Dagur


Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 16

Dagur - 20.10.1992, Qupperneq 16
II Kodak ^ Express Gæöaframköllun FYEIR ÞA SEM GERA KROFUR k cPedí6myndir' Skipagötu 16 * Sími 23520 Á laugardag var haldin afmælishátíð Ungmennasambands Eyjafjarðar og Búnaðarsambands Eyjafjaröar. Hátíðin var í tilefni af 70 ára afmæli UMSE og 60 ára afmæli Búnaðarsambandsins. Þessi ungmenni frá Dalvík sýndu dans við mikinn fögnuð á fjölskylduhátíö sem haldin var í íþróttahúsinu á Hrafnagili en á laugardagskvöld var kaffísam- sæti í félagsheimilinu Freyvangi. Mynd: jóh Stór og falleg loðna fannst norður af Horni: Bárðardalur: Kindur gengu úti á Fljótsheiði í fyrravetur í haust komu fram ein vetur- gömul ær og veturgamall hrút- ur frá Jarlsstööum í Bárðardal og ein veturgömul ær frá Lyng- holti í Bárðardal, sem gengu úti uppi á Fljótsheiði í allan fyrravetur. Ærnar voru báðar með lömb þegar þær komu fram, sem hafa vitaskuld orðið til með dyggilegri „aðstoð" hrútsins. Hermann Baldvinsson, bóndi á Jarlsstöðum, segir að allt bendi til að kindurnar hafi verið uppi á Fljótsheiði sl. vetur. Hann segist ekki hafa heyrt um að fé hafi áður gengið þar veturlangt, en tíðarfarið sl. vetur hafi eins og kunnugt er verið mjög hagstætt. óþh Vélsmiðjan Oddi á Akureyri: Samið um smíði á frystikerfi í Sléttanes Engin loðna finnst milli Jan Mayen og íslands Aðeins 4138 tonn fengust af loðnu frá miðvikudeginum 14. október til mánudagsins 19. október en heildarloðnuaflinn á vertíðinni er nú kominn upp í 101835 tonn. Grindvíkingur GK landaði 311 tonnum á Vopnafirði og er það fyrsta loðnulöndunin þar á haust- vertíðinni. Flestir bátarnir voru nyrst á Rifsbanka en einnig voru nokkrir norður af Kolbeinsey. Mest var landað áðurnefnda daga á Rauf- arhöfn, 1136 tonnum, og í Krossa- nesi, 540 tonnum. Aðrir lönd- unarstaðir voru Grindavík með Vegagerðin hefur látið lagfæra ellefu snjóþyngslastaði á Kísil- vegi. Til þessa verks hafði Vegagerðin 1,5 milljón króna. Af þekktum snjóastöðum sem gert var við í þessari atrennu má nefna Langavatnsbrekku, Aust- ariás og Nyrðri- og Syðri-Sand- brotshæð. Sigurður Oddsson, umdæmis- tæknifræðingur hjá Vegagerðinni á Akureyri, sagði að því miður hafi ekki verið nægilega mikil fjárveiting til þess að lagfæra alla snjóastaðina, t.d. hefði þurft O VEÐRIÐ Veðurstofa (slands spáir held- ur hlýnandi veðri á Norður- landi í dag. Víðáttumikið hæð- arsvæði er suður af landinu en í dag er væntanleg lægð inn á landið af Grænlandshafi. Suð- austlæg átt verður á Norður- landi vestra í dag en gengur síðan í breytilega átt og rign- ingu. Á Norðurlandi eystra ætti að verða sunnan gola framan af degi og víða súld eða rigning. 170 tonn, Reykjavík 170 tonn, Þórshöfn 268 tonn, Seyðisfjörður 190 tonn, Neskaupstaður 499 tonn, Eskifjörður 195 tonn og Vestmannaeyjar 359 tonn. Hæstu löndunarhafnirnar á vertíðinni eru Siglufjörður með 30909 tonn, Raufarhöfn með 17318 tonn, Akranes með 9862 tonn og Krossanes með 9719 tonn. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson er statt norður af Horni og fann í gær stóra og fallega loðnu um 60 mílur norður af Horni. Töluvert virðist vera af loðnu á þessum slóðum en ekki fimm til sjö milljónir til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á Sandvatnsbrekku. „Nú á að vera búið að lagfæra flesta snjóastaði frá Langavatnsbrekku og upp- undir Sandvatnsbrekku. Segja má að eftir séu tveir þekktir tálmar,“ sagði Sigurður. óþh vitað enn hvernig hún hagar sér og eins virðist nokkuð vera þar af smáloðnu. Nokkrir loðnubátar voru í gær á leiðinni þangað vest- ur frá svæðinu norður af Mel- rakkasléttu, þ.á.m. Guðmundur Ólafur ÓF og Víkingur AK. Hjálmar Vilhjálmsson leiðang- ursstjóri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem statt er liðlega miðja vegu milli Jan Mayen og íslands, þ.e. norður undir 69. breiddargráðu og 18. gráðu vestlægrar lengdar, segir að þar hafi ekki fundist nein loðna. Bjarni Sæmundsson mun halda áfram í austurátt og síðan væntanlega suður með Austur- landi en það ræðst þó væntanlega af því hvort einhverja loðnu er að finna á þeim slóðum þar sem skipið er nú statt. Uthlutað hefur verið um 78% af loðnukvótanum, eða 390 þús- und tonnum, en árangur leiðang- ursins á Bjarna Sæmundssyni undir leiðangursstjórn Hjálmars Vilhjálmssonar og leiðangursins á Árna Friðrikssyni, þar sem Sveinn Sveinbjörnsson er leið- angursstjóri, ræður miklu um mögulega aukningu á loðnukvót- anum á þessari vertíð. GG Vélsmiðjan Oddi á Akureyri hefur samið við útgerðarfyrir- tækið Fáfnir á Þingeyri um smíði á frystikerfi í togarann Sléttanes en skipið fer í breyt- ingar í Póllandi í nóvember og verður breytt í frystiskip. Fáfn- ir bauð frystikerfisþáttinn sér- staklega út í lokuðu útboði og átti Oddi næstlægsta tilboðið. Torfi segir að tilboð Odda hafi verið um 30 milljónir króna en um er að ræða vélar sem keyptar verða hjá samstarfsaðila í Dan- mörku, sem raunar átti lægsta til- boðið í útboðinu, en auk þess er smíði á búnaði hjá Odda. Verkið er hafið og mun Sléttanesið taka þann búnað sem smíðaður verð- ur hjá Odda um borð þegar skip- inu verður siglt til Póllands, væntanlega 12. nóvember næst- komandi. Pólverjar munu sjá um uppsetningu undir eftirliti frá Odda. í frystikerfið í Sléttanesi bárust tilboð frá helstu kælifyrirtækjum á markaðnum. Torfi segir tilboð Odda það eina íslenska þar sem hönnun og framleiðsla var innlend. „Við erum að breyta um takt varðandi markaðssetningu á kæli- og frystibúnaði. Hingað til höfum við aðallega unnið sem undirverktakar hjá erlendum fyrirtækjum en nú erum við að taka sjálfir við því að vera aðal- verktakar og sjá sjálfir um alla hönnun. Þetta var fyrsta stóra verkefnið á því sviði og okkur tókst að ná því. Fáfnir mat það þannig að ráðlegast væri að skipta við okkur,“ sagði Torfi og benti á að fyrir utan mikilvægi þess að hluti búnaðarins í Slétta- nes verði smíðaður hér heima þá sé hönnunin öll unnin af fyrirtæk- inu. „íslenskar útgerðir hafa ver- ið sakaðar um að senda öll verk úr landi en þetta er dæmi um að það er ekki algilt,“ sagði Torfi. JÓH Akureyri: Tíðir árekstrar íhálkuimi Alls urðu 10 árekstrar á Akur- eyri síðustu þrjá daga. í tveim- ur þeirra urðu meiðsl á fólki en hálka er orsök árekstranna í öllum tilfellunum. Að sögn varðstjóra hjá Akur- eyrarlögreglunni eru þessir fyrstu dagar dæmigerðir um umferðina fyrstu hálkudagana. Merkjanlegt er þó að æ algengara er að bif- reiðaeigendur eigi vetrardekkin á felgum og geti skipt um með stutt- um fyrirvara en engu að síður verða alltaf allmargir árekstrar fyrstu dagana. Lögreglan telur að í öllum árekstrunum 10 hafi bún- aður til vetraraksturs ekki verið nægilega góður og því fór sem fór JÓH Viðgerð Búrfells: Mótmæli málm- og skipasmiða bárn árangur - gert verður við skipið hér á landi Halldór Blöndai, samgöngu- ráðherra, hefur ákveðið að viðgerð á MS Heklu - síðasta skipi Skipaútgerðar ríkisins - fari fram hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík en áður hafið ver- ið ákveðið að senda skipið til viðgerðar í Póllandi. Skipið hefur að undanförnu verið rekið af Samskip og siglt und- ir nafninu Búrfell. Vegna mótmæla og kyrrsetningarað- gerða af hálfu Málm- og skipasmíðasambandsins og skipasmiða var þessi ákvörð- un tekin og ákveðið að sigla skipinu til Reykjavíkur. Astæður þess að ákveðið var að taka tilboði hinnar pólsku skipasmíðastöðvar í viðgerð skipsins var sjö milljón króna munur á tilboði hennar og lægsta tilboði innlendrar skipasmíðastöðvar. Tilboð hinnar pólsku stöðvar hjóðaði uppá sex milljónir króna en til- boð Stálsmiðjunnar var um 13 milljónir króna. Mismunur til- boðanna er fyrst og fremst kom- inn til vegna mikilla niður- greiðslna pólska ríkisins á skipaiðnaði. Vegna ógnvæn- Iegrar stöðu íslensks skipa- iðnaðar og ntikils atvinnuleysis í greininni brást Málm- og skipa- smtðasambandið hart við og lauk þeirri viðureign með framangrcindum afleiðingum. Viðgerð skipsins fer fram hér á landi. Örn Friðriksson, forntaður Málm- og skipasmíðasam- bandsins, hefur látið hafa eftir sér að hér sé fremur um skynsantlega ákvarðanatöku að ræða en sigur. Þegar stjórnvöld taki ákvarðanir um að flytja atvinnu fólks úr landi hljóti að vera réttmætt aö mæla slíkum ákvörðunum í móti. ÞI Vegagerð ríkisins: Kísilvegur greiðfærari

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.