Dagur - 10.10.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 10.10.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 10. október 1992 Ungur norskur maður hleypir heimdraganum aðeins 19 ára gamall og heldur til íslands til að vinna við loðdýrabú norður í Eyjafirði. Þá nýlega hafði refa- og minkarækt hafist að nýju á Islandi eftir nokkurt hlé og sérfræðiþekking íslend- inga í loðdýrarækt þar af leiðandi af mjög skornum skammti og því kærkomið að fá unga menn erlendis frá sem höfðu staðgóða þekkingu í greininni. Norð- maðurinn ungi hafði ekki hugsað sér að íslandsdvölin yrði mjög löng en enginn ræður sínum næturstað og segja má að hann sé búinn að skjóta föstum rótum hérlendis og það sem meira er, það er ekkert fararsnið á honum. Áðurnefndur Norðmaður hefur dvalið hér á landi í 21 ár, eða lengur en í sínu föðurlandi og hélt reyndar upp á fertugsafmæli sitt með pompi og pragt 13. september sl. Hann er viðmælandi okkar í helgarviðtali, heitir Arvid Kro og kemur frá Roga- landsfylki í Noregi. Arvid var ráðinn til íoðdýrabúsins Grávöru á Grenivík af Jónasi Halldórssyni í Sveinbjarnargerði, eins eigenda búsins, og kom þangað 8. apríl 1972. Fyrir var á búinu annar Norðmaður, en hann var síðan um tíma á Dalvík áður en hann flutti aftur út. Mikill áhugi og metnaður var þá meðal loð- dýrabænda að þessi búskapur færi sem best af stað og því voru m.a. fengnir Norðmenn til landsins sem höfðu bæði stundað nám í loðdýrarækt og fluttu með sér þá dýrmætu reynslu og þekkingu sem var og er nauðsynleg þegar um nýjan atvinnurekstur eða búgrein er að ræða. Arvid Kro er frá Rogalandsfylki í Noregi sem er um 30 kílómetra suður af Stavanger en foreldrar hans stunduðu þar loðdýra- búskap með mink en einnig var á bænum eitthvað af nautgripum, sauðfé og hænum. Rogaland er helsta landbúnaðarsvæði Noregs og þar er veðrátta sem líkist því sem við eigum að venjast á Suðurlandi, vetur nokkuð mildir en vætusamir en hins vegar er þar ekki mjög heitt á sumrin eins og stundum vill verða inn í hinum djúpu og þröngu norsku fjörðum. Þar lauk Arvid grunnskóla- og verslunarskólanámi og eftir nokkra viðdvöl á vinnumarkaðnum innrit- aðist hann í landbúnaðarskólann í Halling- dal sem er alllangt inni í landinu, milli Bergen og Osló, og lagði þar stund á loð- dýrarækt sem sérgrein. Tveir íslendingar voru þar við nám á sama tfma, annar þeirra, Reynir Barðdal, er bústjóri loðdýrabúsins á Sauðárkróki en hinn, Eggert Bollason, var fyrst um skeið starfsmaður Grávöru á Grenivík og síðan loðdýrabúsins að Böggvisstöðum við Dalvík en nú starfsmaður Dalvíkurhafnar. Áður höfðu fáeinir íslendingar útskrifast frá land- búnaðarskólanum í Hallingdal. - En hvernig viðtökur fékk Arvid hjá íslendingum? „Ég skildi nánast ekki eitt einasta orð þegar ég kom hingað en það bjargaði miklu að hér var skólafélagi minn líka, en fljótlega fór ég að skilja íslensku dagblöðin en þegar ég hlustaði á samræður íslendinga þá skildi ég varla orð. Það var dálítið einkennilegt að þegar komið var á skemmtistaði þá vildu íslendingar helst taia við mann á ensku, síð- ur á dönsku eða norsku. Eftir um hálft ár hér fór ég fyrst að tala svolitla íslensku. En dvöl unga Norðmannsins varð lengri í Grýtubakkahreppi en hann óraði fyrir er hann kom til landsins og má segja að ástin hafi þar ráðið stefnunni en það sama sumar kom ein af heimasætunum á Lómatjörn, Valgerður Sverrisdóttir, heim frá Englandi þar sem hún hafði starfað sem „au-pair“ en um haustið fór hún að kenna við barnaskól- ann á Grenivík. Arvid segir að fljótlega eftir að þau hafi ákveðið að rugla saman sínum reytum hafi búseta á íslandi orðið ofan á en bæði hafi þau mikinn áhuga á búskap og fljótlega hafi verið ákveðið að þau hæfu búskap á Lómatjörn með föður Valgerðar. Systur Valgerðar, Guðný og Sigríður, voru þá báðar giftar og búsettar á Grenivík. „Mamma mín sagði reyndar að það væri sanngjarnara að eitt af hennar átta börnum byggi á íslandi en að Sverrir tengdapabbi missti eina af sínum þremur dætrum til Noregs," segir Arvid um búsetuna „og eins hef ég mikinn áhuga á fjárbúskap eins og þeim sem mér bauðst tækifæri til að stunda hér á Lómatjörn." Búskapurinn hófst með 150 gimbrum En hvernig búskapur var þá stundaður á Lómatjörn um það leyti sem þau Valgerður og Arvid hófu búskap þar? „Tengdapabbi hafði hætt í mjólkurfram- leiðslu um páskaleytið 1972 og var þá ein- göngu með um 160 kindur. Ráðist var í að byggja nýtt fjárhús og því lokið 1974 og þá keyptum við Valgerður okkar fyrsta bústofn, 150 gimbrar, en síðan fjölgaði fénu smá saman upp í um 500 en þá voru fjárhús- in orðin fullsetin. Á þessum árum var eng- inn kvóti sem sagði til um stærð bústofns en í dag eru hér um 400 kindur yfir vetrartím- ann. í nokkur ár hafa þær systurnar, Val- gerður, Guðný og Sigríður ásamt eigin- mönnunum, þeim Jóhanni, Heimi og mér rekið félagsbú að Lómatjörn en reksturinn í dag er með þeim hætti að þeir Jóhann og Heimir reka búið en ég kem norður í maí og september og vinn hérna. Eftir að Valgerð- ur var kosin alþingismaður fluttum við suð- ur og þar hef ég starfað síðasta árið sem loð- dýraræktarráðunautur og framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda en áður á loðdýrabúi og hjá Hagfeldi, sölu- samtökum loðdýrabænda. Einnig hélt ég heimili fyrir fjölskylduna en við eigum þrjár dætur, sú elsta var fermd núna um hvítsunn- una og heitir Anna Valdís, sú næsta er tíu ára og heitir Ingunn Agnes en sú yngsta er þriggja ára og heitir Lilja Sólveig. Þetta eru nöfn sem bæði eru til í Noregi og á íslandi, það er helst nafnið Lilja sem er sjaldgæft í Noregi. Nú ertu giftur alþingismanni. Fylgistu vel með hvað er að gerast á Alþingi? „Ég er ekki mjög pólitískur og er yfirleitt ekki að spyrja Valgerði hvað hafi verið að gerast á þingi þennan eða hinn daginn. Áuðvitað fylgist ég með hvað er að gerast í þjóðfélaginu með því að lesa dagblöðin eða hlusta á útvarp.“ Eru það ekki viðbrigði að stunda búskap aðeins tvo mánuði á ári? „Ég kem aðeins hingað í sauðburðinn og kartöfluniðursetninguna á vorin og síðan aftur í göngur, réttir, sláturhús og kartöflu- upptöku á haustin. Ég reyni þó að sinna ráðunautsstarfinu héðan á sumrin eftir bestu getu, fylgist m.a. með uppboðunum í Kaupmannahöfn, hef samband við loðdýra- bændur og sinni nauðsynlegum samböndum við opinberar stofnanir. Mikið af þessum viðskiptum fara fram gegnum faxtækið mitt hér á Lómatjörn, aldeilis ómissandi tækni- nýjung. Ég er því tengdari búskapnum leng- ur en aðeins á vorin og haustin." Félagsbúskapur að Lómatjörn „Félagsbúið á Lómatjörn var stofnað eftir Frá Rogalandsfylki í Noregi, heimasveit Arvids að ákveðið var að reisa loðdýrabú hér á Lómatjörn, en árið 1979 kom nýr blárefa- stofn til fjögurra búa hérlendis og var búið á Lómatjörn eitt af þeim og ári seinna kom svo einnig nýr minkastofn. Öll þessi dýr komu frá Skotlandi en ákveðið hafði verið að endurnýja allan minkastofninn í landinu vegna blóðsjúkdóms (hvítblæðis) sem kom- ið hafði upp í stofninum og kallast plas- masytosis. Á Lómatjörn komu 30 blárefa- læður og 10 högnar og 250 hvolpafullar minkalæður og síðan fjölgaði dýrunum jafnt og þétt þar til loðdýraskálarnir voru orðnir fullsetnir. Félagsbúið var þá með loðdýra- rækt, sauðfjárbúskap og kartöflurækt og framtíðarhorfurnar góðar, hátt verð á loð- skinnum, enginn kvóti á sauðfé og góð upp- skera og gott verð á kartöflum. Loðdýrabúum fjölgaði mjög ört á þessum árum og árið 1985 voru þau flest, eða um 240, enda hvöttu stjórnvöld bændur sem hugðu á búháttarbreytingar að snúa sér að loðdýraræktinni, hún væri vaxtarbroddur íslensks landbúnaðar, hér væri hráefnið til fóðurgerðar í formi fiskúrgangs og síðast en ekki síst, hvergi betra loftslag til að ná fram bestu mögulegu gæðum á loðfeldum. Allir vita hvernig verð á loðskinnum hefur hríð- fallið ár frá ári og að lokum stóð skinna- verðið varla undir fóðurkostnaði lengur, hvað þá undir öðrum liðum eins og afskrift- um, afborgunum af lánum eða launakostn- aði. Nú eru þrjú ár liðin síðan síðasta loð- dýrið var pelsað hér á Lómatjörn og skálarnir standa tómir eftir sem eins konar minnisvarði um það líf sem þar var. Af þeim 240 búum sem starfandi voru í landinu þeg- ar mest var eru 94 enn starfandi og mörg þeirra eru með snöggtum færri dýr. Flest þeirra eru' á Suðurlandi en síðan kemur Skagafjörður og Eyjafjörður. í Suður-Þing- eyjarsýslu eru 10 bú, allt refabú.“ Lánastofnanir ósínkar á lánsfé Var uppbyggingin í loðdýraræktinni á ís- landi allt of hröð? „Það er tilfellið að vegna byggingar- staðalsins á íslandi þá þurfa menn að byggja nokkuð dýr hús og margir af þeim sem hófu þennan búskap á velmektarárunum voru ungir og áhugasamir en áttu lítið sem ekkert lausafé. Bankar eða sparisjóðir lánuðu jafn- vel fyrir öllum byggingarkostnaði og kaup- um á bústofni en kröfðu lánsumsækjendur ekki um eigið fé heldur litu oftast á vinnu þeirra við uppbygginguna sem þeirra framlag. Útlitið var mjög glæsilegt á þessum tíma og því var áhættan ekki talin mikil. Engin menntaður loðdýraráðunautur var hér í byrjun áttunda áratugarins en sá fyrsti, Sigurjón Bláfeld, var á þessum tíma erlend- is að mennta sig og kom því bændum að tak- mörkuðu gagni á meðan. Fyrir einn refahvolp eða tvo minkahvolpa fékkst á þessum tíma sama verð og fyrir eitt lamb en í dag þarf rúmlega tvo refahvolpa Kro. eða sex minkahvolpa á móti hverju lambi.“ Sérðu fram á bjartari tíma fyrir íslenska loðdýrabændur? „Eins og staðan er í dag er sala refaskinna í jafnvægi og það eru jafnvel líkur á að það verði vöntun á refaskinnum á uppboðs- mörkuðunum erlendis en það er enn tals- verð umframframleiðsla á minkaskinnum og það ástand heldur niðri verðinu á refa- skinnunum. Danir hafa ekkert dregið sam- an seglin í minkaræktinni í þessi fjögur ár sem offramleiðslan hefur verið viðvarandi og á meðan eru lítil batamerki á lofti. Þegar framleiðsla minkaskinna var í hámarki var framleiðslan 42 milljónir skinna en í dag eru boðin upp um 26 milljónir skinna en samt er markaðurinn ofmettaður vegna dræmari eftirspurnar sérstaklega frá Bandaríkjunum og Japan og er efnahagsástandinu í þessum löndum kennt um.“ Áróður Greenpeace hefur misst hljómgrunn „Undanfarandi vetur hafa verið mjög mildir og eins hafði áróður Greenpeace-samtak- anna sitt að segja en áróður þeirra hefur nánast engan hljómgrunn lengur gagnvart loðskinnaframleiðslunni. Greenpeace-sam- tökin hafa viðurkennt að það hafi verið mistök að berjast gegn selveiðum Græn- lendinga og því spyrja margir sig að því hvort annar áróður þeirra eins og t.d. gegn loðdýraeldi sé ekki byggður á ákaflega veik- um forsendum. Loðdýr í búum hlífa sjald- gæfum, villtum loðdýrum þar sem framboð þeirra dregur úr ásókn veiðimanna í þessar tegundir. í dag eru um 3 milljónir skinna óseld en hlutur íslendinga í því er um 17 þúsund skinn, sem er 12% af hérlendri ársfram- leiðslu. Fjárbúskapur er sæmilega arðbær í dag og það er ágætur arður af karöflunum þegar ekki er um offramleiðslu að ræða. Það er hins vegar lítil samstaða meðal kartöflu- framleiðenda og þar oftar hver höndin upp á móti annarri. Þar níðir hver skóinn niðurj af öðrum með undirboðum sem gerir afkomumöguleikana miklu lakari en þeir gætu verið ef einhver samstaða væri í verð- lagsmálum. Þar gildir svo sannarlega „sam- einaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“ Þessa dagana er verið að taka upp og er uppskeran þokkaleg miðað við árferði, en þetta gengur mjög hægt vegna þess hve garðarnir eru blautir." Loðdýrabændur stofnuðu fljótlega lands- samtök og síðan innkaupasamband. Var þar of geyst í hlutina farið? „Nei, það held ég ekki. Landssamband íslenskra loðdýraræktenda er aðeins félags- samtök loðdýrabænda þar sem bændur ræða sín hagsmunamál og geta skipst á skoðunum og þekkingu. Hagfeldur var upphaflega rek- ið sem sameignarfélag og átti að sinna öllum Laugardagur 10. október 1992 - DAGUR - 11 Arvid Kro. „Lo&dýrarœktin varálitin vaxtarbroddur íslensks landbúnabar og lánastofnanir því ósínkar á fé til uppbyggingar" - segir Arvid Kro á Lómatjörn í Grýtubakka- hreppi í helgarviötali Texti og mynd: Geir Guösteinsson innkaupum fyrir loðdýrabændur þ.m.t. vél- ar og tæki auk fjölbreytilegrar vara- hlutaþjónustu. Því var síðan breytt í hluta- félag þegar hallaði undan fæti og þar er raunar mjög lítil starfsemi í dag en stærsti hluthafinn er danska fyrirtækið Jasopan sem frantleiðir fóðurvélar, tæki og nánast allt sem eitt loðdýrabú vanhagar um. í dag sér Hagfeldur þó um móttöku á skinnum til út- flutnings á uppboðsmarkaðinn hjá Dansk pelsdyravl í Kaupmannahöfn og flytur inn mjöl og kornmat. Hagfeldur var þó ekki einn um markaðinn á velmektarárunum því a.m.k. tvö önnur fyrirtæki buðu loðdýra- bændum þjónustu sína.“ Betri tíð á árinu 1994 Er íslenskur loðdýrabúskapur búinn að lifa sínar mestu hremmingar? „Ég vona það sannarlega, en ég er hrædd- ur um að árið 1993 verði einnig erfitt fyrir minkaræktendur vegna birgða og eins verð- ur væntanlega einhver niðurskurður í Dan- mörku og þá koma fleiri skinn þaðan á markaðinn. Eftir það kemur vonandi betri tíð. Fyrir ríkisstjórninni liggja nú tillögur sem leysa eiga bændur úr þeirri áþján skulda- klafa sem þeir eru komnir í og ég vona sann- arlega að það verði farið eftir þeim tillögum og hluti fasteignaskulda bænda verði felldar niður. Það er skárri kostur fyrir stjórnvöld að fara þessa leið því annars verða 9 af hverjum 10 búum landsins gjaldþrota og þá tapa lánastofnanir miklu hærri upphæðum en nú er verið að tala um að fella niður.“ JC er góður skóli Hefur maður sem er jafn upptekin af hinu daglega amstri nokkurn tíma til að sinna félagslífi með einum eða öðrum hætti? „Eg gekk í JC hreyfinguna á Akureyri fljótlega eftir að ég kom til íslands og segja má að það sé eini skólinn sem ég hef gengið í á íslandi og hann hefur reynst mér mjög vel. Þar lærði ég fundarsköp, að standa upp og halda ræðu skammlaust og af þessari reynslu hefði ég alls ekki viljað missa. Við vorum fjórir hér í Grýtubakkahreppi sem vorum í JC á þessum tíma og gátum þess vegna verið samferða til Akureyrar á fundi, námskeið eða annað sem var í gangi. Ég hef farið á nokkra JC-fundi vestur á Seltjarn- arnes eftir að við fluttum að norðan til Reykjavíkur, en við búum á Hjarðarhagan- um og því ekki ýkja langt að fara.“ Norska konungsfjölskyldan vinsæl Eru mikil samskipti milli Norðmanna sem búsettir eru á íslandi? „Nei, það eru ekki mikil samskipti við aðra Norðmenn en konurnar hittast þó reglulega í saumaklúbbum en við Eyjafjörð búa að ég held 6 karlmenn og 12 konur frá Noregi. Síðan ég kom til íslands hef ég hitt tvo norska konunga sem heimsótt hafa ísland, Ólaf og Harald, og Sonju drottningu og það finnst mér mjög ánægjulegt. Flestir Norðmenn bera sterkar tilfinningar til kon- ungsfjölskyldunnar og vilja gjarnan komast í nánd við konunginn og hans fjölskyldu og það hefur mér tekist eftir að ég kom til Islands. Norska konungsfjölskyldan er mjög vinsæl og það er af því að hún er svo alþýð- leg en bæði Ólafur og Haraldur hafa tekið mikinn þátt í ýmiss konar íþróttakeppnum, t.d. siglingum, skíðagöngu og skíðastökki og verið þátttakendur á Olympíuleikum fyr- ir Noregs hönd.“ GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.