Dagur - 10.10.1992, Síða 7

Dagur - 10.10.1992, Síða 7
Laugardagur 10. október 1992 - DAGUR - 7 Fréttir Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að tilnefna bæjarráðsmennina Sigurð J. Sigurðsson, Jakob Björnsson ogHeimi Ingimars- son bæjarfulltrua í vinnuhóp til þess að hafa umsjón með fyrirhuguðum breytingum í Hafnarstræti 88b, í samvinnu við byggingadeild bæjarins. ■ Bæjarráð fjallaði um stöðumælavörslu, innheimtu stööumælagjalda og bíla- stæðamál í miðbæ Akureyrar á fundi sínum nýlega. Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur, lagði fram greinargerð um bílastæða- og stöðumælamál og fleira. Bæjarráð leggur til að sótt verði um leyfi dóms- málaráðuneytis til þess að Akureyrarbær yfirtaki alla innheimtu stöðugjalda og eftirlit stöðumæla og stöðu- brota á Akureyri. Miðað skal við að þessi breyting komi til framkvæmda vorið 1993. Tæknideild í samráði við bæjarlögmann var falið að vinna að framgangi þessa máls. ■ íþrótta- og tómstundaráð hefur sagt upp samningi milli KA og Þórs og Akureyrarbæj- ar um sölu á sælgæti í íþrótta- höllinni. Þar sem KA er hvorki með æfingar né keppni í íþróttahöllinni lengur eru forsendur fyrir samningum frá 1990 brostnar. Pess i stað hef- ur ráðið falið framkvæmda- stjóra að gera samning við Þör um sölu veitinga á kappleikj- um fplagsins keppnistímabilið 1992-1993. Varðandi auglýs- ingar á veggjum Hallarinnar felur ráðið framkvæmdastjóra að gera samning milli Þórs og íþrótta- og tómstundaráðs um að Þór hafi heimild til þess að nota veggi í sal fyrir augiýsing- ar. Varðandi bréf frá TBA um að fá auglýsingarými á veggj- um Hallarinnar, skal félaginu heimilt að selja auglýsingar þegar það heldur mót. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að gera ráðningarsamn- ing við Aðalheiði Hreiðars- dóttur, sem sótt hefur um stöðu leikskólastjóra við leik- skólann Klappir frá 1, október sl. ■ Félagsmálaráði hefur borist erindi frá Bjarna Kristjánssyni f.h. Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra, þar sem ósk- að er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um dagþjónustu við fötluð börn á aldrinum 10- 16 ára. Félagsmálaráð hefur falið félagsmálastjóra og deildarstjórum dagvistardeild- ar og ráðgjafadeildar að taka upp þessar viðræður. ■ Umhvernsnefnd hefur lagt til við bæjarráð að það heimili að hafnar verði framkvæmdir við áhaldahús í Lystigarðin- um. Bæjarráð hefur heimilað framkvæmdirnar og falið þeim Birni Jósef Arnviðarsyni og Jakobi Björnssyni ásamt bæjarverkfræðingi að sjá um framgang verksins í samráði við byggingadeild. Landssamband húsnæðisnefnda stofnað á Egilsstöðum: Samræming á reynslu, þekkíngu og framkvæmd vegna félagslegra íbúða Stofnfundur Landssambands húsnæðisnefnda var haldinn á Egilsstöðum laugardaginn 3. október sl. Fundurinn var haldinn í framhaldi af undir- búningsfundi á Akureyri 26. mars í vor. Gengið var form- lega frá stofnun samtakanna og samþykkt lög fyrir þau. Markmið samtakanna er að samræma vinnubrögð hús- næðisnefnda á landinu og koma fram fyrir þeirra hönd. í stjórn samtakanna eru Hákon Hákonarson, Akureyri, sem er formaður en aðrir nefnd- armenn eru Hilmar Guðlaugs- son, Reykjavík, Jón Karlsson, Sauðárkróki, Pétur Elíasson, Egilsstöðum og Birgir Valdi- marsson, ísafirði. Á landinu starfa tugir húsnæð- isnefnda og þær fá margvísleg verkefni til afgreiðslu og úrlausn- ar og þrátt fyrir nokkuð greinar- góð lög og reglugerðir um hús- næðismál berast þeim ýmis erindi sem geta verið matsatriði. Þar má nefna útleigu á félagslegu hús- næði en talsvert er sótt í það að fá félagslegar íbúðir til leigu og eðli- legt að landsmenn sitji allir við sama borð hvað þessi mál varðar. Allt of algengt er að þeir sem leigt hafa út íbúðirnar hafa gert það í þeirri trú að þeim væri það leyfilegt og á Akureyri komu upp nokkur mál eftir könnun sem gerð var fyrir nokkrum misser- um. Þau mál leystust hins vegar farsællega, en t.d. í Reykjavík varð nokkur hamagangur í kring- um nokkur mál og jafnvel hótan- ir um útburð. Hákon Hákonarson segir að meginstefnan sé að leigja þetta húsnæði ekki út, en taka tillit til sérstakra aðstæðna eins og t.d. veikinda, skólagöngu sem tekur ekki langan tíma, og einstakra persónulegra aðstæðna sem upp geta komið hjá fólki. „Hjá sveitarstjórnarmönnum og öðrum sem standa á bak við Framlög til rannsókna og þróunarverkefiia skilyrt - hækkun prveitingar til framhaldsskóla og Háskólans á Akureyri Heimild fjármálaráðherra til að verja allt að 300 milljónum króna til rannsókna- og þróun- arverkefna á næsta ári sam- kvæmt frumvarpi til fjárlaga er bundið því skilyrði að takist að selja ríkisfyrirtæki og hlutabréf í ríkiseigu. Fjárveitingin er því skilyrt enda er þarna beitt agni til stuðn- ings einkavæðingaráformum rík- isstjórnarinnar. Önnur framlög til menntamála og þróunar eru hinsvegar skorin niður þótt Háskólinn á Akureyri fái rúm- lega 20 milljóna króna hærri framlög samkvæmt frumvarpi til fjárlaga næsta árs miðað við fjár- lög yfirstandandi árs. „Þó er langt frá því að fullnægt sé óskum Háskólans á Akureyri," sagði Guðmundur Bjarnason í samtali við Dag í gær. Fjárveitingar til stofnkostnað- ar og viðhalds framhaldsskóla eru hækkaðar um 20% milli ára samkvæmt frumvarpinu, en í greinargerð er gert ráð fyrir for- gangi skóla á Suður- og Suðvest- urlandi. Ákvörðun um framlög til einstakra framhaldsskóla bíð- ur þó meðhöndlunar fjárlaga- nefndar Alþingis. „Gera má ráð fyrir að erfitt verði að standa við óskir heima- manna, en hinsvegar er gert ráð fyrir auknum framlögum til skóla á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt frumvarpinu,'" sagði Guðmundur Biarnason í samtali við Dag. GT/ój Tvöfóldun gjaldeyris- tekna og 2200 ný ársverk - segir í ályktun Á fundi Ferðamálaráðs er haldinn var nýverið kom fram megn óánægja með skilnings- leysi stjórnvalda á möguleik- um og mikilvægi ferðaþjón- ustu í íslensku atvinnulífi. Þetta skilningsleysi lýsir sér m.a. í því, að í tillögum um aðgerðir stjórnvalda í atvinnu- málum er ferðaþjónustu í engu getið, en hugmyndir um aukna skattlagningu á þessa atvinnu- grein virðast hins vegar ofar- lega á blaði hjá ríkisstjórninni. Þessu hvorutveggja mótmælir Ferðamálaráð harðlega. í ályktun er gefin var út í lok fundarins á Akureyri bendir stjórn Ferðamálaráðs m.a. á að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu Ferðamálaráðs hafa meira en tvöfaldast á undan- förnum 6 árum, sem er hlutfalls- lega miklu meiri aukning en aðr- ar atvinnugreinar hafa náð og eru nú að nálgast 10% af gjaldeyris- tekjum landsmanna. Fram kem- ur sú skoðun Ferðamálaráðs að án mikilla fjárfestinga annarra en í markaðssetningu sé mögulegt að tvöfalda gjaldeyristekjur af atvinnugreininni á næstu 8 árum sem og að skapa 2200 ný ársverk. „Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru nú rúmlega 12 milljarðar á ári. Þar af eru beinar tekjur ríkissjóðs um 1200 millj- ónir. Það er álit Ferðamálaráðs að með tiltölulega einföldum aðgerðum mætti auka þær í 2500 milljónir árið 2000,“ segir í álykt- un Ferðamálaráðs. ój Hákon Hákonarson. þetta félagslega íbúðarkerfi hefur safnast upp geysimikil reynsla, þekking og framkvæmd sem ekki er að finna annars staðar. Þessi reynsla er t.d. ekki til í Hús- næðisstofnun eða Félagsmála- ráðuneytinu og því eðlilegt að þessi samtök geti orðið málsvari húsnæðisnefndanna gagnvart ríkisvaldinu. Einnig má nefna að það er ekki ljóst í hvaða ástandi húsnæði á að vera þegar því er skilað inn til húsnæðisnefndanna aftur og má þar sérstaklega nefna stigaganga í fjölbýlishúsum. Um það þarf að setja samræmdar reglur og samræma vinnubrögð húsnæðisnefndanna víðs vegar um landið,“ sagði Hákon. GG Hólar: Mennta- og menmngar- félag endurreist Þann 30. september sl. var endurreist á Hólum í Hjaltadal mennta- og menningarfélag sem neí'nist Osýnilega félagið eftir því eldra. Skráðu sig um 30 manns í hið nýja félag og mun það standa fyrir mánaðar- legum fyrirlestrum og ýmsum menningarviðburðum. Hið eldra félag var stofnað á 18. öld og lagðist af um leið og biskupsstóll og skóli á Hólum. Hét það Ósýnilega félagið, Societas invisibilis og heitir hið endurreista félag sama nafni. Á stofnfundinn mættu um 60 manns. Þar hélt dr. Vilhjálmur Árnason dósent við Háskóla íslands fyririestur er hann nefndi „Er hægt að hagnýta siðfræð- ina?“, en siðfræði verður einmitt þemað fram að áramótum, að sögn dr. Skúla Skúlasonar, sem er einn þeirra er standa að endur- reisn félagsins. í nóvember mun Þorvarður Árnason líffræðingur og kvikmyndagerðarmaður halda fyrirlestur um siðfræði náttúr- unnar. Nánar verður sagt frá þessurn félagsskap síðar. sþ Polarisumboðið og Hjólbarðaþjónustan Hvannavöllum 14 b, Akureyri, verður lokað vegna flutninga frá og með miðvikudeginum 7. október. Opnum í nýju, glæsilegu húsnæði að Undirhlíð 2, fimmtudaginn 15. október. Polarisumboðið Hjólbarðaþjónustan Undirhlíð 2, sími 22840, Akureyri. (Við hringtorgið, austan Hörgárbrautar gegnt Veganesti.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.