á
Norðurlandsmóti, þ.e. 1981 fyrir
Siglfirðingum og 1987 fyrir Þing-
eyingum.
Á þessum árum voru margir
góðir sundmenn sem héldu merki
Óðins hátt á loft og auk þeirra
Gests og Jóhanns má nefna
Marinó Steinarsson, Elvu Aðal-
steinsdóttur, Herdísi Herberts-
dóttur og Hólmfríði Traustadótt-
ur. Það var árið 1973 sem nafn
Sólveigar Sverrisdóttur kom fyrst
fram í keppendaskrám. Það fór
lítið fyrir Sólveigu f fyrstu, en
smám saman færðist Sólveig ofar
á úrslitaskrám. Það var þó ekki
fyrr en 1976 að Sólveig komst í
fyrsta sæti í alvöru móti í kvenna-
flokki og þá aðeins 14 ára. Sól-
veig Sverrisdóttir var fyrsti Akur-
eyringurinn sem synti fyrir A-
landslið íslands, en þar átti hún
fast sæti á árunum 1976-1977 í
flugsundi og fjórsundi. Akureyr-
armet Sólveigar töldust í tugum,
en hafa með árunum týnt tölunni
þar sem nýjar sunddrottningar
hafa tekið við sprotanum.
Góður árangur og
áhugi foreldra fer saman
Allir þeir sem starfa við íþróttir
og félagsmál kannast við að með
vissu millibili koma baksveiflur í
starfið, og árangur iðkenda verð-
ur lakari. Sundfélagið Óðinn hef-
ur ekki farið varhluta af þessum
sveiflum. Eins og áður greinir var
heldur fáliðað hjá félaginu á
árunum 1970 til 1972. Önnur
lægðin var heldur lengri eða frá
árinu 1977 til 1982. Gestur Jóns-
son hætti þjálfun 1975 og erfitt
reyndist að fá þjálfara til að ann-
ast þjálfun yngri flokka, þar sem
Jóhann hafði tekið að nýju við
eldri krökkunum, vegna þessa
var lítil sem engin endurnýjun í
liðinu á þessum tíma.
Ástæðan fyrir þessum sveiflum
er oftar en ekki sú að mannskap
vantar til að annast félagsstarfið
og þjálfara til að annast uppbygg-
inguna hjá yngri krökkum til að
taka við af þeim eldri, sem hætta
keppni og þar með vantar breidd
í keppnisliðið. Einnig hefur alla
tíð farið saman, góður árangur í
keppni og áhugi foreldra á starf-
inu. Öflugt foreldrastarf er undir-
staða góðs árangurs í þessari
íþrótt sem öðrum.
Þrátt fyrir erfið ár hafa alla tíð
verið einstaklingar í fremstu röð
á landsmælikvarða meðal sund-
manna Óðins. Á fyrstu árunum
voru það t.d. Óli G. Jóhannsson,
Erla Hólmsteinsdóttir, Björn
Þórisson og Jón Árnason, svo
komu Hólmsteinn Hólmsteins-
son og Snæbjörn Þórðarson. Upp
úr 1970 voru það Elva Aðal-
steinsdóttir, Hólmfríður Trausta-
dóttir og Herdís Herbertsdóttir.
Á árunum 1975-77 Sólveig Sverr-
isdóttir, Marinó Steinarsson og
Þórey Tómasdóttir. Síðan ber að
nefna þá bræður Ingimar, Ármann
og Svavar Þór Guðmundssyni
sem allir voru meðal fremstu
sundmanna landsins svo og sund-
konurnar Birnu Björnsdóttur,
Elsu M. Guðmundsdóttur og
Birnu H. Sigurjónsdóttur.
Haustið 1984 tók Auðun Ei-
ríksson við þjálfun eldri flokka
sundfélagsins, Auðun hafði áður
þjálfað sundlið Bolungarvíkur og
náð þar mjög góðum árangri.
Hann var við þjálfun í rúmt ár,
en hélt þá til Sundfélags Hafnar-
fjarðar.
*
A hrakhólum
allt frá upphafí
Allt frá upphafi hefur Sundfélag-
ið Óðinn verið á hrakhólum,
hálfgerður „hreppsómaga-
hnokki“. Menn hafa komið og
farið, komið með og tekið með
sér. Hinir ungu og óreyndu stofn-
endur og það unga fólk sem
fylgdi í fótspor þeirra, færðu ekki
gerðabækur, svo að saga félags-
ins er aðeins til í munnmælum og
einstaka bréfkorni sem finna má í
einstaka ársskýrslum Í.B.A,
Mikið af fróðleik og upplýsingum
s.s. leikskrár og myndir hafa glat-
ast og verða ekki afturkvaddar.
Þegar Sundfélagið Óðinn varð
25 ára 12. september 1987 var
það loforð gefið „undir rós“, að
nú innan tíðar mætti Sundfélagið
eiga von á að koma sínum gögn-
um öllum undir sama þak í ein-
hverju af hinum glæsilegu íþrótta-
mannvirkjum bæjarins, en litlar
voru efndirnar. Forráðamenn
félagsins hafa barist fyrir þessu
frá árinu 1974, en forráðamenn
íþróttamála í bænum hafa ekki
enn gert sér grein fyrir því að oln-
bogabarnið sem skreið af stað 12.
september 1962 hefur nú slitið
barnsskónum.
Á þessum þrjátíu ára ferli
félagsins hafa margir lagt hönd á
plóginn til þess að gera starfið
mögulegt. Álls hafa um fimm
hundruð börn og unglingar verið
skráð til keppni fyir félagið í
opinberum mótum og sjálfsagt
tvöföld sú tala ef öll sundmót eru
talin og líklega þreföld ef taldir
eru þeir sem einhvern tímann
hafa mætt á sundæfingu.
Ef þessir einstaklingar eiga
ljúfar minningar frá starfi sínu
með félaginu og njóta góðs af
þeirri þjálfun sem þeir hlutu, þá
hefur markmiðinu verið náð.
Jóhann G. Möller.