Dagur - 20.10.1992, Síða 1

Dagur - 20.10.1992, Síða 1
HERRADEILD VerÖ frá kr. 9.900,-. Gránuftla8S^t™ Akureyri • Simi 23599 75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 20. október 1992 199. tölublað Sauðárkrókur: Bflvelta á suunudag Á sunnudag valt bifreið á Sauðárkróksbraut á móts við flugvöllinn og slasaðist öku- maðurinn nokkuð. Atburðurinn átti sér stað um hádegi á sunnudag. Grunur er á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Hann slasaðist nokkuð við velt- una, en þó minna en á horfðist í fyrstu. Bíllinn er talinn ónýtur. sþ Hrísey: Rekstur KÞ fyrstu átta mánuði ársins: Iitilsháttar afgangur „Reksturinn er í jafnvægi og með lítils háttar afgangi. Þetta er ekkert til að hrópa húrra fyrir en ekkert til að væla yfir,“ sagði Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri, aðspurður um átta mánaða uppgjör á rekstri Kaupfélags Þingeyinga sem nú liggur fyrir. Sláturtíð er að mestu lokið hjá kaupfélaginu. Verslanir Kaupfélags Þing- eyinga hafa ekki verið opnaðar á sunnudögum, í kjölfar á lengri opnunartíma verslana á Akureyri um helgar. „Þetta hefur ekki orð- ið okkur til neinna vandræða ennþá, það var söluaukning um 20% í Matbæ í september miðað við sama tíma í fyrra. Við höfum mætt samkeppninni með breytt- um áherslum í verði og auknu framboði í tilboðsgerð," sagði Hreiðar. IM „Ekkert svart- sýmshjaT* - segir Jóhann Þór Halldórsson, útibús- stjóri KEA Útgerð og fískverkun í Hrísey hefur gengið með ágætum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga fyrstu níu mánuði ársins. í lok sept- ember var Súlnafellið EA búið að físka liðlega 1300 tonn að aflaverðmæti 79,2 milljónir. Á sama tíma í fyrra var aflinn 1265 tonn að aflaverðmæti 75,5 milljónir. Jóhann Þór Halldórsson, úti- bússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga, segir að frystihúsinu hafi borist 3168 tonn fyrstu níu mánuði ársins á móti 2871 tonni á sama tíma í fyrra. Aukningin er 10,3%. Auk afla frá Súlnafelli EA hefur fiskur borist frá heimabátum, bátum frá Grímsey og af mörkuðum á Snæfellsnesi og Reykjanesi. „Framleiðsluverðmætið var 1. október 340,2 milljónir á móti 328 milljónum þann 1. október 1991. Framleiddar vörur frá frystihúsi voru 1253,2 tonn á móti 1087,8 tonnum í fyrra, þ.e. aukn- ing um 15% milli ára. Mun meira var unnið úr þorski. Magntölur í vörum litið til þorsks eru 986,5 tonn á móti 763 tonnum árið áður. Aukning 29%. Aukning varð í hausaframleiðslu um 9%, en í ár hefur ekkert verið verkað í salt. Vörumagn frá Frystihúsinu í Hrísey var orðið 1383,4 tonn þann 1. október á móti 1265,3 tonnum í fyrra á sama tíma sem er aukning um 9%. Við erum ánægðir með útkomuna það sem af er. Tölur lofa góðu og menn eru ekki með svartsýnishjal í Hrísey," segir Jóhann Þór Hall- dórsson, sem senn lætur af störf- um sem útibússtjóri og hverfur til framkvæmdastarfa austur á landi. ój Annríki var á hjólbarðaverkstæðum í gær og um helgina enda minnti vetur konungur á nærveru sína. Mikil hálka var á götum á Akureyri og urðu marg- ir árekstrar sem raktir eru beint til hennar. Mynd: Robyn Skagaijörður: Tófa hljóp fyrir bíl - var aflífuð á staðnum Á föstudagskvöldið lenti Sigurður Dalmann Skarphéð- insson í þeirri einstæðu reynslu að tófa hljóp fyrir bílinn hjá honum. Hann þurfti að aflífa tófuna. Þetta gerðist í Vatnsskarði um 10-leytið á föstudagskvöld. Tófan hljóp skyndilega og á miklum hraða í veg fyrir bíl Sigurðar og lenti á framhjóli og undir aftur- hjól bílsins. Sigurður var í sam- floti við tengdason sinn og urðu þeir að aflífa tófuna. Sigurður kvaðst aldrei hafa lent í slíku, en hann er hagvanur í Skagafirði þótt hann sé búsettur í Reykja- vík. sþ Aðalfundur Miklalax h.f. í Fljótum s.l. laugardag: Tapaði 134 milljónum á reglulegri starfsemi - eldislax hefur hækkað verulega og bjartara yfir rekstrinum Fiskeldisstöðin Miklilax hf. í Fljótum var rekin með 31 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samkvæmt rekstrarupp- gjöri fyrstu níu mánuði þessa árs stefnir í betri afkomu fyrir- tækisins á þessu ári. Þetta kom fram á aðalfundi Miklalax sl. laugardag. Heildarsala á síðasta ári var að andvirði tæpar 52 milljónir króna. Rekstrargjöld, þ.m.t. afskriftir, námu 153 milljónum króna. Rekstrartap ársins án fjár- magnsgjalda og -tekna var því 102 milljónir. Fjármagnsgjöld námu 32 milljónum króna og því var tap á reglulegri starfsemi upp á 134 milljónir króna. Á móti Síldin stendur djúpt: Tveir bátar með tæp 300 tonn Bræla var á sfldarmiðunum fyrir austan um helgina og því litlar aflafréttir. Sfldin stóð mjög djúpt en er góð og nokk- uð um lóðningar en það litla sem fékkst var á Lónsbugt. Á laugardag landaði Börkur NK í Neskaupstað smáslatta til bræðslu og Þórshamar GK land- aði svo um 160 tonnum þar í gær sem fara í söltun. Ennfremur fékk Gígja VE um 100 tonn sem landað verður í Vestmannaeyj- um og nokkrir aðrir bátar voru með einhverja smáslatta. Bátum hefur verið að fjölga á síldarmið- unum, aðallega loðnubátum, en búast má við að smærri bátarnir láti sjá sig á miðunum ef veður helst skaplegt. GG kom styrkur frá Byggðastofnun upp á 103 milljónir og var tap árs- ins því 31 milljón króna. Fyrstu níu mánuði þessa árs hefur Miklilax selt afurðir fyrir 44 milljónir króna. Rekstrargjöld að teknu tilliti til afskrifta, sem eru um 35 milljónir króna, nema 70 milljónum króna. Rekstrartap án fjármagnsgjalda er því 26 millj- ónir. Fjármagnsgjöld fyrstu níu mánuðina er um 20 milljónir og því 46 milljóna tap á reglulegri starfsemi. Styrkur frá Byggða- stofnun og óreglulegar tekjur eru 4 milljónir króna og tapið er því 42 milljónir króna. Fyrir utan afskriftir og fjármagnsgjöld er reksturinn fyrstu níu mánuði árs- ins hins vegar réttu megin við strikið. Að undanförnu hefur verð á eldislaxi inn á Evrópumarkað hækkað verulega og nemur hækkunin um 20%. Þetta þýðir að skilaverð á laxi framleiddum hjá Miklalaxi er nú um 216 krón- ur og hefur hækkað á skömmum tíma um tæpar 40 krónur. Spár gera ráð fyrir að hátt verð muni haldast næstu misserin og á næsta ári verði skortur á laxi á Evrópu- markaði, einkum Frakklandi. Þrátt fyrir hærra verð á eldis- laxinum og góðar horfur á næsta ári er fjárhagur fyrirtækisins mjög erfiður. Unnið er að því að semja við lánardrottna um skuldir, en niðurstöður þeirra samninga liggja að svo komnu máli ekki fyrir. Á aðalfundinum sl. laugardag var kjörin ný stjórn, sem á eftir að skipta með sér verkum. Úr stjórn gengu Hannes Baldvinsson frá Siglufirði og Alfreð Hall- grímsson, Lambanesreykjum. í nýkjörinni stjórn eru Heiðar Albertsson, Lambanesreykjum, Örn Þórarinsson, Ökrum, Krist- inn Hermannsson, Molastöðum, Ríkharður Jónsson, Brúnastöð- um og Benedikt Guðmundsson, Akureyri, fulltrúi Byggðastofn- unar. óþh Húsavík: Ölvunarakstur á laugardag - framkoma ungl- inga prúðmannleg Lögreglan á Húsavík tók ökumann í bænum vegna gruns um ölvun við akstur síðdegis á laugardag. Að öðru leyti var helgin tíðinda- lítil hjá lögrcglunni. Á laugardagskvöld voru haldnir rokktónleikar og ein- nig unglingadansleikur og fóru hið besta fram, eftir því sem lögreglunni var kunnugt um. Fjöldi unglinga frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum dvaldist á Húsavík um helg- ina, skemmti sér með nemendum Framhaldsskólans og keppti við þá í íþróttum. Þjónustuaðilar í bænum hafa hælt menntaskólanemunum fyrir prúðmannlega fram- komu. Lögreglan sagðist ekk- ert geta kvartað yfir fram- komu unglinga um helgina, hvorki heimamanna eða aðkomufólks. „Það má hik- laust hæla ungmennunum. Yfirleitt hefur unga fólkið á Húsavík hagað sér vel, með fáum undantekningum," sagði lögreglumaður í samtali við Dag. IM Þrotabú Árvers hf á Árskógsströnd: Engin aðgengileg tilboð borist Söltunarfélag Dalvíkur hf. hef- ur haft rækjuverksmiðjuna Árver hf. á Árskógsströnd á leigu undanfarna mánuði en leigusamningurinn rennur út 30. nóvember nk. Arnar Sig- fússon skiptastjóri þrotabús Árvers hf. segir að reynt hafi verið að selja eignir búsins en ekki tekist. Tvö kauptilboð hafa borist en þau hafa ekki verið talin aðgengileg. Óskað hefur verið eftir nauð- ungaruppboði og ef ekki kemur néitt aðgengilegt kauptilboð fljótlega fer uppboð væntanlega fram fyrir nk. áramót. Nokkur hópur Árskógsströnd- unga hefur nú atvinnu við rækju- vinnsluna og yrði það mikið áfall fyrir atvinnulífið í hreppnum ef rækjuvinnsla legðist þar af. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.